Tíminn - 03.09.1967, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.09.1967, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 3. sept. 1967, TIMINN 5 TEKJUR Framihals af bls. 1. tali og arður aukabúgreina og hlunninda heldur minni en í ^undivellinum og launatekjur ut an bús Ika minni. Að öllu þessu athuguðu, þ.e. rekstrargj öldum þeim, sem ég áður ranldi um, og því af urðamagni, aukabúgreina og launatekjum, sem úrtökin sýna, að oðið hafi sl. ár, sem var af náttúruvöldum hart ár miðað við það sem verið hefur að undan- fömu, þá þyrfti afurðaverð nú að hækka allt að 20% til að fá sömu tölu launatekna handa bónd anum eins og reiknað var með í grundvellinum sl. ár, þ.e. 197.358. 00 krónur. Þá er ekki gert ráð fyrir að leiðrétta vinnumagnið, þ. e. að taka vinnutíma fjölskyíd unnar og reikna hann á taksta- kaupi. Ekki er heldur reiknað með neitt verulega meiru fjár- magni til vaxta, nema sem svar ar skuldaaukningu hjá bændum, og ekki heldur hækkuðum afskrift um fasteigna. Þetta er því óglæsileg niður- staða. Tekjur bænda fyrir sl. ár hafa augljóslega lækkað verulega frá árinu 1965 en líklegt er að tekjur annarra stétta hafi heldur hækkað að meðaltali, a.m.k. ekki lækkað. En hvað er þá að segja um verðbreytingar frá fyrra ái-i? — Hagstofan Hefur skilað grund vellinum umreiknuðum, eins og verðlag var 1. ágúst sl. og sýnir niðurstaða þess útreikn- ings um 1% lækkun á verðlagi til bóndans.“ Gunnar nefndi síðan held ur breytingarnar samkvæmt þessiun útreikningi, og sagði síðan: — „Nú vita allir, að verðstöðvunaríög eru í gildi og gilda til 1. nóv. n.k. Þau ná til verðlags á hvers konar vörum og þjónustu, en ekki til kaupgjalds. Þegar rætt er um verð búvöru, er um að ræða raunverulegt kaupgjald bændanna, þótt breyt ingar þess komi fram í verðlagi búvörunnár. Verðstöðvunarlög in geta ekki svipt bændur þeim rétti, sem þeir liafa skv. fram- leiðsluráðslögunum til verðbreyt inga 1. sept. ef fullnægjandi rök eru fyrir slíkum breytingum, en hitts vegar þyngja þau þann róður, að fá viðurkenningu á rétt mæti verðbreytinga búvöi-unnar.“ Þá ræddi Gunnar skýrslu, sem stjórn Stéttarsambandsins fékk í vetur, frá Ilagstof’unni um tekj- ur bænda árifi. 1965 eftir skattframtöium. Meðalárstekj ur kvæntra bænda væru sam- bvæmt skýrslunni um 201 þúsund eð kvæntra og ókvæntra saman lagt um 177 þúsund. Tekjurnar eru breytilegar eftir sýslum. Þannig eru' hæstar tekjur í Eyjafjarðar- sýslu, eða um 258 þúsund hjá kvæntum bændum, en 228 þús- und hjá öllum. Lægstar voru þær í A-Barðastrandarsýslu, eða 156 þúsund hjá kvæntum o'g 139 þús und hjá öllum. Gunnar sagði lauslega athug- un sýna, að þó að í sumum til- fellum færi sama.n bústærð og röðun í tekjuflokka, þá væri svo ekki í mörgum tilfellum. Gætu þarna gripið inn í margar ástæð- ur. Síðan sagði hann: — „Aug- ljóst er, ’ að í þeim sýslum, sem hafa mesta ræktun og að jafn- aði mestan heyfeng, þar eru takjur hæstar. Trúlegt er, að þar séu afcrðir að jafnaði meiri mið- að við gripafjölda og væntanlega líka lægri reksturSkostnaður við hverja framleiðslueiningu . . En sé sú ályktun mín rétt, að tekjur séu að jafnaði meiri þar sem bændur hafa mikinn og góðan heyfeng og afkoman öruggari, þá mætti draga þá ályktun af þvi, að úrbótanna sé að leita i því að jafna heyskaparskilyrðin." Ræddi hann þetta atriði nokk- nS ck.cr ao.ct'Kí exm m O • TT’.n varðandi rælktunina sjálfa