Alþýðublaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 6
t 6 Fimmtudagur 26. febrúar 1987 i Skólameistarinn, Þórir Ólafsson, býður gesti velkomna. Fyrrum skólameistari, Ólafur Ásgeirsson, nú þjóðskjalavörður, rifjaði upp ýmis atriði úr sögu skólans. Menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, se FJÖLBRAUTASKÓLI VESTURI Fjölbrautaskóli Vestur- lands á Akranesi var settur í fyrsta sinn föstudaginn 6. febrúar, við hátíðlega at- höfn. Skólinn er nú sam- eiginlegur framhaldsskóli alls Vesturlands. Við- staddir athöfnina voru meðal annarra, Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, alþingis- menn Vesturlands, sveitar- stjórnarmenn af Vestur- landi, skólanefndarfull- trúar, kennarar og nem- endur. Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra setti skólann og lýsti formlega yfir stofnun hans. Hann Hérsést menntamálaráðherra afhenda Gunnari Má Kristinssyni, formanni Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, samning um stofnun skólans. Glæsileg sveifla sem greinilega vekur aðdáun, — eða a.m.k. athygli. afhenti einnig Gunnari Má Kristóferssyni, formanni Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, samning um stofnun skólans, en Gunn- ar afhenti samninginn síð- an skólameistaranum, Þóri Ólafssyni. Fjölbrautaskóli Vestur- lands er nýr skóli á göml- um grunni. Með formlegu samstarfi sveitarfélaga í kjördæminu um rekstur hans, tekur hann við af Fjölbrautaskólanum á Akranesi, sem stofnaður var 1977. Nokkur aðdragandi var að stofnun skólans og hafa viðræður milli sveitarfé- laganna staðið alllengi yf- ir. Þess ber þó að geta að samstarf skóla á fram- haldsskólastigi hefur stað- ið í mörg ár og verið með miklum ágætum. AHmargar ræður voru fluttar við athöfnina og eru myndir af nokkrum ræðumönnum að finna Ppíj|* |. ■ : ^ r - . ■ | . ■J ■ II |{ J WHIm /v - ' m :C/ Séð yfir salinn. í rœðustólnum er Sverrir Hermannsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.