Tíminn - 09.08.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.08.1967, Blaðsíða 9
MÍÖVIKUDAGUR 9. ágúst 1967 Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvaemdast.ión: Kristján Benediþtsi.on Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábi Andrés Kristjánsson. .lón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri- Steingrímur Gislason Ritsti.skrifstofur > Eddu- búsinu. simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastraeti 7 Af- grejðslusimi 12323 Auglýsingasím) 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300 Askriltarg.iald kr 105.00 á mán tnnanlands - t lausasölu kr 7.00 eint - Prentsmiðjan EDDA b. t Glötuð tækifæri Það er játað af stjórnarbiöðunum, að mjög hafi geng- ið á hinn svokallaða gjaldeyrisvarasjóð seinustu mánuð- ina.Óupplýst er, hvað stór upphæð er þar eftir. þegar búið er að draga frá innstæðunni stutt vörukaupalán erlendis. Það, sem hér er að gerast, sannar það, sem Framsókn- armenn hafa haldið fram, að takmörkuð trygging er í gjaldeyrisvarasjóði, ef ekki er hirt um að styrkja sjálfa undirstöðu gjaldeyrisöflunarinnar. atvinnuvegina. Það verkefni hefur ríkisstjórnin herfilega vanrækt. Hin góðu ár hefði átt að nota til þess að byggja atvinnuvegina upp alhliða og auka fjölbreytni þeirra eftir fyllsta megni. Á þetta hafa Framsóknarmenn lagt höfuðáherzlu. Þá hefði stundarverðfall eða aflabrestur hjá einstakri grein sjávar- útvegsins, ekki þurft að verða þess valdandi. að gjaldeyr- isvarasjóður hyrfi eins og dögg fyrir sólu á örfáum mán- uðum. Sú staðreynd, að atvinnuvegirnir standa mjög höllum fæti og að ekki eru eftir nema fáein hundruð millj. kr. í gjaldeyrisvarasjóðum, gefa það ótvírætt til kynna, að illa hefur verið haldið á málum okkar á góðæristímanum. Því þolum við ekki nein afföll, sem um munar. Þess vegna erum við strax komin á vegamót vandræða og velgengni. svo að notuð séu orð sjálfs forsætisráðherrans. Um margt minnir ástandið nú á það, sem var hér, þeg- ar nýsköpunarstjórnin hrökklaðist frá völdum í árslok. 1946. Mesta gjaldeyriseign, sem þjóðin hafði eignazt fram að þeim tíma,,hvarf að mestu út í veður og vind á fáum misserum, án þess að skilja eftir nokkra uppbygg- ingu að ráði. Gjaldeyrisstaðan verður bezt tryggð með því að at- vinnuvegirnir séu fjölþættir og sterkir Það hefur verið herfilega vanrækt að nota góðærið undanfarið til að efla þá og styrkja. Þess vegna hafa undanfarin góðærisár verið þjóðinni ár glataðra tækifæra, eins og Ingvar Gísla- son lýsti glöggt í eldhúsumræðunum í vetur. V erzlunarmannahelgin Þá er liðin mesta ferðahelgi arsins, verzlunarmanna- helgin. Þetta var slysalaus helgi og hinar fjölmörgu sam- komur þar sem saman var komið fólk þúsundum saman fóru allar fram með hinni mestu prýði til sóma þeim, sem fyrir þeim stóðu, ekki síður þó þeim, sem þær sóttu. Þeir, sem æskulýðsmál láta sig skipta, lögðu sig fram að þessu sinni að skipuleggja skemmtanir á útivistar- stöðum og framfylgja þar áfengisbanni. Sannaðist á þess um stöðum, að það hefur að stórum þætti verið skortur á heilbrigðum