Alþýðublaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. maí 1986
7
í huga, en vitaskuld eru áherslu-
punktarnir fleirií'
Hvað er það þá sem þér finnst
helst gagnrýnisvert við núverandi
borgarstjórnarmeirihluta?
„Þú meinar auðvitað fráfarandi
borgarstj órnarmeirihluta|‘ svarar
Ragnheiður Björk ákveðið og fyrir-
spyrjandi neyðist auðvitað til að
umorða spurninguna!
„Það vekur furðu í mínum huga
að skoðanakannanir sýna enn
Sjálfstæðisflokkinn með drjúgan
meirihluta, þrátt fyrir með hve
miklum endemum hann hefur
stjórnað borginni á þessu kjörtíma-
bili sem er að ljúka. Þrátt fyrir
borðleggjandi misnotkun á al-
mannafé til að hygla íhaldsgæðing-
Alþýðuflokkurinn hefur lagt
fram heilsteyptar tillögur til að
mæta þessum vanda. Svo og tillög-
ur til lausnar á húsnæðisvanda
fólks almennt. Þá á ég einkum við
þingsályktunartillögu Jóhönnu
Sigurðardóttur um kaupleiguíbúð-
ir. í ljósi þessa fer ég að velta því
fyrir mér hvort að það sé eitthvað
náttúrulögmál sem veldur því að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur —
þrátt fyrir allt þetta — meirihluta.
Því við hljótum að gera okkur Ijóst,
að svo löng seta eins flokks er mjög
óæskileg. Og ég er hrædd um að
það sé orðið illmögulegt fyrir fólk
utan Sjálfstæðisflokksins að koma
málum sínum í gegn!‘
Að lokum, Ragnheiður Björk,
ertu bjartsýn á að það takist að fella
meirihluta Sjálfstæðisflokksins?
Hvað vonast þú til að Alþýðuflokk-
urinn nái langt í kosningunum?
„Ég er bjartsýn, baráttan leggst
mjög vel í mig. Því það er mjög góð
samvinna meðal okkar jafnaðar-
manna og einnig um þau mál sem
við höfum sett á oddinn. Og ef þú
trúir einlægt á það sem þú ert að
gera þá eru þér allir vegir færir“
ÍSLENSKT SEMENT
Vandamálin hafa hrannast upp
hjá fráfarandi meirihluta Sjálf-
stæðisflokksins, ekki síst félagsleg-
ir erfiðleikar. Biðlistar eru eftir
dagheimilisplássum. Ákaflega lítið
hefur verið gert til að mæta vanda
aldraðra — þar er einnig að finna
langan biðlista bæði hvað varðar
heimahjúkrun og möguleikann á að
komast í þjónustuíbúðir, hjúkrun-
ar- og elliheimili. Það er staðreynd
að upp úr næstu aldamótum verður
fjöldi aldraðra orðinn tvöfalt meiri
en nú og því er stórátaks þörf ef við
ætlum að búa mannsæmandi að
þeim, sem byggðu upp það þjóðfé-
lag sem við búum í.
inn má sín æ minna. Er það fram-
tíðin að hinir efnalitlu fái að deyja
drottni sínum ef þeir geta ekki greitt
nauðsynlegan sjúkrakostnað.
— Hvað um ástandið í húsnæð-
ismálum? Fólk virðist almennt ann-
að hvort vera að sligast undan láns-
kjaravísitölunni eða hárri húsaleigu
á einkamarkaðnum, vegna þess hve
mikil eftirspurn er eftir leiguhús-
næði.
