Alþýðublaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 7
Laugardagur 14. nóvember 1987 7 Sr. Sigfinnur Þorleifs- son: „Við viljum helst flýja, ef of nœrri okkur er gengið.“ Við erum mót- uð af kristnum viðhorfum og það hefur haft áhrif á allt okk- ar líf Jafnvel þó að okkur finnist við litlir trúmenn eða jafnvel engir trúmenn, þá hugsum við og ályktum eins og kristnar manneskjur. Dauðinn er alltaf miskunnar- laus, en sárin gréru. Margt I umhverfinu tryggði að sárin gréru vel og það komst ekki sýking f. Okkar kynslóð er meiri hætta búin vegna þess að hún hefur ekki þá sam- stöðu og skilning á llfinu sem forfeðurnir höfðu. Lækn ar hafa séð margt koma fram (llkamlegum einkennum, en undir býr f raun sorg.“ Hvernig á fólk að upplifa sorgina? „Margir hafa sfn úrræði f sorginni. En margir lokast af. Það er hægt að hjálpa þvf fólki. Kirkjan hefur úrræði. Fólk þarf stuöning og þann stuðning fá margir f gegnum vini og fjölskyldu." En er umhverfið ekki oft varnariaust? Hvernig á ég að hjálpa? „Hér þarf fræðslu. Krabba- meinsfélagið hefur samtök á sfnum snærum og sorgar- samtökin sem hafa verið stofnuð eru til stuönings. Fræðsluþættir fyrir þá sem eru f sorg eru borðleggjandi. Það er nauösynlegt að fólk þekki viðbrögðin við sorginni, að það sé ekki aó missa vitið, þó að þvf Ifði illa við ástvina- missi. Og umhverfið verður llka að skilja þessi viðbrögö. En við viljum helst flýja, ef of nærri okkur er gengið." Vid leitum merkingar í lífinu En hvernig fer fyrir okkur, þegar sú kynsfóð hverfur á braut sem „skilur"? „Ég hef trú á að við munum leita að einhverri merkingu f llfinu, þegar við höfum fengið okkur fullsödd af spennunni og Iffsgæða- kapphlaupinu. Eg verð var við þetta, þegar fólk sýnir þakk- læti við að fá að nálgast slna nánustu og vera með þeim saman f sorginni. Vera með þeim fram á dauðastundina. Það er enginn hagvöxtur eða tækni sem getur veitt okkur þetta.“ Viðtal: Þorlákur Helgason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.