Tíminn - 17.08.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.08.1967, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 17. ágúst 1967 TÍMINN Enginn hinna ákærðu hafði stofnað né stýrt Auschwitz. Pól verjar höfðu látið hengja Höss setuliðsforingja árið 1947. Af þeim 6000 manns, sem starfað höfðu í ú'trýmingarbúðunum, voru aðeins þessir 22 leiddir fyrir rétt. Meðal þeirra voru Boger, Hofmann, Kaduk, Bar etzki og Kiehr. Boger fann á sínum tíma upp viðbjóðslegt pyndingarteeki, sem óspart var notað á fangana. Við réttar- höldin sagði hann ekki orð, en pyndingartækið var sýnt og talaði sínu máli. Ákærði Kad uk var borinn sökum fyrir að hafa mislþyrmt dreng fyrir eng ar sakir, svo að hann hlaut bana af. í eitt skipti hafði hann kæft tvo gamla fanga með því að leggja göngustaf yf ir hálsa þeirria og standa sjálfur á honum. — Ég var ekki með sjálfum mér, sagði Kaduk. Þetta var svo hræðilegt allt saman, og aldrei hef ég drukkið eins mik ið og á þessum tímum. Ilann þverneitaði öllum sakargiftum eins og félagar hans. Franz Hofman kvaðst hafa gengið í SS, vegna þess, að bróðir sinn hefði eftirlátið sér einkennisbúning, og enga vinnu hefði verið að fá. Hiann taldi sig og alsaklausan og sem dœmi um, hversu mannúðleg- ur hann hefði verið sagði hann eft.irfarandi: — Þegar kona mín og barn fluttust til mín í Ausohwitz leitaði ég eftir vinnukonu og fékk unga Gyð- ingastúlku úr fangabúðunum. Hún bjó hjá okkur og fékk mat og fatnað og við komum fram við hana eins og manneskju. Gasklefarnir voru auðvitað hræðilegir, en þeir, sem ekki lento þar, höfðu svo sannar- lega ýmis tækifæri. Þungar sakir voru bornar á Joseph Klehr. Hann hafði ver- ið í yfirstjórn útrýmingarstöðv anna, og í heilbrigðisstjórn SS. Hann vann á sérstakrd skrif- stofu með skiltinu Lækninga- stofa, klæddur í hvítan kirtil. „Sjúklingarnir voru færðir inn til hans með hendur bundn ar fyrir aftan bak, og fæstir vissu, hvað á seyði var. Hann sprautaði eitri beint inn i hjantað á föngunum, og þeir létust strax á eftir. í þau tvö ár, sem Klehr vann á „sjúkra húsinu“ í Auschwitz kom hann fyrir kattarnef á þennan hátt 130.000 manns. — Nú, já, sagði Klehr við réttarhöldin. — Þau voru hvort sem er hálfdauð fyrir, lifandi lík. Það reyndist erfitt að fá vitni við réttarhöldin eftir þessi 32 ár sem liðin voru frá því er hörmungamar höfðu átt sér stað. Reynt var að ná til 1300 manna og kvenna, sem vitað var, að höfðu dvalizt í Auschwitz-fangabúðunum, en það reyndist ekki svo hlaupið að því, þar sem þau voru úti um allan heim. Fyrsta vitnið gekk inn í réttarsalinn í febrú ar 1964. Hann sagði frá aðstæð unum í Ausehwitz. — Aðbúnaðurinn var hrylli- legur, við höfðum ekki einu sinni flet. til að kúldrast í á næturnar, heldur lágum við á gólfinu. Og það var svo þröngt þar . inni, að við gátum varla legið endilöng. Lýs og rottur hrjáðu okkur, og ef einhver skvetti óvart súpu á gólfið, slógust fangarnir um, að sleikja hana upp úr skítugu gólfinu. Hann sagði frá komu sinni tli fangabúðanna. Þegar hann hafði afklæðzt og afhent alla persónulega muni samkvæmt skipun, var hann leiddur inn í þvottahús, þar sem fyrir var fjöldinn allur af berstrípuðu fólki. Þarna stóðu þau og biðu klukkustundum saman. Þegar myrkrið var skollið á, voru þau rekin út. Nóttin var svöl og það figndi allt til morguns. Þá voru þau leidd inn aftur, og voru