Tíminn - 03.09.1967, Qupperneq 6

Tíminn - 03.09.1967, Qupperneq 6
TÍMINN SUNNUDAGUR 3. sept. 1967. Jóhanna Kristjónsdóttir: Ár í Grikklandi I Á hverju Sifir blessað fólkið? í Dúafani hugsaði enginn um byltingiu. Þar reyndu menn bara að hafia í sig og á. Aðal- lega kvenifólkið, því að karlarnir tóku lífinu með ró og þann tíma, sem við bjuggum í þorpinu, sá- um við varla nema tvo til þrjá karlmenn sem tóku til hendinni. Díafani er minnsta og frum- stæðaista þorpið á eyjunni Karpa- thos. Sú eyja liggur um það bil miðja vegu milli Ríhodos og Krít ar. Það þykir gott, að Grikkir kannist við eyjuna, hvað þá út- lendingar. Um fjögur hundruð sálir búa f Díafani og við komumst aldrei að raun um, á hverju þetta fólk l'ifði. Einn eða tveir smábátar voru til í þorpinu og stundum var róið til fiskjar. Þeir voru nokkra sólahhringa úti og komu sigri hrós andi að landi þegar þeir höfðu fengið fáeina smiáfiska, sem þeir seldu dýrt. Það var lúxus að kaupa fisk, kilóið kostaði meira en feit hæna. Allir höfðu sagt okbur, að Ijúffengari sjávardýr fyrMyndust hvergi, og því var mikil eftirvænting að bragða á. Þiegar við höfðun valið úr þrjá vænstu fiskana, sem hver hefur naumast verið lengri en 15—20 sentimetrar og eftir því mjóslegn ir, tók Fúlla að sér að kenna rniér að steikja fiskana. Fyrst þvoði hún þá og skrúbb- aði við þorpsbrunninn og auðvit- að bomu öll börnin og hópur af sitútungskerlingum að horfa á. Þær giáifu' góð ráð og leiðbeining- ar og sumar skutu því að mér, að ég skyldi leita til þeirra næst, þær voru efins um, hvort Fúlla væri hæf til að takast þetta á byrgðarstarf á herðar. Loks þegar Fúlla hafði nuddað og hreinsað fiskinn var hann settur á rist, sem lögð var sam- an utan um fiskana og þá var hægt að hefja stei'kingu. Hún fór fram yfir útieldi og Fúlla hélt ristinni yfir hlóðunum og sncri fiskinum í ákafa í röskan klukku- tíma. Eftir því sem lengra leið fannst mér ég bókstaflega sjá fisk ana þorna og rýrna og þegar Púlla sagði, að nú væri matur- inn tilbúinn og fór að losa hann úr ristinni, varð megnið eftir, klínt við teinana. En ég hljóp inn með þennan forvitnilega fiskrétt, diskar tínd- ir fram, skornar nokkrar sneiðar af harða, brúna brauðinu sem konurnar baka í útiofnunum, og er raunar vita bragðlaust og svo var reynt að borða fiskinn. Okk- ur þótti lítið til þessarar bragð- lausu beinahrúgu koma og stóð- um súr og svöng upp frá borð- um. Þegar við vorum að skirpa út úr okkur síðustu bitunum kom Fúlla askvaðandi til að láta okkur hrósá matseldinni. Mataræði er annars fjarskalega fábreytt í Díafani. Morgunmatur þekkist ekki, hins vegar drekka þeir kaffi á kaffilhúsunum frá morgni til kvölds. Hádegismatur brúnt brauð, sterkur geitaostur og stundum vatn. Við keyptum okkur stundum hænu, þeir bótt- ust sjá við værum að minnsta kosti milljópamæring-ar að bprða. kjöt í tíma og ótfma. Á kvoidin er hrísgrjónamall, soðið í tómat, meira bruuð og vatn. Stundum leyfa þeir sér þann munað að fá gömlu konuna á kaffihúsinu til að matreiða smáfugla. Þá þyrpast allir þangað, sitja fyrir dyrum úti, borða kryddaða fuglana, ólívur, brauð stöku sinnum fiska. Með þessu drekka þeir úsó, skósmið- urinn spilar á líruna og karlarn- Jökull Jakobsson, rithöfund ur, og kona hans, frú Jóhanna Kristjónsdóttir, hafa dvalizt nærfelit ár í Grikklar.vii og eru nýkomin heim. Hafa þau því að sjálfsögðu frá mör",u að segja. Tíminn hefur beðið frú Jóhönnu að skrifa nokkrar greinar í blaðið um dvölina í Grikklandi, daglegt líf þar og að sjálfsögðu hljóta að koma þar við sögu þeir atburðir, sem þar hafa orðið á síðasta missiri, og fslendingar hafa fylgzt með af áhuga en þó ugn;andi og kvíðnir. — Birtist fyrsta grein frú Jóhönnu í