Tíminn - 28.09.1967, Síða 5

Tíminn - 28.09.1967, Síða 5
FIMMIUDAGUR 28. sept 1967. TÍMINN Um útvarpið Aifcureyringur skrifar: „Kæri Landfari. Það er orðið langt síðan ég hef sent ykkur línu, en þegar ég hef gert það, hefur það verið birt fljótt og vel. í gærkvöldi hlustaði ég á viðtal í útvarpinu, við formann Framsóknarflokksins, Eystein Jónsson, (maður, sem ég met mjög mikils). Þar kom fram, sem Framsóknarmenn héldu fram fyrir siðustu kosningar, að hin gullnu loforð ríkisstjórnarinnar fyxir kosningarnar, voru eins og vindbjaðra sem út er blásin, springur svo allt í einu og verður að engu. (Þetta eru mín orð, ekki Bysieins). Það var sorglegt þegar svikamylla samstöðuflokkanna feildu Helga Bergs, hinn mæta og sanna stjórmmólamann. Svo vík ég að öðru efni. Allar þessar sögur, sem nú eru lesnar í útvarpinu, éru óþolandi, tala nú ekki um þessa sem lesin er milli 2.30—3 e. h. Hún er beinlínis ljót Það var sannarlega tilhlökkunar- efni meðan Kapitola var lesin og það af slíkum snillingi. Hvers vegna er ekki hægt að velja létta og hrífandi sögu og þá ekki síður þýdda. Við hér nyrðra óskum eindregið eftir því. Eitt finnst mér einkenni legt að þetta fólk sem fær ' að velja lögin í laugardagsútvarpinu, skuiu velja útlend lög, og texta, aþs konar aríur í moll og dúrum, sem það nefnir svo. Við fáum ekki íslenzk lög, þeir í'útvarpinu hljóta þó að eiga gott safn af þeim. Að síðustu skorum við á þá sem ráða vali léikritanna á laugardags kvöldin, að Velja þau öðru vísi en gert hefur verið, ekki bölvað- ar langlokur, hundleiðinlegar, held ur létt og skemmtileg og þá líka stundum íslenzk. Þetta þráum við, eldra fólkið. Getur ekki háttvirtur Þorsteinn Ö. tekið þessa áskorun til athugunar. Það.er sagt hér, að hann sé hinn ráðandi maður í vali leikrita, enda kemur varla fyrir að hann sé ekki þátttakandi í leik ritum.“ Austfirzkar íþróttir i.Öllum er kunnugt um það að iá sviði frjáls þrótta hafa Aust- firðingar lítið látið að sér kveða, en heíur nokkur velt því fyrir sér, hvað í raun og veru veldur þessu. Síldin og hin mikla vinna á auðvitað mikinn þátt í þessu, en eru þar með öll kurl komin til grafar? í sumar var haldið frjálsíþróttamót í Breiðdal og var það vandlega auglýst. íþróttafólk fjölmennti, en bíðum nú við. Lát- um það nú vera þó mótið væri hvorki sett eða því slitið! Látum það vera þó algjör ringulreið ríkti í skipulagi, þannig að oft þurfti að biða í stundarfjórðung eftir næstu grein og að úrslit í 100 m. hlaupi væru strax á eftir riðla- kepninni, án þess að keppendur fengju að hvílast! Látum það einn ig vera þó 1500 m. hlaupalbrautin reyndist vera aðeins 1125 m., sem kom þó ekki í ljós, fyrr en tjíma- verður sáu að við lá að sett hefði verið nýtt heimsmet! Látum þetta allt vera, en að enn (22. sept.) skuli ekkert hafa heyrzt um úrslit mótsins, hvað þá bólað á farand bikurum og verðlaunapentngum, sem afhenda átti í kaffidrykkju „seinna í sumar“, eins og einn forustumaður mótsins orðaði það, það finnst mér slá öll met. Haldið þið, lesendur góðir, að svona nokkuð verði lyftistöng austfirzku íþróttalífi? Haidið þið, að menn verði jafn afjáðir í að mæta á næsta móti? Svarið verður afdráttarlaust nei. Það er s-vona nokkuð, það er vönt unin á hæfum mönnum í forustu störfln, sem brýtur niður íþrótta- áhugann. G.B." i Leiðrétting í grein eftir mig, sem birtist í Tímanum þriðjud. 