Tíminn - 26.09.1967, Qupperneq 9

Tíminn - 26.09.1967, Qupperneq 9
I 9 ÞRIÐJUDAGUR 26. sept. 1967. TÍMINN Utgetandl: FRAMSOKNARFLOKKURlNN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstiórar Þórannn Þórarinsson iábi Andrés Knstjánsson lón Heleasnn os Indnði G Þorsteinsson Pulltriii ritstjórnar rómas. Karlsson Aus lýsingastjóri' Steingrimur Gislason Ritsn.skrifstotui ' Eddu húsinu símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 A1 greiðslusimi 12323 Auglýsingasími 19523 Aðrat skrifstofur sími 18300 A.skriftargjald kT 105.00 a mán mnanlands - I lausasölu kr 7.00 eint Prentsmiðian EDDA n t Að bjarga landinu suður í Ríó Helzta viðfangsefni ráðherranna nú orðið, milli þess sem þeir skreppa til útlanda „til þess að sjá hagsmunum þjóðarinnar borgið“, eins og forsætisráðherrann orðaði það í Reykjavíkurbréfi á sunnudaginn, hefur síðustu vikur verið það, að troða sér æ ofan í æ í útvarp og sjónvarp, til þess að útmála fyrir þjóðinni, hve útlitið sé nú svart og mikil vá fyrir tíyrum, allt saman af afla- leysi og verðfalli erlendis! Síðan setja þeir upp farísea- svip og segja: Ekki verður ríkisstjóminni kennt um afla- leysi og verðfall. Hún getur engu um það ráðið, hvernig ástandið er orðið. Meðan góðærið var mest, hældi stjórn- in sér hins vegar af því sýknt og beilagi að hún stjórnaði svo vel, að blessun góðærisins margfaldaðist. f>á vildi hún fá hluta dýrðarinnar. Nú neitar hún alveg að taka á sig nokkra ábyrgð, þegar undan hallar. Þá má ekki kenna henni um neitt. Fyrir kosningarnar hamaðist ríkisstjórnin og flokkar hennar við að telja þjóðinni trú um, að allt væri í himna- lagi, viðreisnin iíefði tekizt, og allt væri bjart og slétt framundan, ef þjóðin aðeins tryggði henni völdin áfram. Þá var það kallað barlómur og svartnætti, ef haldið var fram, að fyrirsjáanlegir væru miklir erfiðleikar, sem stjórnin létist ekki sjá- Hún hélt aðeins áfram að gera illt verra með feluleiknum. Eftir kosningarnar kom fljótlega aiinað hljóð í strokk- inn. Þá gerðust ráðherrarnir hropandi talsmenn barlóms- ins og tóku að saka stjórnarandstöðuna um það að vilja ekki viðurkenna, hve hörmulegt útlitið væri! Ætla mætti, að ríkisstjórn, sem á við þann vanda að etja, er hún lýsir svo fjálglega, hefði meira en fullar hendur verkefna við að ráða einhverja bót á honum. Telja mætti víst, að •áðherrarnir og ráðgjafar þeirra sætu myrkranna á milli /ið að leita úrbóta og finna hjálparráð og gætu ekki öðru sinnt. Þjóðin hefði metið slíka viðleitni og viljað unna þeim starfsfriðar. Hún hefði jafnvel vænzt þess, að forsætisráðherrann, sem ekki hefur neitt fast ráðuneyti að annast, hefði tekið sér WiiS'-n hinn brezka til fyrir- myndar og tekið efnahagsmálin f eigin hendur um stund og ekki dregið af sér En það er önnur mynd, sem við hefur blasað þessa sumarmánuði. Forsætisráðherrann hefur verið á sífelldu flakki um lönd og álfur og kallað vináttuheimsóknir Aðrir ráðherrar hafa ekki verið eftir- bátar hans i ferðagamninu. Og þótt nú dragi að samkomu Alþingis, þar sem málin skulu lögð á borðið, telja ráðherrarnir það mikilvægast að sigla himin og haf. Forsæti.s’-aðherrann var að lenda úr Þýzkalandsför svo að segja sama daginn og utanríkis- ráðherrann flaug vest.ur um hat á þing S.