Tíminn - 28.09.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.09.1967, Blaðsíða 7
/ FIMMTUDAGUR 28. sept. 1967. TÍMINN Lárus Jónsson: Uppsalabréf Eftir H-daginn Jæja, þá erum við þar. Á hægri hliðinni. Það sorglega er hara, að allt hefir þetta gengið svo vel, að frá engu er að segja. Að vísu gildir hér, að e ngar fréttir eru góðar fréttir, svo kannske er það bara gleðiefni, að efni í bréf raunar vantar. Sjónvarpið hafði gert allt, sem f þfiss'. valdi stóð, til að halda fólki heima kvöldið fyrir H. Á föstudag var valið dægurlág fyrir breytinguna, samkeppni fór fram í sjónvarpinu, og svo á að spila sigurlagið í tíma og ótíma, til þess að minna á, að nú er ekið á hægri vegarbrún. Á laugardag hófst dagskráin nm sexleytið með upplýsingum til barna og daufra. Eftir frétt- irnar, eða um liálf átta leytið, hófst svo samfelld dagskrá, sem stóð til kl. 2.00 eftir miðnætti. Rauði þráður dagskrárinnar var að sjálfsögðu eitt hallandi H. Milli skemmtiatriðanna komu á- minningar og upplýsingar. Léns- menn og fjölskyldur þeirra kepptu símleiðis í þekkingu á umferðarregíum. Fram á síðustu stundu vann HTK (iStatens hög- ertrafikkommision) að úrvinnslu úr athugunum sinum. M.a. olli athugun á því, hvernig upplýs- ingar hefðu sloppið inn í höf- uðið á fólki miklum vonbrigðum. Haginn fyrir H-daginn voru margir illa að sér. Við lá, að skorað yrði á fólk að heimsækja aldraða foreldra og ættingja til þess að upplýsa þá um það hið stórkostlega, sem stóð fyrir dyr- um. Tæknilega hlið framkvæmd- anna hafði gengið miklu betur en búizt hafði verið við. Að vísu var sumt gálið sums staðar, en ekki svo orð væri á gerandi. f Stoekhólmi byrjaði umferðar- stöðvunin um hádegi á lau'gardag Undir kvöldið safnaðist múgur og margmenni gangandi eða á reiðhjóli niður í miðbæ, til þess að forvitnast um framkvæmdir, en einnig til þess að kveðja spor- vagnana, sem nú fóru síðustu ferðina. Mörgum þykir þetta leitt Sporvagnar eru þó alltént spor- vagnar og eldri bílunum. Þeir eru „tradition“. í Stockhólmi var nokkurs konar gamlárskvöld á hausti. í Gautaborg, Borás og Karlstad var svipuð fólkssöfnun. Annars staðar stöðvaðist ekki umferðin fyrri en 1.00 eftir mið- nætti, og þá svaf ég. Ég er varla fæddur fréttasnápur. Sjónvarpið var aftur á ferð- inni kl. 4.45-5.15, því þá skeði þetta merkilega, að Svíþjóð sneri til hægri handar. Þau farartæki, sem undanþágu höfðu frá um- ferðaiibanninu, stöðvuðust á vinstri vegarbrún, stóðu kyrr í 10 mínútur, og færðust síðan tign arlega yfir hægri brún. Hvað sjón varpið sýndi af þessari hátíðlegu athöfn, veit ég ekki, en mér er sagt, að litið hafi út sem allir bílar, sem í umferð voru í öll- um Stokkhólmi, hafi safnazt sam- an á aðalgötunni og full ringul- reið hafi ríkt, enda tókst tveim- ' ur að rekast á. Aftur sýndi sjón- varpið um 6 leytið, þá kom næsti stórviðburður. Þá lauk umferða- banninu í öllu landinu, nema þeim fjórum borgum, sem ég hefi nefnt. Ekki heldur veit ég, hvað þá. fór fram, því enn svaf ég. Ég er víst ekki fæddur frétta snápur. Klukkan ellefu var ég alla vega úti í bæ. Upphaf þessa bréfs er hripað niður Il-eftirmiðdaginn. Nú er ■bominn fimmtulagur eftir H- daginn. Það er eitt af því skemmtilegasta (frá mínum bæj- ardyrum séð), með þessi bréf mín, að þau eru hripuð niður í tómstundum, allt eftir því sem andinn fellur til, eða tóm gefst Þess vegna veit ég aldrei fyrir- fram, hve langt ég kemst í einum áfanga, eða hve