Alþýðublaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1.5. maí 1986 3 EIFT AD LIFA SÓMASAMLEGU LÍFI nokkur sumur í röð hafi mótað við- horf mín og afstöðu til lífsins meira en flest annað" Frumherjaandinn og ferðamálabakterían — Aftur að námsárunum. Þú ert sjáflur kominn með fjölskyldu fyrir allar aldir, eins og maður seg- ir? „Já, ég fór út til Lundar ásamt Steingerði Hilmarsdóttur konu minni og tveimur dætrum. Þriðja barnið, sonur, fæddist síðan meðan við vorum úti. Þetta var mjög erfitt. Ég skil þess vegna námsmennina okkar ákaflega vel núna og óánægju þeirra með það hvernig verið er að róta í þessum málum núna loksins þegar þau voru að komast í þokkalegt horf. Og ég er heldur ekki alveg sáttur við afstöðu Alþýðuflokksins í þessu máli og reyndar í andstöðu við þau sjónar- mið er flokksforystan hefur sett fram.“ — Hvað voruð þið lengi úti í Sví- þjóð? „Við vorum í Lundi í alls 3 ár og eins og ég sagði að þegar við kom- um heim voru börnin orðin þrjú. Síðan hefur enn fjölgað um einn í fjölskyldunni, því að við eigum núna 1 Vi árs dóttur. En það er rétt að taka það fram að ég fór ekki út til Lundar strax að loknu stúdents- prófi heldur var ég hér í Háskólan- um í viðskiptafræði í hálft annað ár og vann þá með náminu í flugaf- greiðslu Loftleiða. Þarna var skemmtilegt að vinna, góður starfs- andi og ég man ég hreifst mjög af þessari frumkvöðlastemmningu sem þáverandi stjórnarmönnum Loftleiða tókst einhvern veginn að halda stöðugt uppi. Það var eitt- hvað annað en þessi pilsfalda- kapítalismi sem hefur heltekið flug- mál okkar núna. Ég býst líka við því að það sé á þessum tíma mínum hjá Loftleið- um sem ég tek ferðamálabakteríuna en það svið hefur allt síðan verið mér ákaflega hugleikið. Ég var hót- elstjóri á Garði fyrstu þrjú árin eftir að ég kom heim, einnig skrifstofu- stjóri Félagsstofnunar stúdenta á sama tíma og reyndar fram- kvæmdastjóri hennar siðasta árið mitt. Hótelreksturinn gekk mjög vel þennan tíma og félagsstofnun var mjög framkvæmdasöm um þetta leyti. Það var þá til dæmis verið að byrja á hjónagörðunum. Ég man að við þurftum talsvert að leita til Vil- hjálms Hjálmarssonar af þessum sökum en hann var þá menntamála- ráðherra. Vilhjálmur þorði Ég hef alltaf miklar mætur á Vil- hjálmi síðan og held reyndar að hann hafi verið mjög vanmetinn stjórnmálamaður. Alltént var hann ekki pólitíkus sem lét skrifræðið beygja sig. Ég má til með að segja eina sögu af því. í eitt skipti sem oftar vantaði okkur tilfinnanlega peninga til að kaupa ofna í hjóna- garðana sem okkur buðust þá á af- ar hagstæðum kjörum. Við fórum þrír saman á fund Vilhjálms frá fé- lagsstofnun með formanninn Þröst Ólafsson í broddi fylkingar og ég man að félagar mínir, sem voru miklu lífsreyndari en ég í völundar- húsum ráðuneytanna, voru að brýna fyrir mér að það þýddi ekkert að vera með neina óþolinmæði — kerfið þyrfti að hafa sinn gang. Vil- hjálmur tók á móti okkur af al- kunnri ljúfmennsku, skildi vanda okkar vel og kom einhvers staðar auga á einhverja peninga, sem gætu leyst þennan vanda. Hann kallaði á Birgi Thorlacius ráðuneytisstjóra og þá kom reyndar í ljós að Birgir hafði ætlað þennan pening í að kaupa hljómflutningstæki í skóla landsins. Vilhjálmur spurði þá hvenær við þyrftum að fá peninginn og ég svaraði