Tíminn - 15.07.1967, Qupperneq 13
LAUCARDAGUR 15. júli 1961.
ÍÞRÓTTIR ■ rlMINN ÍÞRÓTTIR
13
******
\ • -» JT ^ «
13 íþróttakenn-
arar útskrifaðir
Sagt frá skólaslitum íþróttakennaraskólans á Laugarvatni.
Þerstelnn Þorsteinsson, KR, varð sigurvegari í 200 m. hlaupi á meistara-
móti Rvfkur í fyrrakvöld. Hlaut hann tímann 22,7 sek. Valbjörn Þor-
láksson, KR, hafði lengst af forustu, en Þorsteinn tók hann á góðum
endaspretti. En mjóu munaði, því báðir hlutu þeir sama tíma. Greint verö
ur frá úrslitum í mótinu í blaðinu eftir helgina.
íþróttakennaraskóla íslands
var slitið 30. júní s. 1. eftir 9
mánaða starf.
í upphafi skólaslitaræðu minnt
ist skólastjóri tveggja nýlátinna
manna, þeirra Benedikts Jakobs
sonar íþróttakennara, er verið
hafði stundakennari við skólann
s.I. 6 ár, og Jóhanns Vilhjálms-
sonar frá Laugarvatni.
Vdðstaddir skólasldt voru all-
margir gestir, þeirra á meðal
iþróttakennarar, er brautskráðust
fyrir 25 árum. Færðu þeir skól-
anum að gjöf vönduð tjöld til
notkunar í fjallferðum. Þá voru
einnig viðstaddir íþróttakennarar
er brauitskráðust fyrir 10 árum
síðan. Þeir færðu skólanum að gjöf
afsteypu af mynd eftir Ásmund
Sveinsson. Skólastjóri þakkaði
íþróttakennurunum góðar gjafir,
ræktarsemi og hlýhug, er þeir
bera í brjósti til skólans.
Skólastjóri greindi frá starfi
liðins vetrar. Rom þar m.a. fram
að hinn stutti námstími, setur
verulegar hömlur á íþróttakenn-
aranámið, þótt reynt hafi verið
A VITATEIG
Margir landsleikir.
Landsleikjaprógrammið í
knattspyrnu er með stærra
móti í ár. Núj þegar hafa ver-
ið leiknir margir leikir, bæði
a-leikir og unglingaleikir. Og
enn eru eftir a.m.k. þrír lands
leikir. í þættinum í dag verð-
ur rætt um frammistöðu lands
liðanna okkar.
Úr Olympíukeppninni, en góð
frammistaða samt.
A-landsliðdð féll úr Olym-
píukeppninni í fyrstu umferð
en þó held ég, að enginn sé
óánægður með frammistöðu ís
lenzka liðsins, hún var jafn-
vel betri, en menn höfðu átt
von á. Fyrri leiknum við
Spánverja lauk með jafntefli,
1:1 en síðari leiknum tapaði ís-
land með fcveggja marka mun,
5:3, sem er alls ekki slæm
frammistaða á útivelli við
erfið skilyrði.
Enginn vafi^ er á því, að sú
nýbreytni KSÍ að skipa lands
liðsþjálfarara löngu áður en
keppnistímíabilið hófst og láta
hann hefja æfingar um vetrar-
tímann, hefur haft góð áhrif.
En einkennilegt, að þetta
skyldi ekfci hafa verið gert
fyrr. En þrátt fyrir góðan
árangur, verður að skapa lands
liðinu ennþá betri æfinga-
skilyrði. Reynir Karlsson,
landsliðsþjálfari, var örugg-
lega ekki allt of ánægður með
hinn lélega aðúnað landsliðs-
ins á s.l. vetri, þegar hvað eft-
ir annað þurfti að fresta lands
liðsæfingum ýmissa orsaka
vegna. Og hvernig hafa æfinga
skilyrðin verið í sumar? Lands
liðinu hefur jafnvel verið mein
að að æfa á Laugardalsvellin-
um, þegar smágluía myndað-
is-t í hinu þrönga leikjapró-
grammi.
Megininntakið er, að þrátt
fyrir góða raun af starfi Reyn
is Karlssonar, verður að gera
enn stærra átak í landsliðsmál
unum. Á ég þar við, að lands
liðið verði að fá ákveðna
æfingadaga yfir sumartímann
á góðum grasvelli. Jafnframt
verður að haga málunum þann
ig, að fél'ög skaðist sem minnst
af landsliðinu. Þetta geta aðr
ar þjóðir — og þetta getum
við einnig.
Góð frammistaða á afmæl
móti.
