Alþýðublaðið - 29.08.1987, Side 6

Alþýðublaðið - 29.08.1987, Side 6
6 Laugardagur 29. ágúst 1987 Kynningarfundur á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1984-2004 Miðvikudagskvöldið 2. september, kl. 20.00, kynna starfsmenn Borgarskipulags og borgar- verkfræðings nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík í húsnæði Byggingarþjónustunnar, Hallveigarstíg 1. Sýning Borgarskipulags í Byggingarþjónustunni á aðalskipulaginu og ýmsum öðrum skipulags- verkefnum lýkur 9. september. Athugasemdir við aðalskipulagið þurfa að berast til Borgarskipulags, Borgartúni 3 fyrir kl. 16.00, miðvikudaginn 23. september. Borgarskipulag Reykjavíkur IHR REYKJKIÍKURBORG ISI Acuucci Stöcíar W Heimilishjálp Starfsfólk óskast í heimilishjálp.Tilvalið fyrir hús- mæður og skólafólk, sem hefur tíma aflögu. Geta, unnið tveir saman ef óskað er. Upplýsingar veittar í síma 18800. REYKJMJIKURBORG Jlcuc&cvi Stödcci Fóstrur óskast á eftirtalin heimili: Skóladagheimilin: Völvukot, Hólakot, Hagakot, Heiðargerði, Langholt og Hraunkot. Dagheimilin: Vesturborg, Valhöll, Bakka- borg, Völvuborg, Suðurborg, Garðaborg, Laugaborg, Aust- urborg, Múlaborg, Dyngju- borg, Hlíðarenda, Sunnuborg. Leikskólana: Kvistaborg, Drafnarborg, Leik- fell, Árborg, Fellaborg, Hóla- borg, Lækjaborg, Barónsborg, Tjarnarborg. Dagh./leiksk. Ægisborg, Kvarnaborg (nýtt heimili), lóuborg, Fálkaborg, Hraunborg, Rofaborg, Ösp, Foldaborg, Nóaborg. Upplýsingar gefa forstöðumenn viðkomandi heimilaog umsjónarfóstruráskrifstofu Dagvistar barna í síma 27277. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,5. hæð, á sér- stökum eyðublöðum sem þar fást. INNRITUN í kvöldnám prófadeilda Námsflokka Reykjavíkur Grunnskólastig: a) aðfaranám hliðstætt 7& 8. bekk b) fornám hliðstætt 9. bekk kennslugreinar: íslenska, danska, enska, stærð- fræði. Framhaldsskólastig: a) heilsugæslubraut = Forskóli sjúkraliða b) viðskiptabraut, hagnýt verslunar- og skrifstofu- starfadeild. Einnig er hægt að velja kjarnanám án sérbrauta. Innritun fer fram mánudaginn 7. og þriðjudaginn 8. september í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuveqi 1, klukkan 17-21. Upplýsingar í símum 12992 og 14106 síðdegis. Námsflokkar Reykjavíkur. „Alkóhólistar geta veriö syndugir“ Gunnar Þorsteinsson, forstöðu- maður Krossins, heldur því fram, að alkóhólismi sé ekki sjúkdómur, heldur synd. Alþýðublaðið hafði því áhuga á að heyra hvað læknar hefðu um málið að segja og hafði því samband við einhverja færustu lækna landsins í meðferð sjúk- dómsins alkóhólisma og spurði þá álits. Óttar Guðmundsson og Þórar- inn Tyrfingsson, yfirlæknar á sjúkrastöðinni Vogi: „Ég get aldrei orðið samþykkur því að sjúkdómur sé synd. Það sam- ræmist ekki mínum trúarskoðun- um. Aftur á móti geta alkóhólistar verið syndugir, en alkóhólismi er ekki synd. “ Svo mörg voru þau orð. Bankastimplun felld niður Frá 1. september n.k. verður fellt niður skilyrði um bankastimplun innflutningsskjala til þess að tollaf- greiðsla geti farið fram. Var þetta ákveðið með breytingu á lögum um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála í tengslum við samþykkt nýrra tollalaga. Vakin er athygli á því að reglum um greiðslufrest erlendis var í engu breytt þótt bankastimplun væri af- numin þannig að fara þarf eftir þeim hér eftir sem hingað til. Gjald- eyrisyfirvöld halda uppi nauðsyn- legu eftirliti með því við sölu gjald- eyris að farið sé eftir settum reglum um greiðslufrestinn. Um heimild til setningar skilyrða um innflutning og gjaldeyrissölu og viðurlög, ef út af þeim er brugðið, vísast að öðru