Tíminn - 18.07.1967, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.07.1967, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. júlí 1967. TÍMINN Myndin er af hinni nýju byggingu Iíúsmæðraskóla Suðiirlands á Laugarvatni. Búið er að steypa húsið Upp, og er nú unnið að því að gera það fokhelt fyrir haustið. Tímamynd: fsak Pundu forn mannabeín og gripi í helli í Grindavíkurhrauni GÞE-Rtykj avík, mánudag. Þnr Bandarikjamenn úr varnar liðinu, sem hafa það fyrir aðal- áhugamál að finna hella, fundu s.l. laugardag mannabein í helli nokkrum í Grindavíkurhrauni. Gerðu þeir lögreglunni í Hafnar- firði þegar aðvart, og kom hún á vettvang, en komst fljótlega r raun um, að rannsókn málsins ga, varla verið í hennar verkalhring, þar eð beinin voru greinilega búin að liggja þarna nokkra manns- aldra Tíminn hafði y í kvöld tal af Svemi Björnssýjý lögregluþjóni, er for þarna strax á vettvang og sagðisl hann vitaskuld ekki vita með fullri vissu, hver aldur bein- anna væri, en augljóst væri, að þau væru allgömul. Kvað hann Bandarikjamennina hafa fundið þarna tvo gripi, hníf og beiti, er þeir komu aftur á staðinn í gær, og hefðu þeir verið fluttir vestur á Þjóðminjasafn, þar sem GÆsli Gestsson fornleifafræðingur hafði ranmsakað þá og talið þá vera allt að 400 ára gamla, og. væri ekki ólíkl. að ætla aldur bein anna væri svipaður. Sveinn sagði, að hellirinn hefði verið allstór og beinin legið þar nokkuð langt inni. Haann sagði, að þau hefðu verið fremur heilleg, en steinn úr hellisiþakinu hefði greinilega ÞAÐ ER TEKIÐ EFTIR I AUGLÝSINGU I TÍMANUM! hrunið niður á hausinn og væri hann brotinn. Hann taldi þetta vera bein af karlmanni, miðlungs stórum, en að öðru leyti kvaðst hann ekki geta getið sér eitt til um þennan fund. Beinin hafa ver ið flutt í líkgeymslu Poissvogskap ellu. BORMANN Framhaida at bls. 1. ur á það, einkum eftir yfiriheyrslu Stangls. Aftur á móti er ekki vitað, hvort hann er í Suður- Ameríku, þvi talið er að hann hafi — síðasta ár stríðsins — verið í tengslum við leyniþjón ustu Sovétríkjanna. Þá er ekki heldur vitað sem stendur hvar Gliicks er staddur, en hann var um tíma í Ohile. Mengele, sem gerðist ríkis- borgari í Paraguay árið 1959, er nú ið'juhöldur þar — en tilraun ir til að fá hann aíhentan vestur- þýzkum yfirvöldum hafa mis- tekizt til þessa. Það var m. a. af ótta við slíkt, að Adólf Eich- mann var rænt á sínum tíma. Upplýsingar þær, sem Stangl ihefur gefið, staðfesta þá trú tveggja þekktra „nasista-veiði- manna“, að Bormann sé á lífi. Þeir eru Frilz Bauer, ríkis saksóknari í Hesse, og Dr. Si- mon Wiesenthal — maðurinn, sem fann Eichmann. Wiesenthal er einnig sá, sem fann Stangl. TÉKKAVIÐSKIPTI Framhald af bls. 12. dóms veldur því að hlutaðeigandi fær hvergi tékkareikning — eitir eðli brots er tékkareikn- ingi lokað i fyrsta, annað eða í síðast.a lagi í þriðja sinn, þegar innstæðulaus tékki berst. Reikn- ingi er lokað við fyrsta brot, ef ööðrum reikningi sama aðila hef- ur áður verið lokað, eða brot er gróft og ásetningur auðsœr — öllum tékkareikningum aðila við ailar stofnanir er lokað, ef hann er kærður fyrir útgáfu inn- Bergsveirm Sveinsson frá Aratungu í Staðardal andaöist í Landakotsspítala 13. júlí. JarSarförin fer fram frá Foss- vogskirkju mánudaginn 24. júlí kl. 13.30. Sigríður G. FriSriksdóttir, böm, tengdabörn og barnabörn. stæðulauss tékka eða annað brot á tékkareglum — kæra til sakadómis er send að liðnum nokkrum dögum fná því