Alþýðublaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. júní 1987 5 Tómar ryögaöar ollutunnur eru lltiö fyrir augaó. Ölfusið „Landvernd á land austur i Ölf- usi í Ölfushreppi ásamt Árnessýslu. Um Hvitasunnuna síðustu voru nokkur tjöld þar í túninu og fólk frá Landvernd fór þarna hjá. Þetta munu hafa verið fimm eða sex tjöld og ekki varð annað séð en að þarna færi friðsamt fjölskyldufólk, svo að ekkert var amast við þessu. Þarna var fólkið t.d. í boltaleik við börn. En þegar fólkið var farið á annan í Hvítasunnu og við komum að svæðinu, þá var aðkoman svo hrikaleg að ég efast um að nokkur maður fengist til þess að trúa því. Við tókum okkur til og týndum draslið í plastpoka og þurftum heila jeppakerru til þess að koma öllu þessu rusli af svæðinu. Og þarna var um að ræða í mesta lagi sex tjöld. Og til þess að hreinsa þetta svæði eftir sex tjöld fór fólk frá Reykjavík og eins fengum við liðs- auka frá Selfossi, fólk sem er okkur tengt þar. Það er engu líkara en ferðafólkið hafi gert sér leik að því að dreifa ruslinu sem mest. Framferði á borð við þetta er auðvitað nánast óskilj- anlegt. Það er líka eins og ástandið sé að versna aftur, — því miður. Fyrir nokkrum árum var þetta miklu skárra. Við ætluðum að taka myndir af þessum ófögnuði, sem hefðu auðvitað verið mjög sláandi, en í kappinu við að koma þessu mikla rusli af svæðinu okkar, þá hreinlega gleymdist það!‘ Þetta voru orð viðmælanda blaðsins hjá félagasamtökunum Landvernd. Hann sagði einnig að hér væri alls ekki um einsdæmi að ræða, — þótt ljótt væri. Skaptafell Hjá landverði í Skaptafelli feng- ust þær upplýsingar, að umgengni ferðafólks væri nokkuð góð og ekki yfir neinu sérstöku að kvarta, en þó bæri meira á að fólk henti frá sér einnota umbúðum eins og áldós- um, Svalafernum og sígarettu- stubbum. Annars væru ruslatunnur víða og fólk hefði notfært sér þær. Ferðafólk virtist því bera virðingu fyrir þjóðgarðinum í Skaptafelli og umgengist hann með virðingu, en vissulega mætti þó alltaf gera betur. Umgengni af þessu tagi kannast sjálfsagt flestir við. Ónýtir bllar aó ryðga niöur eru lltið augnayndi Reykjavík Hjá hreinsunardeild Reykjavík- urborgar fengust þær upplýsingar að vissulega væri ástandið ekki eins og best væri á kosið, en þó síst verra en undanfarin ár. Einnota umbúð- irnar væru vissulega afleitar, en þó væri mikill kostur ef með tilkomu þeirra fækkaði glerumbúðum utan af gosdrykkjum. Bæði væru gler- brotin hættuleg og eins væri erfið- ara að hreinsa glerið upp. I sambandi við einstaka staði, þá hefur t.d. Rafveitan séð um að Elliðaárdalurinn væri hreinsaður sumar hvert. Eins hafa unglingar úr vinnuskólanum unnið að hreinsun dalsins. Óþrifaleglustu staðirnir i borg- inni eru þó í kringum bílaverkstæði og vélaverkstæði, eðli málsins sam- kvæmt ef til vill. Þó sagði viðmæl- andi blaðsins að vissulega mættu forsvarsmenn þessara fyrirtækja standa sig betur í því að láta fjar- lægja oftar ónýtt bíla- og véladrasl. hins vegar ef viðkomandi fyrirtæki trössuðu að láta fjarlægja óþrifn- aðinn væri það í verkahring Hreins- unardeildar Reykjavíkurborgar að láta fjarlægja allt slíkt ónýtt drasl á kostnað viðkomandi fyrirtækis. Ekki sagði viðmælandi blaðsins þó mikið vera gert af slíku, en þó væri reynt að hringja í fyrirtækin og mönnum bent á að kippa hlutunum í lag. Oftast nær dygði að hóta að- gerðum, en í einstaka tilfellum dygði það þó ekki til. Unglingarnir ekki verstir Ákveðnir staðir í borginni eru þó langverstir hvað rusladýrkun varð- ar. Svæðið frá Hlemmi niður í Að- alstræti væri trúlega verst. Ekki vildi viðmælandi blaðins þó dæma unglingana mjög hart, vildi meina að einhvers staðar yrðu þeir að vera, rétt eins og annað fólk. Fullorðnir mættu ekki síður læra sitt af hverju um þrifnað og umgengni. Ástæða væri til að hvetja fólk almennt, unga sem gamla til þess að ganga betur um borgina sína, því það væru gömul sannindi að í snyrtilegu umhverfi liði fólkinu vel. Talandi myndir Hér að framan hafa aðeins verið nefndir nokkrir staðir á landinu þar sem umgengni mætti vera betri. Myndir segja þó meira en mörg orð. Þær fylgja hér með.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.