dag- ir syngja hástöfum. Einn hafði komizt yfir segulband á ferðum sínum um heiminn, þeir höfðu miikið gaman af því og þegar hann spilaði fyrir þá bandið, sló þögn á mennina í kring og þeir hlýddu á með óskiptri athygli. Önnur eins töfrabrögð höfðu þeir aldrei vit- að, en alltaf held ég þeir hafi grunað hann un, að brögð væru í tafli. Díafani og systurþorp þess, 01- ympos, sem liggur hátt uppi í fjöllunum, eru einu staðirnir í Grikklandi, þar sem konur ganga í þjóðbúningum hversdaga. Þetta eru síðir hvítir kyrtlar úr grófu lérefti, blómaútsaumur í háls og við faldsins. Utan yfir eru konurn ar í dökkbláum strigajökkum, hné síðum, sjálfsagt einkum til hlífð- ar og hversdagsjakkarnir venju- j lega stagbættir. Á höfuð hnýta konurnar trvo eða þrjá stóra svarta skýluklúta. gjarnan með rósaút- flúri, eftir kúnstarinnar reglum. Auk þess eru ótal svuntur undir og yfir jakkanum, tivö þrjú belti erc hnýtt utan yfir jakkann, þeg- ar allt annað er komið. Meðal þeirra sem við kynnt- umst bezt í Díafani var aðal at- hafnamaður plássins, Prótópapas Vassilis. Hann átti fáeina smá- báta, eina búðarholu, kaffihús og var að byggja hótel. Hann var annar tveggja karlmanna, sem ég sá vinna. Hann var og eini mað- urinn, sem við rákumst á allan tímann í Grikklandi, sem langaði til að læra fáein orð í íslenaku. Kannski til að geta tekið heim- ilislega á móti löndum, ef þeir skyldu villast í þennan stað. Vass- ilí bauð okkur að Kúla kona hans skyldi aðstoða okkur við matargerð fyrstu dagana. Hún Rfnúlla og sonurinn Nikulás. Hún er klædd þióðbúningi af þeirri gerð, sem talað er um i greininni. væri mesta undramanneskja í að búa til gómsætustu rétti úr engu. Svo að Kúla kom og sagðist ætla að kenna mér að elda súpu, mjög einfalda og þyrfti eiginlega ekkert í hana nema vatn. Fáeina súputeninga, ögn af salti, safa úr einni sítrónu eða svo, tvo bolla af hrísgrjónum, slatta af smjöri, þrjú eða fjögur egg, litla dós aif tómat krafti og ef ég ætti afgang af hænunni frá um hádegið. Eftir því sem matargerðinni miðaði á- fram hafði ég hlaupið fjórar eða fimm ferðir milli búðanna þriggja í þorpinu tii að ná í efnið í þessa naglasúpu. Súpan var dálítið ein kennileg á bragðið, meira að segja átvaglið Kanelja heimilis- köttur, vildi ekki sjá hana, þegar við buðum henni ríflegar leifarn- ar. Vassilá tók að sér að leiðbeina okkur í grísku, meðan Kúla eld- aði. Hann varð sér úti um staf- rófskver og lét okkur lesa. Hann var stórhrifinn af árangrinum, þeg ar við gátum stautað okkur fram úr fyrsti. síðunum: Anna á bolta. Hún lei'kur sér. Boltinn er rauður. Jorgo á ekki bolta. I ísland er ekki sérlega þekkt í Díafani. En allir hafa heyrt um Skandinavíu og túrist- ana, sem þaðan streyma til Rhod- os. Þeir vita líka, að velmegun á Bhodos er meiri en annars stað- ar í Grikklandi og allt er þetta fólkinu frá Skandinavíu að þakka Þess vegna hafa þeir ráðizt í að hefja byggingu á a.m.k. þremur „hótelum“ í þorpinu. Hves veit nema að því komi, að Skandi- navar verði þreyttir á Rhodos og leiti til Karpathos. Þessi hótel eru öll í smíðum og útlit fyrir, að þau verði allfrábrugðin venjuleg um hótelum. Vinnubrögð við bygg ingar þessar sömuleiðis. Enda er ekki unnið nema endrum og eins. Það liggur ekkert á með þetta frekar en annað og hrædd er ég um, að langur tími líði unz þorps búar geta boðið gerspilltum sænsk um ferðamönnum upp á Rhodos þægindi, Auk þess vantar bað- strönd. Þeir hafa heyrt að fólkið hafi gaman af að sulla í sjónum og nú ræða þeir öðru hverju um, hvort ekki verði hægt að gera ráð- stafanir til að uppfylla óskir ferðamannanna, þegar þar að kemur. Þangað til niðurstaða er fengin halda þeir áfram að hella úr rusladunkunum sínum í fjör