19. sept. _s.l. urðu nokkrar prentvillur. Átti þetta að vera svona: eða þá of margt í högum, heimahögum eða afrétt . . . . Sé flutt til verri skilyrða, getur illa farið. En sé flutt til betri skijyrða, má búast við meiri afurðum en fénaðurinn áður sýndi. Fleiri prentvillur eru í þessari grein, sem lesendur eru beðnir að lesa í málið. Vinsamlegast Jón Konráðsson. Á að sameina sveitarfélög? Guðmundur á Brjánslæk skrifar: ,,Þessi spurning mun hafa verið lögð fyirir sýslumenn og ýmsar stofnanir 'hér á landi. Svör sýslu mannanna birtast nýlega í blað- inu ísafold oig eru ærið sundur- leit. S'Umir sýslumenniirnir, eink um þeir eidri, virðast vilja fara varlega í þessu efni og láta íbúa ihreppaefna ráða miklu um þeibta. Aðrir telja aftur á móti sjálfsagt að sameina möng hreppsfélög í eiiit, og taka því frgm að það skuli gerasit með valdboði. Mér þykir það dálítið einkennilegur hugsun- arháittur, að hlutaðeigandi hrepps búiar skuli ekki mega ráða þessu sjálfir, því það eru þeir sem eiga að búa við hið breytta skipulag. í sjálfu sér virðist mér mjög að- kallandi nauðsyn iað sameina marga hreppa um skóla, það er ómögulegt að láta skólamálin til sveita draslia lengur á þennan hátt. Svo eru það fjallskilamál sem þarf að finna einhverja leið útúr, en það ættu sýslunefndir að vera fullfærar um, svo ekki þyrfti sameining hreppa að koma ti'l af þeim ástæðum, feama er að segja um vegamál. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um það, að allar slikar brej'tingar leiða til aukinnar skrif 'fjnnsku og kpstnaðár, éinstaklílríig úríhh er gerður áhrifalítili eða áhrifalaus og skrifstofuvaldið eitt verður drottnandi. Þó fuirðar mig mest á að lesa svör landlæknis í þessu blaði, þar sem talað er um sjúkrasamlögin. Ég veit ekki hvernig slíkt ætti að bæta heiisugæzlu alinennings út tiil sveita, þó hreppsfélög og sjúkra samlög yrðu sameinuð. Því hvergi sést það í þesum tillögum að byggðin skuli færð saman u,m leið. Það er vitað mál, að fólk út um sveitir býr við langt um lélegri heiilsugæzlu en fólk í kaupstöðum sem læknar eru bú settiir. Og samfærsla sveiitafélaga eða hreppa undir eitt nafn, bætir ekki hætis hót úr því. Því bær sem er 60—80 km. leið frá lækni verður vitanlega á samia stað og hann hefir verið. Ég veit ekki bet ur en læknishjálp, lyf og sjúkra- húsvist sé gireidd efitir nákvæm- lega sömu reglum af samlögunum hvort sem þau eru fjölmenn eða fámenn, og mér kærni lítið á óvart þótt það kæmi uppúr dúrnuim, að kostnaðurinn við litlu samlögin væri ekki mikið hlutfallslega dýr ari en þau stærri. En það er ann að sem er áberandi, og þó eðlilegt, og það er iðgjialdaupphæðir sem fólkið verður að greiðá, því und 'antekningarlítið mun iðgjald vera 1/3 hærra í stærri samlögunum en iþeim litlu út um sveitimar, og iþetta stiafar vitanlega af því að fólk í fjöknennum stöðurn þair sem læknir er búsettur, á hægra með að fara til læknanna, ef það finnur eitthvað til. Þannig hefir það verið og mun verða. Oig ég get ómögulega skilið að nokkur sann girni mœli með því að fólk sem býr langt frá lækni, eigi að fara að borga meiri iðgjöld fyrir engu betri aðstöðu til læknishjálpar en það hefir haft, a. m. k. verður fyrst að komia mér í skilning um hvernig heilsugæzla á að batna við sameiningu sveitafélaga og sjúkrasamlaga. Ég tel að með til kornu Héraðasamilaga fyrir 3 ár- um, hafi verið stigið rétt spor, því enginn er lagður inn á sjúkra hús sem ekki er veikur. Öðru máli gegnir um læknastofu rölt ýmissa sem búa við hliðina á læknunum, það sýnist stundum af ástæðulitlu og meiira sálrænt en iíkamiegt.