Alþýðublaðið - 16.08.1986, Síða 8
8
Laugardagur 16. ágúst 1986
Margrét Haraldsdóttir, blaöamaöur:
Hvernig vikar nýja
húsnæðislánakerfið?
í umræðunum um hið nýja hús-
næðislánakerfi hefur komið fram
að lánsréttur umsækjanda ræðst af
því hversu mikinn hluta af ráðstöf-
unartekjum sínum lífeyrissjóðirnir
nota til að kauþa skuldabréf af
Húsnæðismálastofnun. Nú hefur
komið fram áskorun til lífeyrissjóð-
anna að skrifa ekki undir samninga
við Húsnæðismálastofnun fyrr en
Ijóst er hverjir skilmálarnir verða.
Þetta getur orðið til þess að það
dragist á langinn að fá staðfestingu
á því hver lánsréttur fólks verður. Á
fundi sem Húsnæðisstofnun ríkis-
ins hélt með lífeyrissjóðunum kom
fram að menn voru almennt sam-
mála um það að þetta nýja kerfi
væri mun flóknara en gamla kerfið.
í því væri allt of margir lausir endar
og túlkunaratriði. Fram kom hjá
Pétri Blöndal að Lífeyrissjóðirnir
ættu að gera samning við Húsnæð-
isstofnun um þessi skuldabréfa-
kaup. Þá yrði að vera ljóst hver
lánstíminn væri, vextir, afborganir
o.s.frv. Fyrr gætu lífeyrrssjóðirnir
ekki skrifað undir samningana. í
öðru lagi kæmist Húsnæðisstofnun
billega frá því að fá upplýsingar um
iðgjaldagreiðslur til lífeyrissjóð-
anna. í þriðja lagi ættu menn sem
hygöust taka lán skv. nýja kerfinu
hiklaust að sækja um lán fyrir
fyrsta septemberv
Við skulum skoða hvernig þetta
nýja kerfi virkar í stórum dráttum.
Lánaflokkar
Lánaflokkar eru þessir:
1. Lántilkaupaeðabyggingaánýj-
um íbúðum.
2. Lán til kaupa á notuðum íbúð-
um.
3. Lán til bygginga leiguíbúða eða
heimila fyrir aldraða og dagvist-
arstofnana fyrir börn og aldr-
aða.
4. Lán til meiriháttar viðbygginga,
endurbóta og endurnýjunar á
notuðu íbúðarhúsnæði.
5. Lán til útrýmingar á heilsuspill-
andi húsnæði.
6. Sérstök lán til einstaklinga með
sérþarfir.
7. Lán til orkuspillandi breytinga á
húsnæði.
8. Lán til tækninýjunga í bygging-
ariðnaði.
9. Lán til viðurkenndra fram-
kvæmdaraðila í byggingariðn-
aði.
Lánsréttur
Þeir sem eiga lánsrétt skv. þess-
um nýju lögum eru þeir sem greitt
hafa í lífeyrissjóð sl. tvö ár, enda
hafi lífeyrissjóður umsækjanda
gert bindandi samning við Hús-
næðisstofnun ríkisins um skulda-
bréfakaup. En samningar lífeyris-
sjóða og Húsnæðisstofnun ríkisins
um skuldabréfakaup skv. 9. gr. laga
nr. 60/1984, sbr. lög nr. 54/1986,
skulu fara fram árlega og ná yfir
tveggja ára tímabil.
Þetta þýðir í raun að lífeyrissjóð-
irnir ráða því hverjir fá lán og hverj-
ir ekki. Eins hefur verið deilt á það
að miðað sé við greiðslu lífeyris-
sjóðsgjalda sl. tvö ár. Mörg dæmi
eru til um það að fólk hafi greitt í
lífeyrissjóði í fjölda ára en það fær
ekki lán ef það hefur ekki greitt í
sjóðina sl. tvö ár. Með þessu er ver-
ið að ónýta allan þann tíma sem
fólk hefur greitt í sjóðina fyrir utan
þessi tvö ár sem miðað er við.
