Tíminn - 04.08.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.08.1967, Blaðsíða 3
3 Fýlan í Reykjavík J.G.M. s'kiífar: Sú alda reiði og vanlþóknunar, sem nú rís í Reykjavík, útaf ýldufýluósómanum frá fiskúr gangsverksmiðjunum maetti gjarn an magnast þar til hún yrði að slífcri hoLskeBLu, að viðkomandi yfirvöld loksins skild^i að borg ararnir munu ekiki una því, að öllu lengur verði við svo búið lát ið standa. Viðkomandi ráðamenn hafa ekki bnekkt þeim upplýsingum, að aðrar þjóðir hafa fyrir löngu leyst samskonar vanda með tækni legum aðgerðum í verksmiðjunum sjálfum. Sömu ráðamenn hafa ekki svarað þeirri spurningu, hvers vegna una skuli við þennan óþrifaósóma í andrúmsloftinu, á meðan að á sama tíma þykir sjálf sagt að verja milljónum króna í þrifaaðgerðir á götum og torgum, í matvælameðferð, til að tryggja hollustu drykkjarvatnsins o. s. frv. Á þeim útúrsnúningi hefur nokkuð borið, að þeir sem ekki vilja sætta sig við ósómann, muni vera á móti sjávarútveginum. Slík um firrum verður að sjálfsögðu vísað heim ti'l föðuThúsanna, hve- naer sefíi þær skjóta upp kollin- um, og jafnframt ítrekað að óþarfa óþrif frá hvaða atvinnu- vegi sem er, réttlœtast aldrei af því, að viðkomandi atvinnuvegur er lífsnauðsynlegur þjóðinni. Það hefur áður verið upplýst í blöðum bæjarins og víðar, að hér áður fyrr var Reykjavík aug- lýst á vettvangi ferðamálanna sem verandi ,,The Smokeless City of tihe North“ (Borgin reyklausa í Norðrinu), en nú tali ferða- menn, sem heimsækja Reykjavík, um „TThe Stinking EDoie of tlhe Arctic Region“ (Pestarholu Norð urhjarans). Að sjálfsögðu ber að bera hag ferðamanna fyrir brjósti en hagur hins almenna borgara Reykjaví'kur er þó sérstæður að því leyti, að borgarinn er dœmd ur til að búa við ósómann nótt sem nýtan dag, en ferðamaður inn getur forðað sér, án teljandi röskunar á hag sínum. Að síðustu skal það svo tekið fram, að þörfin fyrir fýlueyðingar útbúnað er jöfn í báðum fisk- úrgangsvericsmiðjunum, þeirri sem staðsett er að Kletti, sem og þeirrar, sem er í Örfirisey, þó að tólfunum kastaði, þegar sú síðarnefnda bættist við, þar eð síðan eru öll hverfi borgarinnar undirlögð. JGM Enn um Landakirkju í Vestmannaeyjum Að því gefnu tilefni að orðróm- ur hafi komizt á krei'k um það, að prestar og sóknarnefnd í Vest- mannaeyjum hefðu uppi ráðagerð ir um það að breyta hinni fögru, stílhreinu og fornhelgu Landa kirkju í Vestimannaeyjum, til nýtískulegra horfs eins og það mun hafa verið kallað, þá ritaði ég greinarkorn í annað mest lesna blað landsins Tímann s. 1. vetur þar sem ég flutti fyrirætlan ir þessar fram á opinberum vett vang smo aJmenningi í Vestmanna- eyjum og enda landsmönnum öll um bærist vitneskja um fyrirætl anir hinna skammsýnu manna, sem hugðust að breyta og fremja skemmdarverk á einu helgasta húsi þjóðarinnar. Grein sú er hér er vitnað til vakti mikið um- tal, sérstaklega í Eyjum, og voru allir sem málið ræddu á móti því að skemmdarverk yrðu fram in á helgidómi kirkjunnar og munu flestir hafa vonað að mál þetta væri þar með úr sögunni, og hefði verið vel ef svo hefði verið, en sjálfir prestarnir afneit uðu fyrirætlunum sínum og sókn amefndarinnar um breytingar kirkjunnar. En nú er það komið á daginn að umræddar fyrirætl- anir eru enn uppi og í fullum gangi, að visu munu prestarnir ekki treystast til þess að