skemmtunum, sem var orsök þess að ungling- ar lögðust 1 slark og óreglu þessa helgi Sú reynsla, sem hér fékkst ætti að vera hvetjandi fyrir viðkomandi aðila að efla þetta starf, ekki aðeins um verzlunarmannahelgina heldur fleiri helgar og láta þar úrbótavilja og skynsemi ganga trúrækilegri skynhelgi ofar eins og t. d. um hvíta- sunnuhelgina, þegar unglingar leita þúsundum saman úr næjunum. Þeir, sem að umferðarmálum störfuðu þessa verzlunar- mannahelgi, eiga þakkir skilið fyrir ygí undirbúið og gott starf, en aðalhrósið eiga þó hinir fjölmörgu bifreiðastjór- ar, sem um vegina óku þessa helgi. Það ber öllum saman um það, að þeir hafi sýnt sérstaka tillitssemi hverjir við aðra á hinum slæmu og erfiðu íslenzku vegum — og því komust allir heilir heim. TÍMINN_________________________9. ERLENT YFIRLIT Skattfrelsi og furstabrúðkaup vekja athygli á Lichtensteiit 200 blaðamenn heimsóttu samtímis minnsta ríkið í Evrópu. Krónprinshjónin nýgtftu UiM FY'RRI helgi beindiat athygli fréttaimanna uim víða veröld að litloi ríki, sem nœr aldrei kemst í iheimsfréttirnar, Lidhtenstein. Astæðan var sú, að krónprinsinn þar, Hans Adam, gekk að eiga austur- ríska gre,ifadóttur, Marie Kins'ky. Það er ekki oft, sem furstabrúðkaup eiga sér stað nú orðið, þvi að hægt er að telja þá, sean eru furstar meira en að nafnbót, á fin.grum ann- arrar handar. Með verulegum rétti má segja, að furstinn í Liohtenstein sé seinasti furst- inn í Evrópu. Han® minntist þess ldka með 'þvi að gifta son sinn mjög ríkulega. Boðsgestir voru 800 víðis vegar að og veizluihöldin stóðu í Iþrjá daga. Boðsgestir voru ytfirleitt af konunga- og aðalsættnm, m. a. Anne Marie Grikkjadrottning. Rúmlega 200 erlendir frétta- menn heimsóttu landið í til- efni af brúðkaupinu, aðallega blaðalj ósmyndarar. Hátíðahöld eru annars ekki hversdagsleg í Lichtenstein. Frans-Joseph fursti settist að í Lichtenstein nokkru fyrir síð ari heimsstyrjöldina og hefur búið í furstaJiöllinni þar, án nokkurs íburðar, en áður bjuggu funstarnir í Lidhten- stein lengstum í Vín eða á stór búgörðum, sem þeir áttu í Austurríki og Ungverjalandi. Auður þeirna var yfirledtt feng inn anuans staðar en í Lidhten- stein, en hann var ekkert lítil- ræði, eins og sjá má á því, að Frans Joseph flutti með sér frá Vín um 1500 mólverk og dýrmæt listaiverk, sem nú eru í höllinni í Vadusa. Hið þekkt- asta þeirra. mynd eftir Leon- ardo da Vinci, seldd hann fyrir skömmu amerí'ksa safni fyr- ir 6 millj. svi^sneskra franka (um 60 millj. ís.l króna). Sennilega hefur drjúgur hlut- ur andvirðisins farið til að kosta giftinfíi sonarins, en furstinn befur engdn laun frá þegnum sínum, heldur verður að lifa á eignnm sínum og af- ra'kstri þeirra. Krónprinsinn, sem er 22 ára, býr sig undir starf sitt með þvi að stunda nám við verzlunariháskóla í Sviss. Kona hans, sem er 4 ár- um eldri, hefur orðið að vinna sjálf fyrir sér fram að þessu og þykir líkleg tdl að reynast hagsýn sem furstafrú. LIOHTEN STEIN, sem er ekki nema 158 fenkm. að flat- armáli og hefur um 18 þús. íbúa, er á landiamœrum Sviss og