Alþýðublaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 2
MmUlID Simi: 681866 Útaefandi: Blaö hf. Ritstjóri:: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Jón Daníelsson Blaðamenn: Orn Bjarnason, Asa Björnsdóttii og Kristján Þorvaldsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Lífríkinu er hótað H ann stækkar stöðugt sá hópur íslendinga, sem hefur áhyggjur af umhverfis- og mengunarmálum. Fyrir því eru gildar ástæður. Gróðurlendi eyðist og fýkur á haf út, aukin umferð og nýjar tegundir farar- tækjaógna gróðurlendi, jafnt i nágrenni byggðar sem og í óbyggðum. Kindur og hross halda áfram að naga viðkvæman gróður ofan í svartan svörð. Umgengni í þéttbýli ermjög áfátt, frárennsli og sorpeyðing ervíða á steinaldarstigi og nýir mengunarvaldar skjóta upp kollinum. Mlþýðublaðið gerði nýlega að umtalsefni í leiöara gróðureyðingu á hálendi landsins, í afréttarlöndum og víðar. Þar hefst ekkert undan; gróðureyðingin er að jafnaði um 1000 hektarar á ári. Lög um Landgræðslu ríkisins eru ónóg og veita henni ekki það vald, sem til þarf, til að grípa í taumana, þegar útaf bregður. Stofn- unin er einnig í fjársvelti og framlög til hennar hafa dregist saman á hverju ári. Blaðið telur og tímabært aö bannafjárreksturáviðkvæmustu afréttarlöndin og að stefna beri að því að banna lausagöngu búfjár. En það eru fleiri hættur, sem steðja að. Nýjasta dæmið eru fjórhjólin, sem komast um svæði, er áður voru aðeins fær fótgangandi mönnum. Þau hafa þeg- ar valdið verulegum usla og gróðurskemmdum, sem seint verða bættar. Það er orðið mjög brýnt, að setja strangar reglur um notkun fjórhjóla og afmarka sér- stök svæði, þar sem heimilt er að göslast á þeim. Aðr- ar Norðurlandaþjóðir hafa sett mjög strangar reglur um notkun þeirra, og heimila ekki akstur þeirra utan afmarkaðra svæða. Mldósir, sem nú eru notaðarundirgosdrykki í síaukn- um mæli, valda náttúruverndarmönnum miklum áhyggjum. Þær eru þegar farnar að setja Ijótan svip á landið, og er nauðsynlegt að bregðast við þessari dósamengun með skjótum hætti. Fjallað hefur verið um nauðsynlegar aðgerðir hjá Landvernd og Náttúru- verndarráði, og gosdrykkjaframleiðendur hafa sýnt lofsverðan áhuga og skilning á málinu. Þeir hafa ósk- að eftir samvinnu, og hafa þegar byrjað auglýsinga- herferð. En það er ekki nóg. Mðrar þjóðir hafa gripið til ýmissa ráða til að koma í veg fyrir oáttúrumengun af áldósum. Sumar hafa gengið svo langt að takmarka notkun þeirra. Reynt hefurverið að kaupaþærtil endurnýtingarog það ráð gefist einna best. w Islendingar hafa oft sýnt mikinn sóðaskap í um- gengni við náttúruna og umhverfi sitt. Hver kannast ekki við fólk, sem kastar umbúðum og hverskonar drasli hvar sem það er statt; út úr bílum, á áningastöð- um, á gangstéttir, inni í verslunum. Víða hafa verið sett ströng lög til að koma í veg fyrir slíkt framferði, og háum sektum beitt, ef útaf er brugðið. IVlengun af ýmsu öðru tagi hefur I hótunum við ís- lenska lífríkið og væntanlega ber ný ríkisstjórn gæfu til þess, að taka á þessum mikilvæga málaflokki af festu og áræði. Það er orðið fyllilega tlmabært. Laugardagur 27. júnf 1987 Kristján Þorvaldsson skrifar: Hvalamálið: Kvalafullur afleikur? Sjávarútvegsráðherra telur að málið snúist um sjálfstæði íslensku þjóðarinnar og fullan og óskoraðan rétt til þess að nýta lögsöguna. — Aðrir velta því fyrir sér hvort hvalamálið hafi gert íslendingum nokkurn greiða. Barátta íslendinga í hvalamálinu virðist ætla að enda með hreinu og beinu kvalræði. Með afdráttar- lausri stefnu sinni hefur Halldóri Ásgrímssyni, að margra mati, tekist að gera þjóðina tortryggilega gagn- vart umheiminum og skaðað mögu- leika okkar til viðskipta og sam- skipta við aðrar þjóðir. Það sem auðvitað sérstaklega veldur mönn- um áhyggjum er andstaða vinar- þjóðarinnar í vestri, sem virðist vera óhagganleg til að viðurkenna mikilvægi hvalveiða í vísindaskyni. Vinaþjóðin, bræðraþjóð okkar í Nató, hótar íslendingum viðskipta- þvingunum með öllum þeim hryll- ingi sem því