að við þyrftum að fá hann fyrir klukkan þrjú þennan sama dag og gat fundið að félagar mínir svitnuðu þarna við hliðina á mér yf- ir heimtufrekjunni. En Vilhjálmur lét sér hvergi bregða, lyfti símanum og hringdi í Höskuld í fjármála- ráðuneytinu með þessum orðum: — Höskuldur minn, það kemur þarna til þín kl. 3 í dag, ungur maður frá félagsstofnun stúdenta og þú lætur hann fá ávísun upp á . . . og svo nefndi hann upphæðina. Það þarf ekki að orðlengja það — ég fékk peninginn á tilsettum tíma. En félagsstofnun stóð í öðrum stórræðum líka um þetta leyti, því að við tókum í notkun tvö barna- heimili á þessum tíma, einnig mat- söluna og bóksöluna. En mesta ánægju hafði ég samt af rekstri stúdentagarðanna og kynnum mín- um af ferðamálum. Þar hfild ég reyndar að enn megi víða taka til höndunumí1 — Hvernig þá? „Ég held t. d. að við séum iðulega hlunnfarnir í viðskiptum við er- lendar ferðaskrifstofur, sem eru að koma með erlenda ferðamenn hing- að. Ég hef horft upp á peninga- plokk af þessu tagi, þar sem erlend- ar ferðaskrifstofur eru að sjá sjálfar um bókanir hingað, senda sérstaka fararstjóra með þessum hópum og eru siðan að selja hópunum sínum skoðunarferðir hér, sem þær kaupa á réttu verði en selja ferðamönnum aftur á tvöföldu verði. Mér finnst að Reykjavíkurborg eigi að taka miklu virkari þátt í þjónustunni við þá erlendu ferða- menn sem hingað koma, vera með öfluga upplýsingastarfsemi til að kynna þeim állt sem borgin og þjónustufyrirtæki hennar hafa upp á að bjóða, þvi að ég býst við að mörgum aðilum í ferðamannamót- töku hér á höfuðborgarsvæðinu þyki sem erlendu ferðamennirnir geri hér oft stuttan stans og verji mestum tíma sínum og fjármunum utan borgarmarkanna. Það hefur reyndar hvarflað að mér hvort ekki sé unnt að sameina hugmyndina um tónlistarhús í Laugardalnum og ráðstefnumiðstöð á vegum borgar- innar, þar sem væri að finna sér- menntað fólk til að annast móttöku og skipulag hinna stærri þinga og ráðstefna sem hér að að halda. Árin með Vilmundi — Ég átti eftir að spyrja þig hvernig samstarf ykkar Vilmundar hófst? „Þegar ég kom heim frá Svíþjóð gekk ég fljótlega í Alþýðuflokkinn og í kjölfar þess fór Benedikt Gröndal þess á leit við mig að ég tæki að mér að verða fræðslustjóri flokksins, því að við fengum á þess- Bjarni P. Magnús- son segir frá hug- sjónum sínum, hvernig hann sjó- aðist I ólgusjó stjórnmálanna, árunum með Vil- mundi og upp- vextinum í verka- mannabústöðun- um við Bústaða- veginn. um tíma peninga frá sænskum flokksbræðrum í þessu skyni. Ég tók þetta að mér með því skilyrði að ekki yrði á neinn hátt reynt að dylja það hvaðan peningarnir kæmu og hvernig þeim væri varið. Þetta leiddi til þess að Alþingi lét sig mál- ið varða og sett var í lög að banna stjórnmálaflokkum að taka við fjárstyrk erlendis frá. En um þetta leyti sem ég kem til starfa í flokknum eru þeir Vil- mundur og Helgi Skúli Kjartansson aðalmennirnir í vinnu við nýja stefnuskrá flokksins auk þeirra Finns Torfa, Jóns Þorsteinssonar og Árna Gunnarssonar sem einnig áttu sæti í nefndinni sem vann að stefnumótuninni. Það æxlaðist þannig að við sátum löngum stund- um saman að rabbi um stefnu- skrána — ég, Vilmundur og Helgi Skúli. Upp úr þessu þróaðist mjög náið samstarf með okkur Vil- mundi, því að við vildum báðir og