að tékki er áritaður um greiðslu- fall og er frestur til að greiða slíka tékka verulega styttur fná því sem verið hefur — útgefandi innstæðulauss tékka er krafinn um greiðslu innheimtu gjalds, sem nemur 10% tékkafjár- hæðar auk stofngjalds frá 250,00 til 1.000,00 kr og dráttarvaxta — bankar og sparisjóðir skiptast á nauðsynlegum upplýsingum um þessi mál og í því sambandi starf rækir Samvinnunefndin upplýsinga miðstöð — SKyndiávísanas'kipti á vegum Seðlabankans balda áfram, þegar éstæða er til. Enníremur munu bankar og sparisjóðir í ríkara mæli en áður áskilja framvísun nafnskírteina við móttöku tékka frá ókunnum að- ;lum. Vonum vér að hin breytta fram- kvæmd mæti skilningi viðskipta- manna banka og sparis-jóða. Reykjavík, júlí 1967 Samvinnunefnd banka og sparisjóða. IÞRÓTTIR Framhald af bls. 13 Ingvar einna hættulegastir. Guðjón Finnbogason dæmdi lei'kinn og hélt honum vel niðri. Annars hætti Guðjói við að flauta of snemma. Þannig var O'ft brotið á mönnum, en þeir komust samt áfram með knöt.tinn. í slíkum til- fellum átti Guðjón að láta vera að flauta. Bftir þennan leik hafa Valur og Fram enn jafna möguleika, þótt Valur hafi hlotið 10 stig á móti 8 stigum Fram. Bæði liðin komast í 16 stig. Hinu er ekki að leyna, að Valur á heilmingi léttara prógram e'ftir. EGILSSTAÐAFUNDUR Framhald ai bis. 16. á fundinum. Þegar framsögumenn höfðu lokið máli sínu hófust um ræður og urðu þær allfjörugar, og voru allir á einu máli um, að dregið hefði úr fyrirgreiðslu bank anna seinni hluta vetrar og snemma í vor. Að umræðum loknum var álykt unurn fundarboðenda vísað til nefndar sem fjallaði um þær, en þær síðan lagðar fyrir lítið breytt ar og samþykktar samhljóða, og svoihljóðandi: „Fundur haldinn að Valaskjálf 17. júií, af sambandi sveitarfélaga í Austurlandskiördæmi, Félagi síldarsaltenda á Norður- og Austui' landi og síldaverksmiðjusamtök- um Austur og Norðurlands til að ræða fjáshagsörðugleika atvinnu- fyrirtækja og sveitarfélaga á Aust urlandi Mtur svo á, að ástand í lánamálum, hvað snertir stofn- lán og reksturslán sé algjörlega ó I viðunandi og leiði til ófarnaðar sé eigi að gert nú þegar. Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að hlutast til um, að eftirtaldar aðalráðstaf anir komi strax til framkvæmda. 1. Að ríkisábyrgðarsjóður láti meta þær eignir atvinmvfyrirtækja sem ómetnar eru nú og varða sjáv arútveginn, svo sem fiskvinnslu- stöðvar, s'í'ldarverk'smiðjur, síildar söltunarstöðvar, dráttarbrautir, vélaverkstæði, netagerðir og önn ur þjónustufyrirtæki útgerðarinn- ar. Stofnlán verði nú þegar veitt þessum aðilum, sem nemi tveimur þriðju af matsverði ríkiisálbyrgða- sjóðs, og verði fé það tekið að láni í atvinnuleysistryggihgasjóði, eða þess aflað á annan hátt. 2. Að lánasjóður sveitarfélaga verði efldur svo, að hann geti veitt sveitarfélögiunum stofnlán til hinna nauðs'ynlegustu fram- 'kvæmda, svo sem varanlegrar gatnagerðar, hafnarframkvæmda, skóla og sjúkrahúsaby'giginga, vatnisveitufra'mkvæmd'a og fleira. Leggur fundurinn sérstaka á- herzilu á, hve Austfirðir er.u langt á eftir með ýmsar áðurnefndar framkvæmdir. 3. Að lán bankanna út á sjávar afurðir verði aukin í 80% af út- flutningsverðmæti afurðanna. 4. Að sett verði bankatrygging eða ríkisábyrgð á greiðslu hrá- efnis, sem lagt er upp til síldar verksmiðjanna eða söltunar- stöðva. 5. Að þjónustufyrirtæki sjávar útvegsins fái í viðskiptabönkun- um rekstursfé er nemi a. m. k. ein.um þriðja af árlegri umsetn- ingu fyrirtækjanna. 