Alþýðublaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. maí 1986
5
alþýðu-
íaFTETTM
Þriöjudagur 13. maí 1986
Alþýöublaöiö, Ármúla 38, 108 Reykjavík
Sími: (91) 681866, 81976
Útgefandi: Blaö hf.
Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.)
Blaöamenn: Jón Daníelsson og Ása Björnsdóttir
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12
Askriftarsíminn
er 681866
ÁHRIF JAFNAÐARMANNA
VERÐA AD AUKAST
Hvernig liti Reykjavíkurborg út, ef Sjálfstæö-
isflokkurinn hefði ekki farið með meirihluta-
vald í marga áratugi? Væri skipulagið betra og
manneskjulegra? Væri mannlífið betra? Væri
betur hugsað um þarfir aldraðra og ungu kyn-
slóðarinnar? Væri borgarbragurinn annar,
spillingin minni og gæðingarnir færri?
Það gæti verið skynsamlegt að velta þessum
spurningum fyrir sér. Það leikur ekki minnsti
vafi á því, að Reykvikingar byggju í betri borg ef
valddreifingin hefði verið meiri; ef samkeppnin
um að gera betur hefði ráðið ferðinni. Áratuga
völd Sjálfstæðisflokksins i höfuðborginni eru
bæði óeðlileg og stjórnkerfinu hættuleg.
Það er engum blöðum um það að fletta, að
Sjálfstæðismenn eru farnir að líta á Reykjavík-
urborg eins og hvert annað fyrirtæki, sem þeir
geta stjórnað að eigin geðþótta. Þeir tala um
skattpeninga borgaranna eins og sitt eigið fé,
og eyða því í samræmi við það. Þeir eru örlátir
á fjármuni til flokksbræðra, hika ekki við að
leggja þeim til tugi milljóna króna, sem unnt
hefði verið að nota til að efla félagslega þjón-
ustu.
Slóð núverandi borgarstjórnarmeirihluta er
vörðuð fjármálahneykslum. Flest þeirra gerast
á bak við lokaðar dyr; aðeins örfá sjá dagsins
Ijós. Gæðingarnir raða sér á básana og enginn
nema þeir vita hvað gefið er. Síðan reyna þeir
að sefja borgarbúa með þeirri kenningu, að
þeir einir geti komið í veg fyrir glundroða.
En það ereinmitt glundroði, sem nú blasirvið
Reykvíkingum, ef þeirviljasjáhann. Glundroð-
inn felst í skipulagi ómanneskjulegra borgar-
hverfa, hörmulegri afkomu lítilmagnans, bág-
um kjörum skjólstæðinga Félagsmálastofnun-
ar, húsnæðisleysi aldraðra, sóun á almannafé,
hörmulegum kjörum húsbyggjenda og sleitu-
lausum þrældómi launafólks í borginni.
Ef að líkum lætur yrðu svör sjálfstæðis-
manna við þessum fullyrðingum þau, að hið
slæmaástand stafaði af stjórnvaldaaðgerðum.
En menn mega ekki gleyma því eitt einasta
augnablik, að Sjálfstæðisflokkurinn í borgar-
stjórn og Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn er
eitt og hið sama.
Það er orðin mikil þörf á því að lofta út í „Arn-
arhreiðrum" íhaldsmeirihlutans í Reykjavík.
Það er nauðsynlegt að stöðva fjárausturinn til
íhaldsfjölskyldnanna. Það er brýnt að sjónar-
mið félagshyggju og samhjálpar fái að ráða
ferðinni meira en verið hefur.
w
I baráttunni fyrir þessar borgarstjórnarkosn-
ingar leggur Alþýðuflokkurinn höfuðáherslu á
húsnæðismálin og málefni aldraðra. Hann vill
að áhrifa jafnaðarmanna gæti meira í borgar-
stjórn en verið hefur. Hann telur ónauðsynlegt
að tíundi maðurinn á lista Sjálfstæðisflokks-
ins nái kjöri, maður, sem flokkurinn sjálfur
hafnaði.