börðumst fyrir því að flokkurinn skilgreindi sig á nýjan leik — liti á sig sem almennan neytendaflokk en ekki bara verkalýðsflokk, þar sem hann hafði hvort eð er ekki nema takmarkaða fótfestu" — Var flokksforustan þessu ósammála? „Benedikt skildi alveg hvað við vorum að fara og leyfði okkur að sprikla þetta áfram en þegar ein- hvers staðar skarst í odda milli okk- ar og annarra hópa innan flokksins, fannst mér hann oft ragur við að taka af skarið. En upp úr þessum jarðvegi spruttu ýmsar róttækustu hugmyndir sem hér höfðu komið fram í stjórnmálastarfi um langt skeið og miðuðu allar að því að færa flokkinn nær kjósendum og auka lýðræðið innan flokksins til. að almennir kjósendur gætu haft meiri áhrif á gang mála. Við lögð- um til opnu prófkjörin, fjölgun á flokksþingum og þar fram eftir göt- um. Þetta var stórkostlegur tími og auðvitað eru kosningarnar 1978 manni hvað minnisstæðastar. Við Vilmundur byrjuðum á því að heimsækja vinnustaðina og rudd- um þannig braut öllum þessum nýj- ungum í kosningabaráttunni sem nú þykja orðnar sjálfsagðar hjá öll- um flokkum í dag. Vilmundur var ekki einhamur maður að þessu leyti, bæði stórkostlegur baráttu- maður og herfræðingur, en ég man samt að ég sagði einhvern tíma við hann þegar byrinn var hvað mestur fyrir kosningarnar, að hannskVldi sanna til að þegar kosningarnar væru búnar, þá myndu aðrir koma og segja — nú getum við. Vilmund- ur var ekki trúaður á þetta en fékk síðar að reyna að ég varð sannspár að þessu leytiý — En hvað kom til að þú fylgdir ekki Vilmundi þegar hann yfirgaf flokkinn og stofnaði Bandalagið? „Það eru ýmsar skýringar á því en þó aðallega sú að um það leyti sem Vilmundur var á förum, er ég að ná fram gömlu baráttumáli okk- ar beggja — nýrri skipulagsskrá fyrir flokkinn sem fól í sér mikla fjölgun á flokksþingi og miklu meiri áhrif almennra flokksmanna á flokksstarfið. Þetta voru allt hug- myndir sem Alþýðubandalagið átti eftir að apa eftir í grundvallaratrið- um nokkru seinna. Mér hefur stundum fundist eftir á, að í rauninni hafi innan flokksins verið unnið markvisst að því að stía okkur Vilmundi í sundur, því að á flokksþinginu þar sem Vilmundur beið sinn mesta ósigur, var ég kjör- inn næstum sovéskri kosningu sem formaður framkvæmdastjórnar. En það hafði meira gengið á. í raun hafði stöðugt verið að fjara undan Vilmundi innan flokksins alveg frá því að niðurstöður kosninganna 1978 lágu fyrir. Vilmundur barðist gegn því að flokkurinn færi í ríkis- stjórnarsamstarf með Framsókn og Alþýðubandalaginu en varð undir. Ég held líka að sú stjórnarmyndum sé dýrkeyptasti Iærdómurinn, sem ég hafi hlotið í þessu stjórnmála- vafstri mínu. Ég lærði þar nauðsyn- ina á því að negla öll atriði niður í stjórnarsáttmála, að skilja ekki eft- ir neina lausa enda sem verða manni að fjörtjóni síðar. Að þessu var ekki gætt og eftirleikurinn varð auðvitað sá að við gengum úr stjórninni 1979“ — Sumir hafa nú sagt að það hafi verið mestu stjórnmálalegu mistök sem nokkur flokkur hafi gert á siðari árum. „Það er einfaldlega rangt mat. Við höfðum ekkert í þessari stjórn að gera sem ætlaði sér aldrei að gera neitt, enda sáu menn afrakstur slíkrar stjórnar í næstu ríkisstjórn á eftir sem tókst að fara með verð- bólguna upp í 180%. Nei, ég held að fólk hljóti að sjá það núna, að