Tíminn - 15.07.1967, Qupperneq 9

Tíminn - 15.07.1967, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 15. júlí 1967. TÍIVIINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvœmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G Þorstoinsson, Fulitrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán innaniands — t lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. t. ning 1 í umr num um bakreikning borgarstjórans á reykvíska utsvarsgreiðendur, útsvarshækkunina, sem samþykkt var í borgarstjórn örfáum dögum áður en útsvarsskráin var birt, hafa komið fram kynleg atvik, nú virðast hafa leitt til þess, að borgarstjórinn og tnblaðið játa blekkingasekt sína með algerri þögn — uauðahljóði — þrátt fyrir endurtekningar spurningar Tímans þrjá daga í röð. í umræðunum í borgarstjórn var það meginefni gagn- rýni fulltrúa Framsóknarflokksms á borgarstjóra, að hann hefði neitað að taka skmdabagga Bæjarútgerðar- innar inn í fjárhagsáætlunina í desember s.l. til þess að geta sýnt borgarbúum lægri aætlun útsvara og verið þannig góður dáti í blekkingastríði ríkisstjórnarinnar fyrir svonefndri „stöðvunarstefnu“. Eftir kosningar voru svo útsvörin hækkuð í fullan dyrtíðarhraða. Þetta væri að koma aftan að borgurunum og alveg óheimil vinnu- brögð við gerð fjárhagsáætlunar. Borgarstjóri las þá upp eigin ummæli er hann kvaðst hafa haft í ræðu í borgarstjórn 1. des. s.l. þar sem fram kom fyrirvari hans um það, að nækkun útsvarsupphæðar gæti komið til mála vegna skulda BÚR, ef unnt reyndist. Þess vegna kæmi hann á engan hátt aftan að borgurunum, þar sem þeir hfefðu vitað um þessa afstöðu hans. Mbl. birti þessa tilvitnun og fór hörðum orðum um tal Tímans um að borgarstjóri hefði komið aftan að borgarbúum með útsvarshækkunina. Þegar flett var upp í Morgunblaðinu 2. des. s.l. sést að þar eru að vísu birt ummæli borgarstjóra um BÚR feitletruð og innan gæsalappa, og sést að þar er um sama ræðupóst að ræða. En þessi yfirlýsing er allt öðru vísi en sú, sem borgarstjóri las nú, og þar enginn fyrir- vari um útsvarshækkun vegna BÚR. Síðan hefur Tíminn þráspurt um skýringar borgarstjóra eða Mbl. á því, hvernig standi á muninum á þessum tveimur útgáfum, en eina svarið er þögnin, og hún er líka svar. Augljóst er því, að borgarbúar fengu enga vitneskju um fyrirvara borgarstjóra, hvað sem hann hefur sagt í borgarstjórn, og því var komið aftan að borgarbúum með útsvarshækkunina. Frammistaða kommúnista í bakreikningsmáli íhalds- ins er með þeim endemum, að fxestir eiga bágt að skilja slíka hörmung. Þjóðviljinn ræðst á Framsóknarmenn í gær fyrir afstöðu þeirra í málinu og kallar skömm. íhaldsverkfærið má trútt um tala. Kommúnistar heimt- uðu réttilega á sínum tíma, að skuldabaggi BÚR væri með í fjárhagsáætlun Reykjavíkur, töldu þó útsvars- bogann á einstaklingum snenntan til hins ýtrasta, en fluttu tillögu um hækkun á fyrjrtækjum. íhaldið neitaði hvoru tveggja og hélt áfram feluleiknum — fyrir kosning- ar. Eftir kosningar þakka svo kommúnistar fyrir sig með því að standa með íhaldinu að stórhækkun útsvara þvert ofan í löglega gerða fjárhagsáærlun, og sá baggi lendir allur á einstaklingum Það er von að fhaldið telji sér fært að níðast pannig á borgurunum aftur og aftur, þegar hægt er að hengja sektarbagga á burðarklára frá andstæðingunúm. Ihaldsverkfæri Þagnarját