Alþýðublaðið - 11.07.1987, Síða 11
Laugardagur 11. júlí 1987
11
Guðmundur Einarsson, fararstjóri,
útdeilirsvalandi meöölum við Hitar-
vatn.
Karl Steinar Guðnason, alþingis-
maðurhlærhérað góðum brandara.
Jón Sæmundur Sigurjónsson, ný-
bakaður alþingismaður. Það er von
að maðurinn sé kátur.
Tvær ungar i anda láta fara vel um
sig í sólinni.
Það er llka gott að leggjast útaf og
láta fara vel um sig.
Sumarferð Alþýðuflokksins um
Vesturland:
Stórkostlegur
dagur -
ógleymanleg
ferð
Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík
og á Reykjanesi fóru í hina árlegu
sumarferð sína laugardaginn 4. júlí
s.l. Var í ár um eins dags ferð að
ræða og ferðast um Vesturland.
Ágæt þátttaka var, um 180 manns
og þurfti 4 stórar rútur undir mann-
skapinn allan. Veður var hið ákjós-
anlegasta þennan dag, sól fyrir há-
degi en eftir það dró heldur úr henni
og úr varð það sem kallað er hið
besta ferðaveður.
Lagt var af stað frá Umferðamið-
stöðinni kl. 10.00, þar sem saman
var komið Alþýðuflokksfólk úr
Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði,
Keflavík og Njarðvíkum. í Mos-
fellssveitinni bættust einnig nokkr-
ir við. Þá voru og gripnir upp 20
Skagamenn á Akranesvegamótun-
um og þegar komið var í Borgarnes,
bættist við tugur Borgnesinga sem
skipti sér niður í rúturnar og önn-
uðust leiðsögu um landnám Egils
Skalla-Grímssonar. Fór sú leiðsögn
fram af ótvíræðum myndarskap.
Ekið var um Hítardal að Hítar-
vatni, en þar var matast, sungið,
rennt fyrir silung og hlaupið um í
góða veðrinu. Kl. 15.00 var svo ekið
suður að Ökrum sem standa niður
við sjó og þaðan suður með strönd-
inni, með eyjar og sker á hægri
hönd, uns komið var að Straum-
firði þar sem gengið var niður i
fjöru undir leisögn Sigrúnar Guð-
bjarnadóttur, sem þar er fædd og
uppalin. Horft var út til skersins
Hnokka, þar sem franska rann-
sóknarskipið Pourquoi pas? fórst
árið 1936 í september. 38 manns
fórust en aðeins einn komst lífs af.
Var öll þessi saga og sýnin yfir
strandstaðinn átakamikil stund.
Þá var aftur ekið í Borarnes og
sest að snæðingi á hinu glæsilega
hóteli staðarins. Undir borðum
voru fluttar ræður og ávörp og má
m.a. til nefna Svein Hálfdánarson,
Jón H. Guðmundsson, Jón Sæ-
mund Sigurjónsson, Karl Steinar
Guðnason o.fl. Kristín Viggósdótt-
ir stjórnaði fjöldasöng og Örn
Bjarnason greip ögn í gítarinn.
Hápunktur borðhaldsins var þó
þegar inn snöruðust Jón Baldvin
Hannibalsson, Jóhanna Sigurðar-
dóttir og Eiður Guðnason og frú og
fluttu glóðvolgar fréttir þess efnis,
að stjórnarsamstarf hefði tekist við
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokka,
og að tekist hefði að útkljá öll
deilumál. Sérstaklega var til þess
tekið að Jóhanna Sigurðardóttir
hafði haft sigur í kaupleiguíbúða-
málinu. Eftir að þingmennirnir
höfðu flutt mál sitt, risu allir úr
sætum sem einn maður og klöpp-
uðu þessum dugmiklu fulltrúum
okkar lof í lófa. Ætlaði því lófataki
seint að linna. Að lokum söng svo
Guðmundur Einarsson, skrifstofu-
stjóri Alþýðuflokksins og farar-
stjóri þennan gleðidag, tvö karl-
mannleg lög og varð af þeim enginn
maður svikinn.
Að lokum var svo ekið aftur til
Reykjavíkur og sungið og trallað í
rútunum. Til Reykjavíkur var svo
komið um kl. 23.30. Er það mál
allra sem þátt tóku í þessari fróð-
legu ferð, að hún hafi í alla staði
tekist eins og best varð á kosið og
það voru hamingjusamir kratar
sem héldu hver til síns heima eftir
stórkostlegan dag.
Við Hltarvatn skoðuöu margir sig vandlega um. Aðrir renndu fyrir silung.
Setiö að snæðingi út i náttúrunni. Uppfinningamaðurinn Birgir Dýrfjörö
hefur oröið.
Ekki þýddi að vera kappklæddur I rútunni. Fólk notaði þvi tækifærið milli
laga f fjöldasöng og fór úr yfirhöfnum.
Kvöldverður að Hótel Borgarnesi. Stórkostlegur endir á velheppnaöri ferð.