leyti til laga nr. 63/1979 um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála. Hannes Hauksson, framkvæmda- stjóri RKÍ. Nýr framkvæmda- stjóri Rauða kross íslands Hannes Hauksson, viðskipta- fræðingur hefur verið ráöinn fram- kvæmdastjóri Rauða Kross ís- lands. Hann tekur við af Jóni Ás- geirssyni sem hefur verið fram- kvæmdastjóri RKÍ í rösklega sex ár. Hannes hefur veitt fjármáladeild félagsins forstöðu undanfarin fjög- ur ár og hefur jafnframt verið stað- gengill framkvæmdastjóra. Hann hefur undanfarin ár setið í stjórn Sjúkrahótels RKÍ og var í bygging- arnefnd félagsins, sem hafði um- sjón með framkvæmdum við hús- eign félagsins við Rauðarárstíg 18. Hannes er 29 ára og útskrifaðist frá viðskiptadeild Háskóla íslands árið 1982. Kona hans er Hjördís Gunnarsdóttir meinatæknir og eiga þau eina dóttur. Nicholas J.G. Hall ráðinn kennslustjóri við Tölvuháskóla V.l. Verzlunarskóli íslands hefur ráð- ið Nicholas J. G. Hall í stöðu kennslustjóra við Tölvuháskólann. Nicholas hefur unnið sem kerfis- fræðingur hér á landi og einnig í Englandi, auk þess sem hann hefur verið við kennslustörf við Háskóla íslands og í Kanada. Fráárinu 1981 hefurhann starfað sem kerfisfræðingur og meðeigandi Verk- og kerfisfræðistofnunarinn- ar. Hann lauk M.A. gráðu í eðlis- fræði frá háskólanum í Oxford árið 1973 og M.Sc. gráðu í eðlisfræði fastra efna frá háskólanum í Manitoba, Kanada árið 1976. Nicholas er fæddur í London ár- ið 1951 og flutti til fslands árið 1976. Hann er kvæntur Áslaugu Helgadóttur. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráöa VERKAMENN við lagningu jarðsíma úti á landi. Upplýsingar í síma 91—26000 Vetraráætlun SVR Vetraráætlun S.V.R. tekur gildi þann 31. ágúst n.k. Tíðni ferða eykst þá á 9 leiðum. Vagnar á leið- um 2—7 og 10—12 munu þá aka á 15 mínútna fresti frá kl. 07—19, mánudaga til föstudaga. Akstur á kvöldin og um helgar verður óbreyttur. Strætisvagnar á leiðum 8 og 9 aka á 30 minútna tíðni alla daga. Leiðabók SVR kom síðast út í júní s.l. og hún fæst á skiptistöðv- um SVR á Lækjartorgi, Hlemmi og Grensási og kostar kr. 30. UTBOÐ Hólavegur, Hjaltadalsvegur um Hóla 1987 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í of- angreint verk. Lengd vegarkafla 4,7 km, magn 34.000 m3. Verki skal lokið 1. júlí 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rlk- isins á Sauðárkróki og í Reykjavik (aðal- gjaldkera) frá og með 1. september n.k. Skilaskal tilboðum ásömu stöðum fyrirkl. 14:00 þann 14. september 1987. Vegamálastjóri. Æskulýðsfulltrúi Laus er til umsóknar staða æskulýðsfulltrúa hjá Borgarneshreppi. í starfinu felst umsjón með æskulýðs- og tómstundamálum og að hluta til önnur verkefni hjá sveitarfélaginu. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist skrifstofu vorri að Borgarbraut 11 fyrir 15. september n.k. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 93-71224. Sveitarstjóri Starf þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli Náttúruverndarráð auglýsir starf Þjóðgarðsvarð- ar í Skaftafelli laust til umsóknar frá 1. janúar 1988. Þjóðgarðsvörður er búsettur í Skaftafelli. Starf hans útheimtir m.a. haldgóða þekkingu á náttúru- fræði og hefur hann umsjón með starfsemi þjóð- garðsins. Laun eru skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Skriflegar umsóknir er greina frá menntun, aldri, fyrri störfum og öðru sem máli skiptir, skulu ber- ast Náttúruverndarráði, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík, fyrir 25. september 1987. Náttúruverndarráð

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.