6. Að sveitarfélög eigi kost á lekstursfé i viðskiptabönkum sín- um, er nemi einum fjórða áætl aðra útsvara og aðstöðugjalda. 7. Að ríkissjóður greiði árlega að fullu sinn hluta af kostnaði við framkvæmdir sveitarfélaganna. 8. Lánstími stofnlána út á fiski skip verði lengdur úr 15 árum í 20 ár, en rekstrarlón útgerðarinn ar verði hækkuð úr kr. 400.000 í kr. 700.000, og þau bundin við 20% af afla í stað 35% nú. Leyfi verði veitt til að taka erlend lán til veiðarfærakaupa til lengri tíma, eða 18 mánaða í stað 12 nú. 9. Útflutningsgjöld af síldaraf- urðum verði eigi hærri en af öðr- um sjávarafurðum. Unnið verði að því að fá afnuminn innflutn- ingstoll af síldarlýsi í Bretlandi. 10. Fundurinn lýsir undrun og óánægju yfir svörum Landsbank- ans og Útvegsbankans sem fram koma i bréfum þeirra til sjávar- útvegsmálaráðuneytisins og skoða á sem svar þeirra og ríkisstjórn- arinnar viö ályktun fundar þess, sem samband sveitarfélaga í Aust urlandskjördæmi boðaði til á Egilsstöðum 28. apríl s.l. 11 Fundurinn samþykkir að kjósa níu manna nefnd, þrjá til nefnda af hverjum fundarboðanda til þess ásamt þingmönnum kjör- dæmisins að fylgja eftir við ríkis- stjórnma samþykktum fundarins. Er neíndinni heimilt að leita sam starfs við samtök útvegsmanna og alþýðusamtökin, og fjölga þá í nefndinni um þrjá frá hvorum aðila Fundurinr, harmar, að ráð- herrai og aðalbankastjórj Seðla bankans skyldu ekki sjá sér fært að mæta á fundinum, og felur ne' ídinni að bjóða þessum aðil- um. og öðrum þeim, sem henni þurf„ þykii, til fundar á Austur- land: innan hæfilegs tíma. Jafn- framt heimilar fundurinn nefnd- inni ai' stofna til hvers konar ráðstaiana ,sem þurfa þyki, svo sambvkktii þessar nái fram að ganga ,því annars telur fundurinn að verulegur samdráttur og jafn vel '-iigjö: stöðvun atvinnulífsins á usturlandi. sé yfirvofandi“ Þessar tiilögur voru samþykktar algjörlega samhljóða. í iiíu manna nefndina voru kosmr: r 111 ■ • Sumar ferðin Sumarferð Framsóknar- félaganna í Reykjavík verð ur að þessu sinni farin til Vestmannaeyja með m.s Esju. Farið verður á hádeg: laugardaginn 29. júli fr; Reykjavík og siglt til Vest mannaeyja. Heimaey verð ur vandlega skoðuð, meða annars farið út á Stórhöfðs í Herjólfsdal, og þeir, sem vilja, geta gengið á Helga fell. Frá Vestmannaeyjum verður farið eftir hádegi á sunnudag. ot siglt i kring um eyjarnar og til Surts- eyjar. Komið til Rvíkur á sunnudagskvöld. Farmiða- pantanir og upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokks ins í síma 2-44-80 og 1-60-66 Sumarhátíð í Vestur- ísafj.sýslu Suimarhátíð Framsóknar- manna í Vestur-ísafjarðar- sýslu verður haldin í félags heimilinu á Suðureyri við Súgandafjörð laugardaginn 22. júlí og hefst kl. 21.00. Ræður og ávörp flytja Bjarni Guðbjörnsson, banka stjóri, ísafirði Steingrímur Hermannsson, framkvæmda stjóri, Reykjavík og Ólafur Þórðarson kennaranemi frá Suðureyri. Karl Einarsson gamanleikari og Jón Kristj- ánsson gamanvísnasöngvari skemmta. Hljómsveit frá ísafirði leikur fyrir dansi. j Steingríni'Ur Bjarm droifur ingólfsson. Seyðisfirði, form iður Bjarni Þórðarson Nes- kaupstað; porleifur Jónsson. Eski firði. Jóhannes Stefánsson, iNes- kaupstað Sigurjón Þorbergsson, Vopnafirði Aðalsteinn Jóiisson, Eskifirði; Jon Þ. Árnason, Raufar höfii Guðmundur Björnsson, Stöðvarfirði: Sigfinnur Karlsson, Neskaupstað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.