Alþýðublaðið - 04.10.1986, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 04.10.1986, Qupperneq 3
Laugardagur 4. október 1986 3 Hvað segja þeir um pólitíkina? Rætt við nokkra fulltrúa, sem sitjaflokksþing Alþýðuflokksins Hallsteinn Friöþjófsson, Seyðisfiröi: „Flokksþingið leggst ágætlega í mig. Ætli helstu mál þingsins verði ekki pólitíkin eins og hún liggur i dag, Bandalag jafnaðarmanna hef- ur nú gengið til liðs við Alþýðu- flokkinn og það líst mér vel á. Það hefði mátt gerast fyrrí' „Kjördæmisþinginu hjá okkur var frestað og ekki enn búið að taka ákvörðun um hvenær það verður haldið, en það verður örugglega fljótlega eftir flokksþingið. Hér er hugur í mönnum og allir tilbúnir í slaginn. Hér er mönnum auðvitað efst í huga að losna sem allra fyrst við þessa ríkisstjórn og allt sem henni fylgir út í hafsauga. Þar að auki brennur á mönnum að ganga frá framboðsmálum" „Það má geta þess að það hrikti allmyndarlega í pólitikinni hjá okk- ur þegar það kom til tals að Jón Baldvin færi fram hérna fyrir aust- an. Það mundi okkur líka stórvelí1 Jón Karlsson, Sauöárkróki: „Ætli helstu mál þessa þings verði ekki atvinnu-, efnahags- og launamál. Ég gæti trúað því. Einnig almenn stefnumótun fyrir flokkinn vegna komandi kosninga. En það er mín skoðun að það verði fyrst og fremst að taka á launa- og skatta- málum, einmitt í tengslum við und- irbúning kosninga. Þau mál hljóta að verða í brennidepli. Flokksstarf hér á Sauðárkróki hefur verið með líflegra móti. Við komum að bæjarfulltrúa í vor og það er þannig hér úti á landi að raunverulegt flokksstarf byggist meira eða minna í kringum sveitar- stjórnarmálin og þá bæjarfulltrúa sem þar starfa. Og í tengslum við þetta allt höfum við fundað þó nokkrum sinnum svo að flokks- starf er með fullu lífi hér á Sauðár- króki. Nýtt fólk er komið til starfa og greinilegur kraftur í liðinu. Ég get sagt með sanni að hér er mikil og góð samstaða. í 'sambandi við þá ákvörðun nokkurra þingmanna Bandalags jafnaðarmanna að ganga til liðs við Alþýðuflokkinn, þá held ég að allir fagni því að þessum smáflokkum fækkar og ég held að þetta sé ávinn- ingur fyrir báða aðila og ætti að geta gefið verkalýðsöflunum meiri kraft. Annars bárust þær fréttir í morgun (2/10) að Bandalag jafnað- armanna ætlaði að halda áfram. En við erum stálhressir hérna fyr- ir norðan og ég er á leiðinni suður á flokksþingið að sjálfsögðu. Það eru auðvitað stundum brekkur upp í móti, en við höfum marga gíra Sauðkræklingar og getum skipt niður ef að á móti blæs! Emil Þór Guðbjörnsson, Stykkishólmi: „Undirbúningur undir komandi alþingiskosningar verður örugglega aðalmálið á flokksþinginu í Hvera- gerði um helgina. Það virðist vera gífurleg samstaða meðal allra Al- þýðuflokksmanna allstaðar á land- inu og flokkurinn í stórsókn víðast hvar. Þannig að það er greinilegt að þau málefni sem við höfum sett á oddinn hafa fengið góðan hljóm- grunn hjá fólki um allt land. Er auðvitað ekkert nema gott um það að segja. Bandalag jafnaðarmanna, eða hluti þess, hefur nú gengið til liðs við okkur og ber að fagna því. Þetta hefði auðvitað átt að gerast ntiklu fyrr. Ef svo heldur fram sem horfir, þá fáum við 