Alþýðublaðið - 26.02.1987, Qupperneq 4
4
Fimmtudagur 26. febrúar 1987
í vor verður geng-
ið til alþingiskosn-
inga. Frambjóðend-
ur flokkanna
flykkjast um kjör-
dæmi sín og kynna
stefnumál síns
flokks fyrir vænt-
anlegum kjósend-
um. Þeir spyrja
kjósendur um hvað
verði kosið og svara
síðan spurningunni
— Hrönn Ríkharðs-
dóttir, Akranesi, sem
skipar 3. sœtið á lista
A Iþýðuflokksins,
skrifar:
Verð-
trygging:
Réttlæti eða ánauð?
...en ráðamönnum hugkvœmdist
ekki að um leið bœri þeim að
sjálfsögðu siðferðileg skylda til að
skerða jafnmikið vísitölu á lánsfé.
Fyrir það fyrsta getur það hvorki
selt né leigt húsnœði sitt, og í öðru
lagi er spurning hvort það á nokk-
uð í húsnœðinu lengur...
Hún hefur ekki aðeins gert fjöl-
marga að öreigum, heldur einnig
að ómerkingum og vanskilamönn-
um.
sjálfir og segja
gjarnan að kosið
verði um skattamál-
ið, eða byggða-
stefnu, jafnvel
kvótakerfi í land-
búnaði og sjávar-
útvegi. Sjálfsagt er
þetta allt rétt, en
mín skoðun er sú að
stór hluti þjóðar-
innar vilji fá lausn á
öðrum málum ekki
síður. Nefni ég þar
fyrst spurninguna
um verðtryggingu
lánsfjár og leiðrétt-
ingu til handa al-
menningi hennar
vegna.
í upphafi var...
Árið 1978 tók ríkisvaldið þá
ákvörðun að verðtryggja skyidi inn-
og útlán. Taiað var um að koma
þyrfti á raunvöxtum, greiðsluþyrði
yrði að jafna og einnig að greiðslu-
byrði þyrfti að vera jöfn, þannig að
lántakendur vissu hvar þeir stæðu.
Vísað var til tímabils óðaverðbólgu,
þegar skuldir fólks „hurfu á verð-
bólgubálinu", og sýnt fram á hvern-
ig „sumum“ hafði tekist að maka
krókinn á kostnað samborgaranna.
Fjárfest var í steinsteypu og engum
datt til hugar að leggja peninga inn
á banka, þar logaði verðbólgubálið
einna glaðast. Meðal þess sem al-
menningi var bent á var að greiðslu-
byrði lána samkvæmt nýja kerfinu
yrði minnst fyrst, en færi síðan stig-
hækkandi þegar fjárhagur færi
batnandi. Síðast en ekki síst var
lögð áhersla á tengsl launa og láns-
kjara, þar sem launþegar fengju
leiðréttingu ársfjórðungslega með
svokölluðum vísitölubótum.
Og svo komu hinir...
Á vordögum 1980 tók ríkisstjórn
Gunnars Thoroddsen við völdum
eftir snubbóttan valdatíma vinstri
stjórnar Ólafs Jóhannessonar. Eitt
af verkum þessarar ríkisstjórnar
var að skerða vísitölubætur á laun á
þriggja mánaða fresti, en ráða-
mönnunum hugkvæmdist ekki að
um leið bæri þeim að sjálfsögðu
siðferðileg skylda til að skerða jafn-
mikið vísitölu á lánsfé. Þannig byrj-
aði að síga á ógæfuhliðina, en
ástandið átti eftir að versna til
muna. Sú ríkisstjórn sem við tók
1983 og nú situr afnain kaupgjalds-
vísitöluna með öllu og kom heldur
ekki til hugar að leiðrétta lánskjara-
vísitölu samtímis. Nú er svo komið
að alls engin tengsl eru milli launa
og lánskjara eins og talað var um í
upphafi, en víst er um það að
greiðslubyrðin fer stighækkandi
eða öllu heldur stökkhækkandi.
Hvar á landinu?
Það skiptir miklu máli í þessu
samhengi hvar á landinu fólk býr.
Þeir sem búa á höfuðborgarsvæð-
inu eru mun betur settir en hinir
sem byggja dreifbýli landsins.