Austurríkis. Sjálfstæði þess er rakið alla leið til 1342. Það hefur a. m. k. verið sérstætt furstadœani síðan. Ailt fram til loka fyrri heimsstyrjaldarinn- ar var það í nánum tengslum við Austurríki. Furstarnir þar voru iafnan handgengnii keis- aranum í Vín og sumir þeirra urðu þekktir hershöfðingjar í austurriska keisarahernum. Austurríki annaðist líka öll mál fyrir Lidhtenstein út á við þangað til í lok fyrri heims- styrjaldarinnar. Þá sagði furst inn upp samningum við Aust- urrífci. Árið 1921 gerði Lidhten stein samndnga við Sviss. Srviss annast alla utanríkisiþjónustu fyrir Lidhtenstein, svissneski frankinn er hinn opinberi gjaldeyrir, og Svisslendingar annast póst- og símaiþjónustu. Lidhtenstein gefur þó út sér- stök frímerki og er þátttakandi í alþjóðlega póstsambandinu. Það munu vera einu alþjóða- samtökin, sem Lichtenstein telkur þátt í. LIGHTEiNSTEIN mun eiga sjálfstæðd sitt því að þakka, að það þótti áður fyrr bæði af- skekkt og flátækt. Landtoúnað- urínn hefur til skamms tíma verið aðalatvinnuvegurínn. Ár- ið 1953 var öll búpeningseign landsmanna 5877 nautgripir, 330 hestar, 843 kindur, 450 geitur, 3704 svín og 33.013 hænsni. En síðan hefur orðið mikil breyting á atvinnuiháttum í landinu. Lidhtenstein býr við sömu tollalög og Sviss, en aðr- ir skattar eru þar yfárleitt miklu lægri. Fyrir um það bil 15 árum veittu erlend fyrirtæki þvi fyrst athygli, að það gæti verið hagkvaamt fyrir þau með tilliti til skatta að vera Skrá sett í Liohtenstein. Talið er, að um 5000 eriend fyrirtæki séu nú skrásett þar. en engar tölu-r eru birtar um það. Sum þessara fyrirtækja hafa hafið atvinnurekstur í Lichtenstein, einkum á ýmsum nákvæmum smátækjum, eins og reiknivél- um og ljósmyndavélum. Þetta hefur haft þau áihrif, að út- flutningur frá Lichtenstein hefur sjöfaldazt síðustu fimm- tán árin og er áætlaður 1850 millj. ísl. króna á þessu ári. Áður fóru verkamenn frá Lidhtenstein í atvinnuleit til Austurríkis og Sviss, en nú eru um 4000 erlendir verka- menn í Liohtenstein og þó skortir þar vinnuafl. ÞEGAR Liohtenstein tók upp samvinnu við Sviss, setti furst- inn því sérstaka stjórnarskrá. Þingið í Lichtenstein er skip að 15 mönnum, kosnum hlut- fallskosningu til fjögurra ára. Þá hefur Lichtenstein sína eig in dómstóla og hæstarétt. Her- skylda er engin. Furstinn hafði afnumið hana og lagt herinn niður nokkru áður en fyrri heimsstyrjöldin hóifst, og átti það meginþátt í því, að Liciht enstein drógsi ekki inn i styr.i öldina með Austurríki. Lichten stein hefur sérstaka lögreglu. en ekki er hún skipuð nema 16 lögregluþjónum. Þeir eru sagðir hafa sáralítið að gera. íbúar Lichtenstein eru þekktii fyrir löghiýðnj og vinnusemi Segja má .íka, að gamli tlminn hafi ráðið ríkjum í i.ichten- S stein þangað til allra seínustu árin og geri það raunar að mestu leyti enn. Sem sönnun um það, ei m a. nefnt, að ekk- ert verkalvðsfélag er til í Licht enstein, njónaskilnaðir eru þar óþekkt fyrir ’-rigði og ekk- ert háhýsi hefu> ennþá verið byggt þar. Þ.Þ. -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.