Alþýðublaðið - 16.08.1986, Side 2
'RITSTJORNARGREIN'
Islendingar! Til ham-
ingju með höfuðborgina
A mánudag minnast íslend- Kaupstaöaréttindi annarra höfuðborg sinni, þótt ýmsir
ingar þess, aö höfuðborgin
þeirra, Reykjavik, er 200 ára
gömul. Þáeru liönartværaldir
frá þvl Reykjavík hlaut kaup-
staöarréttindi, en það gerðist
meö konungsauglýsingu hinn
18. ágúst 1786, að verslun á ís-
landi var gefin frjáls öllum
þegnum hins dansk-norsk-ís-
lenska rlkis, og um leiö fengu
sex verslunarstaöir á landinu
kaupstaöarréttindi.
staða en Reykjavlkur voru
numin úrgildi fimm áratugum
síöar, og er Reykjavlk því eini
bærinn, sem haldiö hefur
kaupstaðarréttindunum óslit-
ið I þessi 200 ár. Þessara tlma-
móta er þó minnst vlöar en I
Reykjavlk, en 200 ára afmæli
höfuöborgarinnar er hátíð allr-
ar þjóðarinnar.
Og þjóöin getur verið stolt af
vaxtarverkir hafi fylgt á
þroskabrautinni, einkum hina
síöustu áratugi. Þensla höfuð-
borgarsvæðisins hefur veriö
mikil og mun meiri en áætlað
varfyrirtveimurtil þremurára-
tugum. Borgin er óvenju fjöl-
menn ef litiö er á heildarlbúa-
fjölda landsins og tekið miö af
höfuöborgum annarra landa.
En þrátt fyrir hina öru (búa-
fjölgun hefur tekist bærilega
aö sinna þörfum fyrir þjónustu
I hinu margbrotna og flókna
samfélagi nútímans. Menn-
ingarlíf hefurþróast með mikl-
um ágætum svo og mennta-
stofnanir. Valkostir á sviði
menntunar og menningarlífs
hafa verið svo fjölbreytilegir,
að borgin hefur aö verulegu
leyti fullnægt þörfum lands-
manna og veriö samkeppnis-
fær gagnvart öörum þjóðum.
Og það eru einmitt þessar
staðreyndir, sem hafa verður I
huga, þegar komið er fram
meö gagnrýni á mikla út-
þenslu og óeðlilega stækkun
höfuðborgarinnar á kostnað
. RExKJAvlE 200 ARA .
HAITÐARDAGSKRA
16. ÁGÚST
Kl. 18:00
Sýningin „Reykjavík í 200 ár" opnuð
almenningi að Kjarvalsstöðum. Kynnt
er þróun byggðar í Reykjavík, mannlíf
og bæjarbragur á hverjum tíma.
YfirgripsmM og forvitnileg sýning.
Stendur til 28. september og er opin
kl. 14:00-22:00 aUadaga.
17. ÁGÚST
10.09:00
í Viðey. Menntamálaráðherra
afhendir Reykjavikurborg að gjöf
eignir ríkisins í Viðey.
Kl. 11:00
Guðsþjónustur í kirkjum og
messustöðum borgarinnar.
Kl. 14:00
Hátíðarguðsþjónusta
íDómkirkjunni
Kl. 17:00
Tæknisýning opnuð almenningi
í nýja Borgarleikhúsinu.
Tæknistofnanir, vélar og búnaður
borgarinnar kynnt á lifandi hátt með
líkönum, myndum ofl. Vönduð og
mjög áhugaverð sýning.
Opinkl. 10:00-22:00 til 31. ágúst.
ia
ÁGÚST
KL 10:00
Forseti íslands Frú Vigdís Finnbogadóttir kemur í opinbera
heimsókn til Reykjavíkur.
KL 13:30
Skrúðgöngur leggja af stað frá Hagaskóla og Haligrímskirkju.
Kl. 14:00-17:30
Fjölskylduskemmtun, samfelld dagskrá í Lækjargötu,
Hljómskálagarði og Kvosinni.
Ótrúlega fjölbreytt skemmtiatriði. íþróttakeppni, rokktónleikar,
lúðrasveitir, danssýningar og margt, margt fleira.
Veitingar verða einstakar. Kveikt verður lengsta grill landsins
í Hljómskálagarði að ógleymdri afmælistertu á langborði.
Reykvíkingum og landsmönnum öllum er boðið til veislunnar.
Þetta er úrvais dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
KL 20:15
Gleðigöngur leggja af stað að Amarhóli frá Landakotstúni,
Skólavörðuholti og tröppum Háskóla íslands.
KL 21:00
Hátíðardagskrá við Amarhól. Vegleg skemmtidagskrá.
Leikþættir, tónlist, ávörp, dans og fleiri skemmtiatriðL
Hátíðarhöldum dagsins lýkur með flugeldasýningu frá Amarhóli
réttundirmiðnætti.
19. ÁGÚST
Upplýsingábæklingur
Gefinn hefur verið út upplýsingabæklingur með ítarlegum upplýsingum um
afmælishátiðina. Bældingnum hefur verið dreift í öll hús í Reykjavík
en þeim Reykvíkingum sem ekki hafa fengið bækling og ekki siður þeim
afmælisgestum sem væntanlegir em úr nágrannabyggðum eða utan af landi
er bent á að nálgast hann í upplýsingatjaldi á Lækjartorgi.
