Alþýðublaðið - 14.02.1987, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 14.02.1987, Qupperneq 9
Laugardagur 14. febrúar 1987 9 Skilji hver sem getur Mörgum þykir margt torskil- ið í málefnum landbúnaðar. Ef einhver skilur t.d. þessa grein úr reglugerð „um stjórn mjólkur- framleiðslunnar verðlagsárið 1985—1986“, þætti ritstjórn vænt um upplýsingar um þann gáfumann. a) Heildarbúmarki hvers svæð- is í mjólk og sauðfjárafurð- um 31. desember 1980 skal skipt á milli mjólkur og sauðfjárafurða í hlutföllum sem giltu á milli þessara bú- greina í búmarki eins og það var 31. ágúst 1985. b) Sú tala ærgildisafurða í mjólk sem reiknast á þennan hátt, er tvígild á móti meðal- framleiðslu mjólkur innan búmarks á svæðinu verð- Iagsárin 1982/1983, 1983/ 1984 og 1984/1985, sem reiknast eingild. Meðaltal þessara tveggja þátta, svo sem segir hér að framan, myndar fullvirðisrétt hvers svæðis, sem þó getur ekki orðið meiri en mjólkurfram- Silfur á Selfossi Knattspyrnumenn frá Sel- fossi gerðu garðinn frægan um næst síðustu helgi. Þeir léku í 1. deild og urðu í öðru sæti eftir úrslitaleik við Fram. Leikir Selfoss fóru þannig: Selfoss — Grótta 3—3. Selfoss — Fram 5—5. Selfoss — IK 6—5. Selfoss — Valur 6—5 eftir fram- lengingu. í undanúrslitum sigruðu þeir Fylki 7—5 og léku við Fram í úr- slitaleiknum. Selfoss byrjaði betur og komust þeir í 3—1. Framarar jöfnuðu 3—3 og þannig var staðan í hálfleik. Framarar sigruðu svo 6—4. Það má segja að þessi árangur lofi góðu og má vænta mikils af lið- inu í baráttunni um 1. deildar sæti í sumar. Þessir léku fyrir Selfoss: Páll Guðmundsson, Þórarinn Ingólfsson, Elías Guðmunds- son, Gylfi Sigurjónsson, Hall- dór Róbertsson, Einar Jónsson, Hilmar Hólmgeirsson, Gunnar Garðarsson, Þórarinn Guðna- son. Þjálfari Selfoss er Magnús Jónatansson. Til hamingju Selfyssing- ar .. . leiðsla á svæðinu innan bú- marks verðlagsárið 1984/ 1985, sbr. þó ákvæði 1. og 2. töluliðar þessarar greinar. Þann fullvirðisrétt sem reiknast hverju svæði og er umfram mjólkurframleiðslu þess verðlagsárið 1984/1985 skal færatil þeirra svæða þar sem samdráttur framleiðslu er mestur, með hliðstæðum hætti og segir í b-lið 2. tl. þessarar greinar. Áður en heildarfullvirðisrétti skv. 2. gr. er skipt á milli ein- stakra búmarkssvæða, skal DqO i lúsnæðisstofnun ríkisins Auglýsing um dráttarvexti Af lánum, sem verðtiyggð eru með lánskjaravísitölu, eru reiknaðir dráttarvextir á 15. degi frá g'alddaga. Af lánum, sem verðtryggð eru með byggingarvísitölu, verða reiknaðir dráttarvextir einum mánuði eftir g'alddaga. TÍÐINDI F erðamálaráð á Selfossi sam- þykkti á fundi sínum um dag- inn að leigja Gistiþjónustunni tjaldsvæðið við Engjaveg næsta sumar. Tillaga Kvenna- lista og Alþýðubandalags um að reksturinn yrði boðinn út var felld. Kemur nokkuð spánskt fyrir sjónir, að hægri menn skyldu fella tillögu um útboð, sem sannarlega var í anda frjálsra viðskipta. Verða Sjálfstæðismenn að huga frekar að orðabók frjálshyggj- unnar. Það gengur ekki til lengdar að menn séu svona illa að sér í fræðunum. Ríkispeyjar Sjálfstæðis- flokksins vilja ólmir koma sjúkrahúsum á föst fjárlög (og afnema daggjaldakerfið). Borgarsjúkrahúsið í Reykjavík verður selt næstu daga. Úti á landi hafa forráðamenn sjúkrahúsanna áhyggjur af gangi mála. Óttast