Alþýðublaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 18. febrúar 1987 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor- valdsson og Jón Danielsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir qg Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12 Askriftarsíminn er 681866 Hungurdauði yfirvofandi íflóttamannabúðum Palestínuaraba í Líbanon í flóttamannabúðum Palestínu- araba í Líbanon er ástandið verra en nokkru sinni hjá þeim 50.000 flóttamönnum sem þar dvelja. Börn svelta í hel, sjúkdómar breiö- ast út og fólkið leggur sér tii munns hunda og villiketti. Norskir hjálp- arstarf saöiljar segja að ástandið sé svo slæmt að hjálp verði að berast þegar í stað. Fulltrúi Noregs hjá Sameinuöu þjóðunum hefur borið máiið upp í nefnd og Yassir Arafat, leiðtogi Palestínuaraba hef ur beðið um að S. Þ. leggi til verndarsveitir umhverf is búðirnar. Nú stendur baráttan fyrst og fremst um það hver skuli hafa yfir- ráðin yfir búðunum, hersveitir Amals, shia-múslímarnir eða Palestínuarabar sjálfir. Minnugir þess að fjöldamorð hafa verið framin í búðum þeirra, neita þeir að afsala sér yfirráðum yfir búðunum; telja að engum sé treystandi til að annast gæslu þar, nema þeim sjálf- um. Hungurdauði Togstreitan um yfirráð hefur staðið síðan í lok september og á þeim tíma hafa 577 fallið og 2282 særst í átökum, skv. opinberum töl- um. Norska hjúkrunarfólkið hefur vitneskju um að mörg börn hafa látist af hungri. Þvi er neitað um leyfi til að fara með nauðsynlegustu lyf inn í búðirnar svo að smitsjúk- dómar breiðast út án þess nokkuð verði að gert. Algengir veirusjúk- dómar eru banvænir vegna þess hve viðnámsþróttur fólksins er lítill. Það er óhugnanleg sjón sem mætir auganu þegar inn í búðirnar' er komið. Börn róta í úrgangi í von um að finna eitthvað ætilegt. Ein kona var skotin þegar hún var að reyta gras, sem hún ætlaði að drýgja matinn með. Þeir sem verst eru sett- ir leggja sér til munns hunda og ketti þegar allt annað þrýtur. Hinn andlegi leiðtogi shia-sam- takanna „Hezballah" (flokkur guðs) hefur lýst því yfir að Palest- ínuarabar geti þó alltaf étið hver annan. Raunar mun þessi yfirlýsing hafa átt að skapa samúð með hinu illa stadda flóttafólki. Sveltir út Hersveitir múslíma hafa brugðið á það ráð að svelta flóttafólkið til hlýðni. Þær varna því að hægt sé að flytja mat og lyf inn í búðirnar. Fram undir þetta hefur verið leyft að flytja fersk matvæli þangað, en í Bourj el Barajneh-búðunum i Beirut, þar sem 20.000 flóttamenn hafast við, hafa allir slíkir flutning- ar verið hindraðir síðustu tvo mán- uðina. Þarna er hreinasta neyðarástand ríkjandi, segir norska hjúkrunar- fólkið. Alþjóðleg samtök verða að skeíast í leikinn þegar í stað og höggva á hnútinn, annars geta af- leiðingarnar orðið enn alvarlegri. Læknar og hjúkrunarfólk telja að mikil hætta sé á að farsóttir brjótist út, ef ekki verður gripið í taumana hið bráðasta. Engin lausn í sjónmáli Ekki lítur út fyrir að nein lausn finnist í bráð. Yassir Arafat hefur beðist ásjár hjá Sameinuðu þjóðun- um og beðið um vopnaða vernd. Einnig hefur komið fram tillaga um að koma á loftbrú með matvæla-. Þegar hlé verður á bardögum fara börnin á stjá og róta í rusli og úrgangi i leit að œti. flutninga til búðanna á vegum S. Þ. samþykki fáist að öllu óbreyttu. írönum og að helsta ráðið sé að fá Vandinn er hins vegar sá að slikar Það virðist vera samdóma álit Þá ti1 að heita samherja sína og aðgeröirþurfastjómvöldíLíbanon þeirra sem til þekkja að lykillinn að bandamenn í Líbanon þrýstingi í að samþykkja og ekki er talið að lausninni sé hjá Sýrlendingum og þessu máli. Umbætur í Tékkóslóvakíu Haf t er ef tir Radoslav Klein, hátt settum embættismanni í tékkneska kommúnistaflokknum að gagn- gerra umbóta sé að vænta i allri framleiðslu landsins. Kröftunum hef ur verið dreif t á of margar f ram- leiðsluvörur, segir hann, ekki hef ur verið lögð næg áhersla á gæði vör- unnar, sem hefur þar af leiðandi ekki staðist samkeppnina á heims- markaðnum. Nú verður lögð áhersla á að f ramleiða f áar vöruteg- undir og helst þær sem ekki þarf að kaupa hraefni í utanlands fra. Stáliðnaður, olíu- og gasvinnsla verður í auknum mæli í samvinnu við Sovétríkin, sem mun styrkja stöðu þessara iðngreina, að sögn Molar ...Stefán hefur klofið.... Stefán má nú happi hrósa: Hans áfylgi ei verður stans, þvlfmmsóknarmenn klofið kjósa í kjórdœminu Norðurlands. • Að fá steina fyrir brauð Fátt hefur vekið meiri athygli nú á þessum síðustu og verstu dögum en frumvarpið Þorsteins hið mikla um staðgreiðslu skatta. Frumvarp þetta hefur