Tíminn - 03.09.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.09.1967, Blaðsíða 1
Auglýsing í TÍMANUM kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Gerist áskrifendur að TÍMANUM Hringið 1 síma 12323 199. tbl. — Surmudagur 3. sept. 1967. — 51. árg. Gunnar GuSbjartsson setur aSalfund Stéttarsambands bænda í gasr. (Tímamynd-Gunnar). Adalfundur Stéitarsambands bænda hófst í Bændahöllinni í gær Tekjur bænda lækkuðu verulega frá árinu 1965! EJ-Reykjayík, laugardag. Aðalfundur Stéttarsambands bænda hófst í Bændahöllinni í morgun. Gunnar Guðbjarts- son, bóndi, Hjarðarfelli, formaður Stéttarsambands bænda, flutti skýrslu stjórnar, og kom fram í ræðu hans, að tekjur bænda fyrir s.l. ár hafa augljóslega lækkað verulega frá árinu 1965. Sagði hann, að afurðaverð nú þyrfti að hækka allt að 20% til að fá sömu tölu launa- tekna handa bóndanum eins og reiknað var með í grundvellinum s.l. ár. .\ ... ■ 1 ' ; -—s • . Funclurinn hófst um kl. 10 í m'orgiun og setti Gunnar Guð bjartsson fundinn. Minntist hann fyrst tveggja forustumanna bændalhreyfingarinnar, sem lát izt'hafa frá síðasta aðalfundi — þeirri Steingríms Steinþórsisonar, fyrrverandi forsætisráðlherra, og Sverris GSslasonar í Hvammi. Fundarstjóri var tilnefnd- ur Bjarni Halldórsson, en síðan formaöut Stéttarsarnbands bænda var flutt sikýrsla stjórnar Stéttar samlbandsins. í skýrslu sinni rakti Gunn ar gang þeirra mála, sem síðasti aðalfundur gerði samþykktir unn, og rakti eins þróun framleiðsl- unnar og sölu landMnaðarafurða innanlands og utan. Þá ræddi hann afkomu bænda sl. ás og horfur í verðlagsmálum. Sagði hann, að nú lægju fyrir niðurstöður úr úrtaVsathugun- um Hagstofun íslands sl. ár og sömuleiðis niðurstöður frá Bú reikningastofnuninni úr einföld- um búreikningum ársin.s. Adk þess hafi Stéttarsambandið sjálft fengið sikýrslur frá um 80 bænd- um eins og fyrri ár. Niðurstöður þessara úrtalka hafi verið born?r saman og séu þær í flestu mjög samhljóða. Hann ræddi síðan þessar nið urstöður fyrst varðandi rekstrar gjöldin, sagði síðan m.a.: — „Að öllu þessu athuguðu virðast rekstr ar.gjöld vísitölulbúsins þurfa að hækka um 9—10% miðað við nú gildandi verðlag á rekstrarvörum, til þess að gjöMin séu' í samræmi við úrtök Hagstofunnar fyrir síðasta ár, að óbreyttum fyrn inguín fasteigna og að litlu leyti breyttum vöxtum af eigin fé í búrekstrinum. En þá er eftir að aíhuga tekju hliðina. Samsetning vísitölubús- ins hefur breytzt á árinu, þann ig, að kúm hefur fækkað um 6,3% en fé fjölgað ndkkuð. Afurða magnið af kúmum lækkar því bæði vegna fækikunar gripanna og líka vegna minni mjólkiur á hverja kú, er nernur liðlega 220 1. En samt er mjólkin meiri á grip en er í verðlagsgrundvellin um. Slátafjárfjöldi er eins og í grundvellinum . . . og ullarmagn sviipað. En fallþungi allt að 1 kg minni. Og þar kemur fram sam dráttur í afurðum, miðað við fjöMa fjárins. Garðuppsikera er ekki nema cm 2 tonn að meðal Fraanihald á bls. 5 „Oþægilega miklar kjöt- birgðir eru í landinu” EJ-Reykjavík, laugard. ★ í skýrslu Framleiðslu ráðs landbúnaðarins frá 1. júlí 1966 til 30. júní 1967 segir, að 1. júní þessa árs, hafi verið um 3900 smálest ir af kindakjöti tii í iand inu, eða 1000 lestum meira en var á sama tíma árið áð ur. Á sama tíma voru birgð ir af nautgripakjöti um 756 lestir, sem er 228' lestum meira en árið áður. Segir í skýrslunni, að nú séu „óþægilega miklar kjöt birgðir í landinu.“ ■Jr Aftur á móti jókst smjörsalan á árinu 1966 úr 1093 lestum í 1535 lest- ir, og er aukningin rúm- lega 40% .í byrjun ársins 1966 voru smjörbirgðirnar, um 1132 lestir, en í lok árs ins 855 lestir og 1. júní sl. voru þær komnar niðnr í 503 lestir. „Ekkert smjör hefur verið flutt úr landi. Þarna gætir því einungis þeirra áhrifa, sem voru af- leiðingar af aðgerðum Framleiðsluráðsins vetur inn og vorið 1966 að reyna hvort tveggja að auka söiu smjörsins og draga jafn framt úr framleiðslu þess,“ segir í skýrslunni. í skýrslunni segir m.a.: Þann 1. júní 1967 var til um 3900 smálestir af kindakjöti, eða 1000 lest- um meira en var á sama tíma árið áður. Af þessum 3900 lestum var 3432 lest- ir af dilkakjöti, en birgðir dilkakjöts voru um sama leyti árið áður 2645 smá lestir. Var því um 787 smá Framhald á 15. síðu. I DAG TAKA SVIAR UPP HÆGRIHANDARAKSTUR NTB-Stokkhólmi, laugardag. H-dagurinn í Svíþjóð verður á morgun. Stokkhólmur verður að heita má ,,dauð“ borg eftir klukk an 10 í dag, en þá verður aðeins tveimur prósentum af hinum 176. 000 bílum borgarinnar leyft að halda áfram akstri. Þetta verður mikil annalielgi hjá Ieigubílstjór um, en hjá þeim byrjar erillinn strax á laugardagsmorgun, er þeir taka til við að flytja fólk til vinnu. Menn gætu að vísu farið til vinnu á eigin bílum á laugardagsmorgun cn þcir kæmust þá ekki heiin á þeim aftur fyrr en eftir kl. 15.00 á sunnudag, þegar akstur er ityfð ur að nýju. Frá og með H-deginum falla og niður sporvagnaferðir í Stokk hólmi. Verða vagnarnir teknir úr umferð eftir langa og dygga þjón- ustu. Ekki er ljóst, hvað gert verð ur við þá, en tilraunir til að selja þá til Englands hafa ekki borið árangur, og hagstæðasta tilboðið, sem enn hefur borizt. er frá brotajárnssala, sem vill kaupa þá á einn eyri kílóið. Geysimikill áróður hefur verið rekinn í Svíþjóð undanfarið fyrir hægri umferðinni, og verður hann þó aukinn um allan helming, eft ir að hún er komin á. Hefur hann þegar haft sín áhrif,ven því mið ur hafa þau það sem af er verið heldur neikvæð, því að á föstudag lét fyrsta fórnarlamb hægri um- ferðarinnar lífið í umferðarslysi. Var það 67 ára gamall hljólreiða maður í Linköbing, sem ekið var á eftir að hann hafði hjólað góða stund á hægri vegarbrún, og við ökumen, sem reyndu að aðvara hann, sagði hann, að hægri um- ferðin væri þegar komin á. Það reyndist á misskilningi byggt, og kostaði sá misskilningur hann líf- ið. Gústaf Adolf Svíakonungur á að vigja nýja neðanjarðarbrautar stöð í Stokkhólmi örskömmu áður en umferðin verður stöðvuð á laug ardag. Þykir Svíum tíminn held ur óheppilega valinn, og velta þeir því nú fyrir sér, hvernig konung urinn ætli að komast heim til hallar sinnar aítur að lokinni vígsl unni, en flestir hallast þó að því að yfirvöldin muni veita honum undanþágu frá umferðarbanninu ásamt um 1700 öðrum bifreiða- stjórum, sem nauðsynlega þurfa að komast leiðar sinnar. Annars og einnig bent á, að vígsla stöðv- arinnar á þessum tíma eigi ekkt illa við, því að þessa helgi eigi Siokkhólmsbúar meira andir því komið en nokkru sinni fyrr, að neðanjarðarbrautirnar gegni hlut verki sínu eins og til er ætlazt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.