Alþýðublaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 2
2
Laugardagur 14. nóvember 1987
LÍTILRÆÐI m
Flosi Ólafsson skrifar PSr
AF TÝNDUM SAUÐUM OG OLÍULEKA
Það er einsog allir hlutir I lífinu og tilver-
unni hafi tilhneigingu til að skekkjast: hús,
hallir og turnar, hryggsúlan i mannfólkinu,
tölur, útreikningar og afstaða himintungla.
Allt milli himins og jarðar einlægt að
skekkjast, sumt hratt, annað hægt, einsog
gengur og gerist.
Bókhald virðist skekkjast meira, oftar og
hraðar í íslensku nútímaþjóðfélagi en fiest
annað. Mér er nær að halda að farið sé að
líta á bókhaldsskekkjur einsog sjálfsagðan
hlut, svona einhverskonar náttúrulögmál.
Sem betur fer hafa menn sett sér bók-
haldsskekkjumörk, svolítið misstór eftir því
hver á í hlut, og þess vegna eru íslenskir for-
retningsmenn ekki meira og minna undir
lás og slá.
Ég veit ekki af hverju mér dettur þetta í
hug núna að afloknum leitum, réttum og
haustslátrun, þegar eftirleitin stendur sem
hæst, semsagt leitin að því sauðfé sem bú-
ið er að slátra og borga rándýra húsaleigu
fyrirárum saman — einsog plagsiðurerhér-
álandi, áður en þessi matvara er sett á mark-
að. Að ekki sé nú minnst á styrki, afurðalán
og hvað það nú allt heitir.
Venjulegt fólk er svo grunnhyggið að það
heldur að kjöt, sem komið er í frystigeymsl-
ur, hlaupi ekki áfjöll, en það er nú öðru nær,
einsog dæmin sanna.
Um daginn var þjóðinni tilkynnt að 700
tonn af kindakjöti vantaði í frystigeymslurn-
ar, en það er svona gróft reiknað um 45.000
— fjörutíu og fimm þúsund — lömb.
Auðvitað urðu allir himinlifandi yfirþví að
skrokkarnir skyldu hverfa af sjálfsdáðum.
Viö það losnaði þjóðin að sjálfsögðu við
þann tilkostnað sem er því samfara að aka
45.000 skrokkum á haugana en þangað hef-
ur leið þessarar afurðar legið uppá síðkast-
ið, eftir að búið er að greiða sanngjarna
húsaleigu fyrir hana í nokkur ár.
Þegar lömb hlaupa með þessum hætti á
fjöll eftir að búið er að slátra þeim, er það
stundurh kallað rýrnun og stundum bók-
haldsskekkja. í þessu tilviki ertalið að bæði
hafi komið til rýrnun og bókhaldsskekkja,
sem betur fer.
Já nú var semsagt kátt í höllinni þegar
Ijóst varað kjötfjalliöyrði 700tonnum lægra
en það hefði orðið ef kjötið hefði ekki týnst.
En Adam var ekki lengi í Paradís.
Afurðadeild Landsbankans heimtaði að
aftur yrði talið og þá kom í Ijós að mistalist
hafði um 35.000 skrokka.
Það vantaði semsagt ekki 700 tonn, held-
ur 150 tonn, sem eru nú ekki nema skitnir
10.000 skrokkar (ef miðað er við kjör-fall-
þunga — 15 kg — í ár). Og það er „langt inn-
an skekkjumarka“, einsog þeir sem leigja
skrokkunum orða það.
Og persónulega get ég tekið undir það.
Það er að blása upp tittlingaskít að vera að
gera veður útaf því þó tíuþúsund lambs-
skrokkar hverfi sporlaust á leiðinni frá
bændum til neytenda.
En smámunasemin lætur ekki að sér
hæða. Nú heimtar framkvæmdanefnd bú-
vörusamninga að aftur verði talið og nú eru
allirað vonaað sem allraflest lömb hafi lall-
að sjálf á haugana eftir að búið var að slátra
þeim, koma þeim fyrir í frystigeymslum og
borga húsaleiguna.
Og spurningin er ekki um það hve mörg
lömb taki þannig ómakið af starfsmönnum
sorphreinsunarinnar, heldurhve margirtug-
ir þúsunda af sláturfé bænda.
En það týnist fleiraen sláturfé. Nú erbúið
að týna 75.000 lítrum af hráolíu úrolíugeym-
um varnarliðsins við Ytri-Njarðvík og Kefla-
vík.
Bara horfin sporlaust.
Lang líklegast er talið að olían hafi lekið
úr 350 metra langri leiðslu sem liggur frá
olíutönkunum, en ekki enn Ijóst hvert.
Nú liggja menn á bæn áSuðurnesjum og
biðja til guðs að olían hafi horfið af sjálfu
sér úr tönkunum — einsog kindakjötið —
því þá er frekar von til þess að Keflvíkingar
og Njarðvíkingar þurfi ekki á næstunni að
drekka hráolíu eða hráolíublöndu í staðinn
fyrir ómengað vatn.
Og guð hefur bænheyrt þetta fólk, því
hvergi er vott af olíu að finna í jarðveginum.
Leiðslan er alheil.
Heilar leiðslur hafa þó, öðru jöfnu, á sér
tvö göt. Gat sem olía lekur inní og gat sem
olía lekur útúr.
Gatið sem olían lekur útúr getur valdið
miklum spjöllum, ef þess er ekki vandlega
gætt að láta olíuna leka útúr því gati innl
eitthvert annað gat, til dæmis gat á olíu-
tanki.
Raunar var það einhvers konar heldri-
mannasport hér fyrr á árum að láta olíu frá
hernum leka í tankasem voru í einkaeign ís-
lendinga.
Sá leikur varð einmitt upphafið að um-
fangsmiklu máli sem kallað var „olíumálið"
og margirgóðir menn og jafnvel bestu synir
þjóðarinnar voru viðriðnir.
Leikni í þeirri íþrótt að koma gersemum
vallarins útfyrir girðinguna í skjóli nætur er
sjálfsagt enn sem fyrr fyrir hendi. Og víst er
að æfingin skapar meistarann.
Mikið undurværi nú gaman ef nýtt olíu-
mál væri í uppsiglingu: þjófnaðir, fjárdrátt-
ur, skjalafals, gjaldeyrissvik, bókhaldsfals-
anir, sektir og fangelsi.
Ef til þess kemur, vonar maður bara að
sakirséu fyrntarhjáþeim sem gæfu báru til
að byrja á þessu nógu snemma og hættu I
tæka tíð.
Mest gaman væri þó ef olían hefði horfið
gersamlega sporlaust, einsog fyrir tilstilli
æðri máttarvalda, og af sjálfu sér, einsog
lambakjötið.
Ég veit ekki af hverju mér dettur núna í
hug þýski stjórnmálamaðurinn sem fannst
látinn á stéttinni fyrir framan háhýsi í Mun-
chen á dögunum.
Hann hafði fallið af tíundu hæð, var með
hníf í bakinu og svöðusár í hnakkanum og
skotsárá brjósti. Við krufningu kom í Ijós að
umtalsvert magn af arseniki var í innyflun-
um.
í frétt af þessum atburði hér heima var
sagt að lögreglan væri að rannsaka, hvort
dauða mannsins hefði borið að með eðlileg-
um hætti.
Arnarflug og KLM
- Til yfir 130 borga í 77 iöndum