Alþýðublaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 30. maí 1987 MANNFÓRNIR I AFRlKU Óhugnanlegir atburöir hafa gerst í Vestur-Afríku, þar sem svartigaldur hefur blossað upp að undanförnu Á bökkum Hoffmannsárinnar í grennd við smábæinn Harper í Líb- eríu fundust lík tveggja drengja, Emmanuel Dalieh 6 ára og Samuel Johnson 7 ára. Á bæði líkin vantaði bæði hendur og fætur. I einu af fátækrahverfum Abidj- an, höfuðborgar Fílabeinsstrandar- innar gómuðu íbúarnir ungan mann með bakpoka sem úr lak blóð. I pokanum reyndist vera barnshöfuð. í nærliggjandi héraði fundu vegfarendur lík fullorðins manns í skurði. Maðurinn hafði verið skorinn á hol og hjartað rifið úr brjósti hans. í öllum fjórum tilvikunum höfðu fórnariömbin orðið skuggalegum helgisiðum að bráð, sem hafa rutt sér til rúms í ríkjum Vestur-Afríku að undanförnu. Dagblöðin í Níger- íu birta jafnt og þétt fréttir af lim- lestum líkum sem hafa fundist og hrollvekjandi fyrirsagnir eins og t.d. „Morðingjaflokkar hafa lík- amshluta kvenna til sölu“. Foreldrar skólabarna í hafnar- bænum Tema í Ghana hafa haldið börnum sínum heima við af ótta við að þeim yrði rænt og slátrað. Lög- reglan þar handtók mann nokkurn sem vildi selja 15 ára stúlku á sem svarar 375.000 ísl. kr. til að nota sem fórnardýr við trúarathöfn. Slíkar fórnarathafnir eiga að blíðka anda og hulin máttarvöld og þykja vænlegri til árangurs en þegar venjuleg fórnardýr eru notuð, s.s. hænsni, geitur og grísir. Þegar mik- ið liggur við eða sérstakar óskir eru færðar fram, eru mannfórnir áhrifameiri. Börnum oft fórnað Sá sem óskar t.d. öðrum manni dauða, sjálfum sér langlífis eða vill tryggja stöðu sína gagnvart öfund- armönnum, þarf einfaldlega að grípa til þess ráðs að fórna annarri manneskju. Sá sem afræður hvaða gjafir eru tilteknum anda velþóknanlegar, er sérstakur seiðmaður eða galdra- doktor. Hann ákveður hvort nota skuli höfuð, hjarta, augu, lifur eða kynfæri. Fórnardýrin eru oft börn, þar sem þau eru talin hrein og flekklaus. Stundum nægir að hafa Iíkams- leifar þeirra sem þegar eru dauðir og það er meira að segja stundaður „útflutningur" á hauskúpum, rif- beinum og fleiri mannabeinum frá Ghana til Benin og Nígeríu. Það er því ekki að undra að kirkjugarðarn- ir í Accra, höfuðborg Ghana, eru í vægast sagt slæmu ástandi. Mörg þúsund gröfum hefur verið raskað þar í seinni tíð. Ný galdraöld virðist vera í upp- sigiingu í Vestur-Afríku. Fleiri og fleiri aðhyllast eins konar aftur- hvarf til þeirra siða sem forfeðurnir ástunduðu. Námsmenn í Nígeríu flykkjast til fyrirlestra um „hefðbundið helgi- hald í Afríku“. Fræðibækur um launhelgar eru með söluhæstu bók- um í bókaverslunum. Fjölskyldu- og ættarmót eru haldin þar sem seiðmaðurinn er nauðsynlegur lið- ur í samkomuhaldinu og ekkert til sparað að fá besta seiðmanninn. Þeir bestu í faginu selja þjónustu sína dýru verði og keyra um í Merc- edes Bens. Afrískir vísindamenn hafa reynt að geta sér til um ástæðurnar fyrir þessum nýja andatrúaráhuga. Fró- fessor Tayo Olafioye frá Nígeríu tel- ur að einhvers konar misskilin þjóðernisvakning sé hér á ferðinni. þar við bætist „menntunarleg stöðnun" hjá yfirstéttinni á þessum svæðum. Hjátrúarfullir mennta- menn Það eru ekki aðeins bændur og skógarfólk sem trúa á vald seið- mannsins. Það gera líka mennta- menn, embættismenn, stjórnmála- menn, lögreglumenn og stjórnend- ur atvinnulífsins. Þegar ritvél hvarf á Bendel-háskólanum í Nígeríu, sendi vararektorinn ekki eftir lög- reglunni heldur lét hann sækja seið- manninn. Sá var ekki lengi að finna þjófinn. Einn af starfsmönnum skólans var borinn sökum og þeim úrskurði varð ekki haggað. I Al- hambra, einu af sambandsríkjum Nígeríu, neitaði ríkisstjórnin að flytja inn í bústað sinn því hann ótt- aðist að innanstokksmunir þar hefðu verið göldrum slegnir. Það er samt erfitt að sanna það á yfirstéttarmenn að þeir trúi á gald- ur og hafi e.t.v. fórnarmorð á sam- viskunni. Þegar embættismenn eiga í hlut er gefið merki frá hærri stöðum og rannsókn málsins renn- ur út í sandinn. Það var einungis vegna skjótra viðbragða skólapilta, að morðið á drengjunum tveimur í Harper upp- lýstist. Þeir settu á svið mikinn við- búnað, kveiktu í bílum og settu upp vegatálma í þeirri von að sá seki yrði órólegur og reyndi að flýja. Bragðið heppnaðist. Maður nokk- ur reyndi að komast framhjá vega- tálmunum á bifreið sinni. Skóla- piltarnir gripu hann glóðvolgan og píndu hann til sagna. Hefðbundið fórnarmorð