Alþýðublaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 9
Laugardagur 14. nóvember 1987
9
SKOTMARKIÐ
Viötal:
Kristján Þorvaldsson
Karvel Pálmason verkalýðsleiðtogi og alþingismaður:
mHLEYP EKKI FYRIR B0RГ
Karvel Pálmason
hefur lýst því yfir að
hann hafi ýmsa ffyrir-
vara varðandi stuðn-
ing við ríkisstjórnina.
Með þeirri afstöðu
töldu margir að hann
frysti sjálfan sig úti,
missti ágrip og ítök.
Verkalýðsleiðtoginn
frá Bolungarvík virðist
hins vegar eiga sín
níu líf. A þingi Verk-
mannasambandsins á
dögunum var hann
kosinn varaformaður
og ýmsir telja að í
dag renni hann hýru
auga til sætis forseta
ASI, — sem þó er alls
ekki laust.
— Hvers vegna hefuröu
fyrirvara varðandi stuðning
við ríkisstjórnina?
„Ég hef aldrei fengið sann-
færingu fyrir því að menn
væru að vinna þar af heilind-
um, samstarfsaðilar Alþýðu-
flokksins . Kosningabaráttan
hér á Vestfjörðum snérist nú
sem oft áður um byggða-,
samgöngu- og atvinnumál.
Alþýðflokkurinn fékk góða
kosningu hér. Þess vegna var
það skylda okkar að koma að
ríkisstjórn sem við treystum
til þess að byggja upp þessa
þrjá nauðsynlegu þætti, til
þess að koma i veg fyrir frek-
ari byggðaröskun en nú er
orðin. Eg hef ekki sannfærst
um þaö, að þessir aðilar sem
nú ráða ferðinni geri slíkt.“
— Er þetta ekki þung
gagnrýni á þinni eiginn
flokk?
„Auðvitað gagnrýni ég
minn eigin flokk alveg eins
og aðra. Það er skylda í lýð-
ræðislandi."
— Hefur Alþýðuflokkurinn
breytt um áherslur?
„Já. Mér hefur fundist að
hann hafi breytt um áherslur
frá þvi hann var stjórnarand-
stöðuflokkur, og gagnrýninn
mjög, þangað til hann settist
inn í ríkisstjórn. Það hafa því
orðið áherslubreytingar og ég
er ekki sannfærður um að
þær hafi orðið til hins betra.“
— Fylgja þessar breytingar
ákveðnum mönnum i flokkn-
um, frekar en öðrum?
„Það skal ég ekkert um
segja, en auðvitað ræður for-
ystan æði miklu um ferðina."
— Hvernig er samband þitt
við formanninn?
„Mitt samband við for-
manninn er bara gott. Við er-
um ekki að deila þarna sem
einstaklingar, heldur um
stefnu."
— Er Alþýöflokkurinn sem
sagt einn andiandsbyggðar-
flokkurinn í viðbót?
„Ekki vil ég segja það. Mér
finnst hins vegar að hann
eigi og verði að taka meira
tillit til þess sem er að gerast
á landsbyggðinni. Ekki síst
vegna þess að það stefnir
alltaf á verri hlið í fólksflutn-
ingum frá landsbyggðinni til
Stór-Reykjavíkursvæðisins.
Og þar verður að bregðast
við. Þar þýðir ekki að tala. Þar
verður að gera.“
— Það hafa því verið mis-
tök að taka þátt i þessari rík-
isstjórn?
„Mín sannfæring segir mér
að það hafi verið mistök. Að
vísu skal það tekið fram, að
ríkisstjómin er ekki búin að
sitja lengi enn, og kannski
kann þetta að skána. Sem
dæmi um mínar efasemdir,
hef ég aldrei haft trú á því að
formaður þingflokks Fram-
sóknarflokksins, kratahatar-
inn Páll Pétursson, ætli að
vinna með Alþýðuflokknum
af heilindum. Ef engin heil-
indi eru í samstarfi af þessu
tagi, þá er eins gott að fara
ekki i það.“
— Þrátt fyrir þessa gagn-
rýni þína, þá situr þú þing-
flokksfundi hjá Alþýðuflokkn-
um. Ertu ekki tvístígandi?
„Nei. Ég sé ekkert skárra
með þvi að yfirgefa flokkinn.
Ég vil frekar reyna að fá
breytingar innan frá, heldur
en hlaupa fyrir borð. Ég vil
hins vegar ekki skrifa upp á
óútfylltan víxil fyrir þessa rík-
isstjórn eða aðrar. Það í
ýmislegt gott í stefnuskránni
hjá henni, en ríkisstjórnir
hafa oft verið góðar á papp-
irnum en vantað framkvæmd-
irnar. Ég vil hins vegar sjá
hvað kann að gerast i þeim
efnum.“
— Þannig aö þú ert ekki
að yfirgefa Alþýðuflokkinn?
„Það hefur ekki hvarflað að
mér. — Hafi menn verið
hræddir um það, þá geta þeir
létt af sér þeirri hræðslu."
— Er ekki bagalegt að þú
og Sighvatur Björgvinsson
eruð ekki sammála í afstöðu
tii ríkisstjórnarinnar.
„Ég held reyndar að við
Sighvatur séum ekki ýkja
ósammála. Hér var afgerandi
samþykkt gegn kvótanum, að
hálfu alþýðuflokksmanna á
Vestfjörðum. Þótt þessi rikis-
stjórnarnefnd hafi verið sett
á laggirnar, þá sýnist mér
engin breyting ætla að verða.
Ég veit heldurekki hvað Sig-
hvatur kann að gera i þeim
efnurn."
