Alþýðublaðið - 14.02.1987, Side 3

Alþýðublaðið - 14.02.1987, Side 3
Laugardagur 14. febrúar 1987 3 SELFOSS 40 ÁRA „Engin pólitík í fyrstu hreppsnefndinni U En var ekki pólitískur ágrein- ingur um sameininguna? Nei alls ekki, segir Diðrik. Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sókn höfðu komið sér saman um Sigurð Óla úr Sjálfstæðis- flokki sem oddvita, og þá kus- um við Ingólfur hann líka. Björn Sigurbjarnarson sem var oddviti í Sandvíkurhreppi skil- aði hins vegar auðu. Það var enginn pólitískur ágreiningur í þessari fyrstu hreppsnefnd. Þess hefur verið minnst, að 28. janúar sl. voru liðin 40 ár frá því að fyrsti hreppsnefndar- fundur var haldinn á Selfossi. Selfosshreppur var byggður upp úr 3 hreppum: Sandvíkur- hreppi, Ölfushreppi og Hraun- gerðishreppi. Diðrik Diðriksson var einn þeirra sem sátu í 1. hrepps- nefndinni. Sagði hann, að meg- inástæða sameiningar í einn hrepp hefði verið sú, að fólk var óánægt með að greiða sveitar- gjöld til 3 hreppa. Fólk bjó t.d. fyrir „utan á“ (í Ölfushreppi) en vann svo kannski í Mjólkurbú- inu (í Hraungerðishreppi). — segir Diðrik Diðriksson, sem átti sœti í fyrstu hrepps- nefndinni á Selfossi. Fossness. Hreppurinn býr enn semnúfyrsterveriðaðflytjaúr. að þessum kaupum, og svo er Verð á landi var þá ekkert í lík- líka um skrifstofuhúsnæðið, ingu við það sem síðar gerðist. Ég held að þetta hafi verið af- færasælast. Hvað finnst þér mest hafa breyst á umliðnum árum? Þetta eru svo stórkostlegar breytingar að engu er líkt. T.d. gjaldaliðir hreppsnefndar. Þá var niðurjöfnunarnefnd, sem lagði útsvör á menn. Menn gátu gengið beint að okkur nefndar- mönnum og skammað okkur beint. Nú kemur þetta frá 3. manni. Vegagerð og skolpræsi voru mikil mál og gerð göngubrauta. í fyrstunni voru aðeins málaðir steinar til þess að afmarka. Við Eyjagos urðu mikil skipti og mikið byggt. Það leiddi líka til enn meiri byggingarfram- kvæmda, því að margt ungt fólk fluttist hingað. Hver voru helstu málin, sem var glímt við í fyrstunni? Ja, ég sat í hreppsnefndinni 2 kjörtímabil samtals í 7 ár, og ég held, að landakaupin hafi verið mikilvægust. Það var búið að kaupa nokkurt land fyrir sam- eininguna, en svo var keypt austan vegar (Eyrarbakkavegar) og fyrir utan á i Hellislandi og Fyrsta hreppsnefnd í Selfosshreppi 1947—1950. Fremri röð fv.: Jón Púlsson, Sigurður Óli Ólafsson, oddviti, Egill Thorarensen. Aftari röðf.v.: Ingólfur Þorsteinsson, Diðrik Diðriksson, Björn Sigurbjarnarson og Guðmundur Á. Böðvarsson, sem kom inn í nefndina fyrir Jón Ingvarsson. Vandi bæjarfélaga er ekki lítill. Þessi bílafloti mátti þó una við vegi og vegleysur. Myndin er tekin í núverandi Fagurgerði á Selfossi. En hvenær er myndin tekin? Og er þetta bílafloti Kaupfélagsins eða MBF?

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.