Tíminn - 03.09.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.09.1967, Blaðsíða 8
SUNNUDAGUR 3. sept. 1967. 1 \lý höft Stjómarblöðin fluttu þau tíð ndi síðastl. föstudag, að bank- mir hefðu minnkag gjaldeyr sskammt vegna utanlands- erða um helming. Áður voru >au búin að tilkynna, að bank irnir hefðu tilkynnt ferðaskrif tofunum, að eftirleiðis myndu >eir ekki veita gjaldieyrisleyfi, 'egna leiguskipa eða leigu- lugvéla, sem þær kynnu að •áða til ferðalaga. Tíminn sér Síður en svo istæðu til að deila á ríkis tjórnina fyrir þetta. En óneit mlega er þetta eitt af því, sem tjórnarflokkarnir lofuðu fyr r kosningar, að ekki skyldi mipið til, ef þeir héldu áfram neirihluta á Alþingi. Þá skyldu kki aukin nein gjaldeyris íöft. Slíkt yrði því aðeins gert, ið Framsóknarmenn kæmust stjóm. Það er auðvelt að gera sér í íugarlund, hvernig hefði verið ýkrifað um þessi nýju höft í Vlbl. og Vísi, ef Sjálfstæðis- ’lokkurinn hefði verið utan 'íkisstjórnarinnar. Þá hefði nú tieldur en e'kki verið bölsótazt yfir vaxandi haftafargani! Eftir hentug- leikum Daglega má nú lesa í stjórn arblöðunum, hve ástandið sé arðið alvarlegt í atvinnu- ^ og efnahagsmálum landsins. Á því hafa þó ekki orðið teljandi breyt íngar síðan fyrir kosningarn- ar. Þá vissu menn, að aflinn á vetrarvertíðinni hafði orðið með minna móti. Þá vissu menn um verðfallið á síldarafurðun- um. Þá töldu stjómarblöðin ástandið samt ekki alvarlegt. Það væri barlómur einn að mála það nokkuð dökkum lit- um. Það væru aðeins hrakspá dómar að halda því fram, að gera þyrfti róttækar efnahags aðgerðir í náinni framtíð. í skjóli þeirra fullyrðinga, að al-lt væri í bezta lagi, var svo lof að „víðtæku samkomulagi um verðlag og kaupgjald, er treysti gengi krónunnar, og tryggi atvinnuvegunum sam- keppnisaðstöðu, en launþeg- um batnandi kjör.“ (Ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokks ins). Nú er annað hljóð i stjórn arstrokknum eftir kosningarnar. Nú er reynt að mála ástandið eins svart og það var málað bjart fyrir kosningamar. Þá þurfti að fá menn til að trúa því, að allt væri i lagi. Nú á að fá menn til þess að sætta sig við kjaraskerðingu. En hver treystir mönnum, sem haga málflutningi sínum alveg eftir hentugleikum? Hallinn hjá Vlagnúsi í stjórnarblöðunum er nú lagt meginkapp á að telja mönnum trú um, að allir erfið leikar séu verðfalli og afla bresti að kenna. Gleggsta sönnunin um hið gagnstæða, er ríkisbú- skapurinn hjá Magnúsi Jóns- syni. Fyrstu sjö mánuði þessa TÍMINN Svifskipið við Ölfúsárbrú Mtnn og málofni árs urðu ríkistekjurnar nokkru meiri en á sama tíma í fyrra, m.a. vegna meiri inn- flutnings, nú en þá. Samt er hallinn á ríkisrekstrinum mörg um hundruðum millj. kr. meiri fyrstu sjö mánuðina í ár en í fyrra. Ástæðan er sú, að útgjöldin hafa aukizt um 700—800 millj. kr. Fyrirsjáan- legt er því, að þótt útflutn- ingsverðlag hefði haldizt svipað og aflabrögð orðið lík og á síð astl. ári, myndi hallinn hjá rík- inu samt hafa orðið mörg hundr uð millj. króna á þessu ári. Annað hvort hefði því orðið að gera, þótt afli og verðlag hefði verið óbreytt, að hækka ríkis- álögur um mörg hundruð millj. kr. á næsta ári, eða fella alveg niður niðurborganirnar. Slíkar eru afleiðingar þeirrar verðbólgustefnu, sem hefur ver ið fylgt seinustu árin. Hvers vegna tapaði !?iarni? Bjami Benediktsson segir frá því í seinasta Reykjavfkur bréfi, að greindur flokksbróð ir hans hafi óskað honum til hamingju með kosningaúrslit in, „en mest eigið þið þau að þakka,“ bætti þessi greindi maður við, „hversu léleg stjórn arandstaðan var.