Tíminn - 03.09.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.09.1967, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 3. sept. 1967 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN B’ramkvæmdastjóri: Kristjáii Benediktsson Ritstjórar: Þórarlnn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndrlOl G Þorsteinsson Pulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- iýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofui t Eddu- iiúsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7. Af. greiðslusimi 12323 Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán tnnanlands — 1 lausasölu kr 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Verðstöðvunm Stjórnarflokkarnir hældu sér ekki af öðru meira í kosningabaráttunni en verðstöðvuninni, að gjaldeyris- varasjóðnum undanskildum- Þeir sögðu, að verðstöðvun- in sýndi, að ríkisstjórnin hefði náð föstum tökum á dýr- tíðarmálunum. Nú þurfti ekki annað en að byggja á þeim trausta grunni, sem hefði verið lagður með verðstöðvun- inni. Það er því ekki úr vegi að athuga hversu traustur þessi grundvöllur er. í seinustu viku gerðist atburður, sem skýrir það nokkuð. Samkvæmt útreikningi Hag- stofunnar átti framfærsluvísitalan að hækka um tvö stig, mest vegna hækkunar á skattaliðnum. Ef framfærslu- vísitalan hefði hækkað um tvö stig, hefði kaugjaldsvísi- talan hækkað einnig og víxlhækkanir verðlags og kaup- gjalds þannig byrjað að nýju. Til^að koma í veg fyrir þetta, ákvað ríkisstjórnin að auka niðurborganir á kjöti, sem svaraði þessum tveimur vísitölustigum. Það er með þessum hætti, sem ríkisstjórnin hefur tryggt verðstöðvunina. Nýjum hækkunum hefur verið mætt með auknum niðurborgunum úr ríkissjóði. En hvað traustur er sá grundvöllur? Hver er geta ríkissjóðs til að standa undir sivaxandi niðurborgunum? Enn er verðfallið og aflabresturinn ekki farin að hafa áirrif á afkomu ríkissjóðs, eins og sést á því að innflutn- ingur er meiri fyrstu sjö mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. Tekjur ríkissjóðs eru líka nokkru meiri fyrstu sjö mánuðina í ár en í fyrra. En samt er hallinn á ríkissjóðnum mörg hundruð milljónum kr. meiri nú en þá, þegar miðað er við þessa sjö mánuði. Megin- ástæðan eru hinar stórauknu niðurborganir og uppbæt- ur, sem hafa aukið útgjöldin þessa fyrstu sjö mánuði um mörg hundruð milljónir kr. Allur tekjuafgangur ríkis- ins frá síðastl. ári er nú eyddur og miklu meira. Fyrir- sjáanlegur er margr.a hundraða milljóna króna halli á nkisrekstrinum, þótt þróunin yrði hin sama síðari hluta ársins og á sama tíma í fyrra. Því miður eru horfur á að hún verði óhagstæðari. Niðurgreiðslur, sem skipta fleiri hundruðum milljóna, byggjast í dag algerlega á skuldasöfnun hjá ríkinu, og verður svo framvegis, ef nýrra tekna verður ekki aflað. Tekjuafgangurinn frá í fyrra, sem allt átti að byggjast á, er löngu eyddur. Það er því augljóst, að verðstöðvunin hefur frá upp- hafi verið byggð á tekjuöflun, sem ekki er til. Hún var hrein bráðabirgðaráðstöfun, sem gripið var til fyrir kosn- ingar, til að leyna þjóðina því, hvernig komið var. Hefði verið heiðarlega unnið, átti að tryggja strax tekjuöflun til að rísa undir henni, því að þá hefðu menn séð, hvern- ig komið var En það mátti ekki sjást fyrir kosningar. Þess vegna var gripið til þess að safna skuldum til að mæta henni, í von um að svikataflið kæmi ekki í Ijós fyrr en eftir kosningar En nú er komið að skuldadögunum. Nú verður þess- um blekkingaleik ekki lengur haldið áfram Og þá er gripið til nýs blekkingaleiks. Nú á að kenna verðfalli og aflaleysi um, hvernig komið sé Meginástæðan er hins vegar sú, að allt kapp var lagt a að blekkja þjóðina og leyna staðreyndum fram yfir kosningar. Nú verða afleiðingar óðaverðbólgunnar, sem stjórnar- stefnan hefur valdið, ekki lengur leyndar