verið aug- lýst i fjölmiðlum og þá sérstak- lega í ríkisfjölmiðlunum meira en dæmi eru til um önnur slík. Fréttamenn útvarps og sjónvarps hafa vaðið um götur bæjarins og rekið hljóðnema fast að andliti saklausra borgara og spurt: Hvernig lýst þér á frumvarpið um staögreiðslu skatta? Flestir hafa svarað, liklega af þvi þeim hefur fundist það hampa minnstu: Ágætlega, ég heid þaö sé til bóta. En ef átt hefur að rökstyðja svariö hafa þessi ágætu íslensku rök ver- ið látin nægja: Nú, af því bara. Þó hafa allmargir bætt því við að þetta væri sérstaklega gott fyr- ir þá sem hafa misjafnar tekjur milli ára. Þar er átt við að ef ein- hver hefur orðið fyrir þeirri slysni að afla t.d. einni milljón meiri tekna þetta ár en hið næsta. Skal hann þá samkvæmt skattalögum Þorsteins greiða þar af 345 þús- und kr. í skatt. Nú skal það vera eins og eitthvert guðsþakkarverk að fjármálaráðherra hirði af hon- um þennan skattpening án tafar, svo að hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af að druslast með þessa aura í heilt ár. En ef marka má auglýsingar í fjölmiðlum eru bankar og „sparisjóðir vítt og breitt um landið fúsir til aö geyma þetta fé og meira að segja að borga allt að 80 þúsund krónur fyrirgreiðann að ári liðnu. Maður Klein, og notkun vélmenna í iðnaði verður aukin til að bæta úr brýnni þörf á vinnuafli. Fyrirtækin munu fá aukið sjálf- stæði og verða að standa undir sér fjárhagslega, án aðstoðar ríkisins. Vonast er til að sú tilhögun leiði til aukinnar framleiðni og ennfremur munu fyrirtækin sjálf annast sölu talar nú ekki um ef hittist á ein- hvern hermann, sem gæti tvöfald- að upphæðina á einu ári og ein- hver hermannsson ráðherra af einskærum misskilningi gleymdi að setja viðurlög við slíku. En Þorsteinn þarf ekkert að óttast að Moli sé neitt að abbast upp á staðgreiðslukerfið og eyði- leggja kosningabombuna. Mola er nákvæmlega sama hvort hann greiðir skattinn á 10 eða 12 mán- uðum fyrir fram eða eftir á. Skatt- prósentan er það eina sem skiptir máli. Nú er hann búinn að bíða í fjögur ár eftir því að Gunnar Schram og hinir stjórnarþing- mennirnir efni Ioforðið um að f'ella niður skatt af almennum launatekjum. En þegar i stað skattleysis kemur staögreiðslu- skattur þá finnst honum hálfpart- inn að hann hafi fengið STEINA fyrir brauð. og dreifingu og nauðsynlega fjár- festingu. Deildin sem hefur séð um utanríkisverslun, verður nú aðeins ráðgefandi og mun auk þess annast markaðsrannsóknir. Orkuskortur háir mjög ölium iðnaði í Tékkóslóvakíu. Olía og gas fyrirfinnst ekki í landinu og brún- kol eru svo til uppurin. Eini mögu- leikinn er að nota kjarnorku, segir Klein. Nú er 15% af orkuþörfinni mætt með kjarnorku, en áætlanir Öf ugur fór á rassinn Þegar á síðasta ári þriðja tugar þessarar aldar íslandsbanki h.f., virðulegur hlutafélagsbanki með erlendu hlutafé, „öfugur fór á rassinn" eins og skáldið komst að orði og rímaði auðvitað við Claes- sen, var með lögum frá Alþingi 1930 nr. 7 11. mars stofnaður nýr banki, Útvegsbanki íslands h/f. Hlutafé bankans skyldi nema allt að 2Vi milljón króna. „Af þeirri upphæð skal ríkissjóður leggja fram l'/i milljón króna". Þetta var allstór upphæð í þann tíð, „en viðbótarinnar skal aflað með hlutafjársöfnun" segir í lög- unum. En einhvern veginn mun sú hlutafjársöfnun hafa runnið út i sandinn og þeir sem skipt hafa við bankann nú hin síðari ár hafa átt viðskipti sín við Útvegsbanka ís- lands. Nú þegar 10 ráðherrar undir eru um aukningu í 30% árið 1990 og 45% um aldamót. Tékkar óttast ekki kjarnorkuna, þrátt fyrir slysið í Tjernobyl. Klein segir að súrt regn og umhverfiseyð- ing muni minnka við að leggja nið- ur kolavinnslufyrirtæki, sem valda mikilli mengun eins og er. Eins og annars staðar í Mið-Evrópu er mengun og umhverfisspjöll af völd- um mengunar mikið vandamál í Tékkóslóvakíu. leiðsögn Seðlabankans höfðu lagt höfuð sín í bleyti í 15 mánuði duttu þeir allt í einu ofan á það þjóðráð að gera Útvegsbanka ís- lands að Utvegsbanka íslands h/f. Málið leyst. Morguninn eftir að þessi frétt birtist heyrðist gam- all og virðulegur bankamaður (ekki Útvegsbankamaður) tauta um leið og hann settist við skrif- borðið sitt: „Ekkiskilég hvernig hægt er að bjarga þessum banka bara með því að bæta aftur þessu h/f aftan við nafnið". ...Enginn má það lá honum... Stúlkan hafði yfirgefið drenginn og leið honum hálfilla eins og vænta mátti. Maður nokkur orti vísu af þessu tilefni: Illa liggur áonum, — enginn má það láonum: Það er faríð fráonum fljóðið sem var hjáonum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.