Tíminn - 04.08.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.08.1967, Blaðsíða 8
f 8 FÖSTUDAGUR 4. ágúst 1967. í I NÝBYGGING RAUNVtSMDA DEILDAR MA AD HEFJAST Ljósmynd ED. Þórarinn Björnsson sfeóla- meistari var svo vmsamlegur aS svara nokkrum spurningum blaðamanns um Menntaskólann á Akureyri o.fl. Þennan mann þarí ekki að kynna. — Tekur þú ekki við störf- um á ný nú í Ihaust, sfcóla- meistari? — Jú, eftir eins árs fni. — Eru stóribreytingar fyrir- hugaðar á kennslu? — Segja má að nokkrar breytingar séu framundan. Byrj að verður á nokkurskonar náttúrufræðideild við skólann í vetur. í fyrra var byrjað á því að kenna hina nýju stærðfræði, sem í raun og veru er bylting í stærðfræðinámi. Ætlunin er að í 5. bekk skiptist námið í tvennt: Stærðfræðideild áfram og svo náttúrufræðideild með eitthvað minna stærðfræðinám en meira nám í efnafræði og náttúrufræði í staðinn. Þessi nýja deild vejður sérstaklega heppileg fyrir, t.d. væntanlega lækna, náttúrufræðinga, bú- vísindamenn og lögfræðinga. Hér er stuðzt við þá reynslu einkum, sem Danir hafa í þessu efni. En stærðfræðideildin verð ur auðvitað áfram fyrir stærð- fræðinga, eðlisfræðinga, verk- fræðinga o.fl. — Hvenær verður hafin ný- bygging raunvísindadeildarinn- ar? — Núna á laugardaginn verð- ur verkið hafið. Við vorum einmitt að skrifa undir samn- ingana nú í dag. Lægsta tilboði frá Smára og Aðalgeiri og Viðar sameiginlega, var tekið. Það hljóðaði upp á tuttugu og eina og hálfa milljón kr. rúm- lega. Byggingartiminn er tvö ár. Verður þetta þriðja stór- bygging MA á því landi, sem skólinn hefur, og búið er auk þes.q í stórum dráttum, að á- kvcða hvaða byggingar verða þarna í framtiðinni. Næsta spor ið byggingarmálum skólans verður sennilega leikfimi- eða íþróttahús, sem jafnframt get- ur orðið „salur“ skólans. Svo kemur að því, að byggja verður skolahús í stað gamla skóla- hussins. Ráðgert er, að unnt verði að tengja allar þessar bvggingar saman á einhvern hátt. — Skólinn mun fullskipaður i vetur eins og áður? — Já, en engum hefur verið vísað frá ennþá. Skólinn hefur sem áður úti'bú í Htótel Varð- borg og befur það bósnæði bætt mjög úr brýnni þörf. Þótt við höfum ekki neitað neinum um skólavist, (höfum við þurft að neita um heimavist, þrátt fyrir það aukna húsnæði, sem ég áðan netfndi. — Hvað finnst þér, skóla- meistari, standa mest í vegi fyrir góðum námsárangri nem- enda þinna? — Hin mikla ókyrrð gerir unga fólkinu erfitt fyrir að einbeita sér við nám og störf. En einbeiting er alveg skilyrðj fyrir góðum námsárangri. Þetta finnst mér megin vandamálið, er, hitt er svo annað mál, hvað unnt er að gera til bóta. f kyrrðinni eða algerri þögn, komast menn bezt í samband við alheiminn og sitt innsta eðli. — Rætt er um, að nemendur séu of óvirkir í kennslustundum skólanna yfirleitt? — Já, og þetta er rétt. Jafn- vel er um það rætt, að nem- endur eigi að læra allt í kennslu st.undunum sjálfum. Ég held að hcímanámið megi þó alls ekki leggja niður, þvi að bezt vinna menn sjálfir og einir, ef mönn um tekst að sökkva sér niður í námið á annað borð. Nem- endur eru stundum hálfdott- andi í kennslustundum og þeim hættir meira til þess en áður, meðan kyrrðin var meiri í dag legu lífi. Þá var auðveldara að hlusta. Þegar lifið svellur úti fyrix, á ungt fólk oft erfitt með nám. Ég finn þetta og skil, þótt vandinn sé ekki þar með leystur. Stundum hefi ég reynd ar sagt, að það væri e.t.v. gott fyrir nemendur að hafa eins- konar föstur öðru hverju — skemmtanaföstur — til hvildar og til þess að fólk hafi tíma til að líta í eigin barm og taka námið fastari tökum, í stað þess að líta yfir námsefnið á hlaupum til þess að fljtóta. Ég held að margir þekki alls ekki hvað