Alþýðublaðið - 16.08.1986, Síða 14
14
Skatttekjur sveitaféiaga:
Laugardagur 16. ágúst 1986
■
■
Meirihluti til
grunnskólanna
Sveitafélögin á íslandi þurfa aö
verja misstórum hluta tekna sinna
til aö greiða kostnaö við grunn-
skólahald. Eins og í svo mörgum
öörum tilvikum er það Reykjavik
sem sleppur billegast, en sveita-
sjóöir í hinum dreifðari byggðar-
lögum úti á landi þurfa oft að
reiða af höndum meirihluta allra
tekna sinna í þessum tilgangi.
Þess cr jafnvel dæmi að þrír
fjórðu hlutar af skatttekjum
sveitafélags renni til skólahalds-
ins. Ofan á þetta bætist að mörg
sveitafélög greiða með kennurum
til þess aö fá kennara við skóiana.
I þessu sambandi er ástæða til
að vekja athygli á því að vegna
flutninga úr dreifbýli skapast nýr
vandi, sem er erfiðleikar við að
halda uppi eðlilegri félagslegri
þjónustu s.s. skólahaldi-Því meiri
sem fluti.ingarnir verða þeim mun
óhagstæðari verður aldursskipt-
ingin í sveitarfélaginu. ÞAÐ
LEIÐIR SÍÐAN oft á tíðum til
erfiðleika við rekstur skóla og við
aðra félagslega þjónustu. Óhags-
stæð aldursskipting leiðir einnig
til þess að skatttekjur sveitafélags-
ins minnka.
Á sama tíma og að í vöxt fara
skylduútgjöld sveitafélaganna,
virðast álagningamöguleikar
sveitafélaganna fara minnkandi.
Hér er áhrifamest samdráttur í
sveitum og ekki síst breyttar skatt-
reglur um auknar afskriftir
bænda. Það alvarlega er að þrátt
fyrir að hin minni sveitarfélög
fullnýti tekjustofna, er það ekki
nægjanlegt til þess að hækka
tekjustaðalinn nægjanlega til að
hlutfall grunnskólakostnaðar
miðað við skatttekjur verði við-
unandi.
Framlög ríkisins til skólakerfis-
ins má flokka í tvo meginþætti.
Greiðslu kennslukostnaðar til að
tryggja jafna aðstöðu allra til að
njóta grunnskólanáms og almenn
þátttaka í vissum kostnaðarlið-
um, auk framlaga til að jafna að-
stöðu nemenda til að sækja
grunnskóla. í þessum kostnaðar-
liðum er greiðsla aksturs skóla-
barna, gæsla í heimavistum og
mötuneytiskostnaður.
Hjá sveitafélögum í strjálbýli
með 200 íbúa o.fl. er grunnskóla-
kostnaður að meðaltali 31,7%
skatttekna. í þéttbýlissveitafélög-
um með 1000 íbúa, utan Reykja-
víkur, er hlutfallið 11.7%.
Því er haldið fram að með þátt-
töku í akstri, allt að 85% kostnað-
ar, gæslu og mötuneyti sé sveitar-
félögunum lögð til gífurleg að-
stoð til að jafna aðstöðumun eftir
búsetu í landinu. Þrátt fyrir þetta
þurfa sveitarfélög í dreifbýli með
akstur að leggja fram kr. 2.645,- á
nemanda. Við þetta bætist að fólk
í dreifbýlinu þarf að standa undir
matarkostnaði nemenda sinna í
heimavistum, sem er fátítt í þétt-
býli.
Meðfylgjandi súlurit sýnir í
prósentum hversu stóran hluta af
skatttekjum sínum sveitafélög í
hinum ýmsu landshlutum þurfa
að greiða í kostnað vegna grunn-
skóla.
Ofan á þetta bætist síðan að
sveitarfélögin eru tilneydd að
borga með kennurum til þess að
fá þá til starfa við skólana. Þessar
greiðslur eru í formi niðurgreiðslu
á húsnæði, Ijósi og hita, flutn-
ingsstyrkjum, bílastyrk og upp-
bót á laun. Það er ljóst að mikill
hluti skatttekna einstakra sveita-
félaga rennur óskiptur til skóla-
halds. Það er spurning hvort ríkið
ætti ekki að greiða sveitarfélögun-
um auka tekjustofn til að mæta
þessum útgjöldum.
,°«ÍVl
Aöo,
brci.
Ke
°Uir>
>á v,u
'ðr
Ursk,íi!I _
va/>fi
“k-ilin,,
<ÖiU'U>n W,
°g
,a'° H
e,u^har
‘>ln'enna
1 flu,n.
'Hg,
«6
Ennþá eru lausar
f á fea.
Saápar'
I,
^ «*?**<*» n'aav'7>^rnfa''veiu,
°' é
i
Ef einhver alvara er hjá stjórn-
völdum að viðhalda byggð í dreif-
býlinu verða þau að koma til móts
við þau byggðarlög sem verst fara
út úr því að halda uppi eðlilegri fé-
lagslegri þjónustu. Því að vegna
fámennis geta litlu sveitafélögin
ekki veitt þá þjónustu og samfé-
lagslegan styrk sem íbúarnir gera
kröfu til og vænta. Það ýtir síðan
undir frekari brottflutning og
sveitarfélagið veikist enn.