“ Nú er sannleikurinn sá, að stjórnarandstaðan hélt vel velli í kosningunum, því að heildar- atkvæðamagn hennar varð meira en í kosningunum 1963. ,En sá sem beið höfuðósigurinn í kosningunum, var Bjami sjálf ur. í því kjördæmi, þar sem hann bauð sig fram, ásamt varaformanni Sjálfstæðis- flokksins, fcapaði flokkurinn hvorki meira né minna en sjötta hverju atkvæði. Þess munu eng in dæmi, að forsætisráðherra hafi beðið slíkan persónuleg- an ósigur í kosningunum. Nú er spurningin þessi: Hvers vegna beið Bjarni slík- a'n ósigur, þrátt fyrir hina lé- legu stjórnarandstöðu? Var hann kannski enn lélegri? Vænt anlega fást skýringar í Reykja víkurbréfi Mbl. innan skamms. Sameining sveit- arfélaga Meðal þeirra mála, sem voru rædd á nýloknum landsfundi, Sambands ísl. sveitarfélaga var sameining sveitarfélaga. Þar komu fram mismunandi skoð anir, eins og vænta mátti. Senni lega kemur sá meðalvegur, sem rétt er að fara í þessum efn- um, allglöggt fram í grein, sem Bjarni Þórðarson, bæjarstjóri í Neskaupstað, ritar um þessi mál í seina-sta hefti Sveitar- stjórnarmála. Niðurstöður hans eru þessar: „1. Sameining sveitahreppa er æskileg, þar sem landfræði- legar og félagslega ástæður gera sMka sameiningu auðvelda. 2. Sameining hrepps, sem er tiltölulega einangraður frá öðr- um byggðum, af landfræðileg- um orsökum, við annan hrepp, er varhugaverð, sérstaklega, ef hreppur, sá, er sameinast skal, er til muna fjölmennari. 3. Sameining kaupstaðar (eða kauptúns) og sveitahrepps er miklum félagslegum erfiðleik um bundin, og líklega ekki tímabær. 4. Skilyrði til sameiningar kaupstaða er óvíða fyrir hendi á Austurlandi, og naumast tímabær, þar sem skilyrði virð- ast þó fyrir hendi. 5. Sameining sveitarfélaga verður að byggjast á vilja með- lima þeirra. 6. Skipulögð samvinna sveit arfélaga, t.d. innan hvers kjör- dæmis, er líkleg til mikils árang urs. Samvinna sveitarfélaga á takm-arkaðra svæði getur líka komið mörgu þýðingarmiklu til leiðar.“ Stærri heildir Rökin fyrir sameiningu hreppanna eru helzt þau, að stærri heildir áorka meiru en litlar. Þetta er vitanlega rétt. En spurningin er sú, hvort ekki sé æskilegt, að hér komi til sögunnar stærri heildir en 2—3 sameinaðir hreppar. í þessu sambandi er vert að benda á hugmyndina um fjórð ungssamtökin, sem þeir Hjálm- ar Vilhjálmsson ráðuneyt- isstjóri og Karl Kristjáns- son hafa reifað manna mest og bezt. Sumir vilja heldur binda slík samtök við núv. kjördæmi a.m.k. meðan þau haldast. Það skiptir kannski ekki aðalmáli, hvort miðað ‘er við fjórðungana eða kjördæmin en hitt er víst, að skipuleg samtök i stórum landshluta eiga að geta orðið honum til margvislegs framgangs. Þess vegna á ekki aðeins að gefa þessum hugmyndum aukinn gaum, heldur að hefjast handa um ákveðnari framkvæmd- ir en gert hefur verið til þessa. Dreifbýlið hefur sjaldan stað ið hallari fæti. Vörn þess er ekki sízt fólgin í því að efla sterkar samtakaheildir, hvort heldur sem þær verða miðað- ar við fjórðunga eða kjördæmi. á .Rétt þykir að taka undir það, sem höfundur Reykjavíkurbréfs Mbl, hefur að segja um Al- mannagjá. í Reykjavíkurbréf inu, sem birtist í Mbl. síð- astl. sunnudag, segir svo: „Af stjórnmálamönnum átti Jónas Jónsson mestan þátt i friðun Þingvalla, sem var býsna uriideild á sínum tíma. Þó að ýmis önnur verk Jónasar, hafi verið og verði með réttu mjög umdeild, þá verður honurn þetta verk seint fullþakkað. En um aukna náttúruvernd á Þingvöll- um er hlálegt að tala, á meðan látið er viðgangast að fjölfar- inn bílvegur haldist um sjálfa Almannagjá. Engu að síður berjast sumir ferðamálaleið togar og unnendur Þing- valla með hnúum og hnefum fyrir því, að vegurinn hald- íst óbreyttur. Er hann þó allt í senn stórhættulegur, náttúru- spjöll og svívirðing við mesta helgistað í sögu þjóðarinnar. í fyrra var sagt, að gjárvegurinn yrði aflagður, þegar búið væri að breikka veginn frá vegamót- um neðan við Öxarárfoss upp á Leirurnar. Sú vegabreikkun, getur ekki kostað nema sára- lítið fé, og sýnist því einungis skorta ákvörðun réttra aðila til að koma þessu í lag. Eftir að það hefur verið gert, munu allir sannfærast um þá ger- breytingu, sem á Þingvöll’ um verður við að friður og ró skapast kringum Lögberg og öll Almannagjá verður grasi gróin, eins og hún var frá önd verðu allt fram um síðustu alda- mót.“ Veiðin, sem ekki var farin I blöðum stjórnarandstæð- inga má nú stundum lesa það að Framsóknarmenn hafi Iwld- ið því fram, á undanfömum ár um, að hægt væri að gera allt í einu. Hér er staðreyndum al veg snúið við, eins og bezt sést á því,' að meginatriðið í baráttu Framsóknarmanna á seinasta kjörtímabili — hin leiðin svo nefnda — var krafan um að unnið yrði eftir skipulegri áætl- un, og það látið ganga fyrir, sem mest væri aðkallandi. Um þetta fórust Eysteini Jónssyni svo orð í þingræðu haust- ið 1965, þegar hann gerði fyrst grein fyrir hinni leiðinni: „Grundvöllurinn verður að vera sá, að gera sér grein fyrir þvi, hvernig þjóðin á að beita framkvæmdaafli sínu, þ.e. vinniu- og vélaafli — hver séu þýðingarmestu verkefnin sem þarf að leysa á þjóðarbúinu, til þess að efla þróttmikið atvinnu og menningarlíf í landinu. Þá kröfu verður að gera, að hægt sé að láta sitja fyrir að vinna þau verk á þjóðarbúinu, sem þegar fram í sækir, eru undir- staða nálega allra annarra verka. Má í því sambandi minna á skólamál, heilbrigðismál, rann- sóknir, og tilraunastörf og samgöngur á sjó og landi sem dæmi, en fjölmargt fleira kem ur til. Ekki má sætta sig við. að þýðingarmikil framleiðslu- starfsemi í landinu sé í mörg- um gremum lömuð og á ringul- reið vegna skorts á mannafla og rekstursfé, en verðbólgufram- kvæmdir sogi til sín vinnuafl- íð. Menn mega ekki halda, að hægt verðj að leysa þessi höf uðmálefni með nýjum álög- um, meiri lánsfjárhöftum minnkuðu rekstursfé, og ráð- Framhalö á 15 síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.