það þurfti meira þrek að gera það sem við gerðum heldur en að sitja áfram í algjörlega geðlausri ríkisstjórn“ — Uppákomurnar sem ætla má að skaðað hafi flokkinn, voru fleiri. Alþýðublaðsdeilan til dæmis. „Já, þar gerði ég þau afdrifaríku mistök að stoppa blaðið og verð víst að lifa með þeirri tilhugsun. En þarna réðu önnur sjónarmið en áttu að ráða í svona máli og í því efni hafði Vilmundur rétt fyrir sér. Þarna var deilt um grundvallar- atriði og þótt við sem tókum ákvörðun um að stöðva blaðið, hefðum i sjálfu sér viljað vel — þá sást okkur yfir þetta" Vinnustaðasamningar og kaupleiga — Og sjálfur varstu sagður á leið inn í Bandalagið nú undir það síðasta — eftir að sól þín virtist hnigin til viðar innan Alþýðu- flokksins. Var eitthvað hæft í því? „Ég gekk aldrei í Bandalagið en mér er engin launung á því að ég hef miklar mætur á því. Ég sótti tvo fundi að mig minnir — í fyrra skipt- ið ágætt flokksþing þeirra en í síð- ara skiptið Heklufundinn svokall- aða þegar Völu og Kristófer var ýtt til hliðar. Það fannst mér heldur subbulegur fundur. En ég á ennþá samleið með bandalagsmönnum í mörgum mál- um. Ég nefni bara frumvarpið um vinnustaðasamninga. Þegar Vil- mundur viðraði það fyrst innan Al- þýðuflokksins við litla hrifningu og mikla andstöðu forustumanna verkalýðshreyfingarinnar og gömlu kratanna. Þá hvatti ég hann til að leggja það fram sem þingmanna- frumvarp, þrátt fyrir andstöðu allra annarra þingmanna flokksins og andstöðu sem Vilmundur tók mjög nærri sér. Raunar eru vinnustaða- samningar ásamt kaupleiguform- inu í húsnæðismálunum þau tvö mál sem mér eru hjartfólgnust. Og ég vona bara að bandalagsmenn haldi áfram að reyna að vinna þessu máli fylgi, því að tíma vinnustaða- samninga hlýtur að koma. Það blandast varla nokkrum hugur um að það launakerfi sem við búum við í dag er gjörsamlega ónýtt og gangs- laust, og ég sé ekki aðra skynsam- legri leið út úr ógöngunum heldur en að fara leið Vilmundar og semja á hverjum vinnustað fyrir sig!‘ — Snúum okkur að öðru. Nú hefur þú sjálfur stundaö atvinnu- rekstur og verið iðnrekandi hér á höfuðborgarsvæöinu undanfarin ár með tiltölulega nýtt fyrirtæki. Hvernig er búið að svona nýiönaði? „Á ég að nefna þér dæmi? Viss- úrðu að lóðaframboð handa fyrir- tækjum er með þeim hætti hér á höfuðborgarsvæðinu að það er ein- ungis völ á risastórum lóðum og ekki nema á færi allra stærstu fyrir- tækja að byggja á þeim. Ég var Iíka nýlega að fá bréf frá kunningja mínum í Svíþjóð sem gefur manni makalausan samanburð á aðstöðu- muninum þar og hér heima. Ef ég hefði verið að koma á laggirnar fyr- irtæki eins og Bossa i Svíþjóð, hefði ég átt kost á 5 milljónum í hreinan styrk og 13 milljónum í lán. Um- sókn minni til Iðnþróunarsjóðs hér heima var hins vegar hafnað og út úr Iðnlánasjóði hefur mér tekist að fá 108 þúsund krónur. Nú er þetta fyrirtæki mitt að fara inn á nýja markaði, bæði að hefja framleiðslu á íslenskum dömubindum og blei- um til nota á sjúkrahúsum. Hvort- tveggja felur í sér talsvert vöruþró- unarstarf og kostnað því samfara en hins vegar er hvergi að fá fjár- ■magn í slík verkefni, eins og nauð- Framh. á bls. 17 Bjarni og fjölskylda. Frá vinstri: Guðrún, Jóna, Kristín, Hilmar, Bjarni og Steingerður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.