Alþýðublaðið - 14.02.1987, Side 1

Alþýðublaðið - 14.02.1987, Side 1
alþýðu- IH hT'jT'M Laugardagur 14. febrúar 1987 31. tbl. 68. árg. Vangreiddir tollar og söluskattur: Milljarðar útistandandi Um síóustu áramót átti ríkissjóð- ur um 2,5 milljarða króna útistand- andi hjá fyrirtækjum og ein- staklingum i skuldaviðurkenning- um vegna söluskatts og tolla vegna innflutnings á árinu. Þetta kemur m.a. fram í svari fjármálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Kjartans Jó- hannssonar um söluskatts- og toll- skil og meðferð slíkra mála i ráðu- neytinu. Ríkið á milljarða króna útistandandi frá síðustu árum vegna þessa og samkvæmt heimild- um Alþýðublaðsins er ekki um að ræða verðtryggingarákvæði í stór- um hluta þessara skuldaviðurkenn- inga, þannig að í sumum tilfelium er um að ræða tapað fé. Fyrir rúmum þremur mánuðum lagði Kjartan fyrirspurn sína fram og nú þegar svarið liggur fyrir er ljóst að ráðuneytið hefur nálgast efnið sem köttur í kringum heitan graut. Þrátt fyrir augljósa meiningu Kjartans, að fá svör við söluskatts- skilum jafnt vegna innflutnings sem og sölu innanlands, nær svarið eingöngu til söluskatts og tolla vegna innflutnings. í svari sínu við- urkennir ráðuneytið hins vegar af- skipti sín af innheimtu og segir að slík mál séu venjulega afgreidd með óformlegum hætti í samráði við innheimtumenn. í svarinu kemur fram að ráðuneytið heldur engar skrár yfir slík mál. í svari sínu birtir ráðuneytið hins vegar skrá yfir skuldaviðurkenningar vegna inn- flutnings og verður ekki augljós- lega séð hvers vegna komist er hjá því að svara til um söluskatt vegna sölu innanlands. í haust upplýsti Alþýðublaðið að fjármálaráðuneytið hefði komið tugmilljóna króna skuldum vegna söluskatts „í skil“ með því að taka við skuldabréfum. Kom fram í við- tölum við embættismenn að breyt- ing hefði orðið á meðferð slíkra mála í ráðuneytinu eftir að Albert Guðmundsson tók við embætti. Framhald á bls. 2 Opinn stjórn- málafundur í Gaflinum í dag Á laugardag, 14. febrúar boðar Alþýðuflokkurinn til opins fund- ar í Gaflinum í Hafnarfirði. Fundurinn hefst klukkan 14. Aðalræð- umaður verður Jón Sigurðsson og ávörp flytja Kjartan Jóhanns- son, karl Steinar Guðnason, Rannveig Guðmundsdóttir og Guð- mundur Oddsson. Alín Alma Arthúrsdóttir í Vestmannaeyjum: Fólkið styður Alþýðuflokkinn Spillinguna verður að uppræta „Það er ljóst að Þorsteinn Páls- son telur Alþýðuflokkinn vera aðal keppinaut Sjálfstæðisflokksins í komandi alþingiskosningum. Sem dæmi um þetta þá ber Þorsteinn það blákalt fram fyrir þjóðina að Alþýðuflokkurinn sé á móti stað- greiðslukerfi skatta! Hið rétta í þvi máli vita hins vegar allir sem vilja vita, að allsherjar uppstokkun á skattakerfinu hefur verið eitt af höfuð stefnumálum Alþýðuflokks- ins lengi. Einn liður ,í þeirri upp- stokkun er staðgreiðslukerfi skatta. í „Suðurlandi“ málgagni sjálf- stæðismanna, segir Þorsteinn einn- ig í sambandi við lífeyrissjóðsmál, að „Alþýðuflokkurinn vilji toga allt fjármagn til Reykjavíkur.“ Þetta er alrangt og Þorsteinn hlýtur að vita betur. Að bera svona augljós ósannindi á borð fyrir Sunnlend- inga er í meira lagi vafasamt upphaf á kosningabaráttu“, sagði Elín Alma Arthúrsdóttir i Vestmanna- eyjum í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Þorsteinn reynir hvað hann get- ur til að rangtúlka allt sem Alþýðu- flokkurinn heldur fram í sem flest- um málum. Ég hef þó ekki trú á að slíkur málflutningur dugi langt hér á Suðurlandi. Hitt er annað að þetta örvæntingarhjal mannsins sýnir ótta hans við Alþýðuflokk- Framhald á bls. 2 Albert Guðmunds. iðnaðarráðh. um ummœliÞjóðviljansfrá 12. febr. s.L „Þjóðviljamenn þurfa að laxera þetta úr sér“ — furðuleg kosningabarátta „Ummæli Þjóðviljans 