fram- kvæma jafn umfangsmikið niður- brot og umbyltingu á kór Landa- kiilkju og búnaði, en þó er fyrir- hugað að rífa núverandi altaris- grátur m. m. og hefir smiður verið fenginn til þess að fram- kvæma þessi fyrirhuguðu skemmd arverk á kirkjunni og satnþykki biskups leitað fyrir breytingun- um og það leyfi nú fengið eftir því sem upplýst hefir fengizt hiá söknarnefndinni. Munu margir þurfa að láta segja sér þá sögu oftar en einu sinni, að safnaðarfólk í Vest- mannaeyjum og Eyjabúar allir og jafnvel þjóðin öll, þurfi að snúast til varnar og verndar helgi dómum sínum og þjóðlegum verð mætum gegn þjónandi prestum safnaðarins og jafnvel biskupin- um sjálfum. Prestar koma og fara, og sóknar nefndir starfa skamma stund hver en kynslóðirnar koma hver af annari, og þær nota kirkjur sin- ar og helgidóma og meta aldur þeirra til aukinnar helgi og virð ingar. Eins og að var vikið í fyrri greininni um Landakirkju þá voru í prestskapartíð séra Hall- dórs heitins Kolbeins gerðar mikl ar umbætur á Landakirkju sem voru framkvæmdar af listrænum hagleiksmönnum undir umsjón mikils smekkmanns og kunnáttu manns um byggingar og fyrir- komulag bygginga Ólafs Kristjáns sona-r fyrrverandi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og Ijúka allir sem til þekkja og skinbærir eru um slíka hluti upp einum rómi um að svo vel hafi tiltekizt um allt þetta að betur hefði ekki orðið gert. Svo koma prestar, sem skamma stund hafa þjónað við Landa- kirkju og hyggja sig þess um- kiomna að brjóta niður og um- bylta því fyrir-komulagi sem kynslóð eftir kynslóð á þriðju öld hafa unað við jafnt á stundum gleði og sorga. Nú þjónandi prest ar í Eyjum hyggja síður en svo á langan starfsdag þar til fram- búðar og báðir munu þeir vera búnir að afla sér íbúða í Reykja vík sem undirbúning undir flutn ing þangað, annar til að taka þar við prestsem-bætti að stjórnmála- leiðum, en hinn á aðeins eftir þrjú ár að aldurmörkum ellilauna svo það virðist eiga að vera hægt fyrir þá að þreyja þorran og gó- una í þessum efnum, án stór- spj-alla á Landa'kirkju. En úr þvi tekið er að ræða um Landakirkju, þá verður ekki hjá því komist að minnast á eitt, bók staflegt s'kemmdarverk, sem unn ið hefir verið á Landakirkju í tíð n-úverandi presta, en það er í sambandi við krossinn á turni kirkjunnar. Þegar hinn háreysti og glæsilegi turn var byggður við Landakirkju, turninn sem að byggingarstíl og reisn minnir á byggingu sjálfs Skaparans á sjálf um Heimakletti sem stendur vörð um kaupstað Eyjanna fyrir norð anáttinni, traustur í einföldum glæsilei'k sínum, þá gaf vélsmiðj an Magni í Vestmannaeyjum svip mikinn og fagran kross á kirkju turninn, smíðaðan úr riðfríu stáli og hið mesta listasmíði smíðaður með samstarfi hugar og handa og orkutækni og teiknaður af lista mönnum, þannig að fáir munu gripir slíkir finnast. í sólskini þá léku sólargeislarnir sitt sviflétta geislaspil á skiftandi litbrigðum hins mikla og fagra kross og önnur veðrabrigði settu önnur svipbrigði á krossinn hið mikla sigu-rtákn kirkjunnar. En svo var Landakirkju gefin anna kross, venjulegur flóðlýsing arkross og hafa ljósabúnaður þess kross bilað og viðgerð er bókstaflega háskaleg, en hinn mikli og góði riðhreini stálkross, listasmíði góða, var tekin niður og liggur í lítilli hirðu einhvers staðar í umsjá presta og sóknar