Alþýðublaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 22
22
'Fímrintudágúr 15. máTÍ986
Ji anna 1
in. rmagn sem þannig fengist
yrc »0 milljónir hvort árið um sig
— verður að telja eðlilegt að
2— milljónir á ári eða allt að
600 ulljónir af því fjármagni renni
til s 'tarfélaganna til að tryggja að
fran væmdaáætlun um byggingu
eða kaup 6000 kaupleiguíbúða
verði að veruleika. Að því er bygg-
inga jóðina varðar þá er áætlað að
verulega aukið fé komi til sjóðanna
í tengslum við nýgerða kjarasamn-
inga gegnum skuldabréfakaup líf-
eyrissjóðanna. Ætla verður að sam-
staða geti náðst um það að 5—600
milljónir af þessu fé renni árlega til
kaupieiguíbúða sem fyrst og fremst
kæmu láglaunafólki til góða, en
það er það viðbótar fjármagn sem
þarf að renna til Byggingasjóðs
verkamanna til þess að tryggja að
við þessa framkvæmdaáætlun sé
hægt að standa. — Ekki þarf til að
koma aukið fjármagn í Bygginga-
sjóð ríkisins vegna kaupleiguíbúða
frá því sem nú er gert ráð fyrir. —
Skýrist það af því að gert er ráð fyr-
ir að almennum lánveitingum úr
Byggingasjóði ríkisins skuli fækka í
hlutfalli við fjölda kaupleiguíbúða
sem byggðar eru á hverju ári. —
Undirstrika skal, að með þessu er
ekki gert ráð fyrir að heildarlánveit-
ingum fækki úr Byggingasjóði rík-
isins, heldur yrði fyrst og fremst um
nýjan kost að ræða sem tryggir
fólki nýjan valkost í almenna hús-
næðislánakerfinu. Kaupleiguíbúðir
fjármagnaðar úr Byggingasjóði
verkamanna kæmu til viðbótar
þeim félagslegu íbúðarbyggingum
sem byggðar eru í dag og tryggðu að
árlega yrðu byggðar 600 íbúðir fyrir
láglaunafólk eins og lög gera ráð
fyrir, en á undanförnum árum hafa
aðeins verið byggðar að meðaltali
um 160 íbúðir árlega.
Sveitastjórnarmál
Því hefur verið lýst hér hvernig
jafnaðarmenn vilja breyta þeirri
húsnæðisstefnu sem fylgt hefur
verið. Hvort það tekst ræðst ekki
síður á vettvangi sveitastjórna en
Alþingis, þar sem sveitarfélögin
yrðu í flestum tilfellum fram-
kvæmdaaðilar. Það skiptir því
verulegu máli fyrir unga fólkið —
fyrir alla húsbyggjendur og íbúðar-
kaupendur hvaða stjórnmálaöfl
ráða ferðinni á vettvangi sveita-
stjórna á næstu fjórum árum.
Ég nefni ekki síst Borgarstjórn
Reykjavíkur, því íhaldsmeirihluti
Davíðs Oddssonar hefur ekki stutt
tillögur borgarfulltrúa Alþýðu-
flokksins um að leggja fjármagn til
kaupleiguíbúða.
Húsnæðisöryggi án
skuldabasls
Hér hefur verið sýnt fram á að
við jafnaðarmenn berjumst fyrir
nýrri lausn og breyttri stefnu í hús-
næðismálum. Fáum við til þess að-
stöðu á vettvangi sveitastjórna og
Alþingis munum við innleiða nýja
stefnu í húsnæðismálum, sem
marka mun tímamót í húsnæðis-
málum íslendinga. Við viljum gefa
fólki val i húsnæðismálum eftir
efnum og ástæðum — val sem
byggir á því að fólk þurfi ekki að
eyða bestu árum ævi sinnar í vinnu-
þrældóm og að það þurfi ekki að
fórna eðlilegu fjölskyldulífi til að
eignast húsaskjól.
Við viljum að fólki sé búið það
húsnæðisöryggi, að það þurfi ekki
að lifa í sífelldum ótta um að missa
eigur sínar. Við viljum reka þá hús-
næðisstefnu að heiðvirt fólk sem
vinnur myrkranna á milli sé ekki
gert að vanskilamönnum og sjálfs-
virðing þess sé brotin niður, af því
að því er um megn að standa í skil-
um þrátt fyrir langan vinnudag.
Við viljum breyta því að húsnæðis-
stefnan hneppi fólk í fjötra skulda
og basls. Við viljum að fólk fái val
um hvernig það vill lifa lífinu og
verja þeim fjármunum sem það
vinnur fyrir. Við viljum skapa þær
aðstæður í húsnæðismálum fyrir
fjölskyldur í landinu að það geti lif-
að eðlilegu fjölskyldulífi, í stað
vinnuþrældóms, skuldabasls og fé-
lagslegra vandamála, sem húsnæð-
isstefna og misskipting eigna og
tekna hefur kallað yfir margar fjöl-
skyldur í þessu landi.
Húsnæðislausn aldraðra
HEIMA ER BEST
Alls staðar er að finna fólk, sem komið er á ellilífeyrisaldur og býr í stórum íbúðum. Kannanir sýna ótvírœtt að þetta fólk
vill dveljast í eigin híbýlum, eins lengi og kraftar leyfa. Það vill geta notið heimilishjálpar. Eins og nú háttar er ekki unnt
að veita slíka þjónustu nema í afar takmörkuðum mœli.
