Alþýðublaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 16. ágúst 1986 Ólafur Friöriksson: Vakna úr moldu Smásaga þessi eftir Ólaf Friöriksson birtist upphaflega í Tímariti kaupfélaganna áriö 1910. Undir fyrirsögninni stóö aðeins „(Aðsent)“. „Vakna úr moldu“. Þessi orð óm- uðu svo hátt og skýrt í myrkrinu. Röddin? Var hún eiginlega manns- rödd? Aldrei hafði ég heyrt slíkan róm: svo styrkan og bjóðandi, svo blíðan og hrífandi. En hvað, — hvar var ég staddur? Var ég ekki, enn sem fyrr, einn, veikur í kolsvörtu myrkrinu? Það hlaut að vera. Svart var myrkrið og þögnin söm sem áð- ur. En þrautirnar voru horfnar. Guði sé lof, mér var víst að batna. Ég hafði eflaust sofið. „Vakna úr moldu“ Aftur sama röddin; en hvað gat þetta verið? Var mig að dreyma? Eða, var ég dáinn? Ég vildi hreyfa mig, en gat það ekki. Þó fannst mér ég mundi vera svo undarlega léttur, rétt eins og líkami minn væri horfinn. Víst hlaut ég að vera dáinn. Ég hafði verið svo voða- lega veikur. Allir höfðu talið mér dauðann vísan; það hafði ég lesið á andlitum manna, þó þeir þegðu. Það var eflaust búið að grafa mig. Ég var kominn niður í hið hryllilega djúp grafarinnar, horfinn ástvinum mínum, út i dimmu dauðans. Voða- leg hafði mér sýnst gröfin, er ég horfði á eftir öðrum þangað. Og nú var ég sjálfur niðri í henni, byrgður — um allan aldur? Nei, nei, nei. Það gat ekki verið. Ljósið þráði ég, — ljósið, fremur öllu öðru. „Vakna úr moldu“ Röddin hlaut vissulega að vekja mig úr moldu. Hún vakti viljann til Ijóssins og lífs- ins. Og, viljinn megnar allt; hann hratt svefni dauðans og léði mér vængi lífsins úr grafardjúpinu. Nú sveif ég laus og frjáls í loftinu, yfir leiðinu minu, lágu og vallgrónu. Við hlið mér sveif einhver vera, sem ég ekki þekkti. Ég vissi, að hún átti röddina, sem vakti mig. Þetta var öldungur, skrýddur konungs- skrúða. Hann bar himinbláa kór- ónu á höfði sér, setta gimsteinum, sem glitruðu með öllum litbrigðum stjarnanna. Gullslæðum var um hana vafið, sem bærðust fyrir and- varanum, eins og blikandi norður- ljós. Silfurhvíta hárið féll í lokkum niður um myrkbláa skikkjuna, eins og fannirnar frá jökulskallanum niður um axlir fjallanna. Silfurbelt- ið hans glitraði móti sólu eins og fagur fjallastraumur. Girti það grænan möttulinn, er féll að fótum niður, um silfurskóna. Skóhljóð hans var sem drunur hafsins; súgur vængja hans sem þytur vindanna, en vængirnir sem ský himinsins. „Ég er konungur álfanna og andi landsinsý sagði öldungurinn. „Fylg mér. Sjá nú um sveitina“ Röddina þekkti ég. Söm var hún nú sem fyrr, er hún ómaði til mín í grafardjúpið. Styrk var hún sem brimhljóð og fossaniður; þýð var hún sem lindar- óður og fuglakvak. Ég leit yfir sveitina. Augu mín opnuðust fyrir fegurð náttúrunnar; það var hún, sem hreif mig fyrst. Aldrei hafði ég skilið náttúruna betur. Enn greiddi sólin gullna haddinn yfir fannbreiðurnar á há- fjallinu. Mjöllin viknaði, hvarf að fossandi fjallalækjum; þeir byltu sér hlæjandi, einn og einn, hittust svo, föðmuðust, og mynduðu loks hinn alvöruþrungna árstraum upp á gömlu byggðarbrúninni. Svo dund- uðu þeir allir, einum rómi, djúpt niðri i gilinu. Þeir vissu, að allir þurftu að leggjast á eitt til þess að brjóta klettabeltið og grafa gilið betur. Nú var þá fyrst almennilegt hamraspil. „Brj'óta brjótaý sagði áin, og urgaði steinunum við