Alþýðuflokkurinn skorar á kjósendur að efla
áhrif jafnaðarmanna í borgarstjórn þvf hann er
sannfærður um, að ef borginni hefði á undan-
förnum árum verið stjórnað meir og betur í
anda jafnaðarstefnunnar, væri Reykjavík betri
borg en hún er nú.
þjónustu borgarinnar svo hátt sem
raun er, þvert ofan .í gefin loforð
fyrir seinustu kosningar, nota bene.
í rauninni er ástæöa til að spyrja sig
þeirrar spurningar, hvar lýðræði
sjálfstæðismanna komi fram í
Reykjavík, þar sem þeir geta haft
hlutina eins og þeir vilja. Jú, það er
umtalsvert frelsi manna í alls konar
rekstri. Stétt verslunareigenda hef-
ur sjaldan haft það eins gott og nú.
En þegar kemur að því að veita hin-
um almenna borgara eitthvert vald,
þá er Sjálfstæðisflokkurinn ekki
lengur flokkurinn þeirra. Þá bara
þora þeir ekki. Og félagslegum mál-
efnum sinna þeir ekki nema til-
neyddir.
Þess vegna væri það Sjálfstæðis-
flokknum hollt ef borgarbúar efldu
til áhrifa flokk með félagshyggju og
samhjálp að leiðarljósi. Þá yrði
Sjálfstæðisflokkurinn um leið knú-
inn til frjálslyndari viðhorfa og
unnt væri að afmá þau þreytu-
merki, sem eru á stjórn þeirra í dag.
Ertu að segja að það þurfi að
hafa vit fyrir Davíð?
— Nei, ég er að segja, að það
þarf að veita sjálfstæðismönnum
aðhald. Við treystum okkur til þess
að veita þeim þetta aðhald, hvort
sem er í stjórn eða í stjórnarand-
stöðu, svo að þeir rati ekki í villu t.
d. í félags- og menningarmálum.
Stjórnmálaafskipti Jóns
Baldvins bitnað á mér
Hvað var það öðru fremur, Bryn-
dís, sem varð til þess að þú ákvaðst
að taka þátt í slagnum í Reykjavík?
— Undanfarin misseri hef ég
tengst pólitík meira og meira, hvort
sem mér hefur líkað það betur eða
verr. Stjórnmálaafskipti Jóns Bald-
vins hafa líka í reynd bitnað á mér,
t. d. uppi í sjónvarpi, þar sem ég hef
ekki fengið verkefni miðað við
reynslu og hæfileika, að mínu mati.
Ég hef því á vissan hátt goldið
stjórnmálaafskipta hans. Þegar ég
stend síðan frammi fyrir því að
ganga einu skrefi lengra og taka
þátt í þessu af lífi og sál, þá er það
kannski minna skref en margir
halda. En það hefur þó gert útslag-
ið að ég get varla sagt nei, þegar fast
er eftir leitað og ég sé þörfina. Og
sérstaklega slæmt er það fyrir konu
að skorast undan. Ég vil breyta
þessu samfélagi í Reykjavík og berj-
ast fyrir málefnum jafnaðarmanna
í þessari kosningabaráttu — þó að
það kosti mig æruna.
þh
í LANDSBANKANUM
FÆRÐU DOLLARA, PUND, MÖRK, FRANKA, PESETA,
FLORINUR, ESCUDOS OG LIRUR
HVORT SEM ÞÚ VILT í SEÐLUM EÐA FERÐATÉKKUM
g þá er ekki allt upp talið.
í öllum afgreidslum Landsbankans
geta ferðalangar nánast fyrirvaralaust
gengið að gjaldmiðlum allra helstu
viðskiptalanda okkar vísum.
Ferðatékkar, bankaávísanir og seðlar
eru ávallt fyrirliggjandi, í öllum
helstu gjaldmiðlum.
Við minnum líka á Visakortið,
- athugaðu gildistímann áður
en þú leggur af stað.
Góða ferð.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna