Alþýðublaðið - 11.07.1987, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 11.07.1987, Qupperneq 2
2 Laugardagur 11. júlf 1987 MDUBMBII) öimi: 681866 Útaefandi: Blað hf. Ritstjóri:-; Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Jón Danielsson Blaðamenn: Orn Bjarnason, Asa Björnsdóttii og Kristján Þorvaldsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Haildóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Jafnaðarstefnan og Alþýðubandalagið Stjórnarþátttaka Alþýðuflokksins hefurvakið miklar umræður um stöðu flokksins og stefnu. Ýmsir hafa orðið til þess að gagnrýna flokkinn fyrir svikin kosn- ingaloforð og dæmt hann sem þriðja hjól undir vagni fráfarandi stjórnar. Áður en jafnaðarmenn Ijá slíkri gagnrýni eyra, ber þeim að hafa þrennt í huga: í fyrsta lagi hefur Alþýðuflokkurinn ekki þokað frástefnumál- um sínum. Mörg stefnumálanna eru í höfn í nýjum málefnasamningi ríkisstjórnarinnar og fjögur sterk ráðuneyti í höndum Alþýðuflokksins til að tryggja framkvæmd þeirra. Önnur stefnumál hafa ekki náðst að fullu fram, enda getur flokkurinn ekki ætlast til, hvorki út frá atkvæðamagni sem hann hlaut við kosn- ingar né sem einn þriggja flokka í samsteypustjórn, að öll hans stefnumál fáist framkvæmd á kjörtímabil- inu. í öðru lagi var Ijóst eftir brotthlaup Kvennalistans úr stjórnarmyndunarviðræðum, að Alþýðuflokkurinn átti möguleikaáþátttöku I núverandi stjónrarmynstri, setu í óljósri fjórflokkastjórn eða hafna í stjórnarand- stöðu sautjándaárið í röð. Af þessum möguleikum var sá fyrsti heppilegasti kosturinn með stefnumál og framtíð flokksins í huga. í þriðja lagi skulum við íhuga, að ráðherrar Alþýðuflokksins eru stærstu ferskleika- merkin á ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar og ekki síst líklegri til að móta stefnu nýrrar ríkisstjórnar í átt til jafnvægis í efnahagsmálum og jafnréttis í þjóðfélag- inu. En auðvitað verður það þungur róður með fráfar- andi stjórnarflokka innanborðs. Alþýðubandalagið hefur mjög slegið á trumbur að undanförnu og boðað fall Alþýðuflokksins sem for- ystuflokks jafnaðarstefnu. Þingflokkur og fram- kvæmdastjórn Alþýðubandalagsins hafa sent frá sér ályktun um málefnasamning og fyrstu efnahagsað- gerðir nýju ríkisstjórnarinnar. Þar segir meðal annars að Alþýðuflokkurinn hafi hlaupið frá öllum kröfum sínum og stefnu fyrir kosningar og sest inn I gamla valdakerfið. í ályktuninni segirennfremur að við þess- ar aðstæður sé enn brýnna en áður að Alþýðubanda- lagiðtakist ávið þaðverkefni að veral reynd forystuafl jafnaðarmanna og vinstrihreyfingar og boðar fram- kvæmdir í þeim efnum. Það er athyglisvert að í álykt- uninni er hvergi minnst á sósíalisma, en hins vegar hamrað á nauðsyn þess að Alþýðubandalagið verði „forystuafl jafnaðarmanna;“ hugtak sem kratar hafa ávallt notað um fylgismenn Alþýðuflokksins. Af álykt- un Alþýðubandalagsins má einnig ráða á hvern hátt flokkurinn hyggst freista þess að koma hinum blóð- ugu tætlum saman í einn heillegan flokksskrokk; með þvl að ófrægja Alþýðuflokkinn og stjórnarþátttöku hans sem allra mest og koma á hann stöðnuðum hægristimpli en hefja Alþýðubandaíagið upp til skýj- annasem hinn nýja jafnaðarmannaflokk. Þessi leiðer mjög áhugaverð, en kannski full einföld fyrir ráðvillta og forystulausa kommahjörð í öngstræti stefnu- leysis. Bílnum mínum var stolið um síð- ustu helgi. Ég hélt alltaf að svoleiðis mál væru leyst með einföldurh hætti: Þú ferð til lögreglunnar, tilkynnir stuldinn og lögreglan lætur boð út ganga til sinna manna um að hafa augun opin. Óekki. Timbraður eigandi Ég hélt rækilega upp á stjórnar- myndun sl. sunnudagskvöld og vaknaði því fremur seint á mánu- dagsmorgni. Þá var bíllinn minn horfinn. Honum hafði verið stolið. Það hafði verið tiltölulega auð- velt. Bíllinn var opinn og lyklarnir í hanzkahólfinu. Þettavar vani minn síðan ég bjó á Egilsstöðum. Líklega er þetta ósiður í Reykjavík. Ég dreif mig niður á lögreglustöð til að tilkynna um stuldinn. Það gekk ekki átakalaust. Á lögreglustöðinni tók á móti mér varðstjóri, greinilega sjóaður í bransanum. Hann virti mig fyrir sér stundarkorn og þótti ég augsýni- lega ekki mjög traustvekjandi, glas- eygður og eflaust illa þefjandi líka. Ég harðneitaði að hafa lagt bíln- um einhvers staðar og gleymt því svo, enda minnið í bezta lagi að mínu áliti. Eftir þjark og þras tókst mér að sannfæra manninn um að ekki væri allt með felldu og hann bjó sig undir að tilkynna þjófnað- inn. Þá kom í Ijós að ég hafði víxlað stöfum í bílnúmerinu við skýrslu- gjöf og ekki jók það álit varðstjór- ans á sögu minni. Nú upphófst um klukkustundar langur fyrirlestur og sagnaþáttur úr sjóðum lífsreynds lögreglumanns. Hann þuldi yfir mér sögur af rugl- uðum bíleigendum sem hann hafði lent í, flutti fróðlegan fyrirlestur um starfsemi heilans og múgsefjun og vitnaði meira að segja í Göbbels máli sínu til stuðnings. Ég sagði þetta allt eflaust bæði satt og rétt, en gallinn væri sá að ég væri hvorki ruglaður né minnislaus, bílnum mínum hefði verið stolið og ég vildi fá hann aftur og það fljót- Iega. Viðskiptum okkar lauk með þvi að varðstjórinn skrifaði símann sinn á blað, sagði mér að fara heim og hringja svo í sig þegar ég hefði fundið bílinn á stæðinu heima. „Ég verð ekki hissa,“ sagði hann í kveðjuskyni. Mér var skapi næst að verða fok- vondur og hefði orðið það ef mað- urinn hefði ekki kunnað svona skemmtilegar sögur og verið við- kunnanlegur að auki. Sjálfsbjörgin Ég hafði rökstuddan grun um að vinur minn varðstjórinn myndi ekki gera neitt í málinu, svo ég leigði mér bílaleigubíl og lagði af stað í leitar- ferð um borgina. Ég þræddi öll stærstu bílastæðin á höfuðborgar- svæðinu og hafði rúllað um 100 km inn á bílaleigubílinn seint á mánu- dagskvöld þegar ég renndi inn á eina bílastæðið sem eftir var. Viti menn, þar stóð bíllinn minn sem mér var nú farið að þykja vænna um en nokkru sinni fyrr. Billinn var læstur, en í honum alls kyns dót sem ég kannaðist ekki við. Ég lét lögregluna vita og fékk þar staðfestan grun minn: þeir höfðu ekki heyrt orð um stolinn bíl. Loks komu þeir þó á staðinn, hirtu eigur þjófsins og sögðu mér að fara með bílinn heim. í einfeldni minni hélt ég að mál- inu væri ekki lokið. Ég er ekki refsiglaður, en ég vildi gjarna hafa hendur í hári kauða. Hann var enn með bíllyklana mína og ég hafði lít- inn áhuga á að skipta um allar skrár í bílnum til að koma í veg fyrir ann- an þjófnað. Ég hefði líka viljað segja nokkur vel valin orð við hann af öðru til- efni. Ég fann nefnilega kassettu í tæknu í bílnum sem þjófurinn hafði skilið eftir. Þetta fannst mér hámark ósvífninnar: að stela bíl, en koma með eigin músík með sér í þokkabót! Nei, sagði löggan: Talaðu við okkur í næstu viku og athugaðu hvort við erum búnir að finna eitt- hvað þá. Við skrifum skýrslu, en það er lítið annað sem við getum gert. Nú var farið að síga í mig, en þar við sat og situr enn. Mórallinn Og hver er svo mórall sögunnar? Hann getur verið sá að maður eigi ekki að skilja lyklana sína eftir í ólæstum bíl. Hann getur líka verið sá að maður eigi ekki að láta stela bílnum sínum þegar maður er úti að skemmta sér, því lögreglan leggur ekki trúnað á orð timbraðra bíleig- enda. Ég held nú samt að lærdómurinn sé sá að lögreglan í Reykjavík er ekki sérlega traustvekjandi í þjón- ustu sinni við borgarbúa. Lögreglu- menn eru opinberir starfsmenn og því samkvæmt teoríunni í vinnu hjá okkur öllum. Opinberir starfsmenn eiga að koma fram við borgarana af kurteisi og þjónustulund. Saklaus bíleigandi á ekki að þurfa að færa sönnur á geðheilsu sína og fram- burð við skýrslutöku. Það er lög- reglunnar að komast að hinu sanna í málinu. Það er öllum óhollt, lögreglunni og okkur hinum, ef við getum ekki treyst því að laganna verðir fram- fylgi skyldu sinni af stökustu ár- vekni. Við verðum að geta treyst þeim, en þeir verða líka að treysta okkur. Þessi litla saga eykur ekki traust mitt á lögreglunni. Einhvers staðar þarna úti er þjófur með bíllyklana mína og Iögreglan segist lítið geta gert í málinu annað en skrifað skýrslu og beðið. Ég sit með kostn- að af bílaleigubíl sem ég þurfti að taka vegna ófullnægjandi þjónustu lögreglunnar. Ég bíð. Fylgist með. Lesið áfram Alþýðublaðið. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkur, f.h. Gatnamála- stjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum I frá- gangi á malbikuðum götum og stígagerð í Suður- hlíðahverfi í Reykjavík. Verkið felur í sér m.a. hellu og steinalögn ofan á malbikuð götustæði, endurnýjun og upphækkun á brunnkörmum, upphækkun á niðurföllum, jarð- vegsskipti og undirbúning undir malbik og hellur á stígum og bílastæðum o.fl. Helstu magntölur eru þessar: Hellulögn á götustæði 760 m2 l-steinar á götustæði 500 m2 Nýir brunnkarmar 25 stk Hellulagðir stígar 735 m2 Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 28. júlí kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Póslhólf 878 — 101 Reykjavik

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.