Alþýðublaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 15. maí 1986 15 RÉTT AÐ BYRJA Hvað vilt þú segja um frammi-' stöðu borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins? „Því er ekki að neita að borgar- stjórnarmeirihluti sjálfstæðis- manna er sterkur. En það er ekki nóg að hafa vinsælan borgarstjóra og sterkan meirihluta, ég vil meina að slíkt sé aukaatriði. Það sem skiptir máli eru þau mál sem meiri- hlutinn er með og koma fram. Sjálfstæðismenn hafa komið ýsmu í framkvæmd, en það eru þó smá- vægileg mál miðað við þau stórmál sem ekki hafa verið framkvæmd. Þeir hafa haldið áfram þeirri lág- launastefnu sem ríkt hefur. Þeir hafa gert sig seka um mikla einræð- istilhneigingu, t. d. með því að standa fyrir fækkun nefnda og ráða á vegum borgarinnar. Ég nefni sem dæmi að það stendur til að leggja niður sjö manna Æskulýðsráðið og fimm manna íþróttaráðið og stofna í staðinn eitt fimm manna ráð. Borgarstjórnarmeirihluti Sjálf- stæðisflokksins hefur — eins og ríkisstjórnin — í rauninni fátt að- hafst í málum hins almenna borg- ara. Það sem helst má tala um að náðst hafi fram hefur þá verið fyrir tilverknað utanaðkomandi áhrifa. Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn standa fyrir 1500 milljón króna halla á ríkissjóði og í borginni ríkir stöðnun og spilling. Ef fólk vill á annað borð breyt- ingu og fá nýja menn í valdastólana þá gerir það svo með því að hafna íhaldinu í borgarstjórnarkosning- unum. Það er ekki hægt að slíta úr samhengi meirihluta sjálfstæðis- manna í Reykjavík og ríkisstjórnar- setu þessa sama flokks. Það er höf- uðatriði í þessu máli, að ef menn vilja breyta þjóðfélaginu í átt til meiri jöfnuðar þá verður að byrja hér í borginni. Það þarf að velja sterkan jafnaðarmannaflokk og hverfa frá forsjárhyggju íhaldsins. Við verðum að taka valddreifingar- stefnu Alþýðuflokksins fram yfir einræðistilhneigingar Sjálfstæðis- flokksins. Fólkið sjálft verður að fá meiri völd og ábyrgð“ Ertu bjartsýnn, nú þegar kosn- ingarnar nálgast óðfluga? „í stjórnmálastarfi verða menn alltaf að vera bjartsýnir. Ég hef sagt það oft, að ef við jafnaðarmenn ætlum okkur að skipta hér ein- hverju máli þá verðum við að sam- einast um að kjósa A-listann. Við verðum að muna að það er stefnan sem skiptir máli, en láta allan persónulegan ágreining lönd og leið. Til að geta ráðið einhverju að marki verðum við að fá að minnsta kosti þrjá borgarfulltrúa og að því stefnum við. í skoðanakönnun í mars var okkur ekki spáð einum einasta borgarfulltrúa og aðeins um 4% atkvæða. í skoðanakönnun í Helgarpóstinum nú í apríl vorum við síðan komnir með um 10% at- kvæða og við finnum fyrir þessari uppsveiflu, sem þó er rétt að byrja. Ég trúi því fastlega að jafnaðar- menn fái þrjá borgarfulltrúa í borg- arstjórn Reykjavíkur.“ Við eigum til afgreiðslu strax örfáa KIAMASTER sendíbíla á einstöku verði. KIAMASTER eru MAZDA sendibílar, samsettir í Suður-Kóreu: Verð: Lokaður sendibíll með 2200 cc dieselvél..................................kr. 384.000 Lokaður sendibíll með 1600 cc bensínvél.................................. kr. 373.000 gengisskr. 29.4.86 Nú er um að gera að hafa hraðar hendur því að- eíns er um fáa bíla að ræða. Mjúkt, ndtogöruggt dömuinriegg BOSSI Lynghálsí 3 Reykjavík Sími 687949 VIÐ LÆKKUM VERÐIÐ! Ódýrustu og bestu dömu- innleggin í dag Dömuinrúegg-alla daga

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.