Hafi menn verið í hlutastörfum
en unnið þó á almennum vinnu-
markaði sem nemur fjórðungs árs-
verks undanfarin tvö ár áður en
umsókn er lögð fram, miðast réttur
þeirra við skuldabréfakaup hlutað-
eigandi lífeyrissjóðs. Að öðru leyti
er farið með umsókn þeirra sem
þeir hefðu heimilisstörf að aðal-
starfi. Umsækjandi sem hefur
heimilisstörf að aðalstarfi og er
hvorki í hjúskap eða sambúð, á há-
markslánsrétt. Sé sá, sem heimilis-
störf stundar sem aðalstarf, í hjú-
skap eða sambúð á hann sama láns-
rétt og maki. Þetta þýðir það að sá
aðili sem er heimavinnandi fær
lánsrétt í gegn um maka sinn. Einn-.
ig að það borgar sig fyrir ungt fólk
sem hyggur á hjúskap að kaupa
fyrst sín hvora íbúðina (fá lán hvort
um sig) gifta sig síðan og láta aðra
íbúðina borga niður lánin með
leigu. Það er undajlegt að konum sé
boðið upp á það að ef þær séu gift-
ar fái þær aðeins hálft lán á við það
sem þær fengju ef þær væru ógift-
ar. Hafa verður í huga að konur
borga sömu prósentu af launum
sínum í lífeyrissjóðinn hvort sem
þær eru giftar eður ei.
Þeir sem stunda árstíðarbundna
vinnu skulu af þeim sökum einskis
missa af rétti sínum. Hér er átt við
menn sem eru reglulega þátttakend-
ur á vinnumarkaði en hafa ekki
haft samfellda vinnu vegna þess að
Gamli og nýji tíminn mœtast.
hún er breytileg frá einum árstíma
til annars. Lánsréttur þeirra, sem
vegna tímabundinna veikinda hafa
ekki greitt iðgjöld í lífeyrissjóð, skal
ekki af þeirri ástæðu skerðast.
Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem
greitt hafa iðgjöld til lífeyrissjóða í
a.m.k. tvö ár, eiga sama rétt og ein-
staklingar. Fái þeir lífeyri • frá fleiri
en einum lífeyrissjóði, miðast láns-
réttur þeirra við þann sjóð sem
greiðir þeim hæstan lífeyri þegar
sótt er um lánið.
Afgreiðsla á lánum
Umsækjendur á lánum, sem
uppfylla fyrrgreind skilyrði, skulu
innan tveggja mánaða frá því að
umsókn var lögð fram fá bindandi
svar um lánsfjárhæð og afgreiðslu-
tíma lánsins, enda hafi umsækjandi
afhent upphaflega kostnaðar- og
greiðsluáætlun vegna fyrirhugaðra
kaupa eða smíða á íbúðarhúsnæði.
Húsnæðisstofnun/Ráðgjafar-
stöð skal kynna umsækjanda þá
greiðslubyrði sem væntanleg lán-
taka hefur í för með sér. Telji hús-
næðismálastjórn augljóst að um-
sækjandi geti ekki með neinu móti
staðið undir fjármögnun viðkom-
andi íbúðar skal skýra honum frá
því. Þetta ætti að koma i veg fyrir
það að fólk sé að reisa sér hurðarás
um öxl.
Nýbyggingarlán og lán til kaupa
á notuðum íbúðum skal að jafnaði
ekki veita oftar en á fimm ára fresti.
Undantekning á þessu er þó ef um-
sækjandi þarf vegna atvinnu sinnar
eða af öðrum ástæðum að flytja á
milli byggðarlaga. Sama á við ef um
hjónaskilnað er að ræða.
Lán skulu afgreidd í sömu röð og
umsóknir berast og íbúðir verða
veðhæfar. Þó skal úthlutun lána til
þeirra, sem eru að byggja eða kaupa
íbúð í fyrsta sinn, ganga fyrir út-
hlutun annarra lána.
Fólk ætti að athuga að vilji það
ekki taka við lánveitingu innan sex
mánaða frá fyrsta útborgunardegi
hvers láns eða lánshluta, fellur hún
úr gildi nema um annað hafi verið
samið.
Um lánveitingar
einstakra lánaflokka
Lánsfjárhæð til hverrar íbúðar,
þegar í hlut á umsækjandi sem er að
byggja eða kaupa í fyrsta sinn, skal
miða við hve miklu af ráðstöfunar-
fé sínu lífeyrissjóður umsækjanda
hefur varið til skuldabréfakaupa af
• &
rfWf, 1 - 1 L_
■Æ
' ‘ y“ W’f
' * 4 .jli
m m
ÚTILEGAN heppnast betur með
niðursuðuvörum frá Kjötiðnaðarstöð KEA
Matreiðslan gengur fljótar, innihaldið helst
óskemmt þrátt fyrir hita og holótta
vegi - en umfram allt er maturinn
rtfl
Við bjóðum þér tæpan tug mismunandi
■ ■ • • / •
Wmœki
/
^ M&d&yÝ ■%tfáM
UW ORjS it -iifeíá;Víí’• :• Þ 1
n ,
..
4i- ’ WSmM
mtmMkt-
■-ms >
K.I()Tlt)NADARST0f)
Sími: 96-21400