12. febrú- ar eru ekkert verri en þau eru vön að vera. Kommúnistarnir óttast engan meira en mig. Og það sem vekur furðu mína og ég hef reyndar svolít- ið gaman af, er að þeir virðast ótt- ast það mest að Sjálfstæðisflokkur- inn tapi fylgi. Þeir ráðast auðvitað helst á þann sem þeir óttast mest“, sagði Albert Guðmuridsson, iðnað- arráðherra, þegar Alþýðublaðið spurði hann um álit hans á árásum Þjóðviljans. „Þjóðviljamenn fullyrða til dæmis að Nissaferðin hafi verið tví- borguð. Það er ákaflega furðuleg fullyrðing. Þetta atriði er búið að kanna ítarlega, svar er komið frá Rannsóknarlögreglu og ég veit ekki hvað væri hægt að gera meira. Þess- ir menn sætta sig einfaldlega ekki við staðreyndir. Þetta virðist verða að hafa sinn gang. Þegar rógur er kominn í gang þá eru öll meðul not- uð, þá er ekki lengur spurt um stað- reyndir. Þegar menn eru í pólitík verða þeir að vera við því búnir að skvett sé á þá. Ef svona persónuníð á að Alþýðuflokksmenn á Vesturlandi eru þeir fyrstu sem fara af stað með skipulagt starf og fundahald í kjör- dæminu fyrir kosningar. „Það hef- ur veriö góður andi á þessum fund- um. Mér finnst fólk taka vel undir okkar málflutning, og ég finn aö menn eru komnir í kosningaham og vilja fá fram raunverulegar breyt- ingar“, sagði Sveinn G. Hálfdánar- son í Borgarnesi í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Sveinn er í öðru sæti á lista Alþýðuflokksins á Vest- urlandi. Fjórir efstu menn á listan- um hófu fundaferð um kjördæmið í Logalandi um síðustu helgi. Á mánudag var fjölsóttur fundur vera innlegg Þjóðviljans í kosninga- baráttuna þá er ég ansi hræddur um að vopnin muni snúast í höndum þeirra. Minn ferill frá barnæsku hér í borginni er nægur til þe'ss að menn þekki mig. Þjóðviljamenn verða bara að fá að laxera þetta úr sér. Það er líklega eina ráðið. Ég get ósköp lítið um þetta sagt, á sama hátt og þeir gætu Framhald á bls. 2 á Akranesi. Gestir á þeim fundi voru þingmennirnir Jóhanna Sig- urðardóttir og Guðmundur Einars- son. Á miðvikudag var fundur í Borgarnesi og á fimmtudagskvöld í Grundarfirði. í gærkvöldi var fundur í Stykkishólmi og í dag verður fundur í Búðardal sem hefst klukkan 15:00. Fundaferðinni lýkur síðan á sunnudag með fundum í Ólafsvík klukkan 16:00 og á Hellis- sandi klukkan 20:30. Kosningamiðstöð í kjördæminu verður fljótlega opnuð á Akranesi. Ráðgert er að starfrækja skrifstof- ur í öllum þéttbýlisstöðum á Vestur- landi. Fjölsóttir fundir á Vesturlandi jvö NYÞREP úrbeinhörðumpeningwn Kjörbókin hefur tryggt sparifjáreigendum hæstu ávöxtun sem fáanleg hefur verið af óbundnu sparifé. Og nú bætum við enn um betur. Þegar innstæða hefur legið á Kjörbókinni í 16 mánuði hækka vextirnir allt frá innleggsdegi í 20,9% og aftur að loknum 24 mánuðum í 21,5%. Vaxtaþrepin gildafrá 1. jan. 1987. Við minnum á aðra helstu kosti Kjörbókarinnar: Háir vextir lagðir viö höfuðstól ’■ ■ i tvisvar á ári. Innstæðan er algjörlega óbundin. Ársfjóðungslegur samanburður við ávöxtun 6 mánaða verðtryggðra reikninga tryggir hagstæðustu kjör. Ef ávöxtun Verðtryggðu reikninganna reynist hærri er greidd uppbót. Hún greiðist einnig ofan á 16 og 24 mánaða vaxtaþrepin. Vaxtaleiðrétting við úttekt reiknast eingöngu af úttektarupphæðinni, þó ekki af vöxtum síðustu tveggja vaxtatímabila.- Úttektir lækka ekki vextina á þeirri fjárhæð sem eftir stendur. í Landsbankanum er stöðugt haft Iauga með öllum hræringum á vaxtamarkaðnum. því að Kjörbók- inni er ætlað að vera í fararbroddi. Ársávöxtun á Kjörbók varð 20,62% árið 1986, sem jafngildir verðtryggð- um reikningi með 5,51% nafnvöxtum. Taktu næstu tvr^kref í beinhörðum peningum. jr Landsbanki / íslands Banki allra landsmanna

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.