Litið inn á heim- ili framtíðarinnar Grein úr bandaríska tímaritinu News & World Report Æ FLEIRI bandarískar fjöl skyidur geta átt náðuga daga heima fyrir innan tíðar. Ýimis- konar tilbúinn matur, sem ekki þarf annað en hita upp og bera síðan fram, er þegar kominn á markað'inn og á vaxandi vin- sæidum að fagna. Auk þess má nefna pappírskjóla, sima þar sem aðeins þarf að ýta á hnapp föt, sem ekki þarf að pressa, ofnas, sem halda sér heitum, og útvarpstæki, sem eru minni að fyrirferð en vindlapakki. En þetta er aðeins upphaf annars meira. Þróunin í bygg- ingu íbúða er ákaflega ör. Nýj- uin efnum er tekið betur en áður, svo og nýrri byggingar- iækni og nýju fyrirkomulagi. Framleiðslu ýmisskonar nota- muna og búnaðar innanlhúss tekur einnig örum breytingum. Meðal þess, sem þegar er á boð stóium, má nefna: Límborið veggfóður, sem eigandi íbúðar- innar getur sjálfur komið fyrir og tekið niður aftur ef hann verður leiður á lit og gerð. Baðker og sturtuklefi í einu lagi í baðherberginu, búið til úr trefjagleri. Á klefanum eru engin samskeyti, þar sem hætta er á að óhreinindi safnisf, og yfirborðið virðist hlýtt við- komu. Ofn og ikæligeymisla í einu lagi. Þar helzt maturinn kald ur unz að því kemur að elda. Þá teikur ofninn að hitna, sýð ur eða bakar og heldur matn um hæfilega heitum þar til hann er borinn fram. Teppi úr sterkum plastdúk til notkunar úti, ýmist á pali tennisvöll, bátaþilfar eða sund laugarbakka. „Þvottaihús" til 'heimilis- nota í baðherberginu. Þar má þvo lítið í senn af nœrfötum, sokk'um, skyrtum og kjólum. Rúðugler, sean lagar sig sjálfkrafa eftir birtunni, dreg ur úr henni þegar sólskin er, en hleypir henni allri í gegn þegar dimmt er yfir. Efni í fatnað, sem tengt er saman með efnablöndu og hita, svo að ekkert þarf að sauma. Fóðri má til dæmis íesba beint inn f flíkina. Þeg ar þetta efni er notað í kven kjóla þarf til dæmis eikki sér- staka svuntu. Ryksugur, sem hvíla á loft oúðum, til þess að þær séu auðveldari í meðförum. Meðfærilegir kæliskápar, sem ganga fyrir rafhlöðu og auðvelt er að hafa með sér þegar fjölskyldan fer í stutta ferð eða útilegu. Endiurbættur, skjótvirkur örbylgjuofn í eldhúsið. Verð ið er frá 400—450 dalir (17, 200—19.770 krónur). Gluggatjöld, sem ekki taka í sig ólhreinindi eða ryk, þar sem þeim er komið fyrir inni í tvöfalda glerinu í gluggun- um; Ýmis litil málmá'höld, svo sem ristar og síur o. fl., sem notandinn getur gert við heima verkfæralaust. Hver smáhlutur fæst út af fyrir sig pg er því aúðvelt að endur nýja það, sem úr sér gengur. Veggfóður, sem hægt er að fletta af þegar maður vill breyta um. Límið harðnar ekki. Æ fjölbreyttari tegundir til búdns matar, sem grípa má til, þar á meðal frosið brauðmeti, kjöt og fiskréttir. svo og ýmis konar lostæti. Um það, sem hér hefir ver ið talið, og fjölmargt annað, sem væntanlegt er, komst sér- fræðingur einn í vörudreif- ingu svo að orði: „Neytandinn hefir aldrei áð ur átt kost á jafn fjölbreyttu úrvali tií no'/i. skrauts og vinnusparnaðar. Fæst af þessu er langt undan, flest er komið eða að koma á mankaðinn og fjöibreytnin eykst í sífellú1. Lítum til dæmis á nýjung- arnar í eldhúsinu: Þar má nefna potta með sjálf virkum hræritækjum, til þess að maturinn brenni ekki við þegar eldað er. Húsmóðir- FYRRI GREIN in, sem vil'l halda matnum í kvöldveizluna