— Eruð þið Sighvatur
orðnir vinir?
„Ég held að við höfum
aldrei verið óvinir. Menn get-
ur greint á, án þess að vera
óvinir."
— Kann að hafa ráðið
miklu um þína afstöðu til rík-
isstjórnarinnar, að þú varðst
ekki ráðherra?
„Nei. Ekki hvað mig varðar
persónulega. Þaö er hins
vegar óskynsamlegt, af hvaða
flokki sem er, að einangra
embætti eins og ráðherraem-
bætti við einungis eitt kjör-
dæmi. Það er lítt skiljanlegt
að forysta Alþýðuflokksins
skyldi falla í þá gryfju að
samþykkja slikt."
— Var kannski ósann-
gjarnt gagnvart ykkur reynd-
ari þingmönnum, að Jón Sig-
urðsson skyldi verða ráð-
herra strax?
„Ég skal ekkert segja um
ósanngirni gagnvart okkur,
en ég er hins vegar þeirrar
skoðunar að það þurfi tals-
vert mikla reynslu til þess að
ganga inn í ráðherrastól.
Þarna er um afbragðs-
einstakling að ræða á tiltekn-
um sviðum, en það þarf auð-
vitað reynslu í þeim efnum,
sem og öðrurn."
— Þú varst kosinn varafor-
maður Verkamannasam-
bandsins á aðalfundi sam-
bandsins á dögunum. Sumir
segja að þú spilir þig „stikk-
fri“ í pólitikinni, vegna þess
aö þú stefnir að enn meiri
frama innan verkalýðshreyf-
ingarinnar?
„Ég spila mig ekki „stikk-
frí“ í pólitíkinni. Því algjör-
lega öfugt farið. Ég er sá eini
sem hef þessa sérstöðu í
þingflokki Alþýöuflokksins,
að hafa fyrirvara um stuðning
við ríkisstjórnina. Ég vildi
ekki fylgja þeirri leið sem val-
in var vegna þess að ég var
ekki sannfærður um hana. Ég
hef alla tið reynt að vega og
meta hlutina og fylgja minni
sannfæringu. Hvort ég stefni
lengra? Auðvitað geta menn
verið að leika sér með svona
hugm'yndaflug og ég hef bara
gaman af því.“
— Á sinum tima stóð valið
um þig eöa Ásmund Stefáns-
son sem forseta Alþýðusam-
bands íslands. Kann að verða
kostið á milli ykkar aftur?
„Ég vil ekki vera með neina
spádóma um það. Það er
heilt ár í slíkt."
— Þú útilokar ekki þennan
möguleika?
„Eg get ekki sagt það með
árs fyrirvara um hverja verður
kosið. Það er óskynsamlegt
af ykkur blaðamönnum að
spyrja slíkra spurninga.
— Bolungarvíkursamning-
urinn svokallaði þótti i and-
stöðu við stefnu forystu
verkalýðshreyfingarinnar á
sínum tíma. Varstu á móti
Þjóðarsáttinni?
„Nei. Ég var ekkert á móti
henni og taldi hana grunninn
fyrir því að við gætum stigið
lengra fyrir þá sem verst voru
settir. Það vildu aðrirekki
hlusta á. Ég var gagnrýndur
hvað harðast fyrir þessa
Bolungarvíkursamninga, sem
að urðu þó til þess, strax
Karvel Pálmason: „Ég held að
menn eigi ekki að halda áfram
að tala um þjóðarsátt.
haustið eftir fóru félögin og
heildarsamtökin að feta sig
upp eftir þeim, til þess að
nálgast 30 þúsund króna lág-
markslaunin. Bolungarvíkur-
samkomulagið ruddi því
brautina og hún var alveg i
takt við þjóðarsáttina eins og
var gerð og ætluð.“
— Á Þjóðarsáttin rétt á
sér j dag?
„Ég held að menn eigi ekki
að halda áfram að tala um
Þjóðarsátt. Það eru svo marg-
ar ríkisstjórnir sem hafa kom-
ið inn sem þriðji aðili i samn-
inga viö aðila vinnumarkaðar-
ins. Allar hafa brugðist. Ég er
ekki að dæma núverandi
ríkisstjórn, en allar fyrri ríkis-
stjórnir hafa brugðist trausti
launþega í því að reyna að
standa við þann hlut sem
þær hafa átt í samningsgerð.
Það er einungis verkalýðs-
hreyfingin sem staðið hefur
uppi og haldið við sitt, hvað
samninga varðar.
— Hefur rikisstjórnin
buröi til þess að standa að
samkomulagi við aðila vinnu-
markaðarins?
„Mér sýnist vera æði mikl-
ar væringar innan stjórnar-
herbúðanna. Þar blási ekki
allt of billega. Kannski er
þetta taugatitringur í bili, en
mér finnst að menn þurfi að
vera meira samstíga ef á að
vera hægt að tala um slika
hluti."
— Hvert er þitt prinsipp í
stjórnmálum?
„Númer eitt er að vinna að
jafnaöarstefnunni sem ég
get. Létta undir með þeim
sem verst eru settir og reyna
að koma því til leiðar að þeir
nái þeim réttindum, sem
þeim ber í lýðræðisþjóöfé-
lagi. Ég vona a. m. k., að það
takist að breyta þjóöfélaginu
þannig að það minnki launa-
bilið og þeir fræist upp á við,
sem nú bera skaðastan hlut
frá borði. Þetta er prinsipp
númer eitt hjá þeim sem telja
sig jafnaðarmenn og verka
lýössinna af hugsjón."