12—14 þingmenn kjörna í næstu alþingiskosningum. Af flokksstarfinu er það að segja, að það er búið að halda tvo fundi með viku miilibili og að því leytinu til er allt í blóma. Fyrri fundurinn var kjördæmaráðsfund- ur, þar sem kosnir voru fulltrúar á flokksþingið sem verður í Hvera- gerði nú um helgina. Við verðum fjórir héðan úr Stykkishólmi sem mætum á þingið. Annars er frekar dauft yfir stjórnmálunum almennt hér ennþá. Þetta er ekki komið í gang, en það er nú kvilli sem lagast. Það er rétt að nefna það að þótt samgöngur séu hér nokkuð góðar, þá er vegakerfið afar slæmt og verð- ur að gera eitthvað í því máli sent fyrst. Aðalmálið hér í kring um síðustu sveitarstjórnarkosningar var bygg- ing íþróttahúss og smábátahafnar. Þau mál eru bæði í undirbúningi og eru að fara í gang. Nýr skóli er hér risinn og ég held að allir séu mjög ánægðir með hann. Og þér að segja, þá er gott að búa á Stykkis- hólmi. „Og ég spái því að þingmenn kjördæmisins verði tveir frá Al- þýðuflokki eftir næstu kosningar. Mundu það!“ Freyr Ófeigsson, Akureyri: „Mér finnst sennilegt að á flokksþinginu verði mörkuð heild- arstefna fyrir komandi kosningar, þannig að kjósendur fái sem skýr- astar línur í því fyrir hverju við vilj- um berjast. Sameining Bandalags jafnaðarmanna við Alþýðuflokk- inn er að mínu viti mjög skynsam- leg ákvörðun hjá þeim, án þess að ég geri mér grein fyrir því á þessari stundu hversu mikið Alþýðuflokk- urinn fitnar af því! En þessi litlu flokksbrot virðast ekki skynsam- leg. Þau dreifa kröftunum of mikið. Það er allt ágætt að frétta af flokksstarfinu á Akureyri. Það er auðvitað i daufara lagi yf- ir sumarmánuðina, en við höfum farið nokkuð myndarlega af stað núna í september. Mikið hefur verið um fundahöld, bæði út af bæjar- málum og öðru. „Það sem við höfum lagt mesta áherslu á, er hvernig bærinn getur best komið inn í atvinnumálin, en verkefnin eru óþrjótandi hér á Ak- ureyri. Dægurmálin eru auðvitað fjölmörg, en við leggjum mesta áherslu á að ijúka því sem er þegar í gangi eins og skólabyggingum, íþróttamannvirkjum og fleiru. Fyrsta fjárhagsáætlun þessa árs verður samin núna fyrir áramótin væntanlega. Þá kemur það fram hvað verður ofarlega eða efst í röð- inni. Þess má geta að það er alveg nýtt munstur í bæjarmálapólitíkinni hér á Akureyri, sem núlifandi bæjarbú- ar hafa ekki þekkt áður. Mér vitan- lega hefur sú staða ekki komið upp áður hér að Framsóknarmenn hafi ekki verið í meirihlutastjórn, en maður veit ekki hvort það breytir einhverju og þá í hvaða átt. En það er gott hljóð í okkur norðanmönnum. Mér finnst vera vaxandi bjartsýni hér á öllum svið- um. Hér er óneitanlega orðin mikil svartsýni og deyfð og sumir vildu kenna stjórnmálamönnum um það, — allt of mikið gráthljóð og þess háttar, en þeir sem vinna þau störf endurspegla fyrst og fremst al- menningsálitið. Menn eru hér að gera sér háar hugmyndir um bæjar- stjórn og ef til vill allt of háar, því að á þeim vettvangi er ekki hægt að gera nein kraftaverk, en það er hægt að stuðla að ýmsu. En mér virðist vera bjartsýni ríkjandi í bænum núna. Því miður kemst ég ekki sjálfur suður á flokksþingið, en ég er þess fullviss að þar gengur