þá snoðklippt, og númer var brennt í hörund þeirra. Þeir sem veiktust eða reyndust lítt færir til þrældóms voru umsvifalaust fluttir til gasklefanna. Einu sinni kvaðst vitnið hafa spurt Htinn dreng, sem þangað átti að flytja, hvort hann væri ekki hrædd- ur. Nei, svaraði barnið. Hér er svo hræðilegt að vera, að það hlýtor að vera betra uppi hjá guði, Ef fangarnir gerð- ust á einhvern hátt brotlegir eða reyndu að flýja, urðu þeir að sæta óskaplegum pynding- um, eða voru sveltir í hel. Einn var sveltur í hel fyrir það að hafa tekið nokkur epM af tré. Veraldarsagan segir frá mörgum hörmungum, ofsókn- um, pyndingum, fjöldamorðum o. fl. Enn þann dag í dag ræð ur skepnuskapur og mannihat ur ríkjum sums staðar í heim- inum, því megum við ekki gleyma, þegar hugsað er til ógnaraldar nazista, en hinu meg um við heldur ekki gleyma, að glæpur nazista var sá stærsti, sem nokkurn tíma hefur verið drýgður. Þessi óskaplegi hildarleikur hófst um 1920, en hann hef- ur að sjálfsögðu átt sinn þró- unartfma. Þjóðverjar áttu við erfiðleika að stríða eftir heims styrjöldina fyrri, landstjórnin var í handaskolum engin ríkis stjórn festist í sessi, bankarn ir komust unnvörpum í greiðsluþrot. Ástandið varð stöðugt uggvænlegra, og á þessu niðurlægingartímabili skapaðist hljómgrunnur fyrir Hitler. Við hinar siðustu frjálsu kosningar fyrir styrj- öldina 1932 fékk nazistaflokk- urinn aðeins þriðjung greiddra atkvæða, svo að honum var ekki íalið að mynda ríkisstjórn, en með ýtni tókst Iíitler að tryggja sér stöðu ríkiskanslara í janúar 1933, en aðeins tveir nazistar áttu sæti í ríkisstjórn inni, svo að Hiitler gat ekki gengið í berihögg við landslög, en aðeins 6 dögum fyrir næstu kosningar varð hinn grunsam- legi þinghúsbruni í Berlín. Hitler lýsti því yfir, að komm únistar ættu sök á honum, og hefði þetta átt að vera livatn- ing til kommúnistiskrar bylt- ingar. Lýsti hann yfir herpað- arástandi í landinu af þeim sökum, en þetta hernaðarástand ríkti í 12 ár eða til endaloka þriðja rikisins árið 1945. Ofbeldisverkin hófust pá þegar SA-liðar fengu lögreglu- vald og handtóku fólk í hrönn um, prentfrelsi var skert, og hafizt var handa um að senda fólk í hinar alræmdu fangabúð ir. 23. marz 1933 tók Ilitler öll völd í sínar hendur og ógn aröldin var hafin. Hann stofn aði Gestapo-lögreglusveitina, kom á fót fleiri og fleiri fanga búðum um gjörvallt landið, og að lokum fann hann hina endan legu lausn Gyðingavandaniáls- ins: útrýmingarnar. Nrzistarnir héldu ótrauðir á- fram og brutu óvini sína á bak aftur. Fyrst kommúnistana, þá verkalýðsfélögin, þá sósíaldemó kratana, miðflokkana, kirkju- og aðalsvaldið. Árið 1933 voru ViS réttarhöidin í 'Frankfurt sem lyktaði í fyrra voru þessir fjór- ir meðdsmdir fyrir þátttöku f fjöldamorðunum í Auschwitz. Að ofan: Kaduk, Hofman, Klehr og Baretzki. 14.000 manns í fangabúðum að eins í Prússlandi. Það var ekki um það að ræða að bera hönd fyrir höfuð sér. Allar tilraunir til málsóknar á hendur nazist um voru kæfðar í fæðingunni. Árið 1938 voru í fangabúðum nazista 60.000 manns, 1942 88. 