langan tíma það muni talca að gera bréfið úr garði. Stundum líða þannig dagar, að ekkert bætist við, svo fór nú. Það er komið finimtudagskvöld, og enniþá höfum við liægrihand- arakistur í Svíiþjóð. Þar var frá horfið sögunni, að ég kem út á stoppistöð um ellefu leytið H-daginn. Þar er fyrir eldri kona. Sú víkur sér að mér, og kveðst vera að velta því fyrir sér, hvort hún megi nota bvora gangstéttina sem henni sýnist. Hún hafði ruglast af öllum áróðr- inum um að ganga á vinstri veg- arbrún. Ég reyndi að sannfæra konuna um, að víst skyldi hún velja þá gangstétt, sem bezt hentaði. Hún virtist trúa mér og við skildum sem vinir. Að H- dagurinn var eitthvað aldeilis sér stakt, sézt ekki hvað sízt af þessu. Það er mjög sjaldgæft, að eldra fólk ávarpi ókunnuga á götum úti. Það var eins og allar hömlur brystu þennan dag. í Stockhólmi var gamlárskvöld, þar þurfti ekk- ert brennivín, til þess að allir yrðu sem bræður og systur um allar götur. Þegar ég kem niður í bæ, er uimferðin eins og á versta föstu- dagseftirmiðdegi. Flestir hafa sýnilega hlýtt þeirri áskorun, að frá fyrstu byrjun kasta sér út i umferðina. Allt fór þó hægt og prúðmannlega, já næstum hátíð- lega fram. Ég tók nokkra ieið- beinendur tali og spurði, hversu gengi. Þeir höfðu haft mikið að gera, sögðu þeir, fólk var ráð- villt og óöruggt. Lögreglan kvað allt vel, engin óhöpp að tala um, margir ættu bágt með að stilla inn beiizínfótinn hinn á lægri hraðann. Svona hafði dagurinn byrjað um sexleytið og svona var þetta til kvölds, og svona var þetta um allt land. Þegar bíla- umferðinni var sleppt inn í Stock hóim kl. þrjú á sunnudagseftir- miðdaginp, voru biðraðir við sperrurnar og allt lenti í öng- þveiti á •augabragði. Fólk rataði varla heim til sin. Stoekholm var ný og öðruvísi borg — að minnsta kosti öðruvísi. Svo mikil og treg er iimferðin orðin í miðhluta Stockhólms, að einn leiðbeinenda við götuhorn fékk í sig svo mikið af kolsýr- ingi, að yfir hann leið. Þetta er aðeins ein af mörgum ábending- um um óhreinindi og óheilnæmi loftsins í borgunum. Eftir þetta var skipulögð rannsókn á blóði lögreglumanna, sem stjórna um- ferð í ýmsum borgarhlutum ýmsa tíma dagsins og breytilega lang- an tíma í senn. Satt að segja held ég, að marg- ir hafi orðið fyrir vonbrigð'im. Það var jú ekkert sem skeði. Allt gekk svo vel. Erlendu blaðamenn irnir fóru að tínast heirn, héðan voru engar stórar fyrirsagnir að senda ekkert að selja blöð út á. Auðvitað var þetta einmitt ein hinna stóru frétta, að allt gekK slysalaust. Og það eru mörg mörg ár síðan Svílþjóð hefir átt sunnu- dag og mánudag saman, án þess að banaslys yrði á vegunum. Nú skeði þetta. Hin síðari ár hafa farizt um 1200 manns árlega í umferðarslysum hér og mest um helgar auðvitað. Enn er þó eng- um sigri hrósað, hér selja menn ekki feldinn fyrri en björninn er að velli lagður Menn reikna með að slysatalan hækki, þegar frá líður og nýjabrumið fer af, en æfinguna ennþá skortir. Ég gat þess, að áróðurinn virðist hafa ruglað sumt_ (einkum eldra) fólk í ríminu. Á þriðju- dag eftir Il-daginn hringdi hona nokkur niður á lögreglustöð í Stockhólmi, og spurði, hvort hún mætti nú fara út. Nákvæmlega er fyigzt með þró- un umferðarmálanna. Það hefir sýnt sig, að allur fjöldinn gerir sig sekan um of hraðan akstur (40 km/klst. er eitt helvíti fyrir benzínfótinn). Þess vegna eru allir, sem vettlingi valda og ekki eru uppteknir við umferðastjórn við götuhorn, sendir