þeir, að breytingin hafi í för með sér skerta þjónustu úti á landi. í fyrstunni muni þetta koma fram sem aukinn útgjöld fyrir sveitarfélögin, sem eigi ekki annarra úrkosta völ en að draga úr þjónustunni. Stefnir þegar í stór göt víða. í Vest- mannaeyjum vantar t.d. a.m.k. 14 milljónir til að endar náist saman í fjárhagsáætlun nýhafins árs. Sjúkrahúsið í Eyjum fór einmitt á föst fjár- lög 1986. ooo Veistu, að... — líklega munu um 3 mill- jaröar króna fara úr lífeyris- sjóðum í húsnæðiskerfið. En hvar er byggt? Jú, 83 af hverjum 100 íbúðum eru á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Með öðrum orð- um, peningar streyma af lands- byggðinni til uppbyggingar í Reykjavík. — um 25 þúsund manns njóta ekki lífeyrisréttinda, þar af eru húsmæður 17 þúsund. Veitir sannanlega ekki af að koma lífeyrismálum á hreint í landinu. Alþýðuflokkurinn hefur lagt til, að einn verði lif- eyrissjóður fyrir landið og mið- — 13% gjaldenda greiða 67% tekjuskattsins. Hin 83% greiða sem sé aðeins 33% skattsins. Vitað er að gjaldend- urnir eru fyrst og fremst venju- Iegt launafólk. Veitir sannarlega ekki af að koma skattamálum í réttlátari farveg. o — 6500 ársverk eru í ferða- þjónustu og 4500 milljónir koma í þjóðarbúið undan þess- ari atvinnugrein. í tillögum um virðisaukaskatt, sem ríkis- stjórnin hefur lagt fram, er gert ráð fyrir, að hann verði lagður á ferðaþjónustuna, eina allra út- flutningsgreina. Þetta telja ferðafrömuðir mikla fásinnu. Viftureimar, platínur, kveikju- hamar og þéttir, bremsuvðkvi, varahjólbarði, tjakkur og nokkur verkfæri. Sjúkrakassi og slökkvitæki hafa hjálpað mörgum á neyðarstundum. Félög — félagasamtök Inghóll á Selfossi er kjörinn staður fyrir ykkar árshátlðir og þorrablót. Matur og veitingar í glæsilegum húsakynnum. Getum annast rútuferðir á milli og gert föst verðtilboð ef óskað er. Vinsamlegast hafið samband við þjón í síma 99—2585 daglega milli kl. 10 og 12 f.h. eða skrifstofu í síma 99—1356 á öðrum tlmum, og leitið frekari upplýsinga. SELFOSSI Reykjavík, 7. nóvember 1986. Húsnæðisstofnun ríkisins Byggingariðnaðarmenn Suðurlandi Námskeið um endurbáetur húsa með tilliti til orkusparnaðar verður haldið við Fjölbrautaskóla Suðurlands dagana 19.-20.-21. febrúar kl. 9.00 — 1 7.00alladagana. Námskeiðiðerá vegum Fræðslumiðstöðvar iðnaðarins og einkum ætlað iðnaðarmönnum. Námskeiðsgjald er kr. 5.000 og eru námsgögn innifalin. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu F.Su. sími 2111, eigi síðar en mánu- daginn 16. febrúar. GLETTINGUR HF. Glettingur hf. Þorlákshöfn óskar að ráða fólk í fiskvinnu. Ferðir á milli Þorlákshafnar og Selfoss kvölds og morgna. Glettingur hf. s: 3757 og 3957. Orðsending til hundaeigenda á Selfossi Hér með eru eigendur hunda, sem ganga lausir á almanna færi varaðir við hertum aðgerðum gegn slíkum brotum á reglugerð um hundahald á Selfossi. Verði hundur handsamaður verður eigandi hans krafinn um greiðslu, kr. 2.500,- að öðrum kosti verður hundinum lógað. Hundaeftirlitsmaður. Árnesingar — Selfossbúar Aðalfundur Krabbameinsfélags Árnessýslu verður haldinn í Hótel Selfoss laugardaginn 14. febrúar kl. 14.00. Baldur Sigfússon yfirlæknir flytur erindi um röntgenmyndatökur af brjóstum. Krabbameinsfélag Árnessýslu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.