íslenzka u.nglingalandsliðið
skipað leikmönnum 23ja ára
og yngri, stóð sig vel á af-
mælismóti KSÍ. Sætur sigur
gegn Norðmönnum og naumt
tap fyrir Svíum. Því miður gat
ég ekki sé$ l.eikina, en allir
keppast við að hrósa íslenzka
liðinu.
Fljótlega eft'ir að afmæ’l'is-
mótinu lauk, kom fram sú til-
laga að halda þessu unglinga
’liði óbreyttu og tefla því fram
sem a landsliði. Fyrir ýmsar
sakir er þessi* tillaga athyglis-
verð, en stenzt þó tæ-plega,
þegar betur er að gætt. Það er
þannig með flest unglingalið,
að þau eru „óstabíl“. Þannig
geta þau átt góðan leik í dag,
en slæman á morgun. Hvers
virði er okki leikreynslan? Ef
eitthvað bregður út af, þá eru
það leikreyndu mennirnir,
sem skapa jafnvægi. Og þegar
tillit er tekið til þess. að í
sænska liðinu, sem við töpuð-
um fyrir 2:0, voru aðeíns 2
a-liðsmenn sænskir, þá gefur
það tii kynna, að sænska a-
landsliðið hljóti að vera mun
sterkara, svo ekki sé tekið
dýpra í árinni. Og berum svo
saman sænska landsliðið og
danska liðið, sem við eigum
að mæta í a-landsleik í næsta
mánuði. Svíar eru að vísu á-
litnir sterkari, en munurinn er
ekki mikill. Er þá þorandi að
tefla unglingaliðinu óbreyttu
fram?
Það er vissuiega rétt, að
æskilegt er að halda góðum
unglingaliðum sem mest ó-
breyttum. Þanniig er t- d. mjög
æskilegt, að unglingaliðið frá
18 ára fái að halda saman og
fái verkefni við hæfi, allt þar
til, að 23ja ára aldri er náð.
Upp úr því er sjálfsagt að
btanda yngri og eldri , leik-
mönnum saman eftir efnum
og ástæðum- ,
Slæm frammistaða unglinga-
liðsins í NM.
Eftir hina ágætu frammi
stöðu unglingalandsliðsins,
skipað leikmönnum 23ja ára
og yngri, var það reiðarslag
fyrir marga, þegar fréttist um
10:0 ósigur fsl. unglingalands-
liðsins (18 ára og yngri) fyrir
Svíum í Norðurlandsmótinu.
Hvað er á seyði?, spurðu
menn. Fljótt kvisaðist, að
„klíkuskapur" hefði ráðið • um
val liðsins. Ákveðið félag þótti
eiga of marga fulltrúa í lið-
inu, sérstaklega með tilliti til
þess, að félaginu hafði ekki
gengið of vel í 2. flokks móti
a í sumar.
Sá, sem þessar línur ritar,
á sæti i unglinganefnd KSÍ og
telur sig að miklu léyti ábyrg-
an fyrir vali liðsins, eins og
undanfarin 2 ár, m.a. þegar
íslenzka liðið gerði jafntefli
við Svía i fyrra, 0:0, og tap-
að bæta úr því með mjög löng-1 verði lengdur og starfsaðstaðan
um vinnudegi nemenda og kenn- bætt.
ara. Verður þvf vonandi ekki Undanfarin ár hefur oft reynzt
langt að bíða þess að skólinn I Framhald á bls. 12
Þrír þýðingarmikl-
ir leikir í 7. deild
Alf — Reykjavík. — I- deildar
keppninni í knattspyrnu verður
haldið áfram um helgina. Á Ak
ureyri mætast heimamenn og Kefl
víkingar á sunnudag kl. 16 og á
sunnudagskvöld mætast KR og
Akranes á Laugardalsvellinum kl.
20.30. Þriðji leikurinn verður
háður á mánudagskvöld á Laugar
dalsvellinum kl. 2030 en þá mæt
ast Valur og Fram.
Allir þessir lei'kir eru þýð
ingiarmiklir. Akureyri og Keflaviik
hafa bæði enn möguleika til sig-
urs, en það liðið, sem tapar stigi,
eða sti'gum á sunnudag, er ekki
lengur með í kapphlaupmu.
