Alþýðublaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 9
Laugardagur 27. júní 1987 Háskólahátíð Háskólahátíð verður haldin í Há- skólabíói í dag kl. 14. Þar verður lýst kjöri heiðursdoktors jafnframt því sem kandidatar verða braut- skráðir. Athöfnin hefst með því að Blás- arakvintett Reykjavíkur leikur. Prófessor Guðjón Axelsson, forseti tannlæknadeildar, lýsir kjöri heið- ursdoktors og afhendir doktors- bréf. Háskólarektor, dr. Sigmundur Guðbjarnason ræðir málefni Há- skólans og ávarpar síðan kandi- data. Deiidarforsetar afhenda kandídötum prófskírteini. Að lok- um syngur Háskólakórinn nokkur lög undir stjórn Árna Harðarsonar. Að þessu sinni verða brautskráðir 348 kandídatar og skiptast þeir þannig: Embættispróf í guðfræði 6, B.Ar próf í guðfræði 2, embættispróf í læknisfræði 44, B.Srpróf í læknis- fræði 2, kandidatspróf í lyfjafræði lyfsala 11, B.Srpróf í hjúkrunar- fræði 48, B.Srpróf í sjúkraþjálfun 14, embættispróf í lögfræði 30, kandídatspróf í íslenskri málfræði 2, kandídatspróf í islenskum bók- menntun 2, kandídatspróf í sagn- fræði 1, B.Arpróf í heimspekideild 37, próf í íslensku fyrir erlenda stúdenta 7, lokapróf í byggingar- verkfræði 11, lokapróf í vélaverk- fræði 12, lokapróf í rafmagnsverk- fræði 12, B.Srpróf í raungreinum 52, kandídatspróf í viðskiptafræð- um 28, kandídatspróf í tannlækn- ingum 9, B.Arpróf í félagsvísinda- deild 18. Með sáningu úr Landgræðslupokanum rná ná töluverðum árangri í að endurheimta þau landgæði sem tapast hafa. Aburðarverksmiðja ríkisins og Landgræðslan vilja með Landgræðslupokanum hvetja til sameiginlegs átaks um uppgræðslu landsins. Pokinn inniheldur auk áburðar 250 gr. af uppgræðslufræi, sérstaklega ætlað til dreifingar með áburði. Hann kostar aðeins 200 kr. og fæst á bensínstöðvum um land allt. Það er tilvalið að taka Landgræðslupokann með í ferðalagið, dreifing úr honum veitir pkkur ánægju og gerir ótrúlegt gagn. Stöndum saman — Gróið land gleður augað. Bókmennta- hátíð Bókmenntahátíðin í Reykjavík verður haldin 13,—19. september 1987. Þetta er önnur bókmennta- hátíðin, hin fyrsta var haldin 1985 og var Ijóðahátíð, en að þessu sinni verður áhersla lögð á óbundið mál. Verndari hátíðarinnár er Vigdís Finnbogadóttir, forseti. Frumkvæði, að hátíðinni átti Knut 0degárd forstjóri Norræna hússins og er hann jafnframt fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar. Stjórn hátíðarinnar skipa: Árni Sigurjónsson ritstjóri, Einar Kára- son rithöfundur, Halldór Guð- mundsson útgáfustjóri, Ingibjörg Björnsdóttir fulltrúi, Sigurður Val- geirsson útgáfustjóri, Thor Vil- hjálmsson rithöfundur, Knut 0de- gárd forstjóri og Örnólfur Thors- son bókmenntafræðingur. Langflestir höfundanna koma frá Norðurlöndum. Að auki er boð- ið fulltrúum annarra landa til þess að styrkja bókmenntasamskipti Norðurlanda og umheimsins. Þeg- ar hafa þessir höfundar þegið boð að koma: Frá Danmörku Poul Borum, Klaus Rifbjerg og Dorrit Willum- sen. Frá Finnlandi Kaari Utrio, Eeva Kilpi 0£ Johan Bargum Frá Alandseyjum Karl-Erik Berg- mann Frá Noregi Jon Michelet, Tor Obrestad og Herbjorg Wassmo Fulltrúi Sama Rauni Magga Lukkari Frá Svíþjóð Sven Delblanc, Sara • Lidman og Ola Larsmo Frá Chile Isabel Allende Frá Vestur-Þýskalandi Luise Rinser Frá Austur-Þýskalandi Erwin Strittmatter Frá Frakklandi Benoite Groult og Alain Robbe-Grillet Vonir standa til að nöfn fleiri rit- höfunda bætist við Iistann, m.a. þátttakendur frá Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Bretlandi, en sem stendur er beðið svara frá þess- um löndum. Bókmenntahátíðin hefur fengið styrk frá Norræna menningar- sjóðnum. Reykjavíkurborg hefur gefið vilyrði fyrir fjárveitingu og Norræna húsið og einkafyrirtæki munu einnig styrkja hátíðina. Nokkur sendiráð og menningar- stofnanir greiða fargjöld rithöf- unda viðkomandi landa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.