þ. og næsta dag flugu tveir ráðherrar, einimtt þeir sem ráða efna- hags -og fjármálum í landinu. ^iður til Ríó með helztu efnahagsráðgjafa sína að fylgdaisveinum. vafalítið ,,til þess að sjá hagsmunum þjóðarmnar borgið“ / Á meðan þeir eru að heiman draga málgögn þeirra ekki af sér við að brýna fyrir pjoðinm að nú velti allt á þvi að hún skilji, að nú vpH5ur ..að skerða lífskjör bennar“, eins og Mbl. segir, og að pjoðin taki því með „ábyrgðartilfinningu og mannnómi” alveg eins og ráð- herrarnh-, sem fara suður í Ríó nl þess að bjarga landinu. Skilyröi Rússa fyrir bættri sambúö við Vestur-Þýzkaland Þau eru viðurkenning á Austur-Þýzkalandi og Oder-Neisse-línunni, FYRIR skömmu bánust þær réttir frá Bonn, að ríkisstjórn in þar gerði sér vonir um, að sambúðin rnilli Sovétríkjanna og Vestur-Þýzkalands færðist í betra horf. Stjórnin í Bonn hef ur gert sér far um að reyna að sýna í verki, að hún vildi bættia sambúð við Sovétríkin. Um sikeið þóttist hún sjá þess nokkur merki, að þetta kynni að bera árangur. Um helgina bárust svo þær fréttir frá Bonn, að þetta hefði reynzt ó- rökstudd biartsýni. Rússneski sendiherrann í Bonn, Semjon Tsarapkin, kom þá úr sumar- leyfi sínu í Sovétrífcjiunum oa reyndist ekki haifa að færa neitt jákvætt svar við „hinum 14 umræðupi.nktum“, sem Willy Brandt utanríkisráðherra hafði 'átið hann hafa með sér í sumar 'eyfið. Annað staðfesti þetta þó enn betur Aðalsérfræðingiur krostilegra demókrata, Ernst Majonica, hefur undanfarið dvalið í Moskvu, oig reynt að ná þar fundi helztu valdamanna. Eftir vikudvöl fékk hann loks viðtal við einn meðlim rúss- nesku utanríkisnefndarinnar. Eftir petta viðtal skýrði Maj- onioa frá því, að stjórn Sovét- ríkjanna muni ekki að svo stöddu óska eftir neinum sér- stökum viðræðum við Vestur- Þýzkaland. og fregnir um. að hún hyggðist að breyta um stefnu í Þýzkalandsmiáilumim. væru með öllu órökstuddar EFTIR því sem helzt verður séð af skrifum rússneskra tílaða uih þetta mál, telur rússneska stjórnin, að viðleitni Bonn- stjórnarinnar til að bæta sam- búðina við Austur-Evrópu sé eingöngu sprottin af því, að 'iún vi-lji sniðgangia þau tvö löfuðatriði, sem Sovétrikin .elia grundvallarskilyrði fyrir ■ættri sambúð í Evrópu. Ánn að þessara skilyrða er viður- enning Oder-Neisse-landamær- nna, þ. e. núv. vesturlanda- raæra Póllands. Hitt skilyrðið -r, að Austur-Þýzkaland verði viðurkennt sérstakt ríki. Sovét ríkin leggja með öðrum orðum iherzlu á, að tvískipting Þýzka tands haldist um ófyrirsjáan- legan tíma. Það, sem rússnesku blöðin segja beint og óbeint er þetta: Meðan vestur-þýzka stjórnin er ófús til að undirgangast þessi skilyrði, verða tilraunir henn- ar til bættrar sambúðar við Austur-Evrópu