Alþýðublaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 1
Greiðslustöðvun á Von/Veritas í Danmörku:
SKULDAR 2 MILUONIR DANSKAR
íslenska meðferðarstöðin á Lálandi undir smásjá yfirvalda vegna vangoldinna
launa til danskra iðnaðarmanna. Aðrar skuldir margfaldar. Framkvæmdastjórinn
hefur sagt af sér. Stefnir í gjaldþrot?
Greiðslustöðvun hefur verið sett
á rekstur áfengismeðferðarstöðvar-
innar Vqn/Veritas á Láland í Dan-
mörku. íslenskir aðilar eiga og reka
stöðina að stórum hluta, m.a. þeir
Björgólfur Guðmundsson og
Hendrik Berndsen. Skiptaréttur í
Danmörku úrskurðaði greiðslu-
stöðvun á fyrirtækið vegna beiðni
danskra iðnaðarmanna sem telja
sig eiga um 2 milljónir danskar hjá
fyrirtækinu vegna innréttinga og
vinnu við að endurhanna skólahús-
næði sem fyrirtækið keypti til
rekstursins. Forsvarsmenn Von/
Veritas hafa fengið frest til 25. maí
að lúka skuldum sínum við iðnað-
armennina.
Dagsbrún:
„Launin þurfa að
hækka um 10-15%
Laun félagsmanna innan
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar
þurfa að hækka um 10—15% til að
jafna út það misgengi sem skapast
hefur vegna kjarasamninga sem
gerðir hafa verið að undanförnu.
Þetta kemur m.a. fram í ályktun
aðalfundar félagsins sem haldinn
var s.l. fimmtudag.
í ályktuninni um kjaramál segir:
„Frá síðasta aðalfundi hafa orðið
mikil umrót á vettvangi samnings-
og kjaramála. Sú launastefna sem
ákveðin var með
desembersamningum ASÍ hefur
ekki hlotið brautargengi í þeim
samningum sem á eftir hafa fylgt.
Því hefur orðið verulegt misgengi í
launaþróun þeirra sem í
aðalatriðum fylgdu samningum
ASÍ og hinna sem á eftir komu. í
ljósi þess að forsendur
desembersamninganna eru ekki
lengur fyrir hendi, hefur stjórn
félagsins krafist endurskoðunar á
launalið kjarasamninga félagsins
við vinnuveitendur.
Aðalfundur Dagsbrúnar haldinn
7. maí 1987 ítrekar kröfur stjórnar
félagsins um endurskoðun
samninganna. Fundurinn telur að
hækka þurfi laun
Dagsbrúnarmanna um 10—15% til
að jafna út það misgengi sem
skapast hefur. Ljóst er að reynsla
verkalýðshreyfingarinnar af
samningum undanfarinna ára
krefst nýrra vinnubragða og
breyttra áherslna. Til að tryggja
betur samræmi í kjörum og aukinn
kaupmátt í stöðugu en þó vaxandi
efnahagslífi þurfa samtök íslensks
launafólks fyrir sitt leyti að gera
verulegt átak í skipulagsmálum
sínum. Tengja þarf betur saman
samninga á vinnustöðum og innan
starfsgreina um leið og
félagseiningar eru stækkaðar án
þess að það leiði til miðstýringar úr
einni átt. Aðalfundurinn felur
stjórn félagsins að hafa forgöngu
um umræður innan
hreyfingarinnar um þessi mál.
Þá leggur fundurinn áherslu á að
verkalýðshreyfingin knýi á um
róttækar breytingar á uppbyggingu
atvinnulífsins með stærri og
sérhæfðari einingar að leiðarljósi.
Um leið verði stefnan í
fiskveiðimálum tekin til endurmats
og undirstöður efnahagslífsins
styrktar.
íslenskur verkalýður getur ekki
lengur sætt sig við að þurfa að búa
við lág laun þrátt fyrir met
framleiðslu og góð ytri skilyrðií*
Vegur vonarinnar
Alþýöublaðið birtir i opnu í dag
valda kafla úr ævisögu pólska
verkalýðsleiðtogans Lech Walesa.
Bók Walesa sem ber nafnið „Veg-
ur vonarinnar“ var smyglað út úr
Póllandi og var gcfin út hjá
franska forlaginu Fayard nýverið.
Fyrir nokkrum dögum birti
danska blaðiö „Det Fri Aktuelt“
kafla úr bókinni sem endursagðir
eru í Alþýðublaðinu. Bokin kem-
ur út á dönsku i haust.
í „Vegur vonarinnar“ lýsir Wal-
esa uppreisn verkamanna við
skipastöðvarnar í Gdansk, allt frá
1970, verkföllunum sem urðu að
þjóöarhreyfingunni Samstöðu,
lokaósigrinum og úthlutun Friö-
arverðlauna Nóbels.
Lech Walesa
Yfirmaður meðferðarstöðvar-
innar, Ebbe Christiansen hefur sagt
starfi sínu lausu frá og með 9. apríl.
