Alþýðublaðið - 13.10.1987, Síða 8

Alþýðublaðið - 13.10.1987, Síða 8
MWBiimn) Þriðjudagur 13. október 1987 Norðurlöndin verða að beita bresku stjórnina þrýstingi — ef koma á í veg fyrir aö Dounreay — kjarnorkuverið verói byggt. „Afskipti Norðurlandanna og þrýstingur á ríkisstjórnina bresku er mun líklegri til að hafa áhrif á gang Dounreay — versins um starf samtaka minna,“ segir Chris Bunyan, við Alþýðublaðiö. Hann er félagi í samtökum sem berjast gegn byggingu Dounreay- kjarnorkuversins á Skotlandi. Um mitt næsta ár veröur væntanlega tekin ákvörðun um það hvort byggt verður endurvinnsluver fyrir Plútón- íum í Dounreay á Skotlandi. Verksmiðju þessari yrði ætt- að að endurvinna úrgang úr kjarnorkuverkum í Frakklandi og víðar og myndi stafa mikil mengunarhætta af verksmiðj- unni, bæði fyrir nágrenni hennar svo og fyrir allt norð- ur Atlantshafið þar sem haf- straumar bera úrganginn allt norður til Jan Mayen og Grænlands. Chris Bunyan er einn þeirra íbúa Shetlandseyja sem vill ekki sætta sig við að lífríki eyjanna og hafsins í kringum þær sé stefnt í hættu og er virkur í samtök- unum „Champaign Against Dounreay Expansion". Hann hefur verið hér á landi við að kynna máistað samtakanna og afla þeim stuðnings. Blaðamaður Alþýðublaðs- ins hitti Chris að máli í gær og spurði hann hverjar hann teldi llkurnar á því að unnt væri að stöðva byggingu þessa endurvinnsluvers. Chris sagðist telja mögulegt að koma í veg fyrir að Doun- reay-verið yrði byggt. For- senda þess aö unnt væri að stöðva áætlunina væri þó að Norðurlöndin sýndu verulega andstöðu við fyrirhugaða staðsetningu versins og beittu bresku ríkisstjórnina verulegum þrýstingi. Kjarnakljúfur fyrir á staðnum í Dounreay starfar rann- sóknarkjarnorkuver sem framleitt getur um 213 mega- vött, eða álíka og borg á stærð við Reykjavík notar. Kjarnorkuverið hefur verið ein helsta rannsóknarstöð Breta á sviði „Hraðra kjarna- kljúfa“ og hefur öryggi þar verið mikið. Hins vegar óttast menn að ef endurvinnsluver- ið yrði byggt að auki og rekið á viðskiptalegum grunni, ekki sem rannsóknarstöð, væri hætta á að öryggisreglur yrðu ekki eins stífar, að sögn Chris. Hann sagðist hafa talað við starfsmenn Doun- reay sem lýstu þessum áhyggjum sínum f einkavið- tölum, en opinberlega lýsa stuðningi sínum við áformin um endurvinnsluverið. Bygging þessa vers verður liður í áætlun Breta, Frakka og Vestur Þjóðverja í þróun „hraðra kjarnakljúfa". Sameig- inleg stofnun landanna áformar að byggja einn slíkan „sýningarkjarnakljúf" og eitt „sýningarendurvinnsluver" til að sýna umheiminum að bygging og rekstur slíkra vera sé möguleg lausn á orku- vandamálum. Bretar munu leggja mikla áherslu á að fá að byggja endurvinnslustöðina og þrátt fyrir að frönsk yfirvöld hafi einnig lýst áhuga sínum á stöðinni, er álitið að kjarna- kljúfurinn verði byggður þar eða í Þýskalandi og að Bretar fái endurvinnsluverið. En hönnun Dounreay vers- ins er slður en svo lokið. Ef ákvörðun verðurtekin seinni- part næsta árs, um byggingu versins, er eftir a.m.k. tveggja ára hönnunarvinna og síðan bygging sjálfrar stöðvarinnar. Það er þvl Ijóst að rekstur endurvinnslustöðvarinnar I Dounreay hæfist aldrei fyrr en undir lok aldarinnar, ef af verður. Mikill stuðningur í Noregi Chris Bunyan var nýverið í Noregi og hitti þar frammá- menn I verkalýðshreyfingunni og stjórnmálamenn og þar með umhverfismálaráðherr- ann. Chris sagði að Norð- menn hefðu lýst miklum áhyggjum af þessu máli og sagði að umhverfismálaráð- herra Noregs hefði sagt hon- um að norska ríkisstjórnin myndi nota hvert tækifæri til að reifa mál þetta við bresku stjórnina. Hann sagði líklegra að af- skipti Norðurlandanna og þrýstingur á ríkisstjórnina bresku, væri mun liklegri til að hafa áhrif en starf sam- taka sinna, sem hann sagði að væru tiltölulega Iftill þrýstihópur. Chris benti einn- ig á að þar sem Dounreay væri I um það bil 1000 km fjarlægð frá London, væri íbúum nærliggjandi svæða erfitt um vik með að hafa áhrif á ákvarðanatöku. Breska alþýðusambandið hefur enn ekki markað sér stefnu I kjarnorkumálum en á síðasta þingi skoska alþýðu- sambandsins, var samþykkt ályktun, þvert gegn vilja mið- stjórnar sambandsins, þar sem lagst var gegn Dounreay stækkuninni. Að sögn Chris togast á ýmsir hagsmunir. í miðstjórninni eru t.d. samtök verkfræðinga sterk, en fjöldi þeirra vinnur I kjarnorkuiðn- aðinum en þá eru t.d. samtök námamanna sterk og hags- munir kolaiðnaöarins eru ein- mitt öfugir, þ.e. að kol verði notuð til orkuvinnslu. Chris átti I gær fund með Ásmundi Stefánssyni, forseta ASÍ og ræddi stöðu mála I Dounreay. Vinnan, tímarit ASÍ, hefur fjallað nokkuð um fyrirhugaða byggingu endur- vinnsluversins og lýst áhyggj- um af mengunarhættu vegna þess. Á það hefur verið bent I tímaritinu að eitt alvarlegt mengunarslys, t.d. ef skip með geislavirkt plútóníum færist á leið til verksmiðjunn- ar, gætu fiskimið íslendinga verið i stórhættu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.