þjóðinni. TÍMINN » ERLENT YFIRLIT Robens og Melchett voru báðir valdir af andstæðingum sínum Lávarðarnir, sem stjórna stærstu ríkisfyrirtækjunum í Bretlandi Melchett lávarður FOHSTJ ÓRAR tveggja stærstu ríkisfyrirtækjanna í Bretlandi, kolanámanna og stálverksmiðjanna, eiga að ýmsu leyti ólíka sögu. Að einu leyti likist þó saga þeirra á vissan hátt. Melohett lávarður er íhaldsmaður, en það er ríkisstjórn Verka- mannaflokksins, sem ræður hann til að gegna þvi mikla trúnaðarstarfi að stjórna hin um þjóðnýttu stálverksmiðj um. Robens lávarður var þingmaður fyrir Verkamanna- flokkinn, þegar ríkisstjórn Éhaldsflokksins gerði hann að yfirmanni kolanámanna, sem höfðu þá verið þjóðnýttar fyr- ir skömmu. Þetta tvennt sýnir Bretum til mikils lofs, að þeg ar valið er í hinar þýðingar mestu trúnaðarstöður, eru menn valdir eftir hæfileiikum, en ekki pólitískum litarhætti. BINS og nýlega var sagt frá í þessum þáttum. kom þjóðnýting 90% allra stál- verksmiðja í Bretlandi til fram kvæmda fyrir rúmum mánuði. Það skiptir vitanlega miklu fyrir ríkisstjórn Verkamanna floikksins, að þessi framkvæmd heppnist vel. Samkvæmt íslenzk um venjum hefði þótt eðlilegt að Wilson gerði einhvern trú an flokksmann að yfirmanni þessa risafyrirtækis. En Wil son fór ekki þessa leið. Hann valdi reyndan fjármálamann, sem að vísu hefur ekki haft mikil afskipti af stjórnmál- um, en hefur þó alltaf verið eindreginn fylgjandi íhalds- flokksins. Melchett lávarður er 42 ára gamall. Afi hans, Alfreð Mond, sem var af þýzkum ættum stofnaði hið kunna stórfyrir tæki Imperial Ohemical Industries, og hlaut að laun um brezkan lávarðartitil. Þenn an titil erfði Melohett lávarð- ur, þegar eldri bróðir hans féll í stríðinu. Melchett lávarð ur stundaði nám í Eton og síðan í Cambridge. Hann mun ekki hafa haft sérstakan áhuga fyrir náminu, og a.m.k. hampar hann ekki neinum próf titli. Hann fékkst fyrst við bú skap en sneri sér síðan að bankamálum og var orðinn framkvæmdastjóri í þekktu bankafyrirtæki, þegar hann var 24 ára gamall. Síðan hef ur hann verið með umsvifa- mestu mönnum í fjármála heiminum í City, en svo nefn ist það borgarhverfi Þund- úna, þar sem flestir aðal- bankar og fjármálastofnanir, Bretlands eru. Hann er sagður áhugasamur um ólíkustu' mál efni og eiga marga áhrifa mikla vini, því að hann tek- ur mikinn þátt í samkvæmis lífinu. Líklegt þykir að þetta verði honum til styrktar í hinu nýja starfi hans. ÞAÐ ÞÓTTl mikið vanda- verk, þegar það féll í hlut Mac millans að velja hinum ríkis- reknu kolanámum nýjan fram kvæmdastjóra Þetta gerðist árið 1961. fhaldsmenn höfðu á sínum tíma verið þjóðnýt unni mótfallnir, en létu þá kyrrt liggja, eftir að þeir komu til. valda. Því skipti það miklu máli fyrir Macmillan, að hon- um tækist umrætt val vel, m.a. til að tryggja góða sambúð við námumennina. Hann fókk al- menna viðurkenningu fyrir val ið á „Alf“ Robens. Þegar Robens var skipað ur framkvæmdastjóri kola- námanna, sat hann á þingi fyr ir Verkamannaflokkinn. Hann varð að afsala sér þing mennsku, en var sæmdur lá- varðartitli í staðinn, svo að hann getur mætt í lávarða- deildinni, og látið þar til sín heyra. Robens er nú 57 ára gam- all. Hann hefur ekki aðra skóla menntun en barnaskóla- menntun. Hann varð ungur starfsmaður verkalýðsfélag- anna, síðar borgarfulltrúi f Manohester og þingmaður. Hann átti sæti í stjórn Attle es Í951 sem verkalýðsmála ráðlherra. Dugnaði hans, fjöri og lagni hefur löngum verið viðbrugðið. Hann var einn af vinsælustu leiðtogum Verkamannaflokksins, þegar hann lagði pólitík á hilluna, og báru því ýmsir Macmillan það á brýn, að ,hann væri ekki eingöngu að hugsa um rekstur kolanámanna, þegar hann fól Robens stjórn þeirra. Hann væri einnig að losa sig við hættulegan and- stæðing. Framhald á 15. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.