heitum og til- búnum til framreiðslu, á völ á tæki, sem gerir þetta auðvelt. Það er geymir, sem varðveitir margs konar mat og getur haldið hverjum rétti fyrir sig hæfilega heitum allt að sex klukkustundum. Firamleiðendur gastækja eru farnir að selja ofna, sem hreinsa sig sjálfir, og gefa að því leyti ekikert eftir þeim ofn um, sem raftækjaframleiðend- ur hafa selt. Þá er ný upp- þvottavél, sem ekki þarf raf magn. Hún gengur fyrir vatns þrýstingnum einum, vegur um 8 fcíló og verðið er minna en 100 dalir (4300 krónur). Meðal nýjunga í eldlhúsinn réttingum má nefna hurðir, sem hægt er að kippa spjöld unum úr, og húsmóðirin á þá auðvelt með að breyta lita- samsetndngunni í eldbúsinu án þess að innréttingunni sjálfri þurfi að breyta. Kæliskápar ir eru orðnir „færanlegir" Flestir hinna nýrri skápa eru á hjólum, svo að unnt sé að draga þá frá veggnum °S g«ra þannig hægara uim vik við hreinsun. Sumum skápum má aka út úr eldhúsinu og inn í önnur herbergi. Hið nýjasta er að haga kæliskápnum eftir ýmsum hlutum hússins. Til dæmis má hafa þá í laginu einis og borð, eða koma þeim fyrir á vegg í borðstofunni eða leikstofu. Bráðlega kemur á markað inn vatnshitari, sem er ekfci stærri en vindlakassi. Hann leysir venjulegu vatnshitunar tækin af hólmi. Þá má nefna vatnssíu, sem komið er fyrir í vatnshananum í eldhúsinu. Með því að ýta á hnapp má iáta enddngarg'óða kolasíu nema burtu „óbragð“ að klóri og öðrum ísblöndunarefnum í dryikkjarvatn. Sían endist um það bil hálft ár. Til og frá um íbúðina eru hvers konar tæki, sem draiga úr fyrirhöfn húsmóðurinnar. Til dæmis birtir Edison Electr ic Institute sfcrá yfir 166 ýmiss konar tæki, sem fáanleg eru á markaðnum. Notkun ljósbreyta í sam- bandi við rofa fer mjög í vöxt. Með þeim er auðvelt ým ist að auka birtu í herbergj- um eða að draga úr henni. Rafmagnsupphitun var í þremur af hverjum tíu íbúð um, sem byggðar voru í Banda ríikjunum árið sem ledð. Notk un rafmagns til hitunar eykst verulega í sumum landshlut- uim. Þar sem ný hverfi eru reist tíðkast mjög að koma rafleiðslum úti fyrir neðan jarðar til þess að draga úr lýtum utan húss. Gentgið er frá meiri'hluta nýrra íbúða á þann hátt, að sími er lagður í hvert her- bergi um leið og byggt er. Víða er fullko.minn innanhús sími, svo að unnt sé að tala milli herbergja og jafnvel að svara dyrabjöllunni í síimann. Ef litið er inn í fataskáipa í nýrri íbúð blasa sennilega við margir pappírskjólar á húsmóðurina. Þessir kjólar komu á markaðinn fyrir tæp um tveimur árum, þegar Scott Paper Company fór að selja tvær gerðir kjóla til reynslu. Kjólunum var tekið svo vel að nýjum iðnaði v.'ir hrundið af stökkunum. Meðal nýjunga í pappírs- klæðnaði má nefna: Pappírskjólar, gerðir úr trjákvoðu með nælonþráðum. Þeir eru seldir á einn dal og 29 sent (rúmar 55 krónur) og er auðvelt að breyta þeim og jafnvel að skipta að nokkru um snið með skærun- um einum. Prjónaföt úr pappdr, úr snúnum paippírsþræði með næloni til styriktar. Efnið er litað og þannig úr garði gert, að það brennur ekki. Sagt er að þessi klæði endist jafnvel misserið. Barnaföt, sem má fleygja þegar þau eru orðin óhrein, en þau voru upphaflega gerð til þæginda á ferðalögum. Þá er metravara úr pappír handa þeim konum, sem vilja sjálfar sníða og sauma sinn Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.