nefndar. Allir þeir sem unna fegurð og helgi, eru á einu máli um að eitt hið mesta aðkallandi til að prýða og auka reisn Landa kirkju sé að setja stálkrossinn fagra aftur á sinn upphaflega stað á kirkjuturninum, en taka flóð- lýsingarkrossinn niður, og þá ef svo sýnist að setja þann kross upp á austurgafli kirkjunnar. Að lok um þetta, þe-ss er vænzt að hinn ágæti biskup yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, að vel athuguðu máli, afturkalli leyfið til breytinga á kórbúnaðl Landa- kirkju, eða öðrum breytingum, geri reka að því að láta aftur setja upp listasmíðið góða, stál- krossinn ryðfría, svo sjálfur Skaparinn geti haldið áfram að láta sól sína leika þar sitt fagra og óendanlega geislaspil. Á VÍÐAVANGI Um úrslit alþingis- kosninganna í júní Einherja, blaði Framsóknar- manna á Norð'irlandi vestra, farast svo orð um kosninga- úrslitin m.a.;.' „Var það þtssi niðurstaða, þessi árangur, sem meirihluti kjósenda óskaði eftir eðs "e>ði ráð fyrir að yrði árangur kosn inganna? Þessu svarar hver fyr ir sig. Og margir hafa gott af að íhuga þetta nánar. En hvað sem um það er, eða hver sem svörin verða, þá hefur hér ver- ið úrskurðað eftir leikreglum lýðræðisins, af meirihluta kjós- cnda, að vísu minnkandi pg naumum, en meirihluta þó, að sömu flokkar skuli hafa beina aðstöðu ti! stjórnarsamstarfs með sömu rikisstjórn (að frá- skilinni mannabreytingu) og sömu stjórnarstefnu í meginat- riðum. Og þá einnig að hinn sami naumi meirihl. ætlist til, eða minnsta kosti gefi ríkis- valdinu frjálsar hendur, til að bregðast eins eða á hliðstæð- an hátt við þeim vandamálum, sem við blasa og upp kunna að koma, eins og gert hefur verið undir „viðreisn“. Og þeir kjósendur, sem með atkvæði sínu studdu að því, að viðhalda og framlengja, um 4 ár, starfs- tíma núverandi ríkisstjórnar og stjórnarstefnu, hafa enga af- sökun um að þeir hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera. Þvi að ríkisstjórnin er búin að stiórna í 8 ár með sinni „við- reisn“ og sagði skýlaust fyrir kosningar að hún myndi halda áfcam á sömu braut, með sömu úrræðum, fengi hún umboð til þess og það hafa þeir veitt henni. Kjósendanna var valið og nú er þeirra ábyrgðin á störfum og stefnu núverandf ríkisstjómáf" næstu 4 ár. Um stefnu ríkisstjórnarinnar og störf verður þetta sagt: Hún tapaði, en féll ekki. 11. júní er liðinn Það má segja, að hlutverk stjórnarandstöðunnar, og þó einkum Framsóknarflokksins í þessum kosningum hafi orðið hlutverk ábyrgðarinnar og skyldunnar, það er að segja pjóðinni frá hvernig raunveru- lega væri komið i atvinnu- og fjarmálum þjóðarinnar og hvað óh.iákvæmilegt yrði að gera á næstu mánuðum til að forða því sem hægt væri. Rekstrar- grundvöllur sumra atvinnu* vega væri þegar brostinn og mikil hætta á ferðum hjá öðr- um, og í raun og veru vissi enginn hvaða ráða ríkisstjórnin myndi grípa til eða hvort hún vissi það siálf. Allt væri miðað við að fijóta og fela staðreyndir fram yfir kosningar. Talsmenn stjórnarinnar gripu hins vegar til þess óráðs að blckkja þjóð- ina. Þeir sögðu að allt væri f lagi. „Viðreisn'* hefði vel tekizt. Nægir gjaldeyrissjóðir til. Þjóðin al^rei verið ríkari eða búið við meiri hagsæld og grundvöllur atvinnuveganna væri traustur og allt i bezta lagi. Allt annað væri skrök- sögur stjórnarandstæðinganna og barlómsvæl Iiðins