Alþýðublaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 18. febrúar 1987 Að undanförnu hefur margur mað- urinn staldrað við hugtakið valddreif- ing. Ekki síst hafa sveitarstjórnar- menn la^t höfuðið í bleyti. I grein á þessum vettvangi í haust lýsti ég þessu nokkuð frá sjónar- hóli bæjarfulltrúa þora. Breytingin á að vera fólgin í því, að einfalda streymi peninga í þjóðfélaginu. Af hverju vera að soga til ríkisins peninga frá byggð- unum, láta þá rýrna í meðförum kerfisins, og skammta síðan lítil- ræði til baka? Ég er þess fullviss að einföldunin og sparnaðurinn við að losna við óþarfa miðstýringu skap- aði grundvöll fyrir bættum kjörum opinberra starfsmanna svo dæmi sé nefnt um hugsanlega ráðstöfun sparnaðarins. En ekki eingöngu myndi sparast fé heldur nýttist framkvæmdafé betur vegna betri stýringar. í þessu framtíðarkerfi verður að skilgreina skýrt og greinilega hvað er á valdi sveitarstjórna í fyrsta lagi, fylkja í öðru lagi og ríkis í þriðja Magnús Guðmunds- son, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði og annar maður á lista Alþýðu- flokksins, skrifar Um vald- dreif- ingu: PENINGAR A FLAKKI MILLI STJÓRNSTIGA af landsbyggðinni. M ig langar að bæta örlitlu þar við. Á Seyðisfirði, þar sem ég bý, hef- ur að undanförnu verið unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1987. Inn í þá umræðu blandast að sjálfsögðu framlög á fjárlögum 1987 til hinna ýmsu verkefna. Að sönnu eru sum framlög til okkar og annarra all myndarleg. En það sem vekur óskipta athygli eru alls konar smásporslur sem er dreift vítt um land. Sem dæmi er 34.000 kr. fram- lag til okkar vegna gerðar íþrótta- vallar. Og má ég nefna 80.000 kr. vegna viðgerðar á sundlaug? Mér er spurn. Er ekki tíma fjárveitinga- nefndar Alþingis, menntamála- ráðuneytis, fjármálaráðuneytis já sameinaðs Alþingis betur varið í annað en svona „tittlingaskíta"? Og lái mér hver sem vill að spurt sé. Af hverju er þetta svona? Á að breyta þessu? Tekur eitthvað betra við? Þessar spurnignar og fleiri leita á hugann. Svarið er því miður það að við búum við ofvaxið mið- stýringarkerfi, en sem betur fer er hægt að breyta því. En til þess þarf viljann það er í sjálfu sér ekkert að lagi. Jafnframt þarf að skilgreina tekjustofna hvers stigs um sig. Með því verði komið í veg fyrir að hver sé með nefið ofan í koppi hins. Þar sem samvinna milli stjórnsýslustiga verður nauðsynleg þurfa mörkin jafnframt að vera skýr. Gleymum því ekki að það kostar okkur stórfé að láta peningana flakka eins og jó- jó milli stjórnsýslustiga. Hér er hollt að minnast fræðslu- stjóramálsins svokallaða. Fræðslu- stjórar þurfa að þjóna tveimur herrum. Annars vegar mennta- málaráðuneytinu, fulltrúa ríkis- valdsins og hins vegar fræðsluráð- um héraðanna, sem starfa í umboði samtaka sveitarfélaga. Og hvað ger- ist þegar skerst í odda? Ráðherra lætur aflsmun ráða, í bili a.m.k. Miðstýringarvaldið ræður ferðinni. Hér eins og víða annars staðar þarf að skilgreina hvað er hvers. Mörgum kann að finnast að þetta skipti ekki öllu máli. Kerfi sé kerfi hvort sem það er hér eða þar. En ég spyr. Þú sem býrð á Eskifirði, Djúpavogi, Vopnafirði, einhvers staðar á Austurlandi já einhvers staðar á landsbyggðinni. Af hverju er húsið þitt (ef þú átt hús) aðeins metið til hálfs miðað við sams kon- ar hús á höfuðborgarsvæðinu? Svarið er því miður það að við bú- um við ofvaxið miðstýringarkerfi. Gleymum því ekki að það kostar okkur stórfé að láta peningana flakka eins og jó-jó milli stjórn- sýslustiga. Af hverju er húsið þitt aðeins met- ið til hálfs miðað við sams konar hús á höfuðborgarsvæðinu. Það er vegna þess að syðra hefur fjármagnið, fólkið, þjónustan og valdið safnast saman. Þar er at- vinnulífið fjölbreyttara möguleik- arnir fleiri. Hjá fámennri þjóð er e.t.v. eðlilegt að það myndist ein valda og þjónustumiðstöð. En fyrr má nú rota en dauðrota. Það eina sem nú er til bjargar landsbyggð- inni, svo bragð sé að, er tilflutning- ur verkefna, valds og þjónustu frá S-V horninu út í landshlutana. Sú breyting verður að vera markviss og rásföst og athugið: Það er ekki ver- ið að tala um viðbót við kerfið held- ur tilfærslu á verkefnum. Er þá markmiðið að vega að höf- uðborginni og nágrannabyggðum hennar? Aldeilis ekki. Hér er aðeins um að ræða að snúa margra áratuga straumi við og skapa jafnvægi milli landshluta. Jafnrétti milli lands- hluta. Á síðasta flokksþingi Alþýðu- flokksins í Hveragerði s.l. haust var mörkuð og staðfest skýr stefna í þessum málum. Að vinna beri að stofnun fylkja, þriðja stjórnsýslu- stigsins og færa verkefni, fé og völd til þeirra og sveitarfélaganna frá ríkinu. Þetta er hollt að hafa í huga með hækkandi sól og vorkomu. ESÁAUSTURLANDI Alþýðublaðið á Austurlandi er borið i hvert hús. Auglýsing þín í Alþýðublað-inu nær því tilætluðum árangri. ¦

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.