“ Varlega skal farið Enfiremur segir Guðmundur: Að minni hyggju á ekki að sam eina sveitafélög nema þar sem þau eru orðin svo fámenn að vandræði eru að, eða þar sem íbúarnir- óska- þess- sjálfir, reynsl aá mun sýna það verður eng- um til bóta ef það er gert að fólkinu nauðugu, ýmis störf í þáigu hireppsfélaganna sem nú eru unnin meira sem þegnskylda fyr ir lítið gjald, verða kannske kostn aðarsamt embætti. eða sú er reyndin t. d. með skattanefndirn ar sem áður voru kauplitlar, en nú eru orðnir bitar sem stjórnar flokkannir rótta sínum gæðingum, og mörgum sinnum kostnaðarmeiri en áður var. Hreppstjóra og odd- Frairbald a Ol> Ih W I spéspegli Timans SAGA ÚR SEINNA HOLLINU Það liefur gengið á ýmsu nér í sumar. Fólk hefur verið í sifelldum siglingum, og ma£ urinn minn, þessi sem ég hit'i i Barcelona í fyrra, er ýmist flugveikur eða með sjoriðu og er því ekki til mikils gagns, skinnið. Hann situr bíra fyrir framan sjónvarpið, sem er alveg eins öruggt og pillan, nú eftir að við erum komin heim fyrir fullt og fast, og kemur ekki upp í fyrr en ég er sofnuð E” bað er nú önnur saga. Eins og þú veizt, þá fórum við með einum að þessum skip- um suður til Amsterdam í sum ar. Það var svakalega þröngt um borð og við urðum að borða í tveimur hollum. Ég og maður tn minn lentum í seinna holl inu og erum nú að byrja að ia okkur. Við borðum þrisvar a dag og ég er kominn upp í sextíu og þrjú kíló á baðvigt- ina, sem ég held að sé rétt. Maja Jóns var líka með í þessari ferð. Þú þekkir hana. riún er alltaf í Hveragerði á vorin til að reyna að megra sig. Hún er víst með vitlaus efnaskipti eða eitthvað svo’.eið is. Hún fór nú beint til Hvera- gerðis þegar hún kom úr sigl- ■ngunni, þótt komið væri fram i -igúst og þetta væri ekki nennar tími fyrir megrun. Hún var bara orðin svona afskapiega feit aftur. Ég hitti hana eftn nokkra daga siglingu, og þá /ar hún orðin alveg úttútnuð. Ég skildi ekkert í þessu og spurði hvort hún þyriti ekki að gæta sín. Sjálf var ég alveg eins og spýta og horaðist dag frá degi, en það var vegna pess. eins og ég sagði þér áðan, að ég lenti í seinna hollinu. Maja /óns sagðist bara ekki ge'a að þessu gert. Hún fengi svo mik ið að borða að hún réði ekkert við þetta. Ég skildi þetta ekki meira en svo, en þegar hún sagði mér að hún borðaði í fyrra hollinu, þá var þetta ekk ert dularfullt lengur. Og kann skí eru fleiri úr fyrra hoilieu somnir , megrun til Hveragerð is. Ég veit það ekki, vegna þess að ég hef nú ekki verið það hress að undanförnu. Ég heí bara legið fyrir og borðab, enda var ég ekki nema fjörutíu og fimm kíló, þegar ég kom úi siglingunni. Annars ganga margar sögtir af utanferðum í sumar. Og ég hef heyrt að herbergjaþión ustan á hótelum á Spáni kafi verið með bezta móti. Að visu fór eitthvað að draga af þ.]