tíma. — Siálfir ráðherrarnir og -með reiðarmenn þeirra, höguðu sér eins og verstu týðskrumarar á atkvæðaveiðum. sem tala eins og fólkið vill heyra og ósk- hyggja fjöldans vill að sé, og ekki væri ólíklegt að gæti verið Framhald á bls. 15 H- B. INGOLFUR DAVÍÐSSON: Svipmyndir frá Danmörku Heitt í veðri og fólk létt- klœtt. Greinar hárra ihengi bjarkanna blakta í Ihægri gol- unni. ÞráSbcinir poplar (skyld ir ösp) gnæfa eins og súlur yfir ‘hús og skógarltndi. Lita- gleði sumra garðeigenda er mikil. Þeim nægir ekki ein- göngu græn tré, heldur rækta líka tré og runna með rauðu og silfurgráu laufi. Eldrauð blóðbeytki sjást langt að. Mér varð starsýnt á tvö 20 metra hé blóðbeykitré í „Kongens have“. Þauxvoru talin um 200 ára gömul og gætu tugir manna staðið í skjóli undir krónum þeirra, sem ná nærri til jarðar. Stór silfurvíði- tré skína eins og si'lfur og sjóst langt að. í Stige utan við Od- ense «ru garðyrfcjustöðvar miklar, m.a. stór gróðurhúsa hverfi þar sem blóm eru fram leidd í stórum stíl, eigin- lega eins og hver önnur verk- smiðjuvara, því að allt er vél- rænt og vélvæitt. Þúsund- ir blóma sömu tegundar þekja stór flæmi. Var mjög forvitni- legt að sjá og skoða. Fjón er allt rnfið í gróðri, swo grósku- miklum að norrænn eyjar- skeggi hlýtur að undrast. Við drukkum kaffi úti í ikvöldblíð- unni, en brátt tók að þykkna í lofti. H.C. Andensen var Fjönibúi og frjósamur í rit- verfcum síhum, frjósamur eins og landið, sagði gestgjafinn, nú skuium við koma inn o?. sjá nýtízkulegan gróður í sjón varpinu. Alskeggjaður mið- aldra maður var þulur og kynnti unga þjóðlagasöngvara. Fyrst kemur fram Palili Gisz- urz“ sagði hann, stjama á hinum nýja þjóðlagahimni Dana, að vísu umdeildur nokk uð s-em vera ber. Palli gengur rösklega inn, fremur laglegiur smáleitur maður, vel skegigjað- ur. Dregur fram gitar og byrj- ar að spila og syngja, rólega fyrst en rekur brátt upp mikl- ar hrinur og gerir hnykki stóra. Efni söngsins er síð- asti há'ltftíminn fyrir aftök- una. Palli tekur nú að arga fremur en syngja og grettir sig herfilega og rennur af hon um svitinn. Stórar þverhrukk ur koma fram á litla nefinc, koma og fara eins og öldiur í vatnsbala. Hann kiprar líka ennið og dregur a’anað augað I pung. Áheyrendur sitja glott andi í kring og gefa auðsjóan lega fettunum og brettunum meiri gaum en sjálfum söngn- um, sem endar með hásc korri. Palli sezt og þcrrkar svitann með stóru handklæði. Óli geng ur fram á sviðið i staðinn, hæg um, settlegum skrefum, hátíð legur á svip. Hlárið er langt og skeggið talsvert. Svo lít- ur hann undirifurðulega í kring un sig og setur upp stór dökk sótgleraugu og byrjar söng sinn og gítarileik og tví- tekur aðra 'hverja hendi með miklum krafti í seinna skiptið. Sá næsti söng'laði sund uriausar setningar, eiginlega botnlaust rugl. Stú'lka, með fal lega rödd hermdi etftir ýmsum nóttúruhljóðum og tókst bezt upp með hænugagg. Myndar- leigcr piltur söng vísur um mat og gerði óspart grín að læknum og þeim, sem telja flest óhollt. Hann fékk mesta klappið. Sjötug kerling kom að lokum fram og söng eiginlega bezt, vísur frá duggarabands árum sínum. í því skal á ofsa legt þrumuveður. Voru höfuð- skepnurnar að klappa eða lýsa vanþóknun sinni á hincm nýja svokalaða þjóðlagasöng. Igólfur Davíðsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.