000 (lifandi), en í ágúst sama ár 224.000. í janúar 1945 sátu 511.100 menn og 202.000 kon- ur bak við lás og slá, og fanga verðir voru 40-000. Langflestir fanganna voru Gyðingar. Allt frá byrjun höfðu nazistar með oddi og egg veitzt að Gyðingum. Þeir vildu koma á nokkurs konar kalvínisma, fordæmingu við fæðingu. Vor ið 1933 réðust lögregluliðar naz ista á verzlanir Gyðinga, brutu þar allt og brömluðu. Lögfræð ingar af Gyðingaættum fengu ekki lengur aðgang að réttar- sölunum og bráðlega urðu þeir að láta af öllum lögfræðileg um afskiptum. í maí sama ár var læknum af gyðingaættum bannað að stunda aría, og í septemlær var listamönnum og hljómlistarmönnum af Gyðinga ættum bannað að koma fram. Ritlhöfundar fengu ekki bækur sínar útgefnar, og ef maður vildi gerast bóndi varð hann að sanna hreinleika blóðs síns allt að 150 ár aftur í tímann. Blóðverndarlögin voru sett á laggirnar árið 1935. Öll rétt- indi Gyðinga voru afnumin, þeir máttu ekki giftast aríum né hafa nokkurt samneyti við þá. Árið 1938 var Gyðingum skipað að bera sérstök nafn- skírteini, Israel var bætt við öll karlmannsnöfn og Sarah við kvenmannsnöfn. í nóvember varð sá aitburður í París, að 17 ára gamall Gyðingadrengur skaut þýzkan sendiráðsritara. Þetta varð til þess, að 20.000 Gyðingar voru sendir í fanga- búðir, kveikt var í samkundu húsum, og 7000 Gyðingaverzlan ir voru eyðilagðar. Gyðingum var bannaður aðgangur að leik húsum, kvikmyndahúsum, bað- stöðum o. fl. og Gyðingabörn- um var vísað úr skólum. Stríðið hófst og árið 1942 var lífið óbærilegt fyrir Gyð- inga í Þýzkalandi. Þeir fengu ekki aðgang að verzlunum nema á tímanum 4—5 á morgn ana, og skyldugir voru þeir til að merkja hýbýli sín greini- lega að utan með gulri stjörnu. Frankfurt réttarhöldin stóðu í tvö ár. Eftir nákvæma mála- rannsókn voru dómar kveðnir upp yfir 17 manns af 22, þar af hljóðuðu 4 upp á lífstíðar- fangelsi. Eftir að Iliofmeyer dómari hafði lesdð upp dóm- ana hélt hann afihyglisverða lokarœðu og hér á eftir fara nokkur atriði úr henni. ,,Helvíti, sem venjulegt fólk getur alls ekki gert sér grein fyrir .... súltur, þorsti, kuldi, þrældómiy, pyntingar, sár, ótti og að síðustu köfnunardauði. Þetta var hlutskipti fanganna, Gyðinga, kristinna manna, Pól- verja, Þjóðverja, Rússa, stríðs- fanga, tatara, manna og kvonna frá gjörvallri Evrópu í fanga búðunum Auschwitz. Enda þótt allir þeir, sem dæmdir eru hér í dag, hafi fengið þyngsta dóm iaganna, hefðu þeir alls ekki getað friðþægt fyrir það sem þeir á sínum tíma tóku þátt í. Til þess er lífið of stutt. Eng- inn, sem viðstaddur hefur ver ið réttarhöld þessi mun nokkru sinni getað gleymt því sem hér hefur komið fram. Við, sem hvorki sáum það sem gerðist né heyrðum hin- ar hryllilegu frásagnir, þeirra, sem lifðu þessa ógnaröld af, verðum einnig, að muna þetta. Þessi saga er hluti okkar lífs og okkar tíma. Því verður ekki breytt, sem gert var, en við getum heiðrað minningu hinna hröktu fórnadýra með því að minnast þeirra, og við getum dregið lærdóm af því. (Þýtt og endursagt). □ (gntinental Önnumst allar viðgerðir á dráttarvélahjólbörðum Sendum um allt land Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 - Reykjavík Sími 31055 MITTO JAPÖNSKU NinO HJÓLBARÐARtW f flestum stærðum fyrirliggjandi f Tollvörugeymslu. FUÓT AFGREIÐSLA. DRANGAFELL H.F. Skipholti 35 — Sími 30 360 B0RÐ FYRIR HEIMJU OG SKRIFSTOFUR TT'FT! LÚXE. B FRABÆR GÆÐI ■ ■ FRÍTT STANDANDI ■ ■ STÆRÐ: 90X160 SM ■ ■ VIÐUR: TEAK J ■ ■ FOLÍOSKÚFFA ■ ■ ÚTDRAGSPIATA MEÐ ■ GLERI A ■ SKÚFFUR ÚR EIK ■ HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI11940

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.