Að sögn danskra aðila sem Alþýðu-
blaðið hefur verið í sambandi við,
sagði Christiansen upp stöðu sinni í
mótmælaskyni við rekstur fyrir-
tækisins.
Von/Veritas er dótturfyrirtæki
Vonarinnar sem rekur áfengismeð-
ferðarstöð fyrir skandinavíska
áfengissjúklinga á íslandi. Rekstur
Von/Veritas á meðferðarstöð fyrir
danska áfengissjúklinga í Dan-
mörku hófst í september s.l. á
Láland. Aðalhluthafar voru Björg-
ólfur Guðmundsson fyrrum for-
stjóri Hafskips hf., Hendrik Bernd-
sen, fyrrum forstjóri Blóma og
ávaxta og Þorsteinn Viggósson.
Þorsteinn seldi sinn hlut í fyrirtæk-
inu í fyrra en aðrir íslenskir aðilar
hafa komið inn í fyrirtækið. Þá er
Von/Veritas að hluta til í danskri
eigu. Að sögn danskra heimilda
hefur rekstur stöðvarinnar verið
brösóttur, fáir sjúklingar fengist í
meðferð og margir hverjir ekki
greitt fyrir meðferðina. Þá hefur
hár rekstrarkostnaður verið gagn-
rýndur. Gangi forsvarsmenn Von/
Veritas ekki frá skuldunum fyrir 25.
maí, má búast við að fyrirtækið
verði lýst gjaldþrota.
Sjúkrastöðin Von/Veritas var að
langmestu leyti kostuð með lánsfé
og voru það einkum tvö dönsk fyr-
irtæki sem lögðu fram fé í því sam-
bandi. Þetta voru Lálandsbanki og
AB-finans, sem nú standa frammi
fyrir því að tapa stórfé. Heildar-
stofnkostnaður stöðvarinnar var á
sl. hausti áætlaður um 5,5 milljónir
danskar, en þar af var kaupverð
gamals skólahúss, sem stöðin hefur
verið rekin í, um 3,5 milljónir.
Jón Baldvin hjá forseta
„Þessar viðræður voru hvort
tveggja í senn, gagnlegar og
ánægjulegar," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson þegar hann kom af
fundi með forseta íslands í gær-
morgun. Jón Baldvin kvaðst hafa
skýrt forseta íslands frá því, að
hann teldi þann tíma sem forseti
hefði veitt forystumönnum stjórn-
málaflokkanna til óformlegra
könnunarviðræðna, hafa komið að
góðum notum. Þessi aðferð væri í
alla staði skynsamlegri en að hefja
stjórnarmyndunarviðræður með
formlegu umboði áður en forystu-
mönnum flokkanna hefði gefist
tóm til að meta kosningaúrslit og
samstarfsgrundvöll við aðra
flokka.
Það var klukkan hálf ellefu sem
forseti kvaddi Jón á sinn fund. Við-
talið stóð yfir í 50 mínútur. Viðræð-
ur þær sem forseti hefur átt við for-
menn flokkanna eru trúnaðarmál,
en að fundinum loknum spurði Al-
þýðublaðið Jón Baldvin um við-
horf hans á þessu stigi óformlegra
stjórnarmyndunarviðræðna. Jón
Baldvin rifjaði upp að hann hefur
nýtt tímann til óformlegra könnun-
arviðræðna, fyrst við formann
Sjálfstæðisflokksins, því næst við
fulltrúa Kvennalistans með hálfs
annars tíma fundi daginn eftir að
kosningaúrslit lágu fyrir. Og loks
við formann Alþýðubandalagsins.
Jón Baldvin hefur tekið undir
með formönnum annarra flokka,
að fyrst beri að láta reyna á mögu-
leika til myndunar þriggja flokka
stjórnar. Samkvæmt niðurstöðum
kosninga er engin slík ríkisstjórn
möguleg án Sjálfstæðisflokksins.
„Það er grundvallarstaðreynd sem
ekki verður framhjá gengið. Af við-
ræðum þeirra Þorsteins Pálssonar
er ljóst, að það er samstarfsvilji
milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks. Af ummælum þeirra má
einnig ráða að þeir eru sammála í
því mati að fyrst beri að láta reyna
á málefni Kvennalistans, en jafn-
framt hafa báðir lýst áhuga sínum á
„nýsköpunarstjórn“, þ.e.a.s. ríkis-
stjórn þessara tveggja flokka með
aðild Alþýðúbandalagsins.
Jón Baldvin tók það skýrt fram
að ekki þýddi að ræða við Alþýðu-
flokkinn um að gerast ,,-þriðja hjól
undir vagni“ fráfarandi ríkisstjórn-
ar. Jón sagði að meirihluti þeirrar
ríkisstjórnar hefði fallið í kosning-
unum og því hlytu nýjar stjórnar-
myndunarviðræður að byrja á nýj-
um grunni, þ.e, allt á borðinu: Mál-
efnasamningur, verkaskipting,
stjórnarforysta, þar sem þrír flokk-
ar ræðast við á jafnréttisgrundvelli.