Alþýðublaðið - 11.07.1987, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 11.07.1987, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 11. júií 1987 Mynd IN VINO VERITAS Rannsókn á fjárhagsstöðu Von Veritas, sem er í höndum Michael Lunoe, sýnir að samanlagðar skuldir fyrirtækisins eru 8.6 millj- ónir Dkr. Þetta eru býsna háar skuldir, miðað við upphaflegt hlutafé, sem var aðeins 300.000 kr. Eftir þvi sem kostnaðurinn við stofnun stöðvarinnar óx, langt um- fram upphaflega áætlun, fékk Von Veritas meira að láni í bönkunum. Þótt ekki blési byrlega með rekstur- inn, hættu bankarnir ekki að lána fé. Á íslandi vekur það furðu hve skipafélagið og blómaverslunin fengu mikla lánafyrirgreiðslu, en enginn þeirra dönsku lánastofnana sem lánuðu fé þekkti til vafasamrar fortíðar kaupsýslumannanna frá íslandi þegar ákveðið var að fjár- magna fyrirtæki þeirra. Ebbe Helmer Nielsen, aðstoðar- forstjóri við Lálandsbanka, segir að víst hafi þetta verið áhættufyrir- tæki og þær tvær milljónir sem bankinn Iánaði sé mikið fé fyrir jafn lítinn banka. En hann vissi ekkert um gjaldþrot og fjársvik á íslandi og bankinn taldi rétt að stuðla að nýjungum í fábreyttu at- vinnulífinu á þessum slóðum. Niel- sen segir að það sé mjög erfitt að fá upplýsingar um viðskipti manna í íslenskum bönkum, en hefði bank- inn vitað um fyrri viðskipti þeirra félaga, hefðu þeir ekki fengið lán. Ole Ankersen, sérfræðingur í lánamálum hjá Verslunarbankan- um, segir að það hefði átt að rann- saka fortíð mannanna og rekstrar- horfur fyrirtækisins betur, áður en þeim var veitt svo mikið fé að láni. Hann segir að þarna hafi ekki verið kunnáttusamlega að verki staðið og jafnframt telur hann það siðlaust af íslenskum bönkum að halda leynd- um upplýsingum af þessu tagi. Afvötnun SAS- flugmanna Það var fyrirfram vitað að ekki yrði auðvelt að finna viðskiptavini sem gætu greitt 42.000 Dkr. fyrir dvöl á Von Veritas. Reiknað var með að dönsk fyrirtæki myndu greiða fyrir meðferð dýrustu starfs- Von Veritas, íslenska meðferðarstöðin i Danmörku, hefur verið mikið til umfjöilunar að undanförnu, bœði hérlendis og í Danmörku þar sem yfir- vofandigjaldþrot stofnunarinnar hefur vakið bœði undrun og reiði ekki síst eftir að uppvíst varð um tengslBjörgúlfs Guðmundssonar við Hafskipsmál- ið. Sem sýnishorn af dönskum blaðaskrifum birtum við hérgrein sem tveir nemendur danska blaðamannaháskólans unnu fyrir blaðið Jnformation. Þrátt fyrir einstaka lítilsháttar staðreyndarvillur er greinin vel þess virði að vera lesin á íslandi. SANNLEIKURINN UM Tveir íslendingar héldu til Danmerkur snemmsumars 1986. Að þeirra sögn voru danskir drykkjumenn haldnir sjúkdómi. Þess vegna stofnuðu þeir eigin meðferðarstöð fyrir alkóhólista. Nú sitja fyrrverandi vistmenn íslensku meðferðarstöðvarinnar í botn- lausum skuldum eftir hina kostnaðarsömu dvöl. Og enn eru þeir þyrstir. Það er liðin tíð að óhófleg áfeng- isneysla eigi sér stað í skúmaskot- um. Nú á dögum eiga betri borgar- arnir einnig við mikinn áfengis- vanda að stríða. En meðferðarstofnanir hins opinbera höfða ekki til áfengis- sjúklinga úr efri stéttum þjóðfé- lagsins. Áfengismeðferðarstofnanir sem njóta stuðnings hins opinbera hafa á sér þann stimpil að þangað leiti aðeins þeir sem myndu að öðr- um kosti hafna í rennusteininum. Þess vegna spretta einkareknar meðferðarstöðvar upp eins og gor- kúlur á öllum Norðurlöndunum þessi árin. Það er markaður fyrir lítt áberandi dvöl á meðferðarstöð, þar sem eru leðurhúsgögn, fransk- ur matseðil! og billjard. Stöð þar sem hið bandaríska Minnesóta- kerfi er lagt til grundvallar í með- ferðinni. Kerfi, sem byggist á því að alkóhólismi sé ekki félagslegt fyrir- bæri, heldur sjúkdómur á borð við t.d. sykursýki. í Svíþjóð eru eins og stendur átta Minnesóta-stöðvar. Og í Dan- mörku vilja menn líka vera með. Margar afvötnunarstöðvar eru ým- ist í bígerð eða þegar teknar til starfa. Von Veritas, sem er sú stærsta, berst í bökkum vegna mik- ils stofnkostnaðar. Trúarreynsla Von Veritas á upphaf sitt á ís- landi fyrir 12 árum. Björgúlfur Guðmundsson, Fritz Hendrik Berndsen og Edwald Ellert Bernd- s?n voru þá nýkomnir úr meðferð á meðferðarstofnuninni Hazelden í Minnesóta í Bandaríkjunum. Þar höfðu þeir lært að aðeins andleg reynsla, ásamt félagsskap annarra alkóhólista, gæti komið í stað áfengislöngunarinnar. Ásamt öðrum íslendingum, sem einnig höfðu farið til meðferðar í Bandaríkjunum, stofnuðu þeir fé- lag með það að markmiði að kynna Minnesóta-meðferðina á íslandi. Fljótlega komu þeir á fót meðferð- arstöð og hafa nú, með aðstoð ís- Ienska ríkisins, yfirtekið alla með- ferð áfengissjúklinga á íslandi. Síðar fengu þeir Björgúlfur og Fritz og Edwald Berndsen nýja hug- mynd. Þeir stofnuðu meðferðar- stöðina Von, sem flytur inn alkó- hólista frá hinum Norðurlöndun- um. Uppistaðan í viðskiptunum voru færeyskir ofdrykkjumenn. Síðan Von tók til starfa í janúar 1985, hefur félagsstofnun Færeyja sent um 100 Færeyinga til meðferð- ar á Von árlega. Verð: 5.5 milljónir Dkr. á ári. Nú eru Færeyingar um það bil að koma á fót engin meðferðarstöð eftir Minnesóta-fyrirmynd svo að Von þarf framvegis að finna sér við- skiptavini annars staðar. Gjaldþrot og fjársvik Auk starfseminnar á Von, gegndi Björgúlfur Guðmundsson for- stjórastöðu hjá skipafélaginu Haf- skip. Berndsen rak stærstu blóma- verslun á íslandi. Bæði skipafélagið og blóma- verslunin urðu gjaldþrota vorið 1986. Gjaldþrot Hafskips tók stærsta banka íslands, Útvegsbank- ann, með sér í fallinu. Bankinn tap- aði um 75 milljónum Dkr. og aðeins fjármagnstilfærslur frá Seðlabank- anum komu í veg fyrir að hann yrði gjaldþrota. Eftir gjaldþrot Hafskips var Björgúlfur fangelsaður í einn mán- uð á meðan málið var rannsakað. Ári síðar var borin fram ákæra á hendur honum fyrir fjársvik. Islenskar heimildir herma að Berndsen og Björgúlfur Guð- mundsson hafi haldið til Danmerk- ur vegna þess að þeir hafi verið bún- ir að fá á sig illt orð á íslandi og ill- mögulegt að stunda þar viðskipti. „Þessu nenni ég ekki að svara“, sagði Hendrik Berndsen aðspurð- ur. Hann segir að þeir Björgúlfur hafi stofnað Von Veritas í þeim til- gangi að kynna þær hugmyndir sem Minnesóta-kerfið byggir á. Þeir hafi fengið marga Dani til meðferð- ar og dregið þá ályktun að þessi val- kostur ætti að vera fyrir hendi í Danmörku, þar sem þörfin væri stór. BMW og greiðslustöðvun Berndsen og Björgúlfur komu til Kaupmannahafnar snemma sum- ars 1986 og komu sér fyrir á hótel Sheraton. Þeir fengu lán úr útlána- stofnun tengdri Amagerbankanum og á Lálandi. Því næst keyptu þeir hvítan BMW handa Berndsen, sem átti að vera framkvæmdastjóri og héldu til Lálands, þar sem þeir fundu gamlan skóla í Vesterborg við vatnið. Skólinn var gerður upp eftir nýj- ustu tísku og þar stofnuðu þeir meðferðarstöðina Von Veritas Vest- erborg A/S, ásamt Edwald Ellert Berndsen og Þorsteini Frey Viggós- syni fyrrum eiganda veitingahúss- ins Pussycat. Þá settu þeir upp skrifstofu í Kaupmannahöfn með öllum ný- tísku tæknibúnaði og bjuggu jafn- framt meðferðarstöðina á Lálandi húsgögnum úr leðri. Þeir útveguðu vellaunað starfsfólk, að mestum hluta íslenska meðferðaraðilja og dreifðu dýrum auglýsingaspjöld- um. Um miðjan september komu fyrstu gestirnir á Von Veritas. En þeir voru bara ekki nógu margir. Meðferðarstöðin getur tekið við 60 sjúklingum, en þar voru sjaldan innritaðir fleiri en 30. Þriðjungur viðskiptavinanna gat ekki greitt fyrir dvölina, því gagnstætt því sem vonast var eftir fékkst hún ekki greidd af því opinbera. Tekjurnar urðu sem sagt vonum minni og þegar kostnaðurinn við stofnun stöðvarinnar fór fram úr áætlun, fóru fjárhagserfiðleikar að gera vart við sig. Þann 5. maí fékk Von Veritas greiðslustöðvun. Iðnaðarmennirn- ir, sem enn höfðu ekki fengið greitt fyrir vinnu sína, kröfðust þess að fyrirtækið yrði gert upp. Lögmaður frá Kaupmannahöfn, Michael Lunoe, var fenginn til að stýra fyrirtækinu á meðan á greiðslustöðvun stæði, en síðar tók við því starfi Peter nokkur Scaven- ius, sem áður hafði viljað eignast hlut í Von Veritas. Hann reynir nú að fleyta fyrirtækinu áfram og forða þvi frá gjaldþroti. Lánuðu í góðri trú

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.