Alþýðublaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 23
Laugardagur 14. nóvember 1987 23 SMÁFRÉTTIR Doktorsvörn Þórir Dan Björnsson ver doktorsritgerð sína, sem læknadeild Háskóla íslands hefur áður metið hæfa til doktorsprófs, laugardaginn 14. nóvember. Heiti ritgerðar- innar er Clinical Pharmaco- logy of Heparin: Studies on its Pharmacokinetics and Pharmacodynamics. Andmælendur af hálfu læknadeildar verða Magnús Jóhannsson prófessor og Sigmundur Magnússon dósent. Deildarforseti lækna- deildar, prófessor Ásmundur Brekkan, stjórnar athöfninni. Doktorsvörnin fer fram í Odda, stofu 101, og hefst kl. 14.00. Öllum er heimill að- gangur. Barnabóka- kynning Borgarbókasafn Reykjavík- ur gengst I samvinnu við bókaútgáfuna Vöku-Helgafell fyrir kynningu á barnabókum laugardag. Kynningin verður í Bústaðasatni kl. 13.30 og ( Borgarbókasafn- inu í Gerðubergi kl. 15.30. Rithöfundarnir Guðmundur Ólafsson og Kristín Sveins- dóttir munu lesa úr nýút- komnum bókum sínum. Kristfn úr bókinni „Fransk- brauð með sultu“ og Guð- mundur úr bókinni „Klukku- þjófurinn klóki.“ Þau hafa bæöi hlotið verðlaun úr Verð- launasjóð (slenskra barna- bóka, sem stofnaður var 1985 í tilefni af 70 ára afmæli Ármanns Kr. Einarssonar. Hlutavelta og flóamarkaður verður í Hljómskálanum í dag 14. nóv. kl. 14. Lúðrasveitakonur Tíunda konan vígð til prests á íslandi Yrsa Þórðardóttir, guðfræð- ingur verður vígð til prests- þjónustu af settum biskupi Islands, séra Sigurði Guð- mundssyni, á morgun sunnu- dag 15. nóvember. Athöfnin verður ( Dómkirkjunni í Reykjavlk og hefst kl. 11.00. Yrsa hefur verið kjörinn prest- ur I Hálsprestakalli I Þingeyj- arprófastsdæmi. Vlgsluvottar eru allar vígð- ar konur og er það (fyrsta skipti hérlendis að svo sé. Móöir vígsluþega, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, lýsir vlgslu en aðrir vlgsluvottar eru systir Yrsu, séra Dalla Þórðardóttir á Miklabæ, for- veri Yrsu á Hálsi séra Hanna María Pétursdóttir í Skálholti og séra Miyako Þórðardóttir prestur heyrnleysingja. Altar- isþjónustu auk biskups ann- ast séra Hjalti Guðmunds- son. Guðni Þ. Guðmundsson og Dómkórinn leiða kirkju- söng. Auður Eir var fyrsta ís- lenska konan sem var vígð til prests, árið 1974. Næst í röð- inni var dóttir hennar séra Dalla Þórðardóttir. Nú er röð- in komin að annarri dóttur- inni. Yrsa er tíunda konan sem tekur prestsvígslu hér- lendis. Hún er 25 ára gömul, dóttir Auöar Eir og Þórðar Arnar Sigurðssonar M.A. Hún lauk guðfræðiprófi frá Há- skóla íslands nú f haust og er eiginmaður hennar Carlos Ferrer, sem mun væntanlega Ijúka guðfræðiprófi um næstu áramót. Auglýsing Kjararannsóknanefnd opinberra starfsmanna óskar eftir að ráða mann til starfa fyrir nefndina. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun eða reynslu á sviði hagfræði, viðskiptafræði tölfræði eða talnavinnslu. Um getur orðið að ræða ráðningu í hlutastarf eða fullt starf. Umsóknum skal skilað til: Kjararannsóknanefnd opinberra starfsmanna b/t. fjármálaráðuneytið Arnarhvoli Reykjavík Laus staða Staða Ijósmyndara, sem hafa skal umsjón með myndastofu Landsbókasafns, er laus til umsóknar og verður ráðið I hana frá næstu áramótum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneyt- inu fyrir 10. desember næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 11. nóvember 1987 REYKJHJÍKURBORG £<iu&vt Stödwi Heimilisþjónusta fyrir aldraða Starfsfólk óskast í heimilishjálp, heilsdagsstörf/ hlutastörf. Hentugt fyrir húsmæður og skólafólk. Upplýsingar í síma 18800. Þaðerdýrt rafmagnið sem þú dregur að borga Rafmagn er svo snar þáttur í lífi okkar að við veitum því varla athygli. Flest heimilistæki og vélar á vinnustað ganga fyrir rafmagni og við erum svo háð þeim að óbeint göngum við sjálf fyrir rafmagni. Þessu ,,sjálfsagða“ raf- magni er dreift til okkar af rafmagnsveitu. Rafmagnsveita Reykjavíkur leggur metnað sinn í stöðuga og hnökralausa dreifingu til neytenda. Dreif- ingarkostnaður greiðist af orkugjaldi. * Ogreiddir reikningar hlaða á sig háum vaxtakostnaði sem veldur því að rafmagnið er nær þriðjungi dýrara hjá þeim skuldseigustu — þar til þeir hætta að fá rafmagn. Láttu rafmagnsreikninginn hafa forgang! RAFMAGNSVEIIA REYKJAVlKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMIÓ86222 ARGUS/SÍA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.