Tíminn - 28.09.1967, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.09.1967, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 28. sept. 196T. TÍMINN j MIKIÐ TJÓN í HEYBRUNA Gú-Sauðárkróki, miðvikudag. í gærkvöldi og nótt varð hey bruni á bænum Keflavík i Ríp urhreppi, og eyðilagðist eða storskemmdist um helmingur heysins í 600—800 hesta hlöiju. Heyið var ekki vátryggt. Síðdegis í gær var hringt til slökkviliðsins á Sauðárkróki frá Keflavík í Hegranesi. Þar var kominn upp eldur í heyhlöðu, sem rúmar 600i—800 hesta, og var full. Slökkviliðið brá v;ð. og þegar það kom að bænum Xeflavík, var eldur í hlöðunrá inn af öðru baggagatinu ef tveimur. Farið var í það að rii'a heyið út um baggagatið og reyna að slökkva eldinn þannig. Þegar eldurinn í hólfinu hafði verið slökktur, fór slökkviliðið neim. Varla var s-lökkviliðið komið aaftur niður á Sauðárkrók, er hringt var á nýjan leik og sagt, að eldur væri kominn í það, sem eftir var i hlöðunni, inn af hinu baggagatinu. Var slökkviliðið þarna að í alla nótt, frá hálfsjö í gærkvöldi cii hálfsjö í morgun. Allt heyið var hreinsað út úr hlöðunni. Talsverðan mannfjölda dreif að til hjálpar. Sendur var í nótt bíll eftir mönnum í Blöndu- tiiíð, auk þess sem menn komu af næstu bæjum i Hegranes- uiu. Heyið, sem var i hlöðunni, er mjóg mikið skemmt. Má segja, að helmingur þess sé ónýtt eða skemmdur. Svo heppilega vildi tii, að veður var mjög gott all an tímann, blíðalogn. Hefði veðrið verið verra, hefði slökkvistarfið orðið mjög erfitt, har eð eldurinn var talsvert mikill. Bóndi í Keflavík er Árni Gunnarsson, og er tjón hans mikið, enda var heyið óvátryggt. oTj URA- OG SKARTGRIPAVERZL K0RNELÍUS JÓNSS0N SKOLAVORÐUSTlG u blMI: 18588 GANGBRAUTARSLYS Framhald af bls. 16 ekki sízt staðsetningar gang- brauta, og að víða á umferðanmikl um götum vantar bókstaflega gang brautir, svo gangandi vegfarend ur þuirfi ekki anmað hvort að krækja langt til að fara yfir göt ur á gangbrautum, eða að vaða yfir götur hvar sem er. GANGSTÉTTIR Framhald af bls. 3 hringinn. Nú áður en vetrar myrkur fer í hönd og hálka fer að myndast á götum væri ekki úr vegi að gera gangstétt ir þama meðfram, svo gang brautarleysið endi ekki með þvf að einhver verði drepinn þarna í umferðarslysi. FÓTAMENNTIN Framhals af bls. 1. og Félagsheimili Kópavogs, Ball etskóli Þórhildar Þorleifsdótt- ur f Góðtemplarahúsinu og Jazzballotskóli Bóru Magnús dóttur. Dansskóli Heiðars Ástvalds- sonar, Brautarholti 4 og Dans skóli Hermanns Ragnars fást svo til eingöngu við barna- og samkvæmisdanisa. Dansskóli Hermann Ragnars starfar ein- göngu í eigin húsnæði að Háa- leitisbraut 58, og er kennt þar alla virka daga og öll kvöld nema laugardagskvöld. Mest er aðsóknin að barna og hjóna flokkum, en í vetur _ verður kennt ýmisleg> sem búizt er við að falli í kramið hjó ungl- ingum, þ. e. nýjustu beat-dans arnir, sem eru óðum að ryðja sér til rúms á meginlandinu. Dansskóli Heiðars Ástvalds- , sonar starfar að jafnaði í Reykjavík, Kópavogi og Kefla vík (sjá frétt á bls. 3) og starfrækir þar fyrir utan nám skeið víða úti á landsbyggð- inni. Dansskóli Sigvalda starjír í Reykjavík, Keflavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Auk barna- og samkvæmisdansa er kennt þar jazzballet og stepp. Nemendur eru á öllum aldri, allt frá tveggja ára. Hjá þessum prem ur dansskólum eru og tvö nám skeið im veturinn. Þeir aðilar, sem starfrækja dans- og balletskóla eru all- flestir aðilar að Danskennara sambandi fslands og hafa sam ræmda lágmarkstaxta. Gjald fyrir 20 kennslutíma í ballet er kr. 1000 samkvæmt taxta þessum. Annar verðtaxti gild ir fyrir barna- og samkvæmis- dansa. Fyrir hjón er mánaðar gjald kr. 350, fyrir börn kr 125 og fyrir unglinga 150. Er þetta miðað við 4 kennslustund ir á mánuði að jafnaði. 12. 