Það var þýðingarmikil persóna sem stúdentarnir veiddu í net sitt. David Clarke, yfirmaður lögregl- unnar á staðnum og pólitískur full- trúi Samuels Doe forseta, sem stjórnar landinu að hætti einræðis- herra. En hann var ekki einn um ódæð- ið. Ásamt honum voru fimm aðrir ákærðir fyrir barnsrán og fórnar- morð; bankastarfsmaður, slátrari, dómari, lögmaður og líkskoðunar- maður staðarins. Ástæðan fyrir glæpnum er dæmigerð fyrir trúarleg fórnar- morð. I umdæminu stóðu kosning- ar fyrir dyrum og að sögn saksókn- ara vildu hinir ákærðu bæta stöðu sína með mannfórnum. Clarke langaði til dæmis í embætti innan stjórnsýslunnar og líkskoðunar- maðurinn lét sig dreyma um borg- arstjórastöðu. Mennirnir sex héldu hins vegar fram sakleysi sínu og báru fyrir sig skort á sönnunargögnum. Þess vegna varð að fá á vettvang sérfræð- ing frá höfðuborginni áður en hægt var að bera fram formlega ákæru. Sérfræðingurinn, sem er kona, kvað hiklaust upp sinn dóm. „Mennirnir eru ekta morðingjar. “ Þar með þótti málið fullsannað, því þessi margvísa kona var engin önnur en sú fræga Madame Mary, viðurkennd af því opinbera sem seiðkona og með Ieyfisbréf frá ráðuneytinu upp á vasann til að upplýsa leynda dóma... SAMAR ERU ORÐNIR GEISLAVIRKIR Allt að 90.000 bequerel hafa mælst í líkama nokkurra sœnskra Sama Samar í Norður-Svíþjóð lifa Tjernobyl í Sovétríkjunum þótt lið- stöðugt í skugga kjarnorkuslyssins í ið sé á annað ár síðan það varð. Ný Meiri hraði Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út auglýsingu um hámarks- hraða á þjóðvegum þar sem há- markshraði ökutækja á tilteknum þjóðvegum utan þéttbýlis er ákveð- inn hærri en í gildi hefur verið til þessa. Samkvæmt hinum nýju reglum verður hámarkshraði á flestum aðalþjóðvegum landsins (stofn-' brautum) 80 km á klukkustund og 90 km á klukkustund á þeim þeirra sem eru með bundnu slitlagi. Há- markshraði verður gefinn til kynna með umferðarmerkjum. Hinn aukni hámarkshraði gildir ekki fyrir allar bifreiðir. Hámarks- hraði vörubifreiða sem eru meira en 3500 kg að leyfðri heildarþyngd verður aldrei meiri en 80 km á klst. og hámarkshraði bifreiða sem draga tengi- eða festivagna verður aldrei meiri en 70 km á klst. Hinar nýju reglur eru settar á grundvelli gildandi umferðarlaga, en tillit tekið til ákvæða um há- markshraða sem almennt munu taka gildi á næsta ári við gildistöku nýrra umferðarlaga. Ráðuneytið tekur fram að al- mennur hámarkshraði á vegum ut- an þéttbýlis er áfram 70 km á klst. og að almennur hámarkshraði í þéttbýli er 50 km á klst. Gilda þær reglur nema annað sé gefið til kynna með umferðarmerki. Jafn- framt vekur ráðuneytið athygli á því að hámarkshraðareglur eru allar miðaðar við akstur við bestu að- stæður. Ráðuneytið telur ástæðu til að hvetja ökumenn til varkárni í um- ferð og að virða reglur um öku- hraða. Telur ráðuneytið að með hinum nýju regium um hámarks- hraða skapist ný aðstaða til að framkvæma eftirlit með ökuhraða. Væntir það þess að ökumenn virði hinár nýju reglur og að þær leiði ekki til þess að almennur ökuhraði aukist, eða að umferðaröryggi minnki. rannsókn hefur leitt í Ijós að síðustu mánuðina hefur mælst aukið sesíummagn, ekki í hreindýrunum, heldur hjá hreindýrabændunum sjálfum. Ástæðan er talin vera sú að Sam- ar hafa aftur tekið upp sitt fyrra mataræði og borða sitt eigið hrein- dýrakjöt í stað þess að kaupa mat- væli. Hjá einstaka manni hefur mælst geislavirkni sem neniur allt að 90.000 bequerel. Yfirvöld í Svíþjóð hafa sett geislavirknimörkin við 1.500 bequerel á hvert kíló í hreindýra- kjöti sem er til sölu og heilbrigðis- yfirvöld setja neyslumörkin á geislavirkum fæðutegundum við 50.000 bequerel á ári. Yfirvöld hafa þó ekki ráðgert neinar aðgerðir vegna þessarar nýju vitneskju um geislavirkni hjá Söm- um, a.m.k. hefur það ekki verið til- kynnt. Eftir Tjernobylslysið setti stjórnin á fót sérstaka nefnd til að vinna úr vanda hreindýrabænda í Svíþjóð. Samar íhuga nú að segja sig úr nefndinni til að mótmæla því að hún hefur m.a. haldið fundi án vitundar þeirra og vegna þess að Samar lifa stöðugt I skugga Tjernobylslyssins. Nýjar mælingar leiða I Ijós stóraukið ceslummagn. þeir hafa að eigin sögn lítil sem eng- in áhrif haft á störf nefndarinnar. Fram að þessu hafa sænskir hreindýrabændur fengið sem svarar u.þ.b. 600 milljónum ísl. kr. í bætur frá sænska ríkinu vegna þess tjóns sem þeir urðu fyrir á hreindýra- stofninum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.