Alþýðublaðið - 26.02.1987, Page 1

Alþýðublaðið - 26.02.1987, Page 1
alþýðu- Fimmtudagur 26. febrúar 1987 39. tbl. 68. árg. Ingólfur Margeirsson ráðinn ritstjóri Ingólfur Margeirsson hefur nú verið ráðinn ritstjórin Al- þýðublaðsins frá og með 1. mars n.k. Hann verður ritstjóri sam- hliða Árna Gunnarssyni, sem mun formlega láta af ritstjóra- starfi í vor. Ingólfur Margeirsson hefur stundað blaðamennsku og rit- störf um langt árabil, og m.a. verið ritstjóri Sunnudagsblaðs Þjóðviljans og Helgarpóstsins. Ingólfur Margeirsson mun m.a. vinna að undirbúningi að aukinni útgáfu Alþýðublaðsins. „Margfaldur misskilningur hjá Þorsteini“ — segir Kjartan Jóhannsson m.a. um gagnrýni Þorsteins Pálssonar á tillögur Alþýðuflokksins um sam- eiginlegan lífeyrissjóð fyrir „Árásir Þorsteins Pálssonar á hugmyndir Alþýðuflokksins um sameiginlegan lífeyrissjóð eru margfaldur misskilningur hjá Þor- steini,“ sagði Kjartan Jóhannsson í samtali við Aiþýðublaðið í gær. „Þorsteinn segist vilja hafa sjóðjna marga og ólíka en það er einmitt það sem við búum við í dag. Við er- landsmenn. um með 90 lífeyrissjóði og utan sjóða eru 25 þúsund manns. Um 7.300 manns eru í 6 sjóðum eða fleiri og 48 lífeyrissjóðir eru með færri en 1000 sjóðfélaga. Hjá fá- mennari sjóðum má ekkert útaf bera svo þeir lendi ekki í vandræð- um og greiðsluþroti." Framhald á bls. 2 Frá höfninni í Ólafsvík. Þar þykir mönnutn ekki mikið til koma þótt höfuðborgin œtti 200 afmœli á síðasta ári, því sjálfir œtla þeir að halda upp á 300 ára afmœli í ár. Sjá nánarí umfjöllun á bls. 5. Félagsmálaráðherra ber að ósannmdum á Alþingi! eftir að hafa lýst sig heilagan mann ^ Furðuleg endaleysa kom upp á Alþingi í fyrrakvöld í uinræð- um um nýju húsnæðislögin. Fé- lagsmálaráðherra sté í stólinn á eftir Jóni Baldvin og lýsti þvi margsinnis yfir að hann hefði 2°7o hækkun Launancfnd ASÍ, VSÍ og VMSÍ hefur úrskurðað að launahækkun hinn 1. mars ’87, skal vera 2%, sam- anber ákvæði kjarasamninganna frá 6. desember. Launanefnd var sammála uin þennan úrskurð og vísar til þess, að vísitala framfærslukostnaðar reyndist í febrúarbyrjun nánast á viömiðunarmörkum kjarasamn- ingsins eða 187.77 stig, en í samn- ingunum í desember var miöaö við 187.7 stig. birt allar skýrslur sem máli skiptu um nýja húsnæðiskerfið. Stuttu síðar viðurkennir ráð- herrann að til sé plagg í Hús- næðisstofnun sem ekki hafi ver- ið birt. Var það eftir að Jóhanna Sigurðardóttir hafði spurt ráð- herra um þetta plagg sérstak- lega. Fer brot úr þessum undr- um hér á eftir. Jón Baldvin: „Félagsmálaráðherra leyndi upplýsingum" Jón Baldvin Hannibalsson fu1l- yrti á Alþingi í fyrrakvöld aö áður en nýju húsnæðislögin voru sett, hefðu legiö fyrir upplýsingar um að stórfé hefði vantað í húsnæðiskerf- ið til að sinna þörfinni. Jón Baldvin sagði m.a.: „Þær upplýsingar sem fram koma í skýrslunum frá milliþinga- nefnd um ofmat á aukningu láns- fjár í nýja kerfinu og vanmat á eftir- Framhald á bls. 2 Verðbólguglíman: Niðurstaðan íhendi — segir m.a. í greinargerð launanefndar. Al- þýðublaðið ræddi við Björn Björnsson, hag- fræðing Alþýðusambands íslands. „Það er í sjálfu sér hægt að taka undir það sem fram kemur hjá Þjóðhagsstofnun um hættu- merkin. Þau eru fyrst og fremst á þeirri hliðinni sem snýr að pen- ingamálunum. Það eru ákveðin merki um það að stjórn peninga- málanna séu ekki með þeim hætti sem heppilegust er til að draga úr þenslunni. Þetta ásamt erlcndu lántökunum er það sem menn hafa mestar áhyggjur af“, sagði Björn Björnsson, hagfræðingur ASÍ, í samtali við Alþýðublaðið í gær um