Tíminn - 03.09.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.09.1967, Blaðsíða 3
WNNUBAGUR 3. sept. 1967. 3 TÍMINN í SPEGLITÍMANS ýíiýiíí Spáni og hefur tekið upp fyrri kunningskap við Ford-erfingj- ann Oharlotte, sem er dóttir Henry Ford og er nýskilin við grísk'an skiipakóng. Lynda Bird Johnson, hefur nú gefið þá yfirlýsingu, að George Hamilton komi ekki til með að verða tengdason ur Joihnsons forseta. Hefur Lynda sézt undanfarið með liðs foringja, sem starfar í sam bandi við Hvíta húsið og sjást þau1 hér á myndinni. George er hins vegar að spóka sig á * * i Baltimore a nú að tara að veita verðlaun þeim mönn um, sem handtaka fólk, sem hefur gabbað slökkviliðið. Verðlaunin nema um 10.000 krónum og ætlar slökkviliðs- stjórinn að fá þá peninga með því að hækka sektir. Á fimm mánuðum þetta ár hafði slökkviliðið verið gabbað 1400 sinnum og Var það jafnoft kallað út i verulega bruna. * ' Forseti alisherjarþings Sam einuðu þjóðanna, sem haldið verður í hayst, verður utan ríikisráðherra Rúmeníu, Cornei Manescu. Þetta verður í fyrsta sinn í tuttugu og tveggja ára sögu Sameinuðu þjóðanna, ið maður frá kommúnistaríki verður forseti allsherjarþings- ins. ★ Það varð uppi fótur og fit á kaffihúsi einu í Saint Ger- maine í París einn dag fyrir skömmu. Á kaffi'húsi þessu héldu til síðhærð ungmenni, og stúlkur ' stuttum pilsum og þröngum peysum og lá við að coca cola, sem þau voru að drekka. færi öfugt ofan í þau. þegar sjálfur forseti Frakk- lands birtist þar allt í einu og horfði fránum sjónum á hóp- inn. Hafði forsetinn fengið þá snjöllu hugmynd, að hann þyrfti að kynna , sér háttalag og siðferði sinna þegna og notaði tækifærið til þess að líta inn á veitingastað, þegar hann var að fara í kvöldverð- arboð þar í nágrenninu. Var þetta í annað sinn, sem for- setinn þáði heimboð einkaað- ila, síðan hann varð forseti. í bæði skiptin hefur hann kom ið þannig að hann vekti sem minnsta athygli. í fyrra skipt- * MMMMMMMMMnWr ið var nann næstum búinn að rnurka lifið úr hjartveikri ráðs konu, sem bjó í húsinu, sem hann fór í og tók á móti gest- Lnum. Hendur hennar sikulfu svo 'og titruðu, þegar hún tók við hatti forsetans, að hún gat ekki sett hatt hans á hilluna. * \ . Þrjú þúsund munðarlaus börn í New York bíða nú eftir því að vera tekin í fóstur. Um það bil helmingur þeirra er hvítur hinn kynblendingar. Það hei ur nú færzt meira og meira i vöxt i Bandaríkjunum, að þaf. fólk, sem er á móti kynþátta misrétti. taki að sér þeldökk börn, og enu nú yfirvöld í New York farin að fylgjast með því, að þessi börn séu ekki tekin 1 fóstur af fólii, sem einungis hyggst nota þau í sambandi við kynþáttaharáttu. ¥ Tala Suður-Vietnambúa sem kallaðir eru í herinn á hverj- um mánuði, er lægri en tala fallinna Bandaríkjamanna í Vietnamstríðinu. ¥ í næstu kvikmynd, sem Eliza beth Taylor leikur i, sést hún á tjaldinu í 25 mínútur, og fær hún fyrir það um það bil 17 milljónir. * Það er margt gert fyrir hunda og hundaeigendur um þessar mundir Nú er það ekki lengur vandamál fyrir hunda eigendur að fara í gönguferð með hundinn sinn þótt það, rigni, því að nú má fá regn hlff handa hundinum og er hún fest í hálsband hans. Fyrir nokkru var ballettinn Svana'vatnið sýndur í Metropol- itan óperunni og dansaði hin fræga enska dansmær, Morgot Fonteyn aðalhlutverkið. Voru undirtektir áhorfenda giifurleg ar og eftir sýninguna klöpp- uðu þeir og hrópuðu í 42 mín- útur. * Bandaríska mánaðarritið Eb ony, gaf nýlega út sérstakt ein tak um negraæskuna í Ameríku og er þar að finna ýmsar töl- ur svo sem að 80% þeirra negra sem koma til innritunar, eru sendir til baka, þar sem þeir eru ólæsir og óskrifandi 23% bandarjskra hermanna, í Vietnam eru negrar enda þótt negrar séu ekki nema 11 % af íibúum landsins. Meðalaldur svertingja ’ í Bandaríkjunum eru 20.4 ár, meðaialdur hvítra karlmanna er 28,2 ár. Meðal stúdenta, sem fá und- aniþágu frá herskyldu vegna náms eru 4% negrar. William Galamison, prestur í Harlem og sem berst af kappi fyrir því, að svertingjar geti geng ið í sömu skóla og hvítir, sagði eitt sinn: Svertingjabörn eiga að ganga í sama skóla og hvít börn, þótt ekki væri nema til þess að þau sæju, að það eru líika til heimsk hvít börn í Philadelþhiu voru 36% unglinga á aldrinum 14—19 ára atvinnulaus, samsvarandi töl ur í Washington voru 18% en af sjö leikmönnum í bezt borg aða atvinnubaseballliði Banda- ríkjanna eru fimm negrar. Kvikmyndaleiikkonan Shir ley Temple hefur nú ákveðið að bjóða sig fram á þing og fetar hún þar í fótspor leikar anna Ronalds Reagan og Ge- orge Murphy í stjórnmála- heiminum. Shirley er nú 39 ára gömul og gift Charles Black iðjöfri. Hér á myndun- um sjáum við nana eins og hún er í dag en myndin til vinstri er frá því árið 1939, en þá var Shirley fræg barna stjarna í kvikmyndum og er áreiðanlega frægasta barna- stjarna allra tíma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.