3 nætur \
fyrir aöeins
4.800 kr.
Það er ekki á hverjum degisem hægt verðurað
gista á Hótel Örk í þrjár nætur fyrir aðeins
4.800. krónur.
fiú gefst þeim sem vilja kynnast afeigin raun
þessu umtalaða hóteli tækifæri til að gista þar
á sérstöku kynningarverði
Eskifjörður:
Hátíðadagskrá
Dagskrá afmælishátiðarinnar fer
hér á eftir:
Laugardagur 16.8.86. kl. 14.00 Úti-
tónleikar: Skriðjöklar og Dúkkulís-
urnar KI. 16.00 Hljómsveitakeppni.
Kl. 22.00 Dansleikur í Valhöll —
Skriðjöklar leika fyrir dansi.
Sunnudagur 17.8.86. Kl. 22.00
Brenna, inni í dal.
Mánudagur 18.8.86. Kl. 14.00 Há-
tíðarguðþjónusta í Eskifjarðar-
kirkju. Gengið til hátíðafundar
Bæjarstjórnar í Valhöll. Kl. 16.00
Opnun sýninga í skólanum: mál-
verkasýning frá ASÍ. Málverkasýn-
ing Einar Helgsonar. Málverkasýn-
ing Steinþórs Eiríkssonar. Mynda-
sýning Byggðasögunefndar (mynd-
ir frá Eskifirði). Bókasýning í bóka-
safni (bækur skrifaðar af Eskfirð-
ingum, blöð gefin hér út, o.fl.). Sýn-
ing á handunnu postulíni. Kl. 20.30
Kvöldvaka í Valhöll. Lúðrasveit
Neskaupsstaðar. Sögudagskrá
Byggðasögunefndar. Ávörp gesta.
Eskjukórinn syngur undir stjórn "
Violettu Smidova og undirleik
Pavels Smid.
Þennan dag munu einnig hefjast
útsendingar frá „Útvarp Eskifjörð-
ur“ frá kl. 15.00—20.00 alla daga
hátíðarvikunnar og útgáfa dag-
blaðs sem gefið verður út fimm
sinnum þessa viku. Tekið skal fram
að opnunartími sýninga í skólanum
mun verða milli kl. 16.00 og 21.00 til
laugardags. Starfrækt verður
„barnahorn“ fyrir yngstu gestina
og barnagæsla á afmælisdaginn
sjálfan.
Þriðjudagur 19.8.86. Kl. 20.30
Jazz-tónleikar í Valhöll.
Miðvikudagur 20.8.86. Kl. 14.00
Knattspyrnumót. Lið Austra Eski-
firði, Völsunga Húsavík, Þróttar
Neskaupstað og Hattar Egilsstöð-
um mætast í 4 flokki. KI. 16.00
Víðavangshlaup — Eskifjarðar-
hlaupið. Keppt verður í öllum ald-
ursflokkum. Kl. 20.30 Útitónleikar.
Hljómsveitirnar Appolon og Píka-
píkapimpom frá Eskifirði leika.
Fimmtudagur 21.8.86. Kl. 11.00
Móttaka forseta íslands. Kl. 14.00
Forseti íslands heimsækir: — sýn-
ingar í skólanum — Dagheimili
Eskifjarðar — Gömlu Rafstöðina.
Kl. 18.00 Kvöldverður í hátíðarsal
skólans. Kl. 20.30 Kvöldvaka í Val-
höll. — Lúðrasveit Neskaupsstaðar
— Ávarp bæjarstjóra — Píanóleik-
ur Rögnvaldar Sigurjónssonar —
Upplestur Róberts Arnfinnssonar
og Ásdísar Skúladóttur — Ávarp
Forseta íslands — Píanóleikur
Gísla Magnússonar — Ávarp Ein-
ars Braga Eskjukórinn syngur und-
ir stjórn Ágústar Ármanns.
Föstudagur 22.8.86. Kl. 10.00
Helgistund í Eskifjarðarkirkju með
forseta íslands. Kl. 17.00 Útimark-
aður við Valhöll. Slysavarnarfélag-
ið, Kvenfélagið og Geislinn standa
fyrir sölu- og skemmtimarkaði.
Laugardagur 23.8.86. Kl. 9.00 Golf-
mót á vegum Golfklúbbs Eskifjarð-
ar „Opna Mazda mótið“. Kl. 23.00
Dansleikur í Valhöll. —
BUMBURNAR leika fyrir dansi —
Sérstaklega skal tekið fram að
Byggðasafnið í Gömlu Búðinni er
opið alla virka daga milli kl. 13.00
og 16.00 og steinasafn Sigurborgar
og Sörens að Lambeyrarbraut 5,
verður opið milli kl. 14.00 og 18.00.
Innifalið í verðinu er gisting fyrir einn ásamt
morgunverði (continental). Aðgangur að
sundlaug og gufubaði ásamt aðstöðu til að
leika golf eða tennis. Þá er einnig sparkvöllur
og hlaupabrautir fyrir þá sem vilja trimma.
Frítt fyrir böra sem ekki taafa náð 12 ára
aldri.
Allar frekari upplýsingar lyá Hótel Örk
Hveragerði í síma 99-4700 eða á staðnum.
TILVIÐSKIPTAVINA
Aðalskrifstofur okkar verða lokaðar
frá kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 18. ágúst
vegna 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ÁRMÚLA3