óo- anum, þegar leið á sumarið en þeir hafa þó alltaf veturmn til að hvíla sig. Nú og svo hefur Gullfoss gamli verið í ferðum. En það fer enginn með honum nema útlendingar. Ég veit ekki hvað inundi gerast, ef einhver ferða skrifstofan tæki hann á leigu. Kannski væri þá hægt að fylla hann af íslendingum. Þar er að vísu ekki borðað í tveimur hoiium, en samt virðist étið n ig um borð. Mér sagði ólyginn SKÍpverji, að átta manna hópur Þjoðverja hefði borðað fimm- tíu og fimm kíló af marmelaði ■ einni ferðinni upp til íslands. Og ég hefði svo sannarlega viljað að eittihvað af þvd marmelaði hefði verið á borð- um í seinna hollinu um horð býzka leiguskipinu. sem ég ror með. En betta er náttúrlega hagsýni sem eflir þjóðarhag oýzkaranna. Þeir éta marmel- aði frá islendingum og í stað- inn fá fslendingar að verzla i Amsterdam — það er að segja, þegiðu, séu þeir ekki of máttfarnir af matarskorti. — Þín Fía. mu Úr sjöunda himni, í sjö falda erfiðleika Á það var bent hér í blað- inu í gær, að forsætisráðherr ann hefði séð ástæðu til þess að nota orðið „erfiðleikar“ sjö sinnum í tveimur fremur stutt um málsgreinum í Reykjavíkur bréfi sínu s. 1. sunnudag. Á tyllidögum viðreisnarinnar var hann og stjórnarflokkarnir á- vallt uppi í sjöunda himni yf- ir velgengninni og stjómvizku sjálfrar sín. Gekk svo allt fram að síðustu kosningum, og var þá enn reynt að halda sjöunda himintjaldi viðreisnarinnar uppi með ýmsum tilburðum og erfiðleikar lítt nefndir, en full yrt, að þjóðin gæti siglt óska byr áfram, ef hún aðeins tryggði Sjálfstæðisflokknum og hjálparkokki hans völdin á- fram. Nú eftir kosningarnar hefur fljótt komið annað hljóð í strokkinn. Nú er forsætisráð- herra „viðreisnarinnar“ allt í einu hrapaður ofan úr sjöunda himni niður í sjöfalda erfið- leika — og þó veitti þjóðin honum valdið áfram. Tjaldið að falla Mörgum virðist nú augljóst, ekki sízt af hörmungalýsingu stjórnarsinna sjálfra á ástand inu, að nú sé tjaldið í þann veginn að falla og sýningu að ljúka á átta ára „viðreisnar“- revíu Bjarna og Gylfa. Þeir fengu 7 ára einstakt góðæri eins og Faraó forðum en söfn uðu ekki meiri birgðum til harð ari ára en svo, að þeir lýsa sjálf ir algerum þrotum á fyrsta erf iða árinu. En þrotabúsmennirn- ir í stjórnarráðinu draga ekki af ópunum um „erfiðleikana“ til þjóðarinnai'. Nú segja þeir að allt sé undir því komið, að þjóðin skilji hve alvarlegt ar og að hún verði að rýra lífs- kjör sín. Ráðherrarnir sigla auðvitað með góðu eftirdæmi um sparnaðinn suður til Ríó eða Bonn. Kexið heldur áfram að streyma í búðirnar, af því góðir menn geta grætt á þeim „sparnaði“. Talið er, að um þúsund bifreiðar liggi nú , vörzlum skipafélaganna óleystir út af ágerðunum 1966—67. Góðar heimtur Ríkisstjórnin hefur bannað að fara með þúsund króna seðla úr landi og selja þá þar. Sam tírnis hefur hún sent bönkum erlendis tilkynningu um þetta, svo að þeir væru ekki að glæp ast á pví að kaupa þúsund króna seðla. Augljóst er, að þetta eykur ekki tiltrú erlendra banka á íslenzkum gjaldmiðli, cnda spurð! gjaldkeri banka eins i Sviss íslenzkan við- skiptavin, hvernig í ósköpun um stæði á þessu, og hvað væri eiginlega að gerast í landi hans. Eins og komið er munu ei- lendir oankar helzt ekki vilja liggja íengi með íslenzka pen- inga, því að gengi þeirra er á niðurleið, og þri munu 3U vera töluverðar annir í Seðia bankanum við að taka á móti íslenzkum peningum erlendis frá og greiða þá. Er sagt, að nú berist daglega þykk knippi af íslenzkum seðlum, sem er- lendir bankar vilja losna við og senda íil föðurhúsanna. Virðast bví vera góðar hcimtur hjá Seðlabankabúinu í þessum göngum og réttum peninganna

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.