í eftirlit með hraðánum. Það hefir einnig sýnt sig, sem ekki kom' á óvænt, að óhöpp við akstur framúr hjól- reiðarfóiki eru hlutfallslega al- gengari en önnur óhöpp. Þess vegná er- U'pplýsingastarfinu um sinn beint að því atriðinu. Einn- ig er ljóst, að hin skilyrðiislausa hægriregla hefir átt erfitt upp- dráttar. Ég sé stundum, að só, sem kemur frá hægri hikar við og stoppar, en sá, sem kemur frá vinstri og á að stoppa ryðst áfram. Einnig hefir komið í ljós, að fólk áttar sig illa á umferð um hringtorg, en það er kennske röngum umferðarreglum að kenna og stendur til bóta. Ef engin skilti eru á staðnum á sá, sem er inni í torginu að vægja fyrir hinum, sem ætlar inn í hringinn. Þegar þetta bréf loks er hrein- ritað er kominn 23. september. Við höfum haft hægri umferð í þrjór vikur. Ég sé, að farið er að tala um að óhöppum fjölgar þá fólk mætist á förnum vegi, einkum mjóum vegi. Þá er hin lági hraði margra meina bót. Há- markshraðamörkin sitjum við uppi með lengi enn, og vel er það. Ennþá er slysatalan lág. Það er erfitt að segja, hvað sé um- ferðarbreytingunni að kenna, þvi fólk fórst í vinstri umferð einfiig. Það er tíðindalaust frá hægri handar Sviþjóð. MINNING EINAR JÓNSSON fyrrverandi bóndi á Bakka í Landeyjum Einar Jónsson, fyrrv. bóndi á Bakka í Landeyjum lézt á síð- astliðnu vori, hinn 17. apríl. að Bakka, á heimili sonar síns og tengdadóttur. Hann hefði orðið áttræður í þessum mánuði, ef konum hefði enzt aldur, þvi að hann var fæddur 11. sept. 1887, Foreldrar hans voru hjón búandi í Seljalandsseli undir Eyjafjöllum, Ólöf Eyjólfsdóttir og Jón Sigurðs- son. Hjá þeim ólst Einar upp ásamt systkinum sínum, en af þeim eru nú aðeins þrjú á lífi: Járngerður, fyrr húsfr.cyjp á Tjörnum, (Vestui-bæ) og síðar lengi í Miðey í Landeyjum,, gift Ilaraldi Jónssyni Sigurjón úrsmið- ur í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur og hálfbróðir þeirra, Eyjólfur J. Eyfells, listmiálari í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Einarsdóttur. Nýlega er látinn í Reykjavík einn þessara systkina, Eyjólfur fyrrv. skipstjóri, kvænt- ur Guörúnu Bjarnad. Foreldrar Einars fluttu bú sitt frá Selinu er Einar var innan við fermingar- aldur, pau bjuggu á Tjörnum undir Eyjafjöllum allmörg síðari búskaparár sín. Æskustöðvum' sin um unni Einar öllum öðrum stöð um framar, en Markarfljót, sem umlykur Hólmabæina, batt endi á dvöl hans þar að lokum. Einar dvaldist á Tjörnum til ársins i918 og varð þá næsta ár vinnumaður í Ilolti undir Eyjafjöllum hjá sr. Jakobi Ó. Lárussyni og frú Sigríði Kjart- ansd., en árin 1919—22 var hann á Bakka hjá Lofti bónda og smið Þórðarsyni og Kristínu ljós móður Sigurðardóttur. Vorið 1922 hinn 18. júní gekk Einar að eiga Kristbjörgu Guðmundsdóttur, en þau voru samtímis vinnuhjú á Bakka. For eldrar Kristbjargar voru hjón á Stokkseyri, Lára Sveinbjarnar- dóttir og Guðmundur Guðmunds- son. Einar og Kristbjprg bjuggu a Tjörnum 1922—‘40, á Brúnum 1940—46, á Tjörnum aftur 1946— ‘47, en þá var orðið ‘óbyggilegt á Tjörnum vegna vatnsflaumsins er öllum kvíslum Mankarfljóts hafði verið veitt í farveg þess með fram Eyjafjöllum, hjá Seljalands- múla. Vorið 1947 fluttust þau Tjarna hjón að Bakka og bjuggu til árs- ins 1962 en þá komu úr Vest- mannaeyjum Jón sonur þeirra og kona hans og tóku við búi og síðan hafa eldri hjónin dval- izt í skjóli þeirra og bæði átt við vanheilsu að búa. Þau Kristbjö'\? og Einar eignuðust 12 bör:n 1. Þuríður, gift Árna H. Brandssym, 2. Járngerður, gift Aðalsteini Met úsalemss. 