botn- inn, „brjóta, brjóta öll bönd“ Svo gróf hún gilið og hlóð upp skrið- urnar neðan við. En við fjallsræt- urnar hafði maðurinn komið á hana böndum. Þá fjötra gat hún ekki slitið. Sólin skein yfir hliðarnar grænu og melana gráu; yfir skóginn, vötn- in og varphólmana. Sólskinið faðmaði lömbin litlu og gróðurinn gladdi hjarðirnar. Sólin kyssti hvert blóm, sem vaknaði, og hvern unga, sem skreið úr eggi. Öllu veitti hún sömu blíðu. En hver koss hennar varð að von í brjósti þess, er hann hlaut. Vonirnar urðu frumvaki að angan blómanna, kvaki fuglanna og hoppi og leik lambanna. Það var vor. Nú skildi ég vorið, því það var vor í huga mínum. Álfakonungurinn vakti mig af vordraumunum: „Sjá þú í mann- heima“. Y fir iðjagræna völlu gengu prúð- búnar fylkingar manna í skrúð- göngu. Hvar sem litið var yfir sást fjör, gleði og ánægja. Frá mann- fjöldanum hljómaði hátíðasöngur. Það voru brennheit ættjarðarljóð, þrungin af hugsjónum. Hvílíkt afl í söngnum! Enda kom hann frá þús- und raddopum. Hver maður í flokknum virtist syngja, og þó var enginn hjáróma. Hvernig mátti slíkt vera? . . . En nýtt og nýtt bar fyrir augun. Ekkert leyfði langa athugun. Nú beygði mannfjöldinn inn um skrauthlið að afgirtu hátíðasvæði. Á hliðinu utanverðu, stóð ártalið 1900 og yfir því hnefar reiddir til höggs, en að innanverðu stóð ártal- ið 2000 og yfir því tengdar hendur. Inni á sviðinu bar fáni við fána, en í miðjunni stóð ræðupallur mikill. Þangað gekk maður einn úr flokknum, mikill og tígulegur og nokkuð við aldur. Hann flutti langa ræðu fyrir mannfjöldanum. Má ég eigi flytja nema nokkurt ágrip af efni hennar. Hann bað menn að sækja í land minninganna grundvöllinn að höll- um vonanna. Hann bað þá líta yfir tuttugustu öldina og aðgæta hvað unnist hefði, og hvern arf hún fengi hinni upprennandi öld. En jafn- framt yrðu þeir að skyggnast lítið eitt til ömmunnar; nítjándu aldar- innar. Báðar þessar aldir hefðu verið vortími menningarinnar, en einkum hefði nítjánda öldin verið vorleysing, eftir miðaldaveturinn. Eins og hin góðu öfl náttúrunnar; hitinn og ljósið geystust fram í leys- ingunni, yllu stormum, stórflóðum og umbrotum og jöfnuðu oft hin- um veika gróðri, er Iifði undir snjónum, en frjóvguðu aðeins hinn styrkari gróður, eins hefðu hin góðu öfl mannkynsins brotist um á 19. öldinni. Þau hefðu brotið marg- ar ánauðarhlekkina; þau hefðu eytt mjög mikið huldu náttúrukraft- anna og opnað brunna þekkingar- innar. Én þau hefðu þó ekki hlúð svo að hinum smáa og fagra gróðri, er þau leystu undan ánauðarhjarn- inu gamla, sem skyldi. Alþýða manna hefði lítið notið ávaxtanna, heldur aðeins hinir styrkustu. En hinir styrku voru þá þeir, sem auð- inn höfðu. Þeir hefðu haft hin bættu verkfæri, vinnuvélar og sam- göngufæri, og þess vegna hefðu þeir getað tileinkað sér framleiðslu fjöldans og kúgað hann. En á eftir leysingunni kæmi gróð- artíð vorsins. Þá hlúði sólin veikum sem styrkum gróðri, veitt öllu bless- un sína. Tuttugasta öldin hafði verið gróðrarskeið vorsins í mannfélag- inu. Þá hefði sól kærleikans skinið yfir löndin; vakið veikan sem styrk- an og veitt öllum blessun sína. Hún hefði starfað gegnum samtök fjöld- ans. Menn hefðu hætt að reiða hnefana hver að öðrum; tekið höndum saman, barist gegn hinum illu fylgjum mannkynsins með her- kallinu; einn fyrir alla og allir fyrir einn. Eins og allt