Afmælisnefnd
Reykjavíkur
Kl. 14:30
Reykjavíkurkvikmyndin frumsýnd
í Háskólabíói. Borgin hefur látið gera
þessa 90 minútna löngu kvikmynd
í tilefni afmælisins. Myndin verður
sýnd almenningi þann dag kl. 17:00,
19:00 og21:00 ogkl. 17:00 næstudaga.
Kl. 19:00
Rokkhátíð á Arnarhóli. Fram koma
margar vinsælustu hljómsveitir
landsins.
20. ÁGÚST
Kl. 21:00
Jasstónleikar á Amarhóli
á vegum Jassvakningar.
Ferðir strætisvagna
SVR mætir álagi 18. ágúst með
fjölmörgum aukavögnum og breyttum
akstursleiðumeftirkL 13:00.
Við hvetjum fólk til að kynna sér vel
breyttar akstursleiðir og nýta sér sem
best þjónustu þeirra.
Frítt er í vagnana allan daginn.
Merkidagsins
Gerð hafa verið sérstök barmmerki með
merki afmælisársins. Þau verða til sölu
áafmælishátíðinni.
Minjagripir
í tilefni afmælisins hafa verið gefnir út
veglegir minjagripir sem fást í gjafa- og
minjagripaverslunum, á sýningunni
„Reykjavík í 200 ár" og í sölutjöldum.
Falleg eign og góðar gjafir.
Laugardagur 16. ágúst 1986
landsbyggðarinnar. Ef fram-
boð á menntun, menningu og
þjónustu er ekki nægilegt er
talsverð hætta á þvl að fleiri
leiti ávit stórþjóða, sem betur
geta boðið.
Stjórnsýsla og skipulag höf-
uðborgar verður ávallt um-
deilt. Eins og önnur samfélög
verða borgir að búa þegnum
slnum mannlegt umhverfi.
Reykjavlk hefur liðið talsvert
fyrir hina öru þróun siðustu
áratuga. í mörgum tilvikum
hefði mátt huga meira að
manninum og daglegum þörf-
um hans, en engu að síður
hlýtur Reykjavlk að teljast fög-
urborg I fögru umhverfi, aðlað-
andi og hrein. Hún ber hins
vegar verulegan keim af því
hversu ört hún hefur stækkað
og hve ung hún er. 200 ár I llfi
borgar er stuttur tlmi.
En bær og borg veröur hvorki
oetri né verri en það mannlíf,
sem þarerlifað. Kostirog gall-
ar fara saman. Reykvlsku lífi
hafa fylgt margir ókostir stór-
borga I mannlegum samskipt-
um. Hraði og spenna hafa sett
svip sinn á borgarlffið, ný
vandamál I llfi nútlmamanns-
ins hafa skotið upp kollinum.
Litróf mannlífsins er I fáu frá-
brugðið og I öðrum höfuð-
borgum, þótt litirnir hafi ekki
enn náð að skera I augu.
En öllum hlýtur að þykja
vænt um höfuöborgina sina
og vilja veg hennar sem mest-
an. Þrátt fyrir allan pólitlskan
ágreining og argaþras um hina
margvíslegustu málaflokka,
hljóta allir að bera fram þá
frómu ósk, að stjórnendum
borgarinnar megi á hverjum
tlma takast vel I verkum sín-
um, og enginn dregur I efa
góðan vilja þeirra. Það er brýn-
ast, að þeir hafi ávallt I huga
velferð og afkomu þegnanna
og taki manninn sjálfan fram
yfir margvlslegt veraldlegt
vafstur.
Reykjavlk er höfuðborg ís-
lands, hún er borg þjóðarinnar
allrar. Hún er ekki borgrlki,
óvinveitt öörum íbúum lands-
ins. Hún býður alla velkomna,
hvort sem er til skemmri eða
lengri dvalar. Og einmitt þessa
staðreynd verða stjórnendur
borgarinnar og borgarbúar
ávallt að hafa I huga.
2oOáreruekki langurtlmi I llfi
þjóðar. En á þessum tveimur
öldum hefur Reykjavik þróast
úr þvl að vera rúmlega 160
manna bær I 90 þúsund
manna borg. Á sfðustu áratug-
um hefur hún tekið risastór
skref á mælikvarða smáþjóð-
ar. Lltið lát virðist vera á vexti
hennar. Vaxtaverkirnir finnast
enn og munu gera það um
mörg ókomin ár.
m
A þessum tímamótum á
þjóöin að heita þvl, að gera allt
sem I hennar valdi stendur til
að stuðla að góðu mannllfi I
Reykjavlk. Enga gjöf betri get-
ur höfuðborgin fengið á af-
mæli slnu en þá, að hún verði
lifandi tákn góðs samfélags,
samhjálpar og góðra mann-
legra samskipta. Hún nýti sér
helstu kosti stórborga en
hafni ókostunum I sem rlkust-
um mæli. Um hanaverði ávallt
hægt að segja, að hún sé fög-
ur borg með fögru og grósku-
miklu mannlífi.
Engar óskir á Alþýðublaðið
betri borginni til handaum leið
og það óskar þjóðinni allri til
hamingju með afmæli höfuð-
borgar (slands.