fylgir. Á ársfundi Alþjóða hvalveiði- ráðsins var samþykkt tillaga Bandaríkjanna um yfirstjórn ráðs- ins á vísindarannsóknum einstakra þjóða á hvölum. Tillagan var sam- þykkt með 19 atkvæðum gegn 6, en 7 þjóðir sátu hjá. Þær þjóðir sem greiddu atkvæði gegn tillögunni ásamt íslendingum voru, Sovét- menn, Norðmenn, Japanir, Suður- Kóreumenn og Chilebúar. í gær var einnig útlit fyrir að samþykkt yrði tillaga frá Ástralíumönnum um að þær vísindaveiðar sem nú eru í gangi verði stöðvaðar. Þrátt fyrir meirihlutastuðning á íslandi, verð- ur Halldór Ásgrímsson að sætta sig við að lúta í lægra haldi á alþjóða- vettvangi. — eða hvað? Þrátt fyrir tillögu Bandaríkja- manna sem fékk góðan meirihluta í ráðinu, telur Halldór að stefnan um hvalveiðar í vísindaskyni haldi. Eins og oft áður þegar Islendingar lenda í deilum á alþjóðavettvangi, vísar Halldór til skýlausra ákvæða í lögum. Halldór segir að tillagan brjóti í bága við stofnsamning Al- þjóðahvalveiðiráðsins. íslendingar hafa því lagt fyrir Alþjóðahval- veiðiráðið að lögmæti tillagna Bandaríkjamanna og Ástrala verði kannaðar fyrir næsta fund ráðsins. í fjölmiðlum hefur Halldór síðan lýst því yfir að hvalveiðunum verði haldið áfram vegna ótvíræðra heimilda okkar í stofnsamningi Al- þjóða hvalveiðiráðsins. Halldór hefur einnig lýst því yfir að til greina komi að íslendingar segi sig úr ráðinu. Með því móti væri vís- indaveiðum sjálfhætt því japanir kaupa ekki hvalkjöt frá þjóðum utan ráðsins. Það fer því að verða æ áleitnari spurning hvers vegna þá í ósköpunum verið er að standa í þessu karpi, þegar aðeins er um að ræða brot af útflutningstekjum þjóðarinnar. Halldór var einmitt spurður þeirrar spurningar í Alþýðublaðinu fyrir skömmu, hvort þetta mál snerti ekki aðeins þrönga hagsmuni en hefði ekkert að gera með af- komu þjóðarinnar: „Þetta er mikill misskilningurý sagði ráðherrann. „Þá eru menn að hugsa um þetta útfrá hagsmunum þess félags sem við höfum fengið til þess að annast þessar rannsóknir. — Þeir hafa ekkert út úr málinu“ Síðan bætir ráðherrann við: „Við horfum á þetta sem sjálfstæðismál þjóðarinnar, vegna þess að við sem búum í þessu ágæta landi verðum að hafa fullan og óskoraðan rétt til þess að nýta okkar lögsögu og rann- saka hana með þeim hætti sem við teljum nauðsynlegt. Ef við afsölum okkur þessum rétti þá erum við jafnframt að afsala okkur yfirráða- réttinum." I' framhaldi af þessu var Halldór spurður hvort málið væri ekki farið að veikja stöðu okkar á alþjóða vettvangi og fyrirspyrjandi vísaði meðal annars til hörku Þjóðverja þegar þeir endursendu hvalaafurðir sem fóru um fríhöfnina i Hamborg: „Það tel ég ekki. Ég held að ís- lendingar hafi alltaf fengið virðingu fyrir það, að vera ákveðnir um grundvallarréttindi sín,“ sagði ráð- herrann. Síðan bætti hann við: „Ég tel að ef við hættum því muni það fyrst og fremst veikja stöðu okkar á alþjóðavettvangi. Þá höfum við ekki sömu tiltrú og við höfum haft.“ — Afstaða Halldórs byggist sem sagt fyrst og fremst á þjóðernis- kennd. Það eru hins vegar ekki allir sammála um að stefna hans geri þjóðinni nokkurn greiða. Forsvars- menn íslensku fisksölufyrirtækj- anna í Bandaríkjunum eru a.m.k. ekki þeirrar skoðunar. f fjölmiðlum hafa forsvarsmenn bæði Coldwater og Iceland Seafood lýst verulegum áhyggjum sínum vegna áframhald- andi hvalveiða. Þeir telja að innan skammsgeti hvalamálið stórskaðað markaðsstöðuna í Bandaríkjunum. Þegar virt blöð eins og Time eru farin að birta stórar auglýsingar frá hvalfriðunarsinnum, þar sem skor- að er á fólk að kaupa ekki vörur frá hvalveiðiþjóðunum. í Time er m.a. sérstök áskorun um að kaupa ekki vörur frá íslandi, Noregi og Japan. Fljótlega má búast við mjög harkalegum viðbrögðum Banda- ríkjamanna, en í lögum þar í landi er gert ráð fyrir að forsetinn geti krafist viðskiptaþvingana. Það er eitt víst að hin svokölluðu náttúru- verndarsamtök og ríku ekkjurnar fyrir vestan munu ekki Iiggja á liði sínu við að kæra íslendinga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.