það er, að söbkva sér niður í námsefni og ýmis skyldustörf yfirleitt. Vandinn er að etilla skólana inn á þetfa nýja mannlíf, þvi ekki miá mað ur láta þessa ókyrrð gleypa skólana og eyðileggja þá, en einhver samhljtómur verður að vera í milli skólanna og mann- lífsins. — Prófin veita nemendunum po aðhald á námsbrautinni? — Mér virðast prófin vera Þórarinn Björnsson. meira átak fyrir nemendurna nú en áður. Lesturinn er ekki eins reglubundinn og traustur og áður og nemendur verða þess vegna að leggja meira að sér í lokasprettinum. Þess vegna held ég, að rétt væri að dreifa prófunum meira en gert er í stað þess að geyma allt til vorsins. Manni rennur til rifja að sjá, hve nemendur verða guggnir og illa á sig komnir eftir próflesturinn. Foreldrar, adii.k. hér í bænum geta áreið- anlega haft áhrif í þí átt, að unglingarnir séu meira heima á kvöldin en nú tíðkast og hjálpað þannig til við námið. — Það eru e.t.v. of margar hendur fúsar til að eiga við- skipti við nemendur? — Að sjálfsögðu, bæði í hinu almenna skemmtanalífi og svo finnst mér, að í skólabæ eins og Akureyri, ættu menn að sjá sóma sinn í því, að hafa ekki opna vínbari á skólatím- anum. — Finnst þér unga fólkið hata næga siðferðislega ftót- festu? — í þvi efni eru menn mis- jainlega á vegi staddir, og maiga vantar fótfestuna. Auð- vitað þurfum við einhvern siðferðislegan grundvöll og vafasamt að hann fáist nema mcð trúarlegum bakgrunni. Ungt fólk sækir kirkju ekki mikið. En nemendur, sem það gera, hafa sagt mér. að þeim finnist það gott — það rói hugann — og þeim gangi betur að lesa, eftir að hafa komið í guðshús. Annars held ég, að kirkjan sé að sækja á, nái nú betur til fólksins en áður og er það auðvitað mjög æski- legt. — Unga fólkið lifir e.t.v. „of hátt“? — Að vissu leyti. Það er mjög áberandi hjá ungu fólki, hve mörgu af þvi finnst það nauðsynlegt, að einhver ósköp séu alltaf að ganga á. Því finnst jafiwel hver dagur nærri glat- aður, ef ekki gerast einhver ósköp í kringum það. En slíkt líf verður flatneskja, ekki síð- ur en sjálft tilbreytingarleysið og að þvi leyti verra, að það er naumast hægt að gera sér dagamun. Þetta stafar ef til viil af því, hvað menn eru að verða sjálfum sér ónógir. Fólk sækist eftir öllu mögulegu utan frá. Hið mikla aðdráttarafl Reykjavíkur er m.a. af þessum toga. Til sjálfra sin sæfkja menn minna en áður og þola naumast að vera einir. Einvera smalanna fyrrum, frjáls hugur en jafnframt hin áþreifanlegu skyldustörf, var mörgum dýr- mætur sktóli í því að þroska bæði ábyrgð og íhyggli og á vissan hátt eigin persónuleika. í fjöldanum geta margir flotið lengi, án þess að gera sér þess glögga grein, hvort þeir gera skyldu sína fyllilega eða ekki. — Viltu ráðleggja æskufólki eitthvað sérstaklega? — Ég ráðlegg unigu fólki að beina huganum meira inná- við, til þess að fá meiri dýpt í sitt eigið sálarlíf. Rólegur lestur góðra bóka hjálpar mörg um i þessu efni. En menn þurfa að gefa sér tima til þess, í stað þess að leggja um of hlustirnar að skvaldri dagsins og auglýsingum um dægradvöl. Æskufólkið heyrir til sin kall- að úr öllum áttum og mörg öifl toga það á milli sín. Tóm- stundirnar vilja því verða fáar, jafnvel svo, að svefntiminn reynist stundum of Urtill. En hver verður að njóta einhverr- ar einveru og hver maður verð ur að eiga sér hugsjón. Enginn vex eða verður mikill af öðru en því, að þjóna einhverju, sem er meira en hann sjálfur, segir Þorarinn Björnsson, skólameist ari að lokum, og þakka ég svörin. Akureyri 27. júlí E. D. RÆTT VIÐ ÞÓRARIN BJÖRNSSON, SKÓLAMEISTARA, MENNTASKÓLANS, SEM NÝKOMINN ER ÚR ÁRSFRÍI j ---- --------- --------------------------1 \ y

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.