ekki teknar al- varlega. Þeir vekja þá frem- ur tortryggni en hið gagn- stæðav ' Sú stefna, sem hér kemur fram hjá Rússum, stafar af rót grónum ótta við Þjóðverja. En þessi stefna á einnig fylgi í Vestur-Evrópu. Þar eru marg ir þeirrar skoðunar. að samein ing Þýzkalands sé hættuleg fyr ir friðinn ; Evrópu. ÞAÐ VaKTI athygli, að á i leið sinni til Bonn úr sumar 'ovfínU ' ^rvvóH-'^’iiri'M-vi kOTT» rússneski sendiihemann við í Austur-Berlin. Talið er, að rússnesk-a stjórnin haifi þannig viliað undirstrika viðurkenn- ingu sína á Austur-Þýzkalandi. Þá bendir margt til, að Rúss ar og bandialagsþjóðir þeirra séu að hefjia gagnsókn gegn hinni svoköilluðu „vináttusókn“ Þjóðverja auistur á bóginn. Þetta er m. a. byggt á því, að Wiilly Stoph, forsætisráðherra Austur-Þýzkalands, svaraði fyr ir nokkru bréfi þvi, sem Kies inger, kanslari Vestur-Þýzka- iands. sendi honum á síðastl. vori. í bréfi Stoph er farið fram á að Austur-Þýzkaland verði viðurkennt og síðan hefj ist viðræður milli ríkjianna á þeim grundvelli um samvinnu á margtoáttuðum sviðum. í bréfi Kiesingers var hins vegar hagað orðum, eins og Austur- Þýzkaiand væri ekki til. Eins og sakir standa í dag. virðist bréf Stoph jafn lítill viðræðu grupdvöllur og bréf Kiesingers var oað. Austur-þýzka stjórnin getur vitanlega ekki fallizt á viðræðugrundvöll, sem er eins og byggður á því að Austur- Þýzkaland sé ekki til. Að því leyti var bréf Kiesingers út f hött, pótt það væri út aif fyrir sig spor í rétta átt. að hann hæfi Dréfaskipti við Stoph. Jafn 'onlítið er það líka af Stoph rð fara nú fram á fulla viðurkenningu Vestur-Þúóð- verja a Austur-Þýzkalandi, því að þess er ekki að vænta, að Bonnstjórmn geti kúvent aillt í einu Hin mikilvæga spurning er, hvort ekki geti fundizt hér ein hver meðalvegur, sem geri það mögulegt að fulltrúar ríkjanna ræðist við og þannig verði stiigin spor til samstarfs milli þeirra. ÞAÐ mun enn ekki afráðið i Bonn, hverniig bréfi Stophs verður svarað Nokkur ágrein- inigur virðist um það. Sumir viija ekki svara því. Aðrir vilja, að Kiesinger gangi í svari sínu Lengra í samkomiulagsátt em áður. Einkurn eru ýmsir áhrifa menn sósíaldemokrata bess fýsandi Það myndi verða spor í öfuga átt, ef þessi bréfaskipti félii alveg niður. Hætt er við, að þ” fylgdi, að aftur kólnaði saoi búðin milli austurs og vesturs í Evrópu. Það er vel hægt að skiija það, að Vestur-Þjóðverjum sé óljúft að viðurkenna Oder- Neisselandamáerin og að Þýzka land verði tvískipt, a. m. k. fyrst um sinn. Þetta er þó það verð, sem óhjákvæmilegt * virðist að greiða, ef sambúðin í Evrópu á að komast í eðli legt horf. Sennilegast er líka, að þegar fram í sækir, reynist þetta Þjóðverjum ekki nein fórn. Þvert á móti, bendir flest til þess, að þetta sé upphaf leið arinnar til að sameina Þýzka land með friðsamlegum hætti, þegar dregið hefur úr þeirri tortryggni, setn nú veldur tví- skiptingu Þýzkalands. ÞJ». \

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.