5TARFSÁR Framhald af bls. 3 þátt í þingi The Imperial Societv of Teachers of Danc ing í sumar, og sátu einnig þing Danske Danslærer Union. Kynntust þeir þar ýmsum nýjum dönsum, og að því er þeir tjáðu frétta- mönnum á fundi í gær, er hér um miklu skemmtilegri og fallegri dansa að ræða, en hafa verið efst á baugi undanfarin ár. k. Er ætlunin að kenna suma af þessum dönsum við skól ann í vetur, m.a. beat-dans ana Topol, Puppet Dance, Sneekers, Carl Alan Stomp, Soul, Ooh, la, la o.fí. Þá verða kenndir ýmsir nýir skemmtidansar, m.a. bráð- fjörugur dans, sem nefnist Come to the Ceilidh. Skólinn tekur við nem- endum á öllum aldri eða >frá fjögurra ára. Kennsla fer fram í Reykjavík í húsnæði skólans að Brautarholti 4. í Kópavogi verður kennt í Félagsheimilinu, og í Ung- mennafélagshúsinu í Kefla- vík Þá mun skólinn i vetur svo sem endranær senda kennara víða út á lands- byggðina til að^ annast nám- skeið í dansi. Á vegum skól ans starfa 5 aðalkennarar og 5 aukakennarar. ÍÞRÓTTIR Framna'd ai ols 13 Mánudagar kl. 7,40 og miðvikudag ar kl. 9.20 III. flokkur. Hálogaland Miðvikudagur kl. 8,30 og laugar dag kl. 4,20 IV. flokkur. Réttarholtsskóli Laugardagar kl. 13,30 V flokkur. Mætið stundvíslega. — Nýir fé- lagar velkomnir. Knattspyrnunefndin. MARGAR NEFNDIR P'ramna,- -it r>ls i ætti að annast verkfræði- legt eftirlit, en hinn, Ey- jólfur K. Sigurjónsson, ætti að annast eftirlit með fjárhagnum. Þessa tvo menn væri kannski hægt að kalla nefnd, þótt hann vissi það ekki, sagði heimildar- maður blaðsins. LANDAMÆRI Framhald aí bls 9. ingi að halda til þess að rév iæt,a viðurkenningu Landamær- aima í augum þjóðarinnar, ættu valdhafarnir í Washington ekki að láta de Gaulle einan um að gegna því hlutverki Stjóraar- völdin í París geta ekki hjálp- að Þjóðverjum til að ná fullum og endanlegum friði, he’.dur valdhafarnir í Washington og Moskvu. í þessu tilfelli steiid- ur einmitt þannig á að oragð- vond lyf eru bezta og rauuar sina batavonin. Stjórnarvöldin , Washingtón ætyu því að við- urkénna þessi lahdamæri. MINNING Framhald at bls 7 menn, og ég tel mér það mikinn ávinning að hafa slitið barnsskón um á næsta bæ við Tjarnahjónin. Svo þakka ég þér, Einar fylgd- ina yfir fljótið. og það, sem ég lærði af því, hvernig þú brást við hverjum vanda þar og endranær. Þér Kristbjörg og leiksystkin um mínum frá bernsku sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Jón Sigurðsson frá Brúnum. .......................... , , LANDFARI Framhald at bls 5 vitalaun hygg ég að miðis,t tals- vert við fólksfjölda í hreppunum, En hvað verður þegar búið er að siameina marga hreppa, verður þetita þá ekki embætti sem krefst a. m. k. þurftarlauna fyrir þá sem í þau verða settir? Og póili- tísk bitbein? Ég hygg það.“ HAFNARBÍÓ Marnie Efnismikil amerisk litmynd gerð af Alfred Hitchock. íslenzkur texti. ' Bönnuð innan 14 ára Endursýnd kl 5 og 9. T ónabíó Sima il 182 tslenzkur tekti Daðadrengir (The Glory Guys) Hörkuspennand) og mjög vel gerð. ný. amensk kvikmynd í litum og Panavision. Senta Berger Tom Tryon, Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9. istanbul Sérstaklega spennandi og skemmtileg njósnamynd i lit um og Cinemascope með ensku talí og dönskum texta. Endursýnd kl. 5 og 9 Sími 22140 Dúfnabrúðkaupið sða That Swinging Cjty Gamanmynd frá Rank ' litum Fjöldi frægra leikara koma fram i myndinni m. a:. Michael Bentine, Dora Bryan Norman Wisdom Sýnd kl. 5, 7 og 9. Símj 18936 Stund hefndarinnar (The Pale Horse) Islenzkur texti. Hörkuspennandi og viðibuirða rík ný amerísk stórmynd úr spænsku borgarastyrjöldinni. Aðalhlutverk fara með hinir vin sælu leikarar Gregory Peck ug Anthony Quinn. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð tnnan 14 ára. lAUGARAí Simai ,815'' og 32075 GAMLA BÍÓ | Símlll475 Fólskuleg morð (Murder Most Foul) eftir AGATHA CHRISTIE tslenzkur texti Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð Innan 12 ára. Siip’ 11384 Aðeins hinir hugrökku (None But the Brave) Mjög spennandi og viðburða- rík, ný amerisk kvikmynd í litum. Frank Sinatira, Clint Walker. Bönnuð börnum innian 16 ára Sýnd kl, 5, 7 og 9 s í c i r> ÞJÓDLEIKHUSIÐ inLDRH-LiriUR Sýning í kvöld kl 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 til 20. Simi 1-1200 Fjalla-Eyvindur Sýning í kvöld kl. 20,30 Aðgöngumiðasalan t Iðnó er opin frá kl. 14. Símá 13191 „Átjsn" Ný dönsk Soya litmynd. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum. Simi 50249 Ég er kona (Jeg en kvinde) Hin mikið umtalaða tnynd Sýnd kL 9. Bönnuð tnnan 16 ára. rrrrrrr*' ut*3 Q.BAyAG.S8l sun' 41«*f Njósnari 11011 Hörkuspennandi ný þýzk skaa málamynd t litum. Bönnuð Pörn'nn. Sýnd kl 5. 7 og 9. Sími 11544 Daginn eftir ínnrásina (Up from the Beach) Geysispennandi og atburðahröð amerísk mynd um furðulegar hemaðaraðgerðir. Gliff Robertson Irma Demick Bönnuð yngri en 12 ára. Sýnd kL 5, 7 og 9.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.