nýútkomna þjóðhagsspá og nýjan úrskurð launanefndar. Launanefnd úrskurðaði í gær að launahækkun hinn 1. mars skuli vera 2%, samanber ákvæði jólaföstusamninganna. í greinargerð er talið að spá Þjóðhagsstofnunar um verðlags- breytingar á árinu sé í hærra lagi. Miðað við þær forsendur sem staðið er frammi fyrir í dag. „Það kann að vera að þær forsendur breytist eitthvað”, sagði Björn, „en okkur sýnist ekki ástæða til að reikna með því fyrr en það ligg- ur fyrir“ Launanefnd fær töluvert aðrar niðurstöður í sínum útreikningum en Þjóðhagssofnun. Reiknað er með 8—9% hækkun framfærslu- vísitölu frá 1. janúar 1987 til 1. janúar 1988 í stað 10,5% í spá ÞHS. Meðalhækkun vísitölunnar frá 1986 til 1987 er um 12,5— 13,5%, en í spá ÞHS er reiknað með 14,5% hækkun milli ára. — En, er það ekki Ijóst að það má lítið út af bregða og að e.t.v. hafi ekki nœgilega verið brugðist við? „Það hafa ekki nein sérstök viðbrögð verið höfð uppi að hálfu stjórnvalda til að vega t.d. upp á móti þeim mikla halla sem menn standa frammi fyrir á ríkisbú- skapnum. — Það verður ekki gert með neinum örðum hætti en að- haldi á sviði peningamála. Eftir því sem lengra líður fram á árið verður auðvitað meiri hætta á því að peningaþenslan segi til sín og birtist okkur þá í verðbólgu" — Má kannski álíta eftir allt saman, að jólaföstusamningarnir hafi falið í sér verðbólgu? „Nei, þetta voru hiklaust ekki verðbólgusamningar. Þetta voru samningar sem fólu það í sér, mið- að við þær forsendur sem þar voru lagðar og tekið var undir, að við gátum reiknað með því í lok ársins að verðbólga yðri hér kom- in niður á svipað stig og í ná- grannalöndunum. Mönnum þyk- ir auðvitað miður ef það á að okkar glutra niður því tækifæri sem menn höfðu til að ná sér niður á það ról. Þessu tækifæri hafa menn ekki látið sig dreyma um að ná árum saman“ — Því hefur verið haldið fram að hvorki á nœstunni, né í fyrir- sjáanlegri framtíð, gefist tœkifœri til að taka á þessum vanda. Erum við þá e.t.v. búin að tapa verð- bólguglímunni? — „Nei, við erum alls ekki bú- in að tapa þessu. Eins og fram kemur í niðurlagsorðum í greinar- gerð launanefndar, þá er það full- komlega i hendi okkar sjálfra hver niðurstaðan verður. Við getum náð þessu markmiði sem fólst i forsendum og verðlagsspá síðustu kjarasamninga og það erum við sjálf sem ráðum því hvort við ná- um takmarkinu eða ekki.“ — Þegar talað er um aðhald í ríkisbúskapnum og að dregið verði úr þenslu, sjá menn stund- umfyrir sér að dregið verði úr op- sjálfra inberri þjónustu og að atvinnu- leysi blasi við? „í fyrsta lagi er búið að ganga frá fjárlögum fyrir árið 1987, þannig að það er ekkert verið að tala um að skera neitt niður í ríkis- búskapnum. Spurningin er hins vegar sú að menn reyni að vega upp á móti þessum halla og þensluáhrifum í ríkisbúskapnum, með stjórn á peningamálum. Með því að draga úr útlánum, þannig að þau verði vel innan marka inn- lánsaukningar. Með þvi að sjá svo til að erlendar lántökur sem ráðist er í á árinu umfram afborganir, þær verði þá til þess að bæta skammtímastöðu okkar gagnvart útlöndum. Það er að segja, að við leggjum þá peninga inn á banka í útlöndum, eða á annan hátt, en dælum ekki peningum inn í land- ið. — Menn þurfa ekki annað en líta á atvinnuauglýsingar í blöð- unum til að sjá að engin hætta er á atvinnuleysi hér á næstunni", sagði Björn Björnsson. alþýóu- i n FT'jT' SKAGINN — VESTURLAND I Alþýðublaðinu eru í dag 8 síður helgaðar Vesturlandi og er blaðinu dreift inn á hvert heimili á Vesturlandi

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.