— Borgaryfirvöld hafa lagt
mikla áherslu á að hver maður eign-
ist þak yfir höfuðið og hefur lítil
áhersla verið lögð á byggingu leigu-
íbúða eða kaupleiguibúða. Eigið
húsnæði er í sjálfu sér ágætt en er
nokkurt vit í að eyða 10—15 bestu
árum ævinnar í að koma sér því upp
og nú að síðustu og verstu árum
dugar það varla til, a. m. k. ekki
fyrir venjulegan Iaunamann. Þess
vegna eru kaupleiguíbúðir brýn
nauðsyn. Eða ætlar borgarstjórn-
armeirihlutinn að hneppa unga
fólkið í nútíma þrældóm við að
koma sér upp þaki yfir höfuð og
stofna heimili. Við alþýðuflokks-
menn segjum nei og aftur nei. Við
mótmælum fyrir hönd barna okkar
sem nú eru að vaxa úr grasi og festa
rætur í þjóðfélaginu.
Það er auðheyrt á Kristínu að
hún gæti haldið áfram mun lengur
að tala um þær endurbætur sem
hana langar til að gera á ýmsum
sviðum þjóðlífsins. Það er hins veg-
ar rýmið í Borgarblaðinu, sem setur
þar strik í reikninginn og við biðj-
um hana því að lokum að draga
saman í hnotskurn þar sem henni
finnist mikilvægast þegar á heildina
er litið. Hún gerir það svona:
— Eins og ég gat um í upphafi
ættu allir íslendingar að geta lifað
mannsæmandi lífi — þrátt fyrir fá-
tækt margra eru peningar til í þjóð-
félaginu. Skipting þjóðarkökunnar
er ekki réttlát. Þessu vill Alþýðu-
flokkurinn breyta og gerir ef hann
fær bolmagn til. Þess vegna styð ég
hann og vil taka þátt í starfi hans.
Stærri Alþýðuflokkur — betra
þjóðskipulag — betra mannlíf.
HÆFIRISLENSKUM AÐSTÆÐUM
Allt frá upphafi hefur Sementsverksmiðja ríkisins kappkostað að
íslenskt sement hæfi sem best íslenskum aðstæðum.
FRAMLEIÐSLA
SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS framleiðir:
Portlandsement í venjulega steinsteypu.
Hraðsement í steypu sem verður að harðna hratt.
Pozzolansement í steypu sem má harðna hægt en verður
að vera þétt og endingargóð. (Sérstaklega ætlað í stíflur,
brýr og hafnarmannvirki).
STYRKLEIKI
Portlandsementið erframleitt í samræmi við íslenskan
sementsstaðal IST 9.
Styrkleiki sements er aðaleiginleiki þess.
Styrkleiki íslensks Portlandsements:
Styrkleiki kg/sm2 eftir 3daga 7daga 28daga
Portlandsement 250 350 500
LágmarkskrafalST9 175 250 350
GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR FYRIR
HÚSBYGGJENDUR
• Það er ekki alltaf hægt að treysta því að steinsteypa sé
gallalaus. Látið því kunnáttumenn framleiða og með-
höndlasteypuna.
• íslenska sementið er blandað varnarefnum gegn alkalí-
hvörfum, sölt steypuefni eða salt steypuvatn getur ónýtt
þessa vörn. Hvers konarönnuróhreinindi, svosemsýrur
og fínefni í steypuefnum, geta valdið skemmdum í
steinsteypunni.
• Spariðvatniðísteypuna. Hverlítri vatnsframyfirþað,
sem nauðsynlegt er, rýrir endingu hennar.
• Gerið steypuna þjála, þannig að hún þjappist vel í mótin.
Varist þó að auka þjálina með íblöndun vatns fram yfir
það sem steypuframleiðandinn gefur upp.
• Hlífið nýrri steypu við örri kólnun. Einangrið lárétta fleti
og sláið ekki frá mótum of snemma. Annars getur
steypan enst verr vegna sprungumyndana.
• Leitið ávallt ráðgjafar hjá sérfræðingum ef þið ætlið að
byggja hús eða önnur mannvirki úr steinsteypu. Betri
ending bætir fljótt þann kostnað.
SEMENTSVERKSMIÐJA
RÍKISINS