Sennilega verður um hörku'bar
áttu að ræða hjá KR og Akranesi
Möguleikar Skagamanna á áð
halda sæti sínu í deildinni eru
sáralitlir — og verða nær engir,
takist þeim ekki að krœkja í
stig á sunnudaginn. KR-ingar
mættu illa við að tapa fleiri stig
um. Leikur Vals og Fram á mánu
dagskvöld verður án efa jafn og
spennandi, en síðast skildu liðin
jöfn, 2-2.
aði einungis 1:2 fyrir Rússum
árið þar á undan. En það verð
ég að segja, að aldrei hefur
mér fundizt rikja jafn almenn
ur áhugi á málefnum unglinga
landsliðsins og nú. Stöðugar
símhringingar frá alls konar
fólfci, sem er með fáránlegustu
hugmyndir um val liðsins, eru
daglegt brauð og allt hefur
þetta fólk skýringar á reiðum
höndum: „Beztu mennirnir
voru ekki valdir, þess vegna
fór sem fór.“ Sjálfur man ég
ekki eftir, að nokkur hafi
hringt eftir jafnteflisleikinn í
fyrra. Voru þó ekki færri full-
trúar úr „klíku-félaginu“ í því
en nú.
Sannleikurinn er sá, að ná
kvæmlega sömu starfsaðferðir
voru viðhafðar við val ung-
lingalandsliðsins í ár og 2 und
anfarin ár. Það, sem einfald-
lega átti sér stað, var það, að
íslenzka liðið var lakari nú en
áður. Qg það stafar af því, að
18 ára árgangurinn í ár er
ekki eins sterkur. Það hefði
engu breytt þótt Pétur eða
Páll úr einhverjum öðrum fé
löguni hefðu verið valdir í lið-
ið í stað einhverra, sem voru
valdir. Útkoman hefði ekkert
orðið betri. Til fróðleiks skal
ég t.d. upplýsa, að mikill hörg-
ull var á góðum varnarmönn-
um. Varnarmennirnir, sem
voru valdir nú, hefðu tæplega
komizt að sem varamenn í lið
ið í fyrra. Segir það sína sögu.
Stórþjóðir eins og Svíar og
Pólverjar — og aðrar milljóna
þjóðir, sem þátt tóku í Norð-
urlandsmótinu, velja li^j sín úr
hópi drengja, sem skipta tug-
um þúsunda á hverju ári —
á meðan við hér á íslandi
veljum úr 100 til 200 manna
hópi, ef sú tala er þá ekki of
hátt reiknuð. Það þarf því
engum að koma á óvart, þótt
slæðist slakur 18 ára árgang
ur inn í hjá okkur.
Annars gefur allt þetta um-
tal um unglingalandsliðið nú,
mér kærkomið tækifæri til að
benda á ýmsa erfiðleika, sem
samfara eru' því að velja ungl-
ingalandslið skipað piltum 18
ára og yngri. Hér á landi er
2. flokkur skipaður piltum 19
ára og yngri, en í nágranna-
löndunum er aldurinn miðað-
ur við 18 ár. Þess vegna er
það út í hött að miða valið
við frammistöðu 2. flokks a
liðanna eingöngu, því að 18
ára piltarnir komast oft og
tíðum ekki í a-liðin vegna 19
ára piltanna. Tökum smádæmi.
KR átti engan fulltrúa í ungl-
ingalapds'liðinu nú, þrátt fyr-
ir ágæta frammistöðu' í 2.
flokki. Það er vegna þess, að
kjarninn í KRliðinu er skip-
aður 19 ára piltum. Á árs-
þingi KSŒ fyrir 2 árum flutti
ég tillögu um það, að aldurs
takmörkin í 2. flokki hér yrðu
samræmdar við Norðurlönd,
bæði til þess að auðvelda val-
ið á unglingalandsliði og enn
fremur til þess, að gera sam-
skipti okkar við norræn ungl-
ingalið raunveru'legri. Allir
tala um góða frammistöðu fé
lagsliða okkar í 2. flokki við
erlend lið, en það er ekki jafn
\dst, að fólk hafi vitað um, að
liðiri pkkar eru skipuð eldri
leikmöhnum. En hvernig fór
um tillöguna á KSÍ-þinginu?
Hún var auðvitað kolfelld. Á
hvaða forsendum? Spyrjið mig
ekki að því.
Við ýmsa aðra örðugleika er
að etja í sambandi við val á
unglingalandsliði T.d er mjög
erfitt að atta sig á getu utan-
bæjarmanna vegna þess, hve
seint þeir byrja að leika. Verð
ur þá að miða við getu á síð-
asta ári —og á það auðvit-
að lika við um Reykjavíkur
félögin.
Ég ætla ekki að fjölyrða
meira um unglingalandsliðið,
en fróðlegt væri, ef einhver
af hinum mörgu óánægðu
kæmi fram á sjónarsviðið með
gagnrýni sína. Það er nóg rúm
á íþróttasíðunni eða í þessum
þaetti. —alf.