una, sem auk þess er vinsælt al- menningssalenni. Það er ein gata í Díafani og kvenfólkið var að malbika hana látlaust meðan við bjuggum þar- Einn karlmaður stjórnaði verkinu. Hann sat á húströppum og æpti skammir til kvennanna, ef honum fannst verkinu miða seint. Allar konur i þorpinu höfðu gengizt undir að leggja fram 3—7 daga vinnu endurgjaldslaust að sjálf- sögðu — við gatnagerðina. Þœr byrjuðu klukkan sex á morgnana og voru að fram í myrkur. Gat- an hefir verið rösklega hundrað metrar, þegar við fórum hafði ver ið lokið við um tuttugu metra og þótti frábært. Búðirnar eru svipaðar og kram búðir íslenzkar hafa líklega verið Um miðja síðustu öld. Þar ægir öllu saman og virðist þó fátt eitt vera til, einkum hvað matvörur snertir. Hins vegar eru fullar hill ur af Tide þrottadufti, sömuleiðis voru allar búðir vel birgar af hannyrðavörum. Rafmagn er óþekkt fyrirbœri, en einstaka menn hafa þó heyrt þess getið. Pósthús er ekki, sími í einu húsi, bílar engir. Enda eru þeir þarflausir. Þarna anna asn- ar öllum þeirra störfum og auk þess lítið að gera við bíl, þar sem engar eru göturnar. Vatn er af skornum skammti. Þó hef ég hvergi séð fallegri þvott, sjálf virku þvottavélarnar okkar skila naumast jafn tandurhreinum þvotti og konurnar í Díafani. Stundum komu fáein kíló af appelsínum og þá var slegizt um hvert stykki. Einu sinni komu tvö kíló af banönum og varð uppi fótur og fit. Við þustum upp í búðina til Fonteny og ætluðum að kaupa fáeina handa börnun- um. Þá höfðu dætur frúarinnar lokið við þessi tvö kíló utan háif- an banana, sem Fonteny tókst að ná af þeirri yngstu og seldi okk- ur fyrir „vægt verð“. Annars hygg ég, að þeir í Día- fani verði ekki lengi að komast á lag með að hafa gott upp úr ferðafólki. Þann tíma sem við dvöldnm þar, voru ýmsar vörur farnar að hækka grunsamlega í verði. Til dæmis eldspýtur, sem hvergi fyrirfinnast lélegri en í Grikklandi — fsland meðtalið — kostuðu sem svaraði 1 krónu, þeg ar við keyptum fyrstu stokkana. Síðan fóru eldspýturnar smáhækk andd og voru komnar í a. 3 krón ur undir lokin. Sömu sögu var að segja af eggjum, kaffi og smjöri. Þarna voru tvö kaffilhús, hvorki sérlega nýtízkuleg né vel búin. Annað rak Vassilí, hitt var við sjóinn, aldrei vissi ég, hvað gamla konan hét, sem stjórnaði þar. Við vorum góðir kúnnar á báðum stöð unum, en aldrei fengum við að borga sjálf kaffið okkar. Alltaf voru einhverjir, sem vildu endilega bjóða þessum skrítnu fuglum upp á kaffi. Eingöngu tyrkneskt kaffi var á boðstólum, griðarsterkt og bragðmikið. Vatns glas var borið með — að minnsta kosti þegar vatn var að hafa. Kaftfibollinn kostaði um 2 krónur, svipaður skammtur og á Mokka'. Verðmunur nokkur eins og sjá má. Þeir veltu ekki mikið fyrir sér menningunni og heimsmálunum þama í plássinu. En í stjórnmál- um voru þeii vissir í sinni sök. Allir — nema Vassili, sem var konungsmaður — voru æstir stuðningsmenn Papandreus. Til að vinna hug og hjarta þorpsbúa þarf ekki annað en fara nokkrum viðurkenningarorðum um Papand reu, þá er maður orðinn einn af þeim. Þeir voru ekki eins ánægðir með soninn, Andreas. Höfðu gi*un um, að hann væri fúil öfga- sinnaður og ekki öllu trúandi, sem hann segði. En Papandreu eldri var þeirra hetja. Þeir urðu blíðir og viðkvæmir í augunum, þegar þeir töluðu um hann. — Það sem hefur verið gert i þessu iandi og fyrir þetta land, sögðu þeir, það hefur hann gert. Það sem ekki hefur verið gert — það er ekki hans sök. Andstæð- ingar hans þekkja hug fólksins, þeir vita, að hann er maður al- þýðunnar- þeir hafa reynt að koma í veg fyrir að áforn hans næðu fram að ganga, reynt að spilla fyrir honum og gera hann

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.