annað ætti þessi aukni félagsskapur rætur sínar í fortíðinni, og einkum í tveim stefn- um 19. aldarinnar; jafnaðarstefn- unni og samvinnufélagsskapnum. Félagsskipunin væri nú byggð á þeim réttargrundvelli, að hver mað- ur ætti allan arð vinnu sinnar. En til þess yrði hann að eiga jörðina, sem hann notaði til framleiðslu, eða hafa óhindraðan aðgang að henni, og á sama hátt verkfærin til vinn- unnar. Þjóðfélagið hefði nú tileink- að sér jarðeignirnar, og að miklu leyti byggt þar á tillögum hins fræga félagsfræðings: Henry George. Og nú ætti hver maður sinn hlut í jörð- inni, en hin stærri verktól ættu menn í félagi, hásetarnir skipið sitt o.s.frv. Bændur ættu hin stærri jarðyrkjutól í félagi, sem einum væri ofurefli, enda væri nú flest unnið með vélum. Aðalverkið væri nú að stjórna þeim vélum, sem nátt- úruöflin knýja áfram. „En hvað er þá unnið?” mælti ræðumaðurinn. „Margt og mikið. Menntun þjóðarinnar í heild og hvers einstaklings er nú meiri og víðtækari. Vér leggjum áherslu á það að þroska alla hæfileika hvers manns sem best. Atvinnuvegum vorum hefir fleygt fram. Fólkstalan hefur marg- faldast. Meiri sjávarafla fær nú inn- lendi skipaflotinn en allur hinn er- lendi áður fyrr, við strendur lands- ins. Allt láglendið má nú kalla ræktað. Blómlegur iðnaður hefir risið upp, þótt enginn væri hann til um hinn fyrri aldamót. Nítjándu aldar mönnum mundi þykja ég gleyma einni atvinnugreininni; versluninni. En nú eru kaupmenn alveg úr sögunni. Öll verslun eru nú bein skipti framleiðenda og neyt- enda, með félagslegu skipulagi. Hinir gömlu milliliðir gleypa nú ekki verslunararðinn lengur. En mestu framfarirnar er þó end- urreisn hins íslenska þjóðveldis. Engin öld hefir flutt oss eins langt fram á leið sem hin 20. Vér höfum náð til fulls hinu glataða frelsi voru. Vér höfum sigrað fátæktina og hörmungar hennar. Og þó eigum vér margt ógert enn. Þegar einu tak- marki er náð, eygjum vér annað hærra. Vinnum allir að því, að 21. öldin verði meiri hinni 20. Að vér þá verðum meiri og betri þjóð, og leggjum saman krafta vora. Ræðumaðurinn þagnaði. Sam- koman hélt áfram; ræður, söngur, og íþróttir, hvað á eftir öðru. Gleði- dagur var þetta öllum mannfjöld- anum, sem þarna var saman kom- inn. Mér sýndust mennirnir fríðari og glaðari en ég þekkti til. Hér var menntaðri þjóð, hraustari og far- sælli. En þó mátti lesa raunasögu á mörgu andliti. Þó fátæktinni væri að mestu rutt úr vegi, var samt ekki allt lífsbölið bætt. En förunautur minn hreif mig nú frámannsafnaðinum. „Fylgmér að tindinum”, mælti hann. Tók hann mig þá undir væng sér og flaug með REKUM frystihús, saltfisk- og skreiðar- verkun, loðnu- og fiskimjöls- verksmiðju. Ennfremur vélsmiðju og neta- verkstæði. Útgerð: BV Hólmatinds BV Hólmaness BV Jóns Kjartanssonar MS Guðrúnar Þorkelsdóttur Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. Símar 97-6121 - 6122 - 6123 Hagsýsluverkefni. Fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslustofn- un, óskar eftir að ráða starfsmann til að sinna ýmsum hagsýsluverkefnum. Starfsmanninum er meðal annars ætlað að stjórna slíkum verkefnum og er menntun eða reynsla í stjórnun því æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fjárlaga- og hagsýslustofnun, Arnarhvoli, fyrir 25. september n.k. F.h.r. Gunnar H. Hall.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.