Alþýðublaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 11
Laugardagur 27. júní 1987 11 Á miðvikudagsmorg- Texti og myndtr: Utl 24. júní héldu örn Bjarnason sœnsku konungshjónin til Vestmannaeyja í blíð- skaparveðri ásamt forseta íslands, frú Vigdísi Finn- bogadóttur, utanríkisráð- herra og fleiri embœttis- mönnum utanríkisráðu- neytisins. Eins og fyrri daginn léku veðurguðirn- ir við hina tignu gesti og veður til útsýnis og skoð- unar eins og best varð á kosið. Sænsku konungshjónin í Vestmannaeyjum: EINSTAKLEGA ÁNÆGJULEG FERÐ Veðurguðirnir léku enn við hina tignu gesti. í Vestmannaeyjum tóku á móti sænsku konungshjónunum m.a. Arnaldur Bjarnason bæjarstjóri, Kristján Torfason bæjarfógeti, Ragnar Óskarsson forseti bæjar- stjórnar og Páll Zophoníasson ræð- ismaður Svía í Vestmannaeyjum. Leiðsögumaður hinna tignu gesta um eyjarnar var Páll Zophonías- son, en Páll Helgason annaðist leið- sögn fyrir fréttamenn. Munu þeir nafnarnir báðir hafa staðið sig með miklum ágætum og síst þurftu fréttamenn að kvarta yfir leiðsögn Páls Helgasonar sem reitti af sér gamansögur allan tímann sem út- sýnisferðin um Eyjarnar tók. Upp- lýsti Páll m.a. að klerkur staðarins hefði orðið að játa á viðkvæmri stundu að kirkja hans væri hituð upp með hitanum frá hrauninu sem rann í eldgosinu mikla árið 1973 og væri því að öllum líkindum fengin beinustu leið frá sjálfu Helvíti! Skoðunarferðin um Heimaey hófst með rútuferð um nýja hraun- ið umhverfis Eldfellið og höfðu konungshjónin þar hönd á rjúk- andi steinum, sem þau tóku síðan með sér heim. Hitaveita þeirra vest- mannaeyinga, trúlega sú eina sinn- ar tegundar í heiminum, vakti einn- ig mikla athygli konungshjónanna. Frá hitaveitunni var síðan farið að Nýja Skans.þar sem útskýrt var fyr- ir kóngafólkinu hvernig hafnar- mynnið hafði breyst til batnaðar eftir gosið 1973. Einnig var horft yfir Laxeldisstöðina í hafnarmynn- inu. Þá var komið í íshúsið og það skoðað. Konungshjónin og gest- gjafar þeirra gengu um vinnslusal- ina og vakti sú skrúðganga óskipta athygli vinnslufólksins. Frá íshúsinu var síðan haldið inn í Herjólfsdal, en í leiðinni var þó gerður nokkur stans og horft á unga Eyjapeyja spranga af ótrúlegu listfengi og við mikla aðdáun kon- ungshjónanna. er óhætt að segja að ungmennin hafi verið Vestmanna- eyjunum sínum til mikils sóma, enda fengu þau að launum þétt handtök konungshjónanna svo og forseta fslands. Eftir rútuferð um Herjólfsdal var haldið að barnaheimilinu Kirkju- gerði, þar sem börnin fögnuðu kon- ungshjónunum með sænskum og íslenskum fánum. Ríkti mikil spenna á meðal barnanna, sem ját- uðu þó að þau hefðu átt von á að kóngurinn væri öðru vísi klæddur, — borðalagður og helst með kór- ónu! Allir virtust þó ánægðir áður en yfir lauk. Að aflokinni skoðunarferð um eyjarnar snæddu konungshjónin og gestgjafar hádegisverð í Akóges- húsinu, en því næst var haldið til Reykjavíkur á ný með Fokkerflug- vél Landhelgisgæslunnar. Víst er að ferð þessi tókst í alla staði mjög vel. Einn skugga bar þó á. Frekja og yfirgangur sænsku ljósmyndaranna var með slíkum fá- dæmum að við fátt verður jafnað. Voru íslenskir fréttamenn sammála um að þeir hefðu aldrei upplifað annað eins. Sænsku konungshjónin og forseti íslands við komuna til Vestmannaeyja. Mikil eftirvænting ríkti ú barnaheimilinu þegar hina tignu gesti bar þar að garði. Veifuöu börnin sænskum og Islenskum fánum til heiöurs gestum sinum. Konungshjónin njóta hins fagra útsýnis yfir Eyjarnar. Eyjapeyjar létu ekki sitt eftir liggja og sprönguðu til heiðurs sænsku kon- ungshjónunum. Konungur var I tryggri fylgd lögreglumanna hvert sem hann fór.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.