allt saman vel“ Kristján K. Jónasson, ísafiröi: „Umræður vegna komandi kosn- inga hljóta að verða nokkuð miklar á flokksþinginu og undirbúnings- starf vegna þeirra. Sjálfsagt verður líka rætt um síðustu viðburði og þar á ég við liðsaukann frá Bandalagi jafnaðarmanna. Það tel ég mjög gott mál og að þessir menn hafi gert rétt. Vonandi er þetta upphafið að því að allt Iandið verði losað við þessa smáflokkasamkeppni, sem er algerlega ónauðsynleg að mínu viti. Þetta minnir okkur Vestfirðinga á það tímabil þegar Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna voru og hétu, en þá voru sömu sjónarmiðin í tveimur flokkum. Það gerði auð- vitað ekkert annað en að sundra kröftunum. Flokksstarfið hjá okkur er að komast í gang aftur eftir sumarfrí- in. Félagsfundur er nýafstaðinn og kjördæmisþingið, en þar voru sam- þykktar reglur um prófkjör eins og við höfum verið með hér. Það sem brýnast er að kippa í lag fyrir okkur Vestfirðinga eru tví- mælalaust samgöngumálin. Og þar á ég við á sjó og í lofti og einnig alla hafnaraðstöðu. Einnig þarf að stór- laga vegakerfið. Allra brýnast er þó að laga samgöngurnar innan Vest- fjarðanna sjálfra. Hafnirnar verða aftur á móti að vera í sem allra besta lagi, sérstaklega vegna þess mikil- vægis sem fiskveiðar Vestfirðinga eru fyrir alla landsmenn og þjóðar- búið í heild. Tveir bæjarstjórnarfundir hafa verið haldnir síðan sumarfríum lauk, þannig að starfið er rétt að byrja og nóg framundan. Mikil vinna er til dæmis framundan hjá bæjarstjórn og bæjarráði í sam- bandi við fjármálin og fjárhags- áætlun til þriggja ára, en það er samkvæmt nýjum lögum. Hingað til hafa menn verið að rembast við að gera fjárhagsáætlun til eins árs og gengið misjafnlega. En þetta er vonandi að lagast. Sveitarstjórnarkosningar hér á Vestfjörðum komu mjög vel út fyrir Alþýðuflokkinn. Þetta hefur verið sígandi lukka hjá okkur alveg frá árinu 1974. Það ár náðum við aftur inn þingmanni, að vísu uppbótar- sæti, en síðan þá hefur þetta allt farið batnandi. Og við höfum ekki lent í neinum stórsveiflum, hvorki upp eða niður, síðan 1974. Við Al- þýðuflokksmenn erum þess vegna bjartsýnir hér á Vestfjörðum. Magnús H. Magnússon, Vestmanna- eyjum: „Jú jú, ég mæti á flokksþingið, þú mátt vera viss um það. Lífeyris- sjóðsmál, skattamál og húsnæðis- mál verða örugglega til umfjöllunar á þinginu ásamt fleiru. Einnig verð- ur stjórnmálaályktun samin. Svo er eins gott að fara að huga að kom- andi kosningum, því ekki er ráð nema í tínia sé tekið. Flokkurinn verður að ítreka sér- staklega samstöðu sína með Iág- launafólki og neytendum í landinu. Alþýðuflokkurinn hefur vissulega alltaf haldið þeim málum mjög fram, en þetta þarf að ítreka enn frekar núna. Leggja þarf áherslu á að Alþýðuflokkurinn er flokkur láglaunafólksins, lítilmagnans og neytandans. í sambandi við alla þessa þróun á launamarkaðinum, þá segja samn- ingar orðið sáralítið. Það liggur við að segja megi að engir tveir menn á landinu séu á sama kaupi! Enn er- um við að pukrast með sífelldar yf- irborganir og þar með erum við komnir í gamla farið, að það er at- Framhald á bls. 21

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.