Vandamál vegna þessa eru auðvitað
til á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en
þar hækka fasteignir þó að minnsta
kosti í verði. Hækkun á einu ári er
um 40%. Þetta þýðir einfaldlega að
eignahluti fólks helst nokkurn veg-
inn þótt lánin hækki. Úti á landi
hefur fasteignaverð staðið i stað
mjög lengi og sífellt ést af þeim
hluta sem fólk átti um stundarsakir
i byrjun. íbúar dreifbýlisins sem
vilja flytja sig um set, ýmist til
Reykjavíkursvæðisins eða annað
getur ekki gert það. Fyrir það fyrsta
getur það hvorki selt né leigt hús-
næði sitt, og í öðru lagi er spurning
hvort það á nokkuð í húsnæðinu
lengur, hvort það stendur ekki
hreinlega uppi eignalaust.
Fyrirtæki...
íbúðareigendur eru ekki þeir
einu sem eru að sligast undan órétt-
látum og ómannúðlegum lánakjör-
um. Eigendur fyrirtækja búa við
sömu kjör. Á svipaðan hátt og tala
má um tvær þjóðir, þar sem önnur
býr á Stór-Reykjavíkursvæðinu og
hin á Iandsbyggðinni, má einnig
tala um tvær tegundir fyrirtækja.
Annars vegar eru gömul og gróin
fyrirtæki sem ef til vill voru byggð
upp fyrir verðbólgugróðann og svo
hin sem urðu til eftir að verðtrygg-
ingartímabilið hófst. Það er mér
hulin ráðgáta hvernig síðarnefndu
fyrirtækin geta staðist samkeppni.
Ef til vill má skýra hátt verð á ís-
landi með tilvísun í þessa stað-
reynd.
Er til lausn?
Hvað er til ráða? Er til einhver
lausn á vandamálinu? Ég held það.
Hærri lánveitingar til húsbyggjenda
eru ekki lausn, í öllu falli ekki á
meðan lántakendur geta á engan
hátt treyst því að þær forsendur sem
gefnar eru við lántökuna standist.
Þeir fjölmörgu sem treystu stjórn-
málamönnum til að standa við orð
sín og standa nú uppi nær eigna-
lausir eru til vitnis um það. Það sem
hægt er að gera er til að mynda
tvennt. Annars vegar að koma á nú
þegar einni vísitölu launa og láns-
kjara, endurreikna greiðslubyrðina
í samræmi við það og lengja láns-
tíma. Hins vegar að veita fjármagri
til að fella niður að minnsta kosti
helming þess misgengis Iauna og
lánskjara sem orðið hefur vegna að-
gerða ríkisvaldsins.
Að lokum
Verðtryggingu lánsfjár var meðal
annars ætlað að bæta kjör almenn-
ings, auðvelda fólki að eignast hús-
næði og standa við skuldbindingar
sínar. Hún hefur snúist upp í and-
hverfu sína. Fólki er gert ókleift að
eignast þak yfir höfuðið og jafn-
framt að standa í skilum. Hún hef-
ur ekki aðeins gert fjölmarga að
öreigum, heldur einnig að ómerk-
ingum og vanskilamönnum. Hún
gerir venjulegu fólki ómögulegt að
skipta um húsnæði eða flytja sig
um set á landinu. Hún bindur fólk
í fjötra líkt og ánauð forðum tíð.
Hún verður að víkja í núverandi
mynd.
Tak hf.
Verktakar —
vinnuvélaleiga
370 Búöardalur — sími 93—4229
u 1 1 Félagsmálafulltrúi Dlafsvíkurkaupstaöur auglýsir starf félagsmála- ulltrúa laust til umsóknar. Um er að ræöa nýja stöðu ávegum bæjarins og er um hálfs dags starf ið ræöa. _aun eru samkvæmt kjarasamningum BSRB. .eitað ör eftir einstaklingi meö reynslu á sviöi fé- agsmála. Allar nánari upplýsingar veitir bæjar- jtjóri í síma 93—6153. Bæjarstjórinn í Ólafsvík
c c \ c / C Afgreiðslugjaldkeri í)skum aö ráða starfskraft í stöðu afgreiðslu- jjaldkera á bæjarskrifstofu Ólafsvíkurkaupstaö- ir. Um er aö ræða heils dags stööu og eru laun .amkvæmt kjarasamningi BSRB. 1 ið leitum aö dugiegum starfskrafti með viö- kiptamenntun og reynslu í skrifstofustörfum. \llar nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 13—6153. Bæjarstjórinn í Ólafsvík
alþýöu-
I rTFT.lt.
SKAGINN —
VESTURLAND
Alþýðublaðið á Vesturlandi fer inn á hvert
heimili í kjördæminu. Auglýsing þín kemur
því fyrir sjónir allra íbúa Vesturlands ef hún
birtist í Alþýðublaðinu