3, Sigurður eldri (upp- alinn hjá Lofti og Kristínu á Bakka) sjómaður. 4. Leifur (upp alinn í Stóru-Mörk hjá Sveini Sveinssyni og Guðleifu Guðmunds dóttur) fórst af vélbát frá Vest- mannaeyjum. 5. Jón, kvæntur Kristínu Sigurjónsdóttur. 6. Þór- arinn Guðmundur, hrökk út tf vélbáti frá Vestmannaeyjum. 7. Magnús, bifreiðarstj. 8. Kristján, flugvallarstarfsm. (Ólst upp á Bakka, hjá Lofti og Kristínu) kvæntur Rebekku Guðfinnsdóttur. 9. Sigríður, verkakona. 10. Sigurð- ur yngri, bifreiðarstjóri, kvæntur Heiðrúnu Sigurjónsdóttur. 11. Lóa 12. Lóa Þórey. þær dóu báðar i bernsku Sonur Einars fyrir hjónaband: Guðmundur, verkam. móðir hans var Þorbjörg Sigurðardóttir, hann ólst upp á Syðstu-Grund undir Eyjafjöllum, með móður sinni. Barnabörn Einars og Kristbjarg- ar munu vera nær 20 að tölu og barnabarnabörn eiga þau Það er ekki á mínu færi að gera grein fyrir baráttu þeirra Tjarnahjóna fyrir afkomunni með barnahópinn á jörð sem lá milli vatna og erfitt var um slægjur. Þá var ekki um að tala opinbera styrki til að koma börnum upp, en liðsinni góðra manna varð þeim til stuðnings, sem að framan sést að nokkru. Þau voru siálf boðin og búin að greiða íyrir öðrum, þar sem þau máttu því við koma. Einar var bókhneigður og fróðleiks fús sem hann átti kyn til. Hann átti talsvert safn góðra bóká en missti það allt í eldsvoða er íbúð- arhúsið á Bakka brann með allri búslóð haustið 1958. Þá hlupu sveitungar þeirra hjóna og marg- ir fleiri drengilega undir bagga með ýmsum stuðningi. Að leiðarlokum er mér persónu lega ríkust í huga þökk til Einars og systkina hans, sem voru í næsta nágrenni við mitt bernsku- heimili, vinátta þeirra við mig hefur enzt alla stund. Á ég einn ig góðar minningar frá heimili Einars og konu hans, sem um alllangt árabil voru í nánd við mig, þótt ég flyttist síðan burtu. Blessun veri með þessum vin- um mínum og þeirra nánustu. lífs og liðnum. Anna Vigfúsdóttir frá Brúnum. Þegar föðursystir mín, Anna Vigfúsdóttir bað mig um að koma minningargrein um Einar Jónsson til birtingar, varð mér það ljóst, að ég hefði mátt vita fyrr, að ég stóð í óbættri skuld, sem aldrei verður goldin, þó lang ar mig að senda örfá kveðjuorð og þakkir fyrir gömul kynni og veittar velgerðir. Við Brúna- fólk áttum góða granna til allra átta, en einn þeirra sem fyrst var leitað til, ef einhvers þurfti með var Einar á Tjörnum. Auður átti aldrei aðsetur í búi Tjarnahjóna. en þau voru bví samhentari að miðla öðrum af iitlum efnum, ef aðrir voru illa staddir. Tveir mínir trygsustu vinir frá bernsku- og unglings árunum voru komnir frá þeim, hestur, sem Einar gaf föður mín um, þegar hann missti reiðhest- inn sinn niður um ís 1 vetrarferð og hundur sem við eignuðumst nokkru síðar. Lg minnist dagsins, þegar ég fór i fyrsta skipti t;l veru utan heimilis, i skóla Faðir minn var dáinn og ég gat ekki lengur not- ið leiðsagnar hans. þa var leitað til Einars 'in t'ylgo yfii Markai fljót. Þá var hesturinn enn helzta farartækið. og löng leið á brú, svo að velja þurfti vað, sem fært væri Þessi ferð gekk slysalaust og oft átti ég síðan leið yfir Markarfljót 1 fylgd Ein ars. sem þræddi tæp brot og ill- færa ála svo að aldreí skeikaði. Það er hverjum unglingi hollt veganesti að alast upp í nágrenni við hreinskipta drengskapar- Framhald á bls 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.