Vilji þetta fólk hins vegar minnka við sig, þá er vandinn sá, að það getur ekki losnað við stóru íbúðirnar vegna þess að
unga fólkið ræður ekki við að kaupa þær.
EINSEMD OG EINANGRUN
Afleiðing alls þessa hefur orðið sú, að gamla fólkið heldur áfram að búa í alltof stórum íbúðum án þess að geta það. Það
einangrast, vegna þess að það getur ekki farið allra sinna ferða, heimsótt ættingjana, gert innkaup, o.s.frv. Smám saman
tekur einsemdin völdin.
SKULDAFEN ELLINNAR
Núverandi þjónustuíbúðir, sem einkaframtakið hefur látið reisa, leysa aðeins vanda lítils hluta þess hóps. 4—5 herbergja
íbúð selst í dag á markaðsverði á 2.5 til 3 milljónir. Núverandi þjónustuíbúðir kosta hins vegar um 3.6 milljónir. Hver láir
sjötugu fólki, þótt það veigri sér við að taka lán til að borga milljón á milli?
ÚRRÆÐIJAFNAÐARMANNA
Svo eru aðrir, sem engar íbúðir eiga. Það fólk býr í leiguhúsnæði, hjá ættingjum, eða það sem verra er, er á götunni. Úr-
ræði jafnaðarmanna ná líka til þeirra. Öryggi handa öllum er grundvallarkrafa. Það eru sjálfsögð mannréttindi í velferðar-
þjóðfélagi.
Islenzkir jafnaðarmenn bjóða úrræði, sem tryggja öldruðum þessi mannréttindi.
HUGMYNDIN
Hugmyndin er sáraeinföld. Unga fólkinu, sem vill kaupa stóru íbúðirnar af gamla fólkinu, býðst jafnhá lán úr húsnæðis-
lánakerfinu og nú eru veitt til nýbygginga. Gamla fólkið endurlánar kaupverðið banka í tengslum við sveitarfélagið. Það
notar aftur lánin til að fjármagna byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða.
IBÚÐARRÉTTUR
Gamla fólkið á eftir sem áður innistœðuna hjá bankanum. Það er ekki að kaupa þjónustuíbúðina, heldur að tryggja sér
. íbúðarréttinn til æviloka. Reikningur þess hjá bankanum er verðtryggður, en ber hins vegar enga vexti. Ellilífeyrisþeginn
leggur þannig fram allt andvirði þjónustuíbúðarinnar. Ef hann hættir við, eða fellur frá, fær hann, eða aðstandendur hans,
upphœðina alla endurgreidda með verðtryggingu.
ENGUM GLEYMT
Þeir, sem eiga enga íbúð, gleymast ekki. Ein af hverjum tíu íbúðum í byggingu þjónustuíbúða er í eigu sveitarfélagsins. íbú
ar hennar greiða þá aðeins húsgjald, sem er hœfilegt hlutfall af ellilífeyrinum.
Sveitarfélagið tryggir næga heimilisþjónustu, bæði íbúum þjónustuíbúðanna og þeim, sem kjósa að halda heimili sjálfir.
Það er þjóðhagslega hagkvæmt, að fólk dveljist eins lengi heima og unnt er.
En það sem mestu máli skiptir, er að einsemd og einangrun er rofin.
Allir njóta öryggis í ellinni — eins og vera ber.
Jafnaðarmenn
Húsnæðislausn
KAUPLEIGA — RÉTTLÆTI
Allir þurfa þak yfir höfuðið.
Framkvæmd sjálfseignarstefnu í húsnæðismálum hefur verið allsherjar martröð.
Jafnaðarmenn vilja breytingar hér á. Við viljum framkvæma sjálfseignarstefnuna með kaupleigufyrirkomulagi.
KAUPLEIGA — FRELSI
Fólk á að geta valið í húsnæðismálum. Jafnaðarmenn vilja, að fólk geti valið um að eiga eða leigja húsnœði. Kaupleigan
tryggir val — hún veitir fólki frelsi.
KAUPLEIGAN — VIÐRÁÐANLEG KJÖR
Kaupleigan miðast við að húsnæði borgist á 40 árum. Vilji fólk leigja borgar það mánaðarlega leigu. Vilji fólk eignast
íbúðina borgar það mánaðarlega vegna húsnæðisláns og til sveitarfélagsins. Hvenær sem er getur kaupandi fengið afsal
með því að borga að fullu hlut sveitarfélagsins.
Og þar með ráðið íbúðinni.
KAUPLEIGA — MIKILVÆGASTA FÉLAGSMÁLIÐ IDAG
Kaupleiga er leið forsjálni og fyrirhyggju. Draumurinn um sjálfseignarstefnu í húsnœðismálum með mannsæmandi hætti
verður að veruleika.
Hófleg greiðslubyrði gerir margt annað auðveldara — allt umhverfið verður afslappaðra — samvera við fjölskyldu og vini
verður meiri — vinnuþrælkun hverfur — frítími verður verðmætari og þar með um leið vinnutíminn.
Kaupleigan er lykill að bœttum kjörum — betra lífi.
KAUPLEIGAN — OG KOSNINGARNAR
Með því að kjósa jafnaðarmenn velur þú kaupleiguleiðina. Við þurfum stuðning þinn til að framkvæma hugmyndina.
Framtíðarlausnin í húsnœðismálum felst í atkvæði þínu.
Jafnaðarmenn
T