finnst mér, að til álita komi að Land- nám ríkisins hlaupi undir bagga og myndi einskonar heyforðabúr í þeim byggðarlögum, þar sem heyfengur er að jafnaði minnst- ur, rækti 100—500 ha. í hverri sýslu, á einum stað, þar sem góð aðstaða er. Þetta myndi í flest- um tilfellum verða ■ hraðvirkast til úrbóta og skapa möguleika til stækkunar búa sums staðar og auika öryggi ásetnings annars stað ar, og þar með auika afurðir bú- anna og ef til vill lækka fram- leiðslukostnað þeirra. Mér þykir sérstök ástæða til að ræða þetta mál nú, þegar aug-. Ijóst er, að hey eru lítil um nær allt land, með litlum undantekn- ingum. Nú þegar þriðja árið i roð er talin þörf á opinberum aðgerðum til hjálpar vegna fóð- urskorts í allstórum og reyndar mjög stórum landshlutum." Hann benti á hversu stórkost- lega þýðingu ræktunin á Skógar- sandi, Sólheimasandi og aurun- umí A-Skaftafellssýslu hefur haft fyrir þróun búskapar í þeim byggðarlögum og bætt efnalega afkomu bænda þar, og sagði, að af því mætti læra og hagnýta þann lærdóm fyrir önnur byggð- arlög, sem eru illa á vegi stödd í þessu efni. Þá ræddi Gunnar einnig um skuldir bænda og ýmislegt fleira,. sem ekki er hægt að rekja hér að sinni. Síðar í dag átti Einar Ólafsson að skýra frá heyskaparhorfum á Vestfjörðum og Norðurlandi, Kristján Karlsson. erindreki, að flytja skýrslu sína, reikningár og fjárhagsáætlun skyldi lögð fram, og síðan áttu að hefjast almennar umræður. Var búizt við, að þær myndu standa til kvölds, en þá verður skipað í nefndir. Aðalfundinum mun ljúka á morgun, en þá flytur landbúnað- arráðherra ávarp, álit verða af- greidd og kosningar fara fram. Tónleikar í Kópa- vogi Tónlistarfélag Kópavogs efnir til tónleika í Kópavogsbíói mánu- daginn 4. sept. n.k., kl. 21.15. Eru þetta fyrstu tónleikar, sem félagið efnir til. Stjórn félagsins þótti vel til fallið að fó ungan og efnilegan listamann úr Kópa- vogi, Guðnýju Guðmundsdóttur, fið'luleikará, til þess að koma fyrst fram á vegum félagsins. Undirleik annast Ásgeir Bein- teinsson, píanóleikari. Kúplingsdiskar i flestar gerðir bifreiða. Sendum í póstkröfu. Krístinn Guðnason hf. Klapparstíg 27. Sími 12314. Laugaveg 168. Sími 21965. ÚTSALA Okkar árlega haustútsala hefst á morgun. Stórlækkað verð á lífstykkjavörum og undirfatnaði. Lítilsháttar gallaðar lífstykkjavörur. —Fylgist með fjöldanum. Kaupið vörur fyrir hálfvirði. HM CHAMPION-KRAFTKVEIKJUKERTIN? Það er vegna þess að CHAMPIONKRAFT- KVEIKJUKERTIN eru með „NICKEL ALLOY" neistaoddum, sem þola miklu meiri hita og bruna og endast því mun tengur. ENDURNÝIÐ KERTIN REGLULEGA Það er smávægilegur kostnaður að endur- nýja kertin, borið saman við þá auknu benzíneyðslu, sem léleg kerti orsaka. Með ísetningu nýrra CAHMPION- KRÁFTKVEIKJUKERTA eykst aflið, ræs- ing verður auðveldari og benzíneyðsla eðlileg. Hvers vegna borgar sig að kaupa CHAMPION-KRAFTKVEIKJUKERTI? Ný Champion kerti geta minnkað eyðsl una um 10% NOTIÐ ÞAÐ BEZTA, CHAMPION KRAFT- KVEIKJU- KERTIN H.f. Egill Vilhjálmsson Laugaveq 118 - Sími 2-22-40 Vélritunar- og hraðritunarskóll NOTIÐ FRISTUNDIRNAR: Pitman hraðritun á ensku og islenzku. Vélritun — blindskrift, uppsetning og frágangur verzlunarbréfa, samninga o.fl- Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar og innritun í